Morgunblaðið - 15.11.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 15.11.1961, Síða 13
Miðvikudsgur 15. nóv. 1961 IUORCVNBLAÐ1Ð 13 1 I mmámmmám pgplSíi piilifi gH''v. yíOié^-"'’ k j Vínlands- stríðiö IVINL AND S STBIÐIÐ kalla döritsku blöðin deiluna, sem nú hefur risið milli danskra og norskra um fund Vín- lands. Blöðin gera sér mjög tíðrætt um málið og hafa þau birt ummæli vísinda- mannanna undir stórum fyr- irsögnum. A annarri mynd- inni eru þeir Helge Ingstad (t. v.) og Jörgen Meldgárd, höfuð fjandmennirnar í þessu nýja „stríði“. Myndin var tekin í fyrra, þegar síð- asta bok Ingstads kom út hjá döntskum útgefanda. — Hin myndin er skopmynd úr Kaupmannahafnarblaðinu Aktuelt og sýnir, að það eru ekki allir, sem taka þessa deilu hátíðlega. t — hað er gamla sagan, herra Tordenskjold. Nú hafa þeir fengið nýtt rifrildisefni. Sektir fyrir viss um- ferðarbrot staðgreidd í DAG, miðvikud., byrjar lög- reglan í Reykjavík að taka án málssóknar við sektargreiðslum vegna ákveðinna umferðarbrota, þar sem sekt fer ekki fram úr 150 kr. Skilja lögregluþjónar þá eftir miða á hinum brotlegu bíl- um eða fá bílstjórum þá, og geta þeir með því að samþykkja kær una með undirskrift sinni greitt sektina á lögreglustöðirini strax eða sent greiðsluna þangað. — Geri bílstjóri það ekki innan viku, gengur málið til dómara, eins og áður. Sætti hinn brot- legi sig því ekki við sektina, hefur hann eftir sem áður heim- ild til að láta málið ganga fyrir dómstól. Þau umferðarbrot sem hér um ræðir eru ákvæði um stöðvun- arskyldu, um biðskyldu, fyrir- mæli um skoðun ökutækja, á- ákvæði um umferðarljós, en 100 kr. sekt kemur fyrir þau, og svo ákvæði um stöðu og stöðv- un ökutækja og um Ijósabúnað, sem 150 kr. sekt er við. Til hagsbóta og flýtir málum Þetta á að vera til hagsbóta og til að skapa meiri hraða í meðferð mála,, sagði Ólafur Jóns son, fulltrúi lögreglustjóra í við- tali við blaðið í gær um þetta. Sagði hann að á sl. ári hefðu alls verið kærðir 19450 fyrir umferðarbrot, og væru þá ekki öll slysatilfelli talin með. Mest af þessu væri stöðumælatilfelli eða 8125, en þau hefur verið hægt að greiða samstundis um langan tíma. Á árinu 1960 hefðu komið 3110 kærur fyrir ólögleg- ar stöðvanir og þær falla nú flestar eða allar undir hinar nýju reglur, fyrir ófullnægjandi ljósaútbúnað hefði verið kært 586 sinnum og nokkuð mikið af því fellur nú undir nýju regl- urnar og auk þess mikið af öðr- um kærum. Þó kærurnar hafi hingað til oft verið afgreiddar með sætt, hefur afgreiðsla svo margra kæra tekið langan tíma og oft liðið langur tími frá því að brotið var framið og þangað til það kom fyrir dóm. Þessi reglugerð er í samræmi við heimild er lögreglumenn hafa til að sekta vegfarendur fyrir umferðarbrot allt upp í 300 kr., en þó er nú ekki farið lengra en miða við 100 kr. og 150 kr. brot. Rngnar Björnsson heldur orgel- tónleiku í Dómkirkjunni NÆSTKOMANDI fimmtudag heldur Ragnar Bjö'rnssoin orgel- tónleika í Dómkirkj unni. Á efnis skránni verða síðrómantízk verk eftir innlenda og erlend'a höf- unda, m.a. verk sem engirm Is- lendingur hefur leiikið opinber- lega áður. Ragnar Björnsson er sem kunn ugt er aðstoðarorgelleikari við Dóm'kirkjuna, auk þess sem harnn er stjórnandi Karlakórsins Fóstbræðra. Er mönnum í fersku minni sigurför kórsins til Rúss- lands- og Finnlands fyrir nokkru, undir stjórn Ragnars Björnsson- ar. , Ragnar er vel kunnur sem orgelileikari, ekki síður en söng- stjóri og hljómsveitarstjóri, og í fyrrasuimar stundaði hann fram- ha’/Jsnám í orgelleik í Munchen hjá viðurkenndum og frægum kennurum. A efnisskra orgeiltón leika hans á fimmtudaginn eru m.a.*verk eftir Max Reger, Bach- fantasía og fúga, en það er eitt af stærstu verkum, sem samin hafa verið fyrir orgel og aldrei verið leikið opiruberlega af Is- lendingi fyrr, þá er verk eftir dr. Fál Isólfsson, Introduotion og passagaglía, verk eftir Franz Lizt, tilbrigði við tema úr kantötu eftir Bach, og Tokkata eftir H. Mulet. Miðar á tónleikana, sem hefj- ast kl. 9 fimmtudagskvöld, eru seldir hjá Eymundisson og bóka- verzlun Lárusar Blöndals á Skólavörðustíg. OSLÓ, 13. nóvember — Um þús- und manns fóru í dag í kröfu- göngu til þinghússins til þess að mótmæla væntanlegri heimsókn Srauss, landvarnamálaráðherra V-Þýzkalands, til Noregs. t ■ * 1 Ui ! k s Einar Ásmundsson, forstjóri skrifar Vettvanginn í dag og ræðir um vandamál iðnaðarins. Grein sína nefnir Einar: „Hvað getur orðið íslenzkri iðnaðar- framleiðslu til framdráttar?“ ÞETTA er spurning sem oft er á dagskrá. I eftirarandi greinar- korni vil ég leitast við að sýna að nokkru fram á hina miklu |>ýðingu iðnaðarins fyrir þjóð- ina. Hér er ekki átt við, eða talað um, málefni þess iðnaðar, sem kallaður er stóriðnaður. ' Fyrsta höfuðmálið er, að iðnaðurinn geti fengið nægt og fjölbreytt hráefni til að vinna úr. Að þessu leyti erum við orðnir minnst áratug á eftir tímanum, með því, að okkur er gert að kaupa mikið af hráefn- um okkar frá löndum, sem hafa allt of litla fjölbreytni, og fylgj- ast ekki nægilega með tímanum. Þar með er ekki sagt, að við- skipti við jafnvirðiskaupa-lönd- in séu ekki æskileg. Eg, sem hef langa reynslu um þau við- skipti, álít að verzlun við þau sé sjálfsögð og eðlileg, svo fremi að verð, gæði og fjöl- breytni sé hið sama og frá öðr- um löndum, og að sjálfsögðu, að allar þær vörur, sem við seljum til þessara landa, séu seldar á ekki hærra verði en við fáum fyrir þær á frjálsum markaði á hverjum tíma. Nauðsyn er, ef hér á að þró- ast iðnaður, sem gerð er krafa til um þjónustu, að hér séu nægar og fjölbreyttar birgðir til í landinu, af því efni, sem iðnaðurinn þarf að nota á hverjum tíma. Birgðastöðvar væru að sjálfsögðu reknar af fyrirtækjum, sem þekktu þarfir hinna ýmsu iðngreina, og settu sér að markmiði að gefa sem bezta þjónustu í þeirri grein, sem þeir tækju að sér að hafa birgðir fyrir. Nú sem stendur, er t-d. ástand ið um efnisbirgðir járniðnaðar- ins mjög ískyggilegt, og það sem flutt er inn, er oft neyðst til að kaupa frá erlendum birgða- stöðvum, með minnst 20% hærra verði en ef það væri keypt frá verksmiðjum, að vísu með tveggja—þriggja mánaða af- greiðslutíma og minnsta magni 5 eða 10 lestir. Sem dæmi um núverandi ástand á þessu sviði vil ég nefna þetta: Við skulum áætla, að við fengjum pöntun í fimm hundruð stóla af gerðinni H-5, plastsæti á stálgrind, klæddur með gæru eða íslenzku ullaráklæði. Þessir stólar hafa sem kunnugt er fengið mjög góða dóma í Bretlandi, og þar af leiðir sölumöguleika erlendis. Verðið væri kr. 2.000.00 pr. stk., eða um ein milljón króna fyrir 500 stóla. Eitt af þeim megin- efnum sem við þurfum að flytja inn til að smíða þessa stóla er stál. í hvem stól fer ca. 3 kg. af stáli, sem mun kosta í inn- kaupi frá verksmiðjum ca. kr. 7,00 per kg., eða kr. 21,00 í stól- inn. Það eru 1500 kg., að inn- flutningsverðmæti kr. 15,500,00, sem er eitt af þeirri efnisvöru sem þarf til að smíða stólana. En þessi stærð af stáli er alls ekki fáanleg í landinu, og sama máli er að gegna um hundruð annarra stærða og gerða, sem járniðnaðurinn þyrfti að nota. Það lítur út fyrir, að það þurfi að endurvekja skömmtunarskrif- stofuna, og byrja að gefa út skömmtunarseðla fyrir jám til j árniðnaðarmannanna. I þessu tilfelli, og öðrum slík- um, er að vísu reynt að bjarga málunum með því að leita til útlendra birgðastöðva, sem virð ast vera ein af óskabörnum inn- flutningsyfirvaldanna hér. En að kaupa beint frá verksmiðjum, með 20% lægra verði, og að koma upp innlendum birgða- stöðvum, virðist vægast sagt eiga mjög erfitt uppdráttar, og formælendur fáa hjá ráðamönn- um á þessu sviði. Það er væg- ast sagt broslegt að vera að tala um íslenzka iðnaðarfram- leiðslu, og þá sérstaklega út- flutningsframleiðslu, meðan á- standið í efnismálum iðnaðarins er slíkt, sem að framan er á drepið. Þessi einnar milljón króna út- flutningur, sem að framan er á-. ætlaður, myndi í hæsta lagi þurfa eitt hundrað þúsund krón- ur í erlendum gjaldeyri fyrir hráefni, sem þyrfti til þessarar framleiðslu. 90% er innlent hrá- efni og vinna, tollar, skattar og kostnaður. Hér er um eitt lítið dæmi um möguleika á útflutn- ingi íslenzks iðnað.ar að ræða. Þrátt fyrir þá miklu örðugleika, sem iðnaðurinn á við að stríða, þá er iðnaðarframleiðsla hér komin á hátt stig, og er í mörg'- um tilfellum sambærileg við það Framh. á bls. 14. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.