Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 13
MiðvHrudagur 8 nðv. 1961 M OnGUTniL AÐltí 13 Stúdentafélagið jæðir erl. fjármagn á Islandi STÚDENTAFÉLAG Reykjavík- ur gekkst sl. mánudagskvöld fyr ir almennum umræðufundi í Tjarnarbíói itm „Erlent fjár- magn“. Var fundurinn fjölsóttur og umræður fjörugar. Formaður Stúdentafélagsins Matthías Jóhannessen ritstjóri, setti fundinn og bauð fundar- menn og frummælendur vel- komna. ,Gat hann þess að stjórn Stúdentafélagsins hefði talið til- hlýðilegt að taka mál þetta til umræðu, svo mikilvægt, sem það væri. Gaf hann síðan fyrri frummælandfl, Steingrími Her- mannssyni framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs Ríkisins orðið. Steingrímur hóf mál sitt með því að rekja nokkuð þær um- ræður og athuganir, sem fram hefðu farið hér á landi um þessi mál. Færði síð- an rök fyrir því, að þjóðinni væri p ' uðsynlegt að fá erlent fjár- magn inn í land- ið til þess að tryggja s í f el 11 b æ 11. lífskjör. Renti hann á nokkur þau atriði, sem mæltu með og móti sam- vinnu við erlent áhættufjár- magn og gat loks þeirra höfuð- sjónarmiða, sem hafa ætti í huga þegar lög og reglur væru settar um erlent áhættufjármagn hér- iendis. Ræða Steingríms Her- mannssonar sem var mjög fróð- leg og ítarleg, verður birt í heild hér í blaðinu á morgun. Síðari frummælandi Alfreð Gíslason læknir. sagði í upphafi að íslendingar hefðu fram að þessu sjálfir byggt upp atvinnu- vegi sína, ýmist af eigin fé eða með erlendu lánsfé. Landsmenn hefðu sjálfir átt fyrirtækin og notið arðs af þeim. Nú væri boð- ið upp á aðra leið. Útlendir menn byggi fyrirtækin og nytu hagnaðarins. Mörg ár væru liðin síðan þessu hefði fyrst verið hreyft, en nú fyrst væru uppi há- værar raddir um að fá erlent áhættufjármagn inn í landið. Þessar raddir væru svo háværar, að hér virtist um skipulagðan á- róður að ræða. En erlendir auð- hringar hafa upp á annað að bjóða en dans á rósum ságði Al- ferð Gíslason. Þjóðin skynjar háska. Sumir sjá enga hættu, aðrir segja að hún sé lítil saman- borið við ávinninginn. En hverj- ar eru hætturnar? Svarsins sé að leita í málgagni íslenzkra iðn- rekenda, sem bent hafi á, að er- lendir aðilar gætu náð heljar- tökum á þjóðinni. Smáþjóðum væru meiri hættur búnar en stórþjóðum. Þeir íslendingar, sem mæli með samstarfi við erlenda aðila hugsi fyrst og fremst um stór- iðju. En það er ekki á annarra færi en auðhringa að byggja al- úminíumverksmiðju. Sá auð- hringur gæti verið svissneskur að nafni til, en að baki stæðu enn öflugri aðilar. Og hverjir trúa því að slíkir aðilar láti sig engu skipta innanlandsmál, ekki sízt launamál. Flutningur einka- fjármagns milli landa er ekk- ert nýtt fyrirbrigði, en það sínum tíma náð tökum á efnahagskerfi Kína, þjóðinni til ófarnaðar. Illt orð fari af erlendu fjármagni í Suður-Ameríku. Þar hafi það látið sig innanlandsmál miklu skipta, jafnvel steypt ríkis stjórnum, til að tryggja hags- muni sína. En alþýðan hafi búið við sult og seyru, menntunar- snauð. Hörmungarnar í Kongó séu að kenna erlendum auðhring um, ekki aðeins belgískum. held- ur líka brezkum, frönskum og bandarískum. Þessi auðfélög eigi sök á dauða Lumumba og Hamm arskjölds. Erlent fjármagn laðist þangað, sem hráefni og orka eru ódýr og vinnulaun lág. Hvarvetna leggist þau gegn kauphækkunum og njóta tilstyrks afturhaldssamrar yfirstéttar í viðkomandi landi. Þessi er reynsla fjölmargra þjóða af erlendu einkafjármagni. En hver segir að þetta geti ekki gerzt hér? ísland er ekki nýlenda en hins vegar tæknilega vanþróað land og því að sumu leyti á sama stigi og nýlendu- þjóðirnar. Ekki þýði að benda á Evrópulöndin í þessu sambandi. Þar sé erlend fjárfesting hverf- andi á við innlenda, og það geri gæfumuninn. Sumir halda að auðfélögin hafi breytt um eðli sagði Alfreð. en það er órökstudd bjartsýni, þar sem þau hafa á síðari árum kom- ið á stað blóðugum bardögum víða um heim. Ef auðfélögin nota aðrar aðferðir í Evrópu en annars staðar, er það vegna þess að þau álíta að það gagni þeim betur. Nú virðist eiga að lokka þessi félög hingað. Ég trúi því á 1 ekki að óreyndu að nokkur ís- lendingur styðji slikt. Vist er, að erlendir festa ekki fé hér í góð- gerðarskyni. Þeir muni heimta lækkun eða af- nám tolla af vél um og hráefni, skattívilnanir og leyfi til fjár- magnsútflutn- ings. íslendingar eiga mikil verð- mæti í orku fall- vatnanna og hana á að selja ódýrt. Nú er hér hagstætt ástand fyrir auðfélögin. Þau misstu mik ið þegar nýlendurnar hurfu þeim úr greipum. og fátt um fína drætti nú orðið. Þau skima nú í kringum sig og hyggja á nýtt landnám. Þess vegna settu þau Efnahagsbandalagið á stofn. Og ísland er ónumið land. En íslendingar óttast erlent fjár- magn og þann ótta er reynt að lægja með því að segja, að hægt sé að hafa stjórn á hinu erlenda fjármagni? Voldug auðfélög traðka hins vegar lög og rétt er þeirri sýnist svo. En hvers vegna er krafan um erlent einkafjármagn borin fram? Vegna þess að þjóðina skorti verkefni? Nei, verkefnin eru ótæmandi. Rísi stóriðja hér á landi yrði það á kostnað inn- lendra atvinnugreina. Iðnaður hefur risið hér upp á stuttum tíma. Við búum við auðug fiski- mið, sem okkur ber skylda til að vernda og rækta. Margt er ógert á sviði fiskvinnslu og nær að taka þar til höndum. Stórstígar framfarir hafa orðið í landbún- aði, þrátt fyrir fólksfækkun í sveitunum. í þróun atvinnulífs skiptir verkmenning og fjármagn mestu máli. Við eigum að taka fé að láni til uppbyggingar atvinnu- lífsins. en það sem á vantar eig- um við að vinna upp með auk- inni verkmenningu. Óleyst verk- efni bíða í útvegi, landbúnaði og iðnaði. Þetta er það hlutverk, sem bíður þjóðarinnar. Það er ekki skynsamlegt að leita langt yfir skammt. Þjóðin hefur lagt of litla stund á frumrannsóknir og verkmenningu. Að því á að hlúa. Stóriðja og stórvirkjanir eru ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að ná vissu marki. Stóriðja á því aðeins rétt á sér að hún bæti lífskjör þjóð- arinnar, annars er henni voðinn vís. Möguleikarnir í íslenzku at- vinnulífi eru ótæmandi og þá á að nýta. Að lokinni ræðu síðari frum- mælanda var orðið g ,-fið frjálst og tók fyrstur til máls Kristján Friðriksson frkvstj. Sagði hann að íslenzkir atvinnuvegir stæðu á veikum grunni, fyrst og fremst vegna þess. að útflutningur þjóð arinnar byggðist nær eingöngu á útveginum. sem væri ótrygg at- vinnugrein. Því væri nauðsyn að byggja upp atvinnugreinar, sem ekki væru háðar duttlungum út- vegsins. Mönnum væri vorkunn þótt þeim dytti erlent fjármagn í hug í því sambandi. Ræðumað- ur kvaðst ekki telja fjarstætt að auka þyrfti þjóðartekjurnar um 60% næstu 10 árin. Miðað við 7000 millj. þjóðartekjur sl. ár væri hér um að ræða 4000 millj. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir að sjávarútvegurinn leggði fram sem nokkru næmi af þeirri upp- hæð. Landbúnaðurinn ætti lítil- lega að geta bætt við sig, svo og fiskiðnaðurinn. Þetta þýddi, að iðnaðurinn þyrfti að taka á sig aukninguna og yrði þar að vera um útflutningsiðnað að ræða í nokkuð ríkum mæli. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja 3500 millj. kr. í iðnaðinn á næstu 10 árum. Þurfum við erlent fjár- magn til þess? Nei. Fjármagns- myndunin getur orðið töluverð í iðnaðinum sjálfum. ef skynsam lega er á haldið. Nokkuð fjár- magn mætti fá út úr bankakerf- inu, ef dregið er úr fjárveiting- um til útvegsins. Loks ætti eitt- hvað að vera hægt að fá af er- lendum lánum. Við eigum að byggja upp smáiðnaðinn, sagði K istján Friðriksson að lokum. íslendingar geta rekið iðnað ná- kvæmlega jafnvel og aðrar þjóð- ir. Það þarf aðeins að beina fjár- magninu og þekkingunni inn á réttar brautir. Næstur tók til máls Pétur Benediktsson bankastjóri. Kvaðst hann vilja benda Alfreð Gisla- Framh. á bls. 17. hefur orðið mörgum þjóðum dýrt. Erlendir aðilar hafi Hannes Pétursson skrifar Vettvangiun „Með "leraugu hann gekk á skíðum“. í dag. Netnir liann grein sína: NÚ ER Gun-nar Dal búinn að skrifa 2 afmælisgreinar í Morg- unblaðið um Kristmanin Guð- mundsson sextugan, báðar mjög ekynsamlegar, enda hefur það við og við á næstliðnum árum sézt á prenti — þó ekki í útlöndum — að Gunnar Dal væri lífsspeking- ur á heimsmælikvarða, og kom því ekki á óvart, hvílíkur súgur stóð undain vængjum hans að þessu sinni. Hljóta aðdáendur hans að vera mér þakklátir fyrir að hafa örvað meistarann til rit- starfa, svo þeir mættu ennþá einu sinni glöggva sig á, hvers hann er megnugur. Eg er líka búinn að skrifa af- mælisgrein um Kristmann í Morg Unblaðið, þó líklega sé vissara að Ihafa þá afmælisgrein í gæsalöpp um, því ég er laumukommúnisti. Hefur kommúnismanum þar með bætzt góður liðsmaður í „Morg- unblaðsherbúðunum“, til viðbót- ar þeim, sem fyrir voru, sbr. allfrægt samtal tveggja rithöf- uinda í einni af bókaverzlunum bæjarins ekki alls fyrir löngu, og Ikemur annar þeirra nokkuð við pögu hér. Sú tilgáta Gunnars Dals, að ég sé að koma mér í mjúkinn hjá Þjóðviljanum með afmælisgrein minni á dögunum, er vel til fund in, þóbt ] ífsspekingurinn sé hins vegar mjög illa að sér, ef hann veit það ekki, að gagnrýni á verk Kristmanns Guðmundssonar nær langt út fyrir raðir kommúnista, og skil ég ekki, hvað er óeðlilegt við það. Þó held ég, að óhætt sé eð fullyrða, að Kristmann hefur eð vissu leyti notið góðs af því, íhvað kommúnistar hafa verið ósparir á að senda horium tóninn. Fyrir vikið hafa ýmsir andstæð- ingar þeirra í pólitík látið hjá líða að gagnrýna verk hans að ráði á fagurfræðilegan hátt til að gera ekki kommúnistum það til geðs. Margt í gagnrýni kommún ista á Kristmann er vissulega af pólitískum rótum runnið, en það er óhugsandi, að skáldskapur hans sé alfullkominn, fremur en önnur mannanna verk, og and- stæðingar kommúnista hljóta að hafa leyfi til að beita hann bók- menntalegri gagnrýni engu síður en annan skáldskap í landinu, án þess að Kristmann og vildaxvinir hans þurfi að blanda því saman við pólitiska ofsókn. En það gera þeir jafnan, strax og á henni bólar. Síðasta dæmið um þessi við- brögð er afmælisgrein Gunnars Dals númer tvö. Samkvæmt rítúalinu er ég auðvitað að „róg- bera“ Kristmann i grein minni um daginn, ég er til þess fenginn af kommúnistum að „rógbera og ófrægja alla svokallaða borgara- lega rithöfunda", eins og Gunnar kemst að orði. Hins vegar skal Gunnar Dal ekki láta sig dreyma um, að ég muni nokkurn tíma biðja hann leyfis um að fá að láta í Ijós skoðun mína á þeim „borgaralegu rithöfundum“, sem mér sýpist. Og það má hann vita, að „borgaralegum rithöf- undum" er gerð meiri skömm með móðursýkiskösitum hans en frjálsri gagnrýni um þá í eigin málgögnum. —★— Afmælisgrein Gunnars Dals númer tvö er að miklu leyti erid ursögn afmælisgreinar númer eitt. Þó svarar hann auk þess grein minni og gerir það í sínum alkunna kjördæmablaðsstíl, eins I og vænta mátti. Enda þótt rit- verk Gunnars yfirleitt séu tæp- lega þess virði, að þeim sé mikill gaumur gefinn, fæ ég ekki af mér að svam helztu röksemdum hans gegn mér, áður en ég kem að kjarna málsins. Eg ritaði grein þá, sem birtist í Morgunblaðinu þ. 31. f. m., til að ndmæla því' að Kristmanni Guðmundssyni hefði ekki verið sýndur fullur sómi sem rithöf- undi hér á landi og neikvæðir dómar um ritstörf hans væru séríslenzk meinfýsi, eins og látið er liggja að í afmælisgrein Gunn- ars Dals númer eitt. Nú skilst mér, að þessi grein bans hafi ver ið einhvers konar heilög kýr, sem ókurteislegt sé að taka ekki of- an fyrir. Það er mikið um heilaga nautgripi á Indlandi, og innan um þá hefur Gunnar þegið alla heimspekimenntun sína, svo ég get vel skilið afstöðu hans í þessu máli. En í mínum augum eru bókmenntasögulegar staðleysur, eins og þær, sem reynt er að læða inn í fólk í afmælisgrein númer eitt, hins vegar ekki frið- helgar, jafnvel þótt þær stæðu í „eftirmælagrein“. Þessi heimspekimenntun Gunn ars Dals skerpir það mikla „inn- sæi“, sem víða kemur fram í rit- um hans og þó ef til vill óvíða betur en í Kjördæmablaðinu (blessuð sé minning þess), því eins og allir vita, er dreifbýlið fyrir löngu komið í eyði, svo sem þar hafði spáð Dal að fara mundi við kjördæmabreytinguna 1959. Þó kemur ekki minna innsæi fram í afmælisgrein númer tvö, þegar hann segir, að grein mín sé „samin í þeim tilgangi að gera sem minnst úr þeirri viðurkenn- ingu, sem Kristmann hefur hlot- ið, og dylgja um allt, sem Hannes telur, að geti á einhvern hátt rýrt álit manna á skáldinu." í Eg veit ekki, hvað hann getur i átt við annað en þessa einu til- vitnun í erlenda umsögn um verk1 Kristmanns, sem er að finna í grein minni. Ekki get ég verið j „að gera sem minnst úr þeirri j viðurkenningu, sem Kristmann hefur hlotið“ með því að nefna fimm dæmi til staðfestingar þeim sóma, sem honum hefur verið sýndur hér á landi. Það hlýtur því að vera Kristian Elster, sem ber ábyrgð á geðvonzkunni í af- mælisgrein númer tvö, enda tek ur Gunnar þar aftur upp hinar erlendu ritdómaglefsur úr afmæl isgrein númer eitt, líklega til að kaffæra skoðun hans. Ég hafði sagt í fyrri grein minni, þegar kom að þessum ritdómum: „Ég fæ ekki séð, hvaðr tilgangi rit- dómaívitnanir Gunnars Dals þjóna öðrum en þeim að sýna, hvað Islendingar fari villir vegar í mati sínu á Kristmanni. Skilst manni milli línanna, að Krist- mann hafi aldrei notið sannmæl is, síðan hann fluttist heim til Islands“. Af einhverjum ástæð- um getur Gunna ekki unað þess um orðum mínum og leggur mér þess í stað í brjóst skoðun, sem hann býr til sjálfur, og segir: „Og vegna þess (leturbr. mín) að ummæli hinna níu erlendu bók- menntamanna skipa Kristmanni háan sess í bókmenntunum, reyn- ir Hannes ac gefa í skyn, að á þeim sé ekkert mark takandi, vegna þess að tilvitnanirnar séu of „fáar og gloppóttar til þess að af þeim verði nokkuð ráðið um álit manna erlerdis — almennt — á skáldskap Kristmanns.“ Mikil eru þau andlegu bágindi að geta ekki svarað andstæðingi sínum nema með því móti að hagræða orðum hans sér í vil. Hvergi í grein minni gerði ég minnstu tilraun til að ómerkja þessa hjartfólgnu ritdóma, enda var hún ekki til þess skrifuð. Eg vitnaði til hinnar norsku bók- menntasögu eingöngu til að sýna. að lika hefðu fallið erlendis nei- kvæð orð um verk Kristmanns og þau kæmu því ekki fyrst til sögunnar hér á landi, eins og látið er skína í milli línanna hjá Gunnari. Satt að segja hef ég persónulega engan áhuga á skáld verkum Kristmanns Guðmunds- sonar og læt mér í léttu rúmi liggja, hvort hann hlýtur fyrir þau lofsamleg orð eða ekki. Ég gerði aðfinnslur mínar við afmæl isgrein Gunnars vegna þess, að þar var, eins og ég er búinn að segja, gefið til kynna, og á frekju legri hátt en hingað til, að Is- lendingar væru einir um að syngja ekki samróma lofgerð um skáldverk Kristmanns, og af því ég mundi, hvað Elster segir um au í bókmenntasögu sinni, fannst fannst mér rétt, að það kæmi fram. Einnig vildi ég að hitt kæmi fram, að Íslnedingar hafa ekki búið jafn illa að Kristmanni og Gunnar vill vera láta, og nefndi fimm dæmi þv ítil sönnun ar og nenni ekki að tyggja þau upp aftur. Ég sá enga ástæðu’til að láta þessum sífelldu og hjá- kátlegu ásökunum ósvarað og skipti mér ekkert af því, þótt Gunnar Dal og Kristmann Guð- mundsson telji mig kommúnista fyrir bragðið. Annars hygg ég, að hægt Væri að sýna fram á það í augum þeirra, sem ekki fylgjast mikið með ritdómum, að svo til öll skáld hefðu fengið einróma lof fyrir verk sín, e" aðeins væru klipptar úr ritdómunum um þau lofsamlegu línurnar, en hinum I sleppt, því vanalega eru ritdóm- ar blandaðir lofi og aðfinnslum, og á þetta vafalaust við um Krist- mann engu síður en aðra. I til- vitnun minni til ninnar norsku bókmenntasögu lét ég stacda bæði jákvæð og neikvæð ummæli um Kristmann, og sýnir það, að I Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.