Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1961, Blaðsíða 1
24 slður ivsmiMábib 48. árgangur 259 tbl. — Miðvikudagur 15. nóvember 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Finnar komast „ef til vill" hjá að ræða um herstöðvar — sagði Gromyko og setti Finnum skilyrði um utanríkisstefnuna HELSINKI, 14. nóv. — Kekkon- en forseti tilkynnti mjög skyndi lega í dag, að þing yrSi rofið og efnt til nýrra kosninga 4. og 5. febrúar næsta ár. Fregn þessi kom í kjölfar tilkynningar ríkis stjórnarinnar um viðræður Karja lainens og Gromyko um helgina, en þar upplýstist, að Rússar gera ¦kröi'u til þess að utanríkisstefna Finnlands verði óbreytt — og meðan svo sé muni Rússar e.t.v. ekki krefjast herstöðva í Finn- landi. Er talið. að Rússar set.ji nú fram þessa kröfu til þess að reyna að hafa áhrif ái forseta- kosningarnar næsta ár, en al- mcnnt varð mönnum tilkynning in mikill léttir. Búizt hafði verið við enn verri tíðindum. Ógnanir Talið er, að Rússar hafi ótt- azt úrslit forsetakosninganna, eem fram fara á næsta ári, svo ög þingkosninga, sem einnig áttu að fara fram næsta sumar. Stjórn- rnálasérfræðingar túlka aðgerðir Rússa á þann veg, að þeir vilji ixú beita ógnunuim til þess að *ryggja endurkjör Kekikonens' í forsetastól. Ástandið aldrei jafn alvarlegt * Martti Miettunen, forsætisráð herra, ávarpaði finnsku þjóðina í útvarpi í krvöld og sagði, að aldrei hefði þing verið rofið í Finmlaindi á jafnairvarleguim tim um og nú. En hann bað þjóðina eð sýna stillingu og æðruleysi. Fregnin um þingrof og nýjar kosningar kom mjög á óvart. 1 bréfi til ríkisstjórnarinnar sagði Kekkonen forseti, að ástandið á elþjóðavettvangi væri niú mjög alvarlegt, nú biðu finnsku stjórn- arinnar mikilvægar ákvarðanir Auga fyrír] auga BELGRAD, 14. nóvember. — Meðan Krúsjeff oe félagar hans, bæði í Rússlandi og leppríkjunum. eru önnum kafnir við aff rífa niður stytt- ur af Stalín og skíra götur og torg upp, eru Albanir í óða önn að fjarlægja allt, sem minnir á Krúsjeff. Það er ekki nóg með, að hornsteinninn, sem Krúsjeff lagði í listahöll- ina í Tirana hafi verið rifinn út ár veggnum. heldur hefur tré eitt mikið. sem Krúsjeff gróðursetti eitt sinn í hjarta borgarinnar, verið rifið upp með rótum. — Sjá bls. 10. Lífið í Sovjet MOSKVU, 14. nóv. Nú er vetur genginn í garð hér, með kulda Cg snjö. En skóverzlanir hafa lít ið á böðstókiauim annað en létta ¦umarskó — og þegar spurt er urn hlýja vetrarskó er eina svar ið, sem fæst: Þeir voru til í sum ar — Blað urtgikommúnista, Komsomolskay Pravda, hótf móls é þessu ófremcidanrástandi í dag og gagnrýndi það. — og að þeim yrði að standa sterk stjórn. Það er ekki hæigt að daga kosningarnar á langinn af þessum sökum, þær þola enga bið. — Þingið situr nú til 17.. febrúar, en þetta er í sjötta sinn að þing er rofið í Finnlandi og efnt til nýrra kosninga áður en kjörtímabil er útrunnið. „Ef til vill" Ráðstjórnin hefur óskað eftir tryggingu fyrir því að Finn- land haldi hlutleysisstefnu sinni og fyrst um sinn krefst hún ekki herstöðva í landinu, sagði í upphafi tilkynningarinnar frá finnsku stjórninni um viðræð- urnar við Gromyko. Rússneski utanríkisráðherrann sagði, að jafnvægisleysis væri farið að gæta í finnskum stjórn imiákim og ýmis öf 1 þar í láindi reyndu að hindra það, að Finn- ar héldu óbreyttri utanríkis- stefnu. En fái Rússar fljótlega fullvissu um að engin breyting verði á, þá muni Finnar ef til vill komast hjá að ræða við Rússa um hernaðarmálin. Framh. á bls. 23. Galvao rekinn RABAT, 14. nóv. — Galvao og landar hans sex, sem rændu portógölsku farþegaflugyélinni á dögunum, hefur verið vísað úr landi í Marokko. Munu þeir nú sitja í gæzlu í Tangier, en senni legt er talið, að þeir fari til Brasilíu. Ljosnv Mbl., Ó1.K.M., tók þessa mynd úti á flugvelli í gær skönunu eftir heimkomu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, úr Finnlandsförinni. — Á myndinni eru auk hans frú Sigríður Björnsdóttir, Anna, dóttir forsætisráðherrahjónanna, og Jón Magnússon fréttastjóri. „Óskum Finnum allra heilla í þeirra erfiðu a Bjarni Benediktsson, forsætisrábherra, kominn heim af forsætisráðherra- fundi Noröurlanda BJARNI Benediktsson for- sætisráðherra kom í gærdag heim af fundi forsætisráð- herra Norðurlanda, scra hald inn var í Hanko í Finnlandi, eins og Mbl. hefir skýrt frá. í fréttaauka útvarpsins í gær- kvöldi átti Jón Magnússon, fréttastjóri, samtal við for- sætisráðherra og fer það í heild hér á eftir: Frumdrög að samningi. — Hvert var fundarefnð? — Aðalumræðuefni fundarins var það, hyort ráðlegt væri að gera fastan heildarsamning um norræna samvinnu, þar sem að mestu eru samanteknar þær regl ur, sem nú þegar er fylgt, ýmist samkvæmt sérsamningum eða venjum. Fyrir lágu frumdrög að slikum samningi og eru sem sagt litlar nýjungar í þeim, engu að síður þótti hagkvæmt að gera samninginn og var ákveðið að ríkisstjórnirnar skyldu vinna að undirbúningi hans og helzt leggja frumvarp að slíkum samn ingi fýrir Norðurlandaráðið í febrúar. — Af hverju er þetta mál tek- ið upp nú? — Ástæðan til þess að þetta er gert nú, er einkum sú, að sýnt er að Danmörk, Noregur og Sví- þjóð munu með einum eða öðr- um hætti leita aðildar að Efna- hagsbandalagi Evrópu og jafn- ljóst er að Finnland muni a.m.k- að sinni ekki gera slíkt, hvað sem um ísland verður. Er því viðbúið að löndin togist nokkuð sitt í hverja átt ef ekki verður við gert. Þess vegna er tímabært að festa það samstarf, sem fyrir er, enda þykir líklegt að gott geti verið að vitna til þvílíks samn- ings til styrktar sérstöðu þeirra landa, sem í Efnahagsbandalagið ganga. Var þó greinilegt að eink- um Danir og raunar hinir einnig víldu ekki undirgangast neinar skuldbindingar, sem gætu hindr að eða torveldað aðild þeirra að Efnahagsbandalaginu. Um ein- stök atriði fyrirhugaðs samnings er ekki tímabært að ræða, því að þau verða öll tekin til nánari athugunar áður en frumvarpið verður iagt fyrir Norðurlanda- ráðið. — Var ekki rætt um fleiri mál á þessum fundi? — Jú, það var rætt um ýmis ör.nur mál, sem fyrir verða tekin á Norðurlandaráðsfundinum í febrúar. Hann á að halda í Hels- ingfors og v rður þá minnzt 10 ára afmælis ráðsins. Sé ég ekki ástæðu til að rekja þessi einstöku mál, en það má geta þess að í undirbúningi er samkomulag milli Norðurlandaríkjanna fjög- urra, og ég geri ráð fyrir að við íslendingar einnig munum fallast á um að hægt sé að framfylgja refsidómum í hverju landanha um sig, þótt dómurinn hafi verið kveðinn upp í einhverju hinna Framn. á bls. 'l. 87 létust ACAPULO, Mexico, 14. nóv. — Gizkað er á, að a.m.k. 87 manns hafi látið lífið í hitabeltisstormi, sem s.l. sólarhring gekk yfir ströndina hér fyrir norðan. Hiim inháar öldur skullu á ströndinni og sópuðu mannvirkjum burt. ¦— Auk manntjónsins mun geysimik ið tjón hafa orðið á mannvirkj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.