Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 8. nóv. 1961 MORGVHBL 4Ð1Ð 2 Þ E IR munu ekki margir sem vita um það hér á landi að til eru sérstök samtök barþjóna og enn færri sem vita að meðal þessarar stéttar eru til al- þjóðasamtök. Viss hópur manna hér á landi er því mótfallinn að um starf þessara manna sé rætt nokkuð að ráði og þá hvað sízt í blöðum landsins. Mér fannst það því bæði fróðleik",- og fréttaefni er ég fyrir sköinmu hitti þá bar- þjónana Símon Sigurjónsson og Theódór Olafsson báða sam an niðri í Nausti þar sem þeir voru að skrafa um ferð sína nú fyrir nokkrum vikum til íslenzku fulltrúarnir í hópi starfsfélaga á heimsmóti barþjóna í Noregi. Símon í Naustinu er þrið'ji frá vinstri og Teddi lengst til hægri. Símon í Nausti dansaöi ballett á heimsmúti Noregs í sambandi við alheims mót stettsi þeirra. Mót samtakanna IBA (Inter national Bartenders Associa- tion) er haidið árlega víðsveg- ar í þeim löndum sem þátttak- endur eiga í samtökunum. I því eru nú 18 félög og má ekki vera nema eitt félag frá hverju landi. Island er ekki ennþá formlegur félagi, en verður það að öllum líkindum á næsta ári. Héðan hafa bar- þjónar setið tvö mót til þessa, boðnir af formanni samtak- anna, danska barþjóninum Kurt Sörendsen á Cosmopolit í Kaupmannahöfn. ★ Hér á landi verður stofnaður klúbbux barþjóna sem verður að öllu leyti óháður stéttar- samtókum og sögðust þeir fé- lagar hafa nú þegar haft nokkra fundi með „kaffi og kringlum sem aðalréttum“, eins og þeir komust að orði nokkuð kímileitir. Að þessu sinni var mótið haldið 1 fjallahóteli í Gausdal í Noregi skammt frá Lille- hammer. Löglegir þátttakend- ur voru 4 frá hverju landa sem hiut eiga að samtökunum og alis voru þarna saman komnir um 150 manns, full- trúar ir.eð konur sínar. ★ Einu stærsti þáttur mótsins er heimsmeistarakeppni í vín- blöndun Allur kostnaður er greiddur af vín- og gosverk- smiðjum víðsvegar um heim. Vínblöndurnar voru á þessu móti 49 talsins. Þeir Símon og Teddi voru báðir í dómnefnd- unurn ásamt konum sínum. Það var Norðmaðurinn Egil Mouin sem sigur hlaut í þess- ari keppnx og var blanda hans þannig samansett: V3 Rom Baccardi % Vermouth Noilly Vs Curacao Orange Cusenier líkjör og grænt kirsuber. Við- urkenning þessi fékkst eftir að blandan hafði verið reynd af 5 dómnefndum og það gaum- gæfilega athugað að hún hefði ekki áður verið gefin út á prenti, enda hafði mótstjórnin haft uppskriftina til athugun- ar 6 mánuðx fyrir mótið. ★ Mót þetta var mjög vel und- irbúið af hendi Norðmanna sögðu þeir félagar. Auk aðal- fundarsiarfa voru haldnar margar kvöldvökur, en mótið stóð í fxm.m daga. Kvöldvök- urnar önnuðust þátttakendur sjálfir og sagði Teddi að eitt vinsæiasta skemmtiatriðið befði verið hjá þeim Símoni í Naustinu og dönskum 250 punda barþjóni en þeir döns- uðu balJet. ★ Lengra gat þetta samtal okkar ekki orðið um þetta bar þjónamót að þessu sinni. Teddi var að fara út í nýja klúbbinn sinn þar sem hann tekur nú við forstjórastarfi eftir að hafa verið á Borginni í 20 ár og Símon sigldi upp á baðstofubarinn í Naustinu til þess að sinna ambassadora- störfum sinum þar. En það var einmitt einn af þekktustu bar- þjónum á þessu móti sem komst þannig að orði að bar- þjónar væru þýðingarmiklir ambassadorar fyrir þjóðir sín- ar, bví oft og einatt eru bar- þjónar einu fulltrúarnir sem útlendingai hitta á ferðum sinum um löndin, þegar við- dvölin verður stutt er hú«’ gjarnan á barnum. — vig. Þurrkví í Reykjavík I NEÐRI deild í gær kom til 1. umræðu frumvarp Gísla Jóns- sonar um, að 2% af kostnaðar- verði hvers nýs skips renni í hafnarbótasjóð. Helmingi þess fjár skuli. varið til hafnar- og lendingarbóta en helmingi til að koma upp og starfrækja þurrkví í Reykjavik, er rúmi a. m. k. 18 þús, smálesta skip. Bætt afkoma sjávarútvegsins ( Flutmngsmaður, Gísli Jónisson fS), sagði m. a., að fátt væri þjcð, sem býr við brimótta strönd og á líf sitt undir fiskveiðum, jatn nauðsyníegt og góðar og ör- uggar hafrur. Hefði Alþingi jafn- an naft fuiián skilning á þessum máium, sem bezt sæist á því, að eigi færn hafnir en 70 nytu styrks og aðstoóar úr ríkissjóði, svo að segja allar um 40—50% af kostn- aði hafnarfrarnkvæmda. Næmu ár leg framlög ríkissjóðs í þessu skyni 17 miUjónum króna, sem þó væri ekki nema fimmti hluti þess, sem hainarmálastjóri teldi nauðsynxcgt til að koma þessum rr.álum í viðunandi horf. Ræðuxnaður kvaðst vita, að gegn frumvarpi þessu kæmu þau mótmæli, að sjávarútvegurinn væri þegar nógu skattlagður, ó- þarft væri að bæta við klyfj- arnar. Benti hann é, að með öruggari og betri höfnum mundu tryggingargjöld skipa lækka all- verulega, ef til vill um 50%, auk þess sem við haldskostnaður minnkaði verulega vegna betri aðstöðu tii skipaviðgerða. Með frumvarpi þessu væri þvi ekki verið að bmda útveginum nýja bagga, heidur leggja grundvöll að betri afkomu hans. Eklci á bætandi Næstur tók Lúðvík Jósefsson (K) tii máls Sagði hann, að ekki væri bætandi á bagga útgerðar- ínnar. Svo væri málum háttað, ^ g að nærri stapp- aði, að búið sé | að loka fyrir | kaup nýrra báta. I Hitt sé rétt, að r náuðsynlegt sé að koma upp < . þurrkví í líeykja r vík. En það sem tefji þær fram- “Hkvæmdir, sé fá- 'dæma skeytinga- leysx bæjarstjórnar Reykjavíkur; henni hafi staðið til boða sama fyrirgreiðsla og öðrum bæjum til hafnarframkvæmda, að 40% sé greitt úr rikissjóði og ríkisábyrgð arlén fyrir hinum 60%. Ekki sé meaa átak fyrir Reykjavík að byggja þuirkví en aðra bæi að byggja dráttarbraut. Þá vildi L. J. ekki gera mikið úr þeim sparn- aði, er hlytist af, ef frumvarpið yrði að lögum, a. m. k. ekki fyrst í stað. Tjónið hverfi ekki, þóit gerðar séu góðar hafnir, eins og giö'ggt sjáist á því, að flest tjon verða í Reykjavíkur- höfn, sem þó sé bezt allra ís- ienzkra haína. FéS kemur margfalt aftur Gísli Jónsson (S) tók aftur til máls og sagði, að sér kæmu slík mótmæli ekki á óvart. En hefði L. J. hlustað á röksemdir sínar með frumvai'pinu, hefði hann séð, að féð kæmi margfalt aftur. Taldi hann furðulega röksemd, að auknar hafnarframkvæmdir væru útgerðinni ekki til góðs. Þá taldi hann annað ranglátt, en helmingur gjaldsins rynni til Reykjavíkai', enda bróðurpartur- inn af innflutium skipum keypt- ur til R-jykjavíkur. Að Reykja- víkurbær hefði sýnt fádæma skeytingarleysi í hafnarmálum væri hrein fjarstæða, enda hefði komið fx-am í ræðu Lúðvíks, að Reykj aviliurlxöfn væri bezt allra hafna, og hefði þó ekki fengið nema 800 þúsund króna styrk úr ríkissjóði. Frekari umræður urðu ekki um frumvarpið, en samþykkt var að vísa því til 2. umræðu og sjá- varútvegsneindar. Karjaiainen til Moskvu Helsingfors, 7. nóv. (AP) RÍKISSTJÓRN Finnlands hefur ákveðið að senda Ahti Karjalainen utanríkis- ráðherra til Moskvu til að ræða við stjórn Sovétríkj- anna um orðsendingu þeirra til Finna frá 30. okt. sl. — í þeirri orðsendingu fóru Sov- étríkin fram á viðræður um sameiginlegar varnaraðgerð- ir. — 1 tilkynningu finnska utan- ríkisráðuneytisins segir að lagt hafi verið til að þeir Karjalain- en og Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sóvétríkjanna, ræð ist við í Moskvu á næstunni. Max Jakobson, ráðneytisstjóri finnska utanríkisráðuneytisins, bendir á að þetta verði aðeins undirbúningsviðræður, en þar verði ekki beint rædd ósk Sov- étríkjanna. Ekki er talið að ákveðið verði þegar í stað hvenær við- ræður ráðherranna hefjist. En þessi ákvörðun Finna, að senda Karjalainen til Moskvu, bendir til þess að þeir óski eftir að yita nákvæmlega tilgang Rússa áður en formlegar viðræður hefjast. í orðsendingu Rússa voru V- Þjóðverjar sakaðir uih að undir- búa árásir á Sovétríkin frá Eystrasalti. Voru Danir og Norð- menn gagnrýndir fyrir að leyfa vestur-þýzkar herstöðvar á land svæðum sínum og Svíar fyrir að selja Vestur-Þjóðverjum vopn. Síld til Keflavíkur KEFLAVÍK, 7. nóv. — Níu bát- ar komu tíl Keflavíkur í dag með samtals 2100 tunnur. Afla- hsestir voru Arni Þorkelsson með 480 tunnur og Jón Finnsson með 400 tunnur. — Helgi S. STAKSTEINAR Lýðræðisleg samstaða Mjög ánægjuleg er 1 in lýð- ræðislega samstaða æskumanna í félaginu Varðberg. Var sannar- lega örðíð tímabært að unigir menn tækju höndum saman, óháð ir flokksiegum sjónarmiðum og flokkslegum sjónarmiðum og ynnu að hug- sjónum vestrænsg frelsis og lýðræðl is til styrktarj þeim samtökuml frjálsra þjóða.J sem stöðvað hafal útþenslu heims-J kommúnismans. Fundarhöld Varðbergsmannia| til kynningar á starfsemi félags- ins og hugsjónum Atlantshafs- bandalagsins eiga án efa eftir að hafa mikil og heillavænleg áhrif. Erindrekar Moskvuvaldsins á ís- landi gera sér þetta líka ljóst. Þess vegna gerðu þeir tilraun til þess að hleypa upp fyrsta fundi, sem Varðberg hélt utanbæjar, eu fóru hina inestu sneypuför eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Aðförin sýnir hins vegar ótta þeirra við störf Vaiðbergs- manna og mun hún verða til þess eins að félagið efli starf- semi sín.x. „Kaupfélögin — fólkið í landinu“ Öðru hvoru birtist nokkurs konar auglýsing frá SÍS í Tím- anum — innfjálgar og innramm- aðar greinar um ágæti þess fé- Iagsskapar. Höfundi þeirra er ekkert mannlegt óviðkomandi, og rekur „hu«sjónasögu“ SÍS allt frá heiðnum goðum til nútíma listar. Er þetta raunar ekki að furða þegar menn hafa verið upp- Iýstir um það að Sambandið sé bókstaflega ekkert annað en fólk ið í landinu. Þetta orðar greinar- höfundur þannig: „Sambandið er kaupfélögin, kaupfélögin fólkið í landinu". Þá vita menn það að allt þjóðlíf ið á að snúast um SIS. Þar er að finna upphaf og endi alls þess, sem máli skiptir í mannlífinu, Önnur rödd Einn af frambjóðendum Fram- sóknarflokksins, Esra Pétursson iæknir, hefur hins vegar í Tím- anum látið í ljós dálitið aðra skoð un. Houum finnst ekki að lífs- hamingju og lýðfrelsi væri hezt borgið með því að allt snerist um SIS. Orðiétt segir hann: „Aftur á móti hindrar frjálst athafnalíf á hverjum stað og tíma þá hættulegu öfugþróun samvinn unnar — stefnuna yfir í sam- keppnislaust flokkseinræði í lxvaða m.vnd sem það birtist". Esra Pétursson varar þaninig við sjórarmiðum goðsagnahöfund arins í Txmanum. Hann bendir réttilega á hættuna, sem því er samfara aS geysivald safnist á fáar hendur, en í SÍS auglýsing- unium er þetta talið, að því er virðist, hið eina takmark, sem keppandi sé að. Morgunblaðið hef ur margbent á svipuð sjónarmið og Esra Pétursson heldur fram, og furðar sig á því að svar Tím- ans við skoðunum hans skuli vera þessi nýja fullyrðing, sem birtist í blaðinu í gær, þ. e. a. s. að folkið í landinu, þjóðlífið allt sé ekikert an.nað en SÍS. Hægri akstur? STOKKHÓLMI, 7. nóv. (NTB) Hægri akstur var í dag enn til umræðu í Svíþjóð. En Svíar hafa ásamt Bretum og Islend- ingum hingað til haldið fast við vinstri akstur. Nú hefur verið gerð athugun á því hvað muni kosta að skipta yfir í hægri akstur í Svíþjóð. Reiknast sérfræðingum svo tU, að unnt verði að koma á hægri akstri árið 1966 og að kostnað- urinn nemi um 340 milljónum sænskra króna (2.865 millj. IsL kr.) miðað við verðgildi pening- anna í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.