Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nðv. 1961 IMú lá^u Diiirjr í því * x * « sigraoi 18-10 í svitabaði I FYRRAKVÖLD lék danska liðið Efterslægten sinn síð- asta leik í heimsókninni, og þvílík var aðsóknin inni á Hálogalandi, að þegar leik- urinn hófst, hafði verið troð- ið meira í húsið en nokkru sinni fyrr. Fjöldi manns varð frá að hverfa, sennilega yfir tvö hundruð manns. Og þeir sem inn kormust sáu ekki eftir því, þrátt fyrir mikil þrengsli og hitasvækju, því leik- urinn var góður og skemmtileg- ur allan tímann. Úrvalsliðið mætti til leiks ákveðið í að sýna góðan handknattleik og sigra Danina. Okkar menn byrjuðu með knöttinn, hófu mikla sókn af leifturhraða Og áður en mínúta með stuttu millibili, 2:1 og þeirra eina forskot í leiknum. Urvalið lék mjög vel, vörnin var þétt og sóknin þung og já- kvæð. Að vísu var munurinn aldrei nema tvö mörk í fyrri hálfleik, en enginn var í vafa um hvort liðið var betra. Hjalti sýndi nú mjög góðan leik í markinu, mun betri en í Keflavík á sunnu- daginn. Aftur á móti kom Mort- hensen ekki inn á völlinn fyrr en í síðari hálfleik. Danirnir léku mjög fast og ólöglega og á 26. mínútu kom að því, að einum þeirra, Hansen, var vísað útaf í tvær mínútur. Skömmu áður hafði Birgir skorað fallegt mark (8:6), en við brottvikninguna dró úr hraðanum og ekki voru fleiri mörk skoruð fyrir hié. • Vitaköst og einstefnuakstur Ragnar skoraði einnig fyrsta • Samstillt úrvalslið Þetta fyrsta val hinnar ný- kjörnu landsliðsnefndar H.S.I. tókst mjög vel. Liðið var sam- stillt og sterkt, bæði í sókn og vörn. Aberandi styrkur er af Ragnari, sem einhverra hluta vegna lék ekki með sínu liði í Keflavík. Samihliða því að vera bezta skytta liðsins, hefur hann gott auga fyrir eyðum í vörninni og lék oft skemmtilega inn á línuna. Einn ljóður var samt á leik hans, en það voru nokkrar kæruleysislegar sendingar, sum- ar með óþarfa tilburðum. 1 jafn þýðingarmiklum lei'k sem þess- um, eiga leikmenn að sleppa prívat sýningaratriðum, sem enga þýðingu hafa. Hermann átti áberandi góðan varnarleik og sama er að segja um Einar, en Örn hefur oft leikið betur. Liðsmenn Efterslægten voru Enrrþá getur þetta skeð — en vonandi verða þeir fáir stór- leikirnir til viðbótar þar sem formenn félaga, formaður IBR og formenn erlendra liða (eins og hér sjást lengst til hægri á bekkjum) þurfa að horfa á dómara og fyrirliða ísl. landsliðs- ins Ieita að pollum á gólfinu og þurrka þá upp. Ótrúlegur við- burður en því miður sannur. Það er von að handknattleiks- unnendur fylgist vel með gangi mála við byggingu nýja hússins í Laugardal. var liðin hafði „atomskytta“ F.H. Ragnar Jónsson, skorað með snöggu og föstu skoti. Þetta kunnu áhorfendur vel að meta og allt ætlaði um koll að keyra. En Efterslægten svaraði fljótt fyrir sig og Baun skoraði tvö mörk Fyrsta sund- mótiö 5. des F Y R S T A sundmót vetrarins, sundmót KR, verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur þriðjudag inn 5. desember nk. Keppt verður í þessum grein- um: 200 m baksundi karla, 100 m bringsúndi (Sindrabikarinn), 100 m baksundi, 50 flugsundi, 100 m skriðsundi kvenna (Flug- freyjubikarinn), 100 m bringu- sundi, 100 m bringusundi ungl- inga, 50 m baksundi, 50 metra bringusundi telpna, 50 m bringu sundi drengja, 50 m bringusundi sveina, 4x50 m bringusundi ungl inga og 3x50 m þrísundi karla. Afreksbikar SSÍ vinnst fyrir bezta afrek mótsins samkvæmt stigatöflunni. Þátttaka tilkynnist Jóni Otta Jónssyni, Vesturgötu 36 A. í síð asta lagi 28. nóv. nk. markið í síðari hálfleik og aftur svaraði Baun. Örn breytti tölunni í 10:7 úr vítakasti eftir að gróf- lega hafði verið brotið á hann á línu. Hansen minnkaði bilið aft- ur, Og enn kom vítakast á Dan- ina, sem Gunnlaugur skoraði úr. Nú voru liðnar 10 mínútur af síðari hálfleik og hitasvækjan í húsinu farin að hafa áhrif á leik- mennina. Ekkert mark var skor- að næstu 7 mínútur, en þá komst aftur líf í tuskurnar við fallegt mark frá Hermanni. Og á sömu mínútu bætti Einar stöðuna í 13:8. Houman og Vigh skoruðu næstu tvö mörk og voru það síð- ustu mörk Efterslægten. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var engu líkara en að aðeins eitt lið væri á vell- inum. Úrvalið skoraði hvert markið á fætur öðru og sér- stakan fögnuð vakti Birgir, sem skoraði tvö mörk beint úr aukaköstum. Það er vel af sér vikið, þegar þess er gætt, að vörnin stendur þétt fyrir fram an og fylgist með hverri hreyf ingu skotmannsins. Þrátt fyrir hæfileika sína tókst Morthen- sen ekki að forða stórtapi í þetta sinn. 18:10 urðu endan- leg úrslit og ánægðir en kóf- sveittir áhorfendur þyrptust út í hreina loftið. sýnilega farnir að þreytast, en þeir hafa leiikið fjóra leiki á sex dögum, alla mjög eríiða. En lið þeirra kemur hingað í mun betri æfingu en okkar menn hafa nú. F.H. hefur t.d. ekkert leikið síð- an í vor og sáust þess áberandi Eitt af átján. Pétur brýzt i gegn og jafnvel Morthensen fékk ekki bjargað. — Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. merki á sunnudaginn. Morthen- sen og Baun voru þeirra beztu menn í síðasta leiknum, en Bernth var aðeins með nokkrar mínútur fyrri hálfleiks. Hann varð að hætta vegna meiðsla í hné. • Góð heimsókn Þessj heimsókn er, þegar á allt er litið, mjög miikill fengur fyrir íslenzkan handknattleik, en okkur er nauðsynlegt að taka heim góð erlend lið a. m. k. tvisv- ar á ári til þess að halda við hinni mi'klu grósku, sem nú ríkir í þessari vinsælu íþróttagrein. Hin vaxandi aðsókn, sem fram kom í þessari heimsókn sýnir okkur einnig, að almenningur kann vel að meta góðan hand- knattleik og við borð liggur, að hið litla og gamla Hálogaland springi utan af fjöldanum. Mönk úrvalsins skóruðu: Ragn- ar, Birgir og Pétur S hver, Einar, Gunnlaugur og Karl 2 hver, Her- mann, Matthías og örn 1 hver. Mörk Efterslægten: Baun 4, Nielsen 2, Bernth, Hansen, Hou- man og Vigh 1 hver. Dómari leiksins var Hannes Þ. Sigurðsson og gerði hann stöð- unni góð skil, en tvívegis varð hann að stöðva leikinn til að þurrka burtu af gólfinu, sem myndazt hafði vegna svita af leik mönnum og leka úr þakinu. K o r m á k r . Róðrar æfingar inni RÓÐRAÍÞRÓTTIN hefur verið undarlega lítið stunduð hér á landi. Af og til hafa þó komið sæmilegir sprettir í iðkun þess- arar íþróttagreinar. Nú hefur Róðrafélag Reykja- víkur ákveðið að gera tilraun til að halda uppi inniæfingum' í vetur með útiæfingum um helgar, ef til þess viðrar. Æfing verður í kvöld hjá fé- Iaginu í Miðbæjarskólanum og hefst kl. 8.45. Þangað er öllum heimilt að koma sem vilja æfa róður. Æft er innanhúss í sér- stökum róðrar-„vélum“, sem eru líkastar því að róið sé á bát á sjó. Ef þátttaka fæst verður æf- ingum fjölgað. „Það er maxinlegt að skjátlast" segir gamalt orðtak. Og með það í huga mættu dómarar skoða þessa mynd. Ragnar er kominn í gott færi. En Danirnir gera síðustu ólöglegu hindr. unina og breyta með lögbroti (vörzlu innan við línu) góðu tækifæri í saklaust aukakast, utan við varnarmúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.