Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNfíLiÐlh Miðvikudagur 8. nóv. 1961 Innilegar þakk;r færi ég öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum, blómum og' skeytum á 80 ára af- mæli mínu. — Guð b'.essi ykkur öll Anna Vilhjálmsdóitir frá Hnífsdal. VerzSun@rliusnæðí Vil kaupa eða taka á leigu húsnæði sem hentaði vel undir uýienduvöruverzlun. Tilboð er greini verð og staðsetningu sendist Mo’°grmblaðinu merkt: „Verzlunarhúsnæðí — 7146“. íbú&ir við Kíeppsveg í sambýlishúsi við Kleppsveg eru til sölu rúmgóðar 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á hæðum og 1 rúmgóð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð. Eru seldar með tvö- földu gleri, fullgerðri miðstöð og sameign inni múrhúðaðri eða tiibúnar undir tréverk. Eru í full- gerðu hverfi með verzlunum og öðrum þægindum. Hitaveita væntanleg. Hagstætt verð, ef samið er strax ÁKNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. Móðir mín, ekkjan ÞÓRLNN JÓHANNESHÓTTIR andaðist að heimili sínu Birkimel 8B, Reykjavík, hinn 6. þessa mánaðar. F. h. aðstandenda. Knstín Högnadóttir. Jarðarför föður okkar INGJALDS ÞORARINSSONAR Reynimel 54, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtuduginn 9. nóvember, kl 13,30. Börnin. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar HELGl' EIRÍKSDÓTTUR frá Lauga-Bæ. Sérstaklega vilium við þakka Lauga-Bæjar hjónum fyrir ómetanlega hjálp henni til handa til hinztu stundar, svo og öllum þeim, sem á einn og annan hátt réttu henni hjálparhönd. — Guð biessi ykkur öll. Margrét FJríksdóttir, Pálína Eiríksdóttir, Sigriður Eiríksdóttir, Sólrún Eiiíksdóttir, LiJja Eiríksdóttir, og aðrir vandamenn. Alúðar þakkir færum við öilum þeira er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns föður okkar, tengdaföður og afa DANELÍUSAR SIGURDSSONAR Hellissandi. Guð blessi ykkur öll. Sveindís Hansdóttir, börn, tengdabörn og barnahörn. Innilegar þakkir til allra nær og fjær sem heiðrað hafa minningu TÓMASAR BJÖRNSSONAR og auðsýnt okkur samúð við andlá’’ og jarðarför hans. Margrét Þórðarsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Árni Árnason, Stefanía Pétursdóttir, Óiafur Tómasson, i Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vdð andlát og jarðarför bróður okkar GUÐJÓNS JÓNSSONAR Holtsgötu 34. Systur og aðrir vandamenn. Framh. af bls. 13. mér er ekki eins mikið kappsanál að „rógbera og ófrægja“ hann og Gunnar telur sér hentugt að staðhæfa, og einnig hitt, hversu auðvelt væri að „falsa“ ritdóma með því að vinza úr þeim það, sem maður vill í það og það skipt ið. Og skal nú nánar vikið að Kristiian Elstor, fynst meistari Dal notar „klippingaraðferðina" við tilvitnun mína til hans. Eg held, að engurn sæmilega dómbærum manni á bókmennta- lega gagnTýni geti dulizt, að út- koman úr umsögn Elsters um skáldverk Kristmanns Guð- mundssonar, þega. allt er tekið með, sem hann segir, muni sú, að Kristmann sé „underholdings- forfatter", eins og það er kallað á Norðurlöndum. Það þykir víst ekki séríega mikilfenglegt. Kem ur þetta heim við það, að árið 1954 sá ég Morgun lífsins, eina helztu bók Kristmanns og þá, sem flestar ritdómaglefsur Gunn ars Dals snúast um, liggja í bóka búðarglugga suður í Þýzkalandi, og var prentað skýrum stöfum á | kápu hennar, í raimma: Zur Unterhaltung. Slíkt hef ég aldrei séð standa á bókum, sem Þjóð- verjar taka alvarlega, enda segir Elster hinn norski: „Han (þ.e. K.G.) er ... ■ ikke særlig original i valg af stoff eller i syn p& mennesker og liv, og idéer i dybere detydning eier han ikke .... det er ingen dybde i ham, ingen hemmeligheter, ingen over raskelser .... mai- husker ham ikke lenge.“ Bg veiit ekki, hvaðan Gunnari kemur sú vizka (nema það væri frá Kristmanni sjálfum), að „dybde" merki hér „bölsýni og lýsingar á ömurleikanum“ og ekkert annað. Það er verið að telja upp annmarka Kristmanns Guðmundssonar og setningin yrði hlægileg, ef orðið merkti þetta, hér á þessum stað. Skort- ur á bölsýni og skortur lýsinga á ömurleikanum er ekki ann- marki á neinum höfundi. það ætti jafn vel Gunnar Dal að geta skilið. Gunnar reynir að breiða yfir þessa umsögn Elsters með því að vitna til ritdóms eftir hann í Aftenposten um einhverja eina bók Kristmanns og án þess að láta þess getið, frá hvaða tíma hann sé. Hann er, þori ég að fullyrða óséð, eldri en þessi marg nefnda alsaklausa bókmennta- saga. I henni dregur Elster bæk- ur Kristmarms í dilka, segir, að sumar séu betri en aðrar, en ger- ir heldur lítið úr seinustu verk- um bans, og er þá miðað við árið 1934 (útkomuár 2. útg. bók menntasögunnar). Það er „bæði illgjörn og heimskuleg athugasemd" hjá mér, segir spekingurinn, að ég skuli láta mér það um munn fara, að ritdómamir, sem hann vitnar til í afmælisgrein númer eitt, séu runnir frá skáldinu sjál'fu, þeir eru „teknir _upp úr riti, sem Ragnar Jónsson í Smára gaf út á sínum tíma og Hannes hefði átt að þekkja". Víst vissi ég um þetta „rit“, en skil hins vegar ekki, af hverju ég „hefði átt að þekkja það“. Bæklingur þessi var gefinn út, þegar Krist mann hóf að nýju að rita á ís lenzku með bók sinni Nátttröllið glottir og hlýtur að vera eitt bros'legasta skjal bókmenntasög unnar. Mig hefur aldrei langað ti'l að eiga hann. En hverju er Gunnar að svara með þessum upplýsingum? Vita skuld hefur Kristmann sjálfur lagt til ritdómana, sem þar er að finna, hann hefur haft_ þá með sér í farangri sínum frá Noregi, en Ragnar Jónsson ekki safnað þeim saman úr 10 til 15 ára göml um erlendum blöðum, sem ekki voru tiltæk hér á landi. Það stendur því algerlega óhaggað, sem ég sagði, að „þaðan (þ.e. frá K.G.) hlýtur þessi vitneskja um viðtökurnar, sem bækur hans fengu erlendis, að vera runnin“. Gunnar segist í afmælisgrein , númer tvö aldrei hafa gefið til kynna í afmælisgrein númer eitt, að Kristmann væri píslarvottur hjá íslenzku þjóðinni, eins og ég haldi fram, að hann hafi gert. Þó stendur í afmælisgrein númer eitt: „Nú skyldu menn ætla, að eftir alla þessa sigra og ómetan legu landkynningu mundu Islend ingar veita þessum landa sínum fullan stuðning á framabrautinni og sýna honum jafnvel einhvern 'þakklætisvott. — En það fór á annan veg. Strax þegar Krist mann fór að vinna sína fyrstu sigra, reyndu menn hér heima að rógbera hann í Noregi og hindra frekari framgang hins unga skálds.“ Og ennfremur segir í sömu grein: „tslendingar einskis meta alla, sem þeir geta.“ (letur br. mín). Er hægt að komast öllu skýrar að orði um þann illa að búnað, sem Kristmann hefur hlot ið hjá Islendingum, að áliti Gunn ars Dals? Og hnykkir hann þó á þessu til vonar og vara: „Krist- mann getur horft stolitur yfir farinn veg, og honum hefur fallið sú hamingja í skaut að hafa get að gefið þ.ióð sinni margfaldlega meira en hann hefur beorið frá. henni“. (leturbr. mín). Fram á hvaða gjafir er spekingurinn að fara? Lystisnekkju? Er nokkur ástæða til, að þjóðin sýni Krist manni Guðmundssyni meiri sóma en þann að veita honum árlega, eiins og gert hefur verið, hæstu listamannalaun' íslenzka ríkisins. Nei. Gunnar segist aldrei hafa haldið því fram, að Kristmann væri písl'arvottur, því hann ætti I svo marga vini hér á landi, þrátt fyrir allt, og það standi í afmælis grein númer eitt. En hvað er hann þá alltaf að tala tffli íslend inga, að þeir séu að rógbera hann, ef hann meinar ekkert með því? Eg tel mig hafe fulla heimild til að leggja út af texta hans, eins og hann er í hendur manns bú inn, og hann má sjálfum sér um kenna, þegar ritsmíðar hans eru jafn grautarlegur vaðall og af mælisgreinarnar um Kristmann Guðmundsson. Það er eitt atriði enn í afmæl isgrein númer tvö, sem mig lang ar til að svara. Gunnar segir, að sé það „vafasöm háttvísi" hjá mér að ætlast til þess. að birtar séu neikvæðar umsagnir erlendra manna um verk Kristmanns í afmælisgrein um hann sextugan. Þetta kann vel að vera rétt. En hvers vegna er hann þá í sömu afmælisgrein að rifja upp eitt einstakt íslenzkt dæmi (salt kjötspjesa söguna) um „herferð ina“ gegn Kristmanni, fyrst hon um finnst ekki kurteislegt _ að vitna í neikvæða erlenda dóma um verk hans við þetta tækifæri? Kemur ekki hér á daginn það, sem ég sagði í fyrri grein minni: „Að yfirlögðu ráði notar Gunnar Dal tækifærið — sextugsafmæli Kristmanns — til að vekja á þvi sérstaka athygli, hversu grátt íslendingar (leturbr. mín nú) hafi leikið Kristmann Guðmunds son allt frá því fyrsta.“? Hvað getur þessi mismunun á_ útlend ingum og íslendingum þýtt ann- að? Er það máski smekklegra_ í afmælisgrein að fjargviðrast ut af neikvæðri íslenzkri gagnrýni en erlendri? —★— Meietari Dal er nokkuð úrillur í seinni afmælisgrein sinni. Að vísu skil ég ósköp vel uppnám hans. Ég gerði nefnilega dálítið, sem ég ekki mátti: ég sagði. að Kristmann hefði ekki ævinlega fengið góða dóma erlendis og sannaði með nokkr- um dæmum, að íslendingar heíðu ekki gert verr við hann en aðra rithöfunda sína. Þetta er það versta, sem hægt var að segja við Gunnar Dal og Krist- mann Guðmundsson. Þeir hafa sem sé stofnað með sér nokkurs konar þjáningarbræðra-félag og hafa veitt einstöku heppilegum mönnum inngöngu í það. Félag- ið hefur það á stefnuskrá sinni að viðhalda trú félagsmanna á því, að þjóðin kunni ekki að meta þá, allir séu þeir snilling- ar, sem vegna samsærismanna í öllum áttum fái ekki notið þess sannmælis, sem þeim réttilega ber. Félagsmenn skrifa ritdóma og aðra listgagnrýni hverjir um aðra og herða sig þá upp í fé- lagsandanum. Afmælisgreinar Gunnars Dals eru liður í félags- starfseminni, enda hafa þessir tveir þjáningarbræður skipzt á prentuðum kveðjum í anda fé- lagsins nú um alllangt skeið. Þegar því gerðar eru athuga- semdir við þessi skrif, eins og þær, sem fólust í grein minni á dögunum, þá er það tilræði við félagið. En félagið er nefnilega svo hentugt, að í skjóli þess er öll gagnrýni, hver sem hún er og hvaðan sem hún kemur, afgreidd sem „rógur“, og vana- lega eru kommúnistar í spilinu eða handbendi þeirra. Félags- menn þessir flagga með „hægri menns'ku" og telji sig veru „borgaralegum rithöfundum" til gagns og sóma, en ég leyfi mér að draga það í efa. Það mætti segja mér, að fátt væri betra og meira vatn á myllu komm- únista, andstæðinga þjáningar- bræðranna, en félagsmenn sjálf- ir. Þetta ættu þeir að íhuga á næsta fundi. Það er annars athyglísverð saga, hvernig það atvikaðist, að Gunnar Dal gerðist einn þján- ingarbræðra. Honum var fyrst á skáldferli hans talsvert hossað, eða allt þar til bókin Ljóð ungra skálda kom út árið 1954. Þá var Gunnari Dal allt í einu ekki gert jafn hátt undir höfði í rit- dómum og hann sjálfur taldi ástæðu til. Mig minnir, að það hafi verið Kristján Karlsson, sem fyrstur manna vakti máls 4 því, svo eftir var tekið — og það var hér í Morgunblaðinu —■ hversu skáldskapur meistar- ans væri í rauninni lítilfjörleg- ur, og árið 1955 sagði Steinn Steinarr í prentuðu viðtali um nýrri ljóðagerð — og varð hann á þeim tíma ekki sakaður um sérlega hrifningu af kommún- ismanum: „Gunnar Dal minnir mig allmjög á Ásmund frá Skúfsstöðum — og má það und- arlegt heita“. Orð Kristjáns, Steins og fleiri lét Gunnar ekki segja sér tvisv- ar: Þegar á næsta ári, 1956. er hann byrjaður að yrkja £ Tíma- rit Máls og menningar! Voru þá liðin 8 ár frá útkomu bók- menntasögu Kristins E. Andrés- sonar, sem hvað drýgstan þátt heíur átt í stofnun þjáningar- bræðrafélagsins. Gunnari hefur því verið fullkunnugt um, hvað þar stendur um Kristmann Guð- mundsson, en hefur ekki talið það sérstaklega athugavert, úr því hann skipar sér óhikað f raðir Kristins-manna. En senni- lgea hefur hann ekki gert sér vonir um nógu skjótan fnama á meðal þeirra, því ekki leið ýkja langur tími, þar til honum skaut upp í Framsóknarflokknum sem sérlegum menningarpostula hans, og er hann nú orðinn skólastjóri einhvers konar félagsmálaskóla á þeim vígstöðvum og kennir þar væntanlega hina flóknu og frumlegu ídeólógíu flokksins. Ljóð Gunnars Dals í marz- hefti Tímarits Máls og menn- ingar 1956 er athyglisvert fyrir þá sök, að þar má, að ég held, sjá fyrstu sýnilegu merki þess á prenti frá hans hendi, að þjóðin er tekin að vanþakka framlag hans til bókmennta hennar. Þess um orðum mínum til sönnunar tek ég upp hluta ljóðsins. Kvæð- ið heitir Á útleið, og leynir sér varla, að það er allþjáður mað- ur, sem á pennanum heldur: Úthýst var mér, vina mín. I landi kuldans kveðið hef ég og kvæðabrot mín smá því gef ég, —• en úthýst var mér, vina mín .... Komdu héðan, hjarta mitt, — þangað burt, er sorgin sefur, og söngur tregans þagnað hefur. Komdu héðan, hjarta mitt, hús ei land mitt skáldi gefur..... Síðasta ljóðlínan geymir við- kvæmt einkamál skáldsins og félaga hans, að því er viirðist, Var Gunnar farinn að gera sér vonir um íbúðarhús, sem þakk- lætisvott frá Al'þingi fyrir list hans, þar til byrjað var allt í einu að halda því fram, að hamn væri ekki gott skáld? „Hús ei land.mitt skáldi gefur“ hlýtur að vera frekari skilgreining þess um hvers konar „úthýsingu“ sé að ræða. Ef þetta er rangt skýrt hjá mér, merki orðalagið „að gefa ekki hús“ sama og „út- hýsa“ í mæltu máli, ætti sýsl- ungi minn, Jakob Benediktsson, að sjá svo um, að Gunnar Dal kæmist þó alla vega inn í hina stóru og væntanlegu orðabók tungunnar, úr því hann komst ekki undir þak á hinu langþráða gjafa-húsi. Hannes Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.