Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 23
Miðvilcudagur 8. nóv. 1961 MORCUISBL AÐIÐ 23 Rifhofundurinn og humoristinn James SFj. fiimmtudag lézt 'vinn heimsfræ'gi rithöfundur og húmoristi James G. Thurber, aðeins 66 ára að aidri. Fyrir um það bil mánuði var gerður á honum uppskurður vegna blóðtappa í heila og tókst skurðurinn eftir vonum. Á fimmtudagsuorgun versnaði honum skyndilega og lézt hann um kvöldið. Var hið end anlega banamein lungna- bólga. Einn af nánustu samstarfs- mönnum Thurbers við „The New Yorker“, E. B. White. skrifaði eitt sinn um hann: — Flestir rithöfundar gsetu gert sig ánægða með, þótt ekki vaeri nema tíunda hlutann af hæfileikum Thurbers. Hann hefur skrifað hinar skemmti- 1 e g u s t u minningargreinar, dæmisögur, fréttir. ádeilur og fantasíur sem um getur á sl. tuttugu árum. Teikningar hans eru óviðj afnanlegar — álmennt hefur verið ■' viður- kennt að Thurber geti alls ekki teiknað — og h-.nn hef- ur komið við á sviði leiklistár og kvikmynda. Flesta rithöf- unda, sem nú eru uppi, má með sanngirni bera saman við aðra — en Thurber á sinn sér staka heim og engan sinn líka“. Meðal bóka Thurbers, sem kunnar eru hér á landi eru t. d. ,.My Life and Hard Times“, sem kom út árið 1932, ,.My World — And Welcome to it“, 1942, ,.The Thurber Camival", 1945. og „The Beast in Me and other Animals", 1948. Síðasta bók Thurbers, sem er safn ritgerða, .,Lant- erns and Lances“ kom út í apríl sl. Þó mun hans eflaust lengst minnzt vegna sögunnar um dagdrauma Walters Mitty. Missti annað augað sex ára gamall James Grover Thurber fædd Thurber ist £ borginni Columbus í Ohio 8. desember 1894. Faðir hans. Charles Leander Thurb- er, hæglátur maður, hafði reynt fyrir sér í stjornmálum með litlum árangri. Hann var um skeið einkafulltrúi tveggja ríkisstjóra í Ohio. þeirra Ase Bushnell og Williams McKinley. Móðir James, Mamie Thurber. var aðsóps- mikil kona, kunn fyrir kímni og góða frásagnargáfu, eink- um um ýmis atvik, sem komu fyrir • innan fjölskyldunnar. Hún hafði ætlað að gerast leikkona, en hætti við það. Glaðlyndi sínu hélt hún ó- skertu fram á elliárin, neitaði að ganga í svörtum kjólum eftir að hún komst yfir átt- rætt. á þeirri forsendu að þeir gerðu sig svo ellilega. Þegar James Thurber var sex ára vildi til það slys að bróðir hans skaut ör af boga og lenti örin óviljandi í auga Thurbers, svo hann missti það. Varð vinstra auga hans því að gegna hlútverki beg'gja, en hann missti sjónina algerlega þegar á fimmtugs- aldri. Thurber reyndi eins og hann gat að láta ekki blindn- ina hafa áhrif á sig — og lét sig ekki muna um þær skrám- ur sem hann hlaut af því að rekast á borð og dyr er bann þeystist um — jafnvel sjón- leysið varð honum ástæða til kímni. Líkastur fjárhundi Thurber stundaði nám í rík isháskólanum í Columbus og lýstu skólabræður hans hon- um sem löngum slána með svo þykkan hárlubba, að mest líktist hann fjárhundi. í skól- anum skrifaði hann m. a. snjalla satiru sem varð upp- haf langarar vináttu hans og Elliotts Nugent. sem síðar varð leikari og leikstjóri. Nug látinn ent fékk Thurber til að klippa af sér hárlubbann og fá sér sómasamleg föt og kom hon- um í kynni við fólk, sem kunni vel að meta bann. Seinna unnu þeir Nugent og Thurber margsinnis saman við leikritagerð og önnur bók menntastörf, sömdu m. a. lekritið „The Male Animal". sem átti miklum vinsældum að fagna, bæði á leiksviði og kvikmyndat j aldi. Að námi loknu vann James James Thurber Thurber fyrst hjá ,.The Col- umbus Dispatch í fæðingar- borg sinni og kvæntist um líkt leyti fyrri kona sinni Althea Adams. Skömmu síðar fóru þau hjón til Evrópu og starfaði Thurber þar m. a. hjá Parísarútgáfu „The Chicago Tribune". Þaðan lá leiðin aftur til ,.The Evening Post“ í New York og loks til „The New Yorker". Þar var hann fastur starfsmaður til 1933 en skrif- aði miklu lengur í blaðið. Komu margar bóka hans fyrst fram þar sem framhaldsgrein •ar eða sögur. Eitt af fyrstu verkefnum Thurbers hjá The Evening Post var að fara og horfa á bruna í Brooklyn. Hann fann auðvitað aldrei neinn bruna — -^og líkaði ritstjóranum ekki beint vel, en þess utan var ritstjórinn sagður eim maður- inn — eða a. m. k. einn af örfáum — sem ekki veltust um af hlátri yfir lýsingu Thur- bers á leit sinni að brunanum. Skómmu eftir að Thurber hóf scarf hjá „The New York- er“ hóíst samvinna hans og ritstjórans Harold Ross, sem hélzt ósiitið allt þar til Ross lézt árið 1961. Um það skrifaði Thurnber bókina „My Years whit Ross“ sem kom út árið 1959 og varð fljótlega metsölu bók í Banoaríkjunum. Þá skal loks getið hinna frægu teikninga Thurbers, sem vöktu óskipta athygli og vinsæildir frá því , þær fyrst birtust í „The New Yorker". Þá hafði hann gert rissmyndir sínar — einkum af hundum — í mörg ár. Þær urðu eins konar ávani Thurbers — hann teiknaði á umslög, á símaskrár og borðdúka, þegar verst lét — en þá varð vini hans, sem var sálfræðingur, eikki um sel og hann bauðst til að reyna að lækna hann af þessum kvilla. Sem betur fór varð aldrei úr þvú, að Thurber leit- aði sálfræðingsins, heidur bættust stöðugt við fleiri hundar og síðar margs konar dýr önnur. Sagt er, að eitt sinn er Harold Ross var gagn- rýndur fyrir að hafa slíkan fimmta flokks teiknara starf- andi Við blað sitt, hafi hann svarað: — Þetta er ekki rétt hjá yður, Thurber er þriðja flokks teiknari. Hvar svo sem á að flokka hæfni Thurbers í þeim efnum er fullvíst, að hinar sérkennilegu teikningar hans hafa leyzt marga hlátra úr læðingi. — Tilraunir Framh. af bls. 1. Of kostnaðarsamt Aðspurður hvenær Sovétríkin muni hætta tilraununum, sagði Krúsjeff: — Þegar hinir hætta. Hann tók það þó fram að Sovét- ríkin ætluðu ekki að sprengja fleiri 50 megalesta sprengjur. — Sovétríkin hafa ekki áhuga á neðanjarðartilraunum, sagði Krúsjeff, — því þær eru allt of kostnaðarsamar. Tilraunir í gufuhvolfinu eru miklu betri og kostnaðarminni. AuðvaldSríkin geta gert slíkar tilraunir, því þar eru það skattþegnarnir sem borga, en við viljum ekki taka fötin frá rússnesku þjóðinni. — Sagði hann að Bandaríkin hafi framkvæmt tilraunir neðanjarð- or til að halda þeim leyndum. Einn fréttamanna spurði hvort tilraunum Rússa væri lokið sem stendur og svaraði Krúsjeff jþá brosandi: — Við hættum á kvöldin. Á morgnana byrjum við að nýju. Aðspurður um það hvenær viðræður hæfust um Þýzka- Oands- og Berlínarmálin, sagði Krúsjeff: — Það er undir ykkur komið, og benti á fréttáritara vestrænna blaða. Bússar þolinmóðir Ætlið þér að eiga frumkvæðið með því að bjóða hinum stórveld- unum til ráðstefnu, var spurt. Þetta er erfið spurning, svar- nði Krúsjeff. Fyrst um sinn mun- um við bíða. Við erum enn þol- inmóðir. En við munwm ekki bíða endalaust. Ræddi Krúsjeff síðan nokkuð hvenær unnt væri að boða til ráð stefnu um Þýzkalandsmálin. Að- alatriðið væri ekki hvenær sam- ikomulag næðist, heldur að saöin- ingum miðaði áfram. Aður hafði Krúsjeff tilkynnt að Rússar ætl- uðu að gera friðarsamning við Austur-Þýzkaland fyrir lok þessa árs, en dró þá tilkynningu sína til baka á ný afstöðnu flokks- þingi. Nú sagði hann: Við höfum nefnt 31. desember, en við erum ekki hjátrúarfullir og getum fullt eins vel undirritað samning hinn 13. desember. Við munum bíða þolinmóðir meðan Vestur- veldin gera nauðsynlegar ráðstaf anir til að samkomulag náist um Þýzkaland og Berlín. NÆSTKOMANDI fimmcudags- kvöld verður ný revía „Sunnan sex“, eftir Jón Blámann. frum- sýnd í Sjálfstæðishúsinu í Reykja vík, en æfingar á reviunni hafa staðið yfir undanfarinn mánuð. „Sunnan sex‘l er i tveimur þáttum, seim hvor um sig eru í þremur atriðum. Leikstjóri er Flosi Olafsson og auk hans leika í revíurmi Karl Sigurðsson, Bald ur Hólmgeirsson, Karl Guð- mundsson, Nína Sveinsdóttir og Guðrún Stephensen. Einnig koma fnam þrjár þokka dísir, þær Awna Harðardóttir, Kristjana Magnúsdóttir og Krist- ín Einarsdóttir. Lögin, sem leikin eru í reví- unni enu flest frumsamin af Magnúsi Ingimarssyni en hljóm- sveitanstjóri er Sverrir Garðans- son. „Sunnan sex“ fjallar um skreið arbrall tveggja kaupsýslumanna, og fer fyrri þáttur fram á skrif- stofu Skreiðarsamitakanna h.f. en seinni þáttur gerist á þjóð- helgum stað með skreiðarhjalla í baksýn. Inn í atburðarásina fléttast furðulegustu fyrirbæri, frelsuð sál, 1 j óðagagnrýnandi, sem hefur miðilseiginleika (og tala jafnt lifandi sem dauðir í gegnum hann), ráðherrar frá Afríku, en skreiðina skal selja villimönn- Tónlistarlíff SUNNUDAGINN 22. október voru kirkjuhljómleikar í Akra- neskirkju. Máni Sigurjónsson lék á pípuorgel kirkjunnar verk eftir Buxterhude, Bach og Reger. Máni hefur að undanförnu verið við nám í Þýzkalandi og er ný- lega kominn til landsins. Hann hefur notið tilsagnar hins kunna um þar, dana yngismeyja, söng- ur og margt fleira. Eins og fyrr getur verðux „Sunn'an sex“ frumsýnd á fimmtudagskvöld og hefst sýn- ingin klukan 8,30 og síðan verð- ur dans á eftir. — Salazar Framh. af bls. 1. ari ákvörðun á blaðamannafundi í dag. Hann og 25 stjórnarand- stæðingar aðrir. sem undirrituðu yfirlýsinguna um afturköllun framboða sinna, skýrðu frá því að þeir ættu allir von á því að verða handteknir strax og „þing- helgi“ þeirra sem frambjóðendur rennur út 48 stundum fyrir kosningar. Um leið og þeir tilkynntu aftur köllun framboðanna, skoruðu stjórnarandstæðingar á portú- gölsku þjóðina að sýna andstöðu gegn stjórn Salazars með því að mæta ekki við kjörborðin á sunnudag. .,En áskorun okkar og gjörðir ykkar breyta samt engu,“ sagði Gomes prófessor. „Því hvort sem kjósendur mæta á kjörstað eða ekki, verður skráð og tilkynnt að þeir hafi greitt stjórninni at- kvæði.“ á Akranesi próf. Föstermanns við tónlistar- háskólann í Hamborg. Próf Föst- ermann hefur. sem kunnugt er, komið hingað til lands, oftar en einu sinni, og haldið hér hljóm- leika, m. a. á Akranesi sl. vor. Máni Sigurjónsson hefur þegar getið sér gott or ' sem mjög efni- legur tónlistarmaður. Skömmu áður en hann fór frá Hamborg, kom hann fram á skólatónleikum háskólans. einnig á hljómleikum í Pálskirkjunni í Áltona. Á kirkjuhljómleikunum kemur og fram Sigurður Bjömsson, söngv- ari, og syngur lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Sigurður hefur um tíma dvalizt á Akra- nesi og reiðbeint og kennt söng fyrir kirkjukórinn. 1 ráði er að halda kirkjuhljóm- leika í Akraneskirkju mánaðar- lega framvegis vetrarmánuðina. Næstu hljómleikar verða á veg- um kirkjukórasambands Borgar- fjarðarprófastsdæmis í tilefni, meðfram, af 10 ára afmæli sam- bandsins. Tónlistarskólinn á Akranesi starfar sem áður og er fullsetinn. Nemendur eru 55. Skólastjóri er Haukur Guðlaugsson. organleik- ari við Akraneskirkju. Mikið lán var fyrir Akranes að fá Hauk, þennan gáfaða og fjöl- hæfa listamann, og því til við- bótar fágætan mannkostamann. Ekki er ofsagt, að Haukur hafi verið lífið og sálin í söng og músikstarfi á Akranesi, síðan hann kom. Aðrir kennarar við tónlistarskólann eru: frú Anna Magnúsdóttir. er var fyrsti skóla- stjóri bans, og vann þá frábært brautryðjandastarf, og Jónas Dagbjartsson úr Reykjavík. Þá hefur Sigurður Markússon frá Reykjavík leiðbeint Karla- kórnum Svönum og kirkjukórn- um, öðrum þræði. Er hann hér einn dag í viku hverri. Sigurður kennir nótnalestur. Reglubundin söngkennsla er í barnaskóla og gagnfræðaskóla kaupstaðarins. Kennari er Magn- ús Jónsson, velþekktur fy ir áhuga og dugnað. Af ofanrituðu má sjá. að það er fleira en síld og þorskur, sem áhugi manna á Akranesi snýs>t um. Söng- og músikáhugi í vax- andi mæli meðal bæjarfólks spá- ir góðu. Listin er vegna lífsins. Og þegar hún er á ferð, fer ekki hjá því, að þeir, sem spyrja til hvers lifað sé. rekist betur á sjálfa sig, en ella kann að vera. Jón M. Guðjónsson. Ungling vantai til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FREYJUGÖTU A U S T U R B R Ú N iv. Revían „Sunnan sex"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.