Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNLLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1961 1 AGUSTMANUÐI síðastliðnum var haldin Jæknaráðstefna í Vín- arborg. Meðal annars, sem þar vakti sérstaka athygli, var fyrir- lestur bandarísks læknis, Dr. Henry Turkel, þar sem hann gerði grein fyrir árangri af nýjum aðferðurn, sem hann hefur beitt við svo- neínda „Mongol“ fávita. Læknir- inn hef rr síöastliðin.-. tuttugu ár unníð sleitulaust að rannsóknum á orsökum þessa fyrirbæris, og náð undraverðum árangri í mörg- urn tilfellurn Um sjúkdóminn hefur fátt verið vitað. Hann kem ur yfirJeitt í ljós þegar við fæð- ingu og á aö því er talið er, upp- haf sitt snemma á þróunarskeiði fóstursins. Sérstakt útlit leiðir í Ijós þegar við fæðingu hvers kyns er. Dr. Turkel hefur leitazt við að lækna m=Ö lyfjameðferð vansköp un á vefjum og öðrum óeðlileg- um líffærum. því að hann telur hinn andlega vanþroska afleið- ingu líkamlegrar vanþróunar. Um margra ára skeið hefur dr. Turkel ha't tiJ umsjónar og með- ferðar 120 sjúklinga og í mörgum tilfellum náð þeim árangri, að á tveim og hálfu ári hverfur eða minnkar mjög mikið óeðlilegt ástand líffæranna og útlit sjúkl- ingsins breytizt í samræmi við bað til hins betva. Sesn dæin: má nefna stúlku, sem dr. Turkel fékk fyrst til meöíerðcU- árið 1952, er hún vár sjö ára aó aldri. Þegar við fæð- ingu var augljóst að stúJkan væri „Mongol“-fáviti og talið öruggt, að hún myndi aldrei læra að ganga, taia eða yfirleitt lifa eðli- legu lífi. Þegar telpan var sjö ára bar hún greinileg „mongól" einkenni. Hún'var lítil, feitlagin og illa vaxin, hafði mjög grófa húð, gróft og strítt hár, þykka tungu og vanskapaða útlimi. Enn fremur hafði stúlkan of stórt hjarta og var óskaplega nærsýn Hún kunni ekki áð tala og segja má að viðbrögð hennar hafi engin verið, hvoi t sem við hana var talað eða reynt að rétta henni eitthvað hendurnar. Hún þurfti mikla umönnum, það þurfti að klæða hana og mata, þvo henni og hirða að öllu leyti, og afleið- ingin af óllu þessu var vitaskuld sú, að bar-niö var algerlega ein- angrað frá umheiminum og for- eldrum sinum til óskaplegrar byrði og sorgar. Þegar eftir eins árs lyfjameð- ferð hjá Dr. Turkel mátti sjá merkilegan bata hjá stúlkunni, bæði líkamiega og andlega — hún var byrjuð að vaxa og sýndi merkilegan bata hjá stúlkunni, bæði líkamlega og andlega — hún var byrjuð að vaxa og sýndi merkilegan áhuga fyrir umhverfi sínu. Eftir fjögurra ára me^ferð, árið 195C var ástand sjúklingsins þannig: — Stúlkan var hæfilega stór eftir aldri, „mongól" útlit hennar var ekki áberandi og stærð hjartanc orðin eðlileg. Frá því að vera 112 cm há sjö ára gömul var hún örðin 155 cm há 12 ára, þyngd hennar hafði á sama tíma aukizt frá 37.5 kg í 48 kg. Kún gat klætt sig sjálf, þvegið sér og matast sjálf og var farin að hnfa áhuga á útliti sínu og klæðnaði. Hún gat hjálp- að móður sinni við heimilisstörf- in, leikið sér að leikföngum og við önnur börn og talað við fólk í síma. Ennfremur gat hún skrif- að eftir forskrift einstök orð og leyst einföld talnadæmi og teikn- að. Greindarvísitala hennar var mæld 60 stig og gat hún upp frá því fylgzt með í skóla fyrir van- gefin börn. ★ Þá ska1 getið annars sjúklings dr. Turkels — 21 árs konu, sem hann fékk fyrst til meðferðar ár- ið 1956. Hún hafði ekki áber- andi „mongol útlit“ en þó talin „mongói“ og var sálfræðilega van þroska — þó gat hún fylgzt dálít- ið með kennslu fyrir vangefna. Utan þess var hún óeðlilega hrædd viö fólk. Eftir tveggja ára meðferð va«- stúlkan gjörbreytt — lífsglöð og íull áhuga og vin- semdar í gaið samferðafólks síns. Jafnframt hafði útlit hennar batn að að mikium mun. Stúlka þessi fluttist í aöra borg leigði sér her- bergi og fékk vinnu við sauma- skap. Hatði hun brátt svo miklar lekjur at starfi sínu, að hún gat sent pe.Tiinga heim til foreldra sinna og endurgreitt þeim að nokkru það íé, er þau höfðu var- ið lil læxni úgar hennar. Skömmu siðar giftist hún og auk þess að hugsa um heimili sitt og mann annast hún einsömul og meS prýði lítinn dreng þeirra hjóna — en hann er eðlilegt og hraust- byggt barn. Dr. Turkel telur að 3—4% al öllu mannkyninu . mgæft fólk Og er augljóst hveiw ö..ysilega þýðingu aðferðir hans geta haft í framtíðinni. Starf dr. Turkels fyrir „rr.ongol“-fávita er eitt fyrsta skrefið sem stigið er í lyfja meðferð þeirra sem vangefnir eru til líkama og sálar. Dr. Turkel bendir þó á, að lyf geti ekki gert kraftaverk og geti ekki endurlífg- að dauðar frumur eða vefi, en þau geta e. t. v. læknað vanþróaðan vef. Dr Henry Turkel. Og líklegt er að starf dr. Turkels ryðji braut vaxandi ár- angurs á lyfj ameðferð á vangefn- um, þótt að öðrum orsökum sé. I fyrirJestT-inum í Vínarborg sagði Dr. Turkel að hið ákjósan- legasta væri að geta byrjað lyfja meðferð þegar er konur verða vanfærar, ef það gæti komið í veg fyrir óeöliiega þróun fóstursins, og þar með náð margfalt betri ár- angri. Dr. Henri Turkel sem er 58 ára að aldrei, er fæddur í Austurríki. Hann fluttist til Bandaríkjanna um tvítagc og stundaði þar lækn isfiæðinám Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir rannsóknarstörf sín og í apríl sl. tilkynnt.i rikisstjórn Bandaríkj anna honum að heilbrigðisyfir- völdin n.yndu gangast fyrir út- breiðslu og almennri notkun að- ier'ða hans i framtíðinni, íbúð óskast tSB Bea^u 5—6 herbergja eða einbýlishús Ársfyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 1-98-43 kl. 10-—12 f.h. og eftir kl. 7 e.h. Söluma&ur sem vill hafa með öðru sölu á járnvörum og verk- færum. beint frá útlöndum, góðfúslega leggi nafn sitt og heimilisfang, ásamt upplýsingum í pósthólf 531 merkt: „Sölumaður“, fyrir finnmtudagskvöld. 3*a herb. íbúð Til sölu er 3ja herbergja ibúð á 2. hæð við Rauðarár- stíg. Góð og ódýr hitaveita. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Re.vnir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstrscti 14 — Símar 17994—22870 Trúlofunarhiingar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skólavörðustíg 2 II. h. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR , kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * á ö V-l w * KVIKMYNDIR Hafnarfiarðarbíó: GRAND HÓTEL FYRIR um áratug var sýnd hér kvikmynd, amerísk. er nefnd ist „Grand Hotel", gerð effir skáldsögu hins þekkta rithöfund ar Vicki Baum. Mynd þessi vakti mikla athygli, ekki aðeins vegna efnisins, heldur einnig og ekki síður vegna þess að í henni léku margir frægustu kvikmyndaleik arar í Bandaríkjunum, svo sem Greta Garbo, Jcvhn Barrymore og Joan Crawford, sem vann sinn fyrsta leiksigur í þessari mynd. — Mynd sú, sem hér er um að ræða, er þýzk útgáfa af „Grand Hoteí“. Leikstjórinn er Gottfried Reinhardt, en aðalleikendur eru: O. W. Fisher (von Gaigern, -barón), Michele Morgan (Grusin- skaja, dansmær), Heinz Riih- mann (Kringelein, yfirbókari), Sonja Ziemann („Loginn litli") og Gort Fjöbe (Preysing, forsitj.). — Myndin gerist á hóteli í stór- borg, — Grand Hótel, þar sem gestir koma og fara daglega, menn hittast af tilviljun og mis- jöfn örlög manna fléttast saman á áhrifamikinn hátt. — Þarna er Gaigem barón, glæsilegur mað- ur, en félagi í alþjóðlegum bófa- flokki, Grisinskaja, dansmær, fögur kona, en biluð á taugum vegna þess að henni finnsit hún vera að missa tökin á list sinni og þar með áhorfendum. Barón- inum hefur verið falið- a@ stela frá henni dýrmætum skartgrip, og í því skyni læðist hann inn í herbergi hennar og nær í djásnið. En þegar hann ser að dansmær in ætlar að fyriríara sér á eitri, gefuir hann sig fram og tekur í /taumana. Grusinskaja verður ást fa-ngin af þessum glæsilega manni og hann hrifinn af henni — og þau njóita næturinnar saman. — Og þama er Preysing, aðalforstj., ófyrirleitinn kaupsýslumaður, sem er með stórsvindl á prjón- unum, og aðalbókari hans, Kringelein, sem hótar að afhjúpa svindlið, og svo „Loginn litli“, ung og fríð starfsstúlka á hótel inu, til í ýmislegt, en þó góð inn við beinið, svo sem Kringelein fær að reyna...... Mynd þessi er ágætlega gerð og prýðilega leikin, enda stend- ur hún í engu að baki amerísku myndinni, nema síður sé. Leik- ararnir allir fara afbragðsvel með hlutverk sín og gefa ekkert eftir „stjömunum“ í gömlu mynd inni. T. d. Michele Morgan þessi Greta Garbo í hlutverki Grusins- kaju. Prýðileg mynd og skemmti- leg, sem óhætt er að mæla með. Bæjarbíó: FATIMA. MYND þessi, sem tekin er í lit- um, er rússnesk, og er efni henn- ar byggt á kvæði eftir skáldið Kosta Hetgurov (1859—1906). Gerist myndin í Ossetiu, fornu menningarríki við norðurhluta Kákasusfjalla, á tímum Alexand- ers II. Rússakeisara. Prins Alimbek, ríkasti og vold ugasti höfðinginn í Ossetiu, finn- ur dag einn hvítvoðung við dyr síniar. Það er meybam og hann tekur barnið til fóisturs og gefur hlutverki Grusinskaj u. PrýðiJeg því nafnið Fatima. Prinsinn á son, Zambulat að nafni, sem er nokkru eldri en Fatíma. Þau fóst- ursystkinin alast upp saman og þegar þau eru komin á þroska aldur takast með þeim ástir. En nú er Zambulat kvaddur í her inn, en áður en hann fer heitir Fatima honum því að bíða hans í fimm ár, en ef hún að þeim tíma liðnum, neyðist til að gift ast, eftir gömlum erfðavemjum í Ossetiu, þá ætli húm að giftast fátækasta manninum í þorpinu. Arin líða og ekki kemur Zoam- bulat aftur. Óvinirnir höfðu tek. ið hann til fanga, en heim til þorpsins barst sú fregn- að hann hefði fallið. Þegar fimm ár eru liðin, vill fósturfaðir Fatinu að hún giftist, og heiti sína trú gift- ist hún Ibrahim, ágætum manni en fátækum, sem lengi hefur elskað Fatimu. Hjónaband þeirra er farsælt þrátt fyrir allt. En svo kemur Zambulat heim, eftir mörg og þungbær ár, og þá ger« ast hinir hörmulegustu atburð- ir.... Mynd þessi er all efnismikil, en hins vegar er hún mjög þung í vöfum, bæði að því er leik- stjórn og leik snertir og því nær hún ekki verulegum tökum á áhorfandanum. Myndinni fylgir íslenzkur skýr ingartexti, heldur rislítill og ekki alltaf á sem bezta máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.