Morgunblaðið - 19.11.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.11.1961, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. nóv. 1961 Mao sakfellir EnVer Hoxha hóf mál sitt ró- lega og ræddi um friðsama sam- búð: Það er nauðsynlegt að draga réttar ályktanir, í samræmi við kenningar Marx og Lenins, varð andi þau umskipti, sem orðið hafa í heiminum, til þess að tryggja það, að menn skapi sér nú ekki neina blekkingu um friðsama sambúð og stöðugan framgang þjóða, að hin réttláta sókn gegn heimsvaldastefnunni sé ekki lítilsvirt heldur sífellt aukin, að þessi umskipti for- dæmi ekki tilverurétt bylting- arinnar, heldur styðji hana, að ekki verði dregið úr þjóðernis- hreyfingum landanna, heldur ýtt undir slíka hreyfingu í rík- um mæli. Það er einlæg sannfæring okk ar, að þótt nú megi forða heims styrjöldum og árásarstyrjöldum, sem heimsvaldasinnar efna til, skyldi er.ginn reiða sig á „góð áform“ leiðtoga heimsvalda- stefnunnar, heldur einvörðungu á hinn gífurlega efnahagslega, stjórnmálalega og hemaðarlega mátt hinna voldugu Sovétríkja, reiða sig á baráttuþrek verka- lýðsins um heim allan, á bar- áttu manna um heim allan gegn stríðsæsingamönnum heimsvalda stefnunnar, á einingu og sarp- hug allra friðelskandi manna. Flotinn kemur og fer „eins og dreki“ I stað þess að fara þessa réttu leið, reynir N. Krúsjeff að af- vopna sósíalistaríki eins og Albaníu, sem umkringd er ó- vinveittum löndum. Með því að veikja varnarmátt Albaníu, rýr- ir hann hagsmuni, ekki einung- is okkar lands, heldur allra •ósíalistalanndanna. Og allt þetta gerist um leið og sjötta flota- deild Bandaríkjanna á Miðjarð- arhafinu kemur og fer eins og dreki, um leið og settar eru upp eldflaugabækistöðvar Banda ríkjanna í Grikklandi og í Ítalíu, NATO-herdeildirnar vígbúast af kappi og vestur-þýzkir hefndar- sinnar skekja vopn sín og ógna heimsfriðinum. Við styðjum af einhug frið- sama sambúð þjóða á milli. En við iirvm ekki sammála sum- um æ.úfærisskoðunum (letur- br. Mbl.) N. Krúsjeffs og fé- laga hans, sem lítg á friðsama sambúð sem almenna utanríkis- stefnu sósíalistaríkjanna, líta á friðsama sambúð sem þá megin- stefnu, sem veiti sósíalistaríkj- unum lokasigurinn í heiminum; þessir menn láta af sókn sinni gegn heimsveldissinnum í nafni friðsamrar sambúðar og kæfa, ef svo mætti að orði kveða, hug- sjónabaráttuna. Enver Hoxha ræddi nú um þær ástæður, sem lágu að baki vinslita Sovétríkjanna og Al- baníu: Krúsjeff veit vissulega á sig skömmina. Eigum við að segja, að þetta hafi byrjað á ráðstefn- unni í Búkarest í júní 1960. Jafnvel fyrir þann tíma höfðu risið upp deilur varðandi alls kyns hugsjónaleg og stjórnmála- leg atriði, deilur milli verka- taka, sagði, að albanskir leið- togar hefðu enn minningu Stal- íns í heiðri, sakir þess að mikið bæri á perónudýrkun í flokki okkar og sakir ógnarstjórnar þeirrar, er ríkti í Albaníu, stjórn ar, sem hann taldi harða og réttarsnauða. Við ætlum hér ekki að fjalla nánar um þenn- an rógburð hans, en annarlegar hvatir komu ljóslega fram, þeg- ar hann notfærir sér rök, sem hann fær að láni hjá harðsvír- uðustu fjendum kommúnista og sósíalisma, til þess að rægja okkur. Með því að reyna að réttlæta árásir sínar á verka- mannaflokkinn, með því að „berjast gegn Stalíndýrkun og hollustu við andflokksmenn", var Krúsjeff greinilega að reyna að sýna fram á það, hversu „skyld“ var hin stalíníska stefna Albaníu þeirri stefnu er fæddi af sér alls kyns „glæpi“ á valda- Hoxa Mao Hoxa málpípa Kínverja ÞRIÐJUDAGINN 7. nóvember svaraði Enver Hoxha, aðalritari kommúnistaflokksins í Albaníu, hinum vægðarlausu ásökunum á hendur stjórnar hans af hálfu Krúsjeffs og 22. þings sovézka kommúnista- flokksins — og Sjú En-lai bar fram hörð mótmæli gegn þessum ásökunum. Deilan milli Rússlands og Kína virðist nú farin að harðna, og ekki hefur mála- miðlunartillagan, sem fram kom á þingi 81 komm- únistaríkis í Moskvu sl. desember, orðið til þess að draga úr þeirri deilu. Það hefur lengi verið lýðum ljóst, að Albanxa er notuð sem miðill og málpípa. Þegar Kínverjar lýsa opinberlega yfir stuðningi sín- um við Aíbaníu, er óbeint veitzt að Krúsjeff. Þegar Krúsjeff beinir skeytum sínum að Albaníu, er hann í rauninni að ráðast á Kína. Þegar andflokksmenn urðu fyrir hinum óvægu ásökunum nú fyrir skemmstu, voru þeir opinberlega sakaðir um ýmsa þá sömu glæpi, er Albanir og Kínverjar höfðu gerzt sekir um — villutrú og andflokksstarfsemi. Komm- únistaflokkarnir í Norður-Kóreu, Norður-Vietnam, Burma, Indlandi, Indónesíu, Malaja og nokkrum löndum Mið-Ameríku, hafa þegar sýnt málstað Kín- verja nokkra hollustu. Þess vegna birtast hér vænar glefsur úr ræðu Enver Hoxhas — þar sem m. a. er harðlega ráðizt á Krúsjeff fyrir aðgerðir hans í Þýzkalandsmálinu. Röddin er rödd Enver Hoxhas, orðin eru orð Mao Tse-tungs. T mannaflokksins og Sovétstjórn- arinnar. Hinn albanski verkamanna- flokkur hefur ávallt haldið því fram og gerir það enn, að flokks þingin hafi ávallt orðið og skuli verða til þess að efla málstað okkar og séu 20. og 22. þing engar unaantekningar. Engu að síður braut skoðun okkar í bága við skoðun Sovétstjómar á 20. flokksþinginu varðandi ýmis grundvallarmál, og sama má segja um 22. flokksþingið og þá stefnu, sem tekin var á því þingi. „Annarlegar hvatir“ Það er ekki flokkur .okkar, heldur Sovétstjórnin, með Krús- jeff í broddi fylkingar, sem vik- ið hefur frá stefnu Marx-Lenins um alræði öreiganna. Sovét- stjórnin hefur reynt að inn- prenta öðrum flokkum eigin stefnu, þannig að þeir hinir sömu flokkar falli frá réttri stefnu sinni. Flokkur okkar er þeirrar skoðunar, að N. Krúsjeff hafi fyrst orðið að kasta rýrð á Stalín, áður en hann gat látið í ljós hinar tækifæíissinnuðu skoðanir sínar á 20. flokksþing- inu. Síðan hefur hann allur færzt í aukana. Þannig lét hann í ljós skoðanir sínar á 20. flokks þinginu á „persónudýrkun og afleiðingum hennar“. Flokkur okkar var ekki og er ekki sam- mála þeim, er gagnrýna Stalín eins og á 20. þinginu og síðar. Krúsjeff veittist harðlega að flokki okkar á 22. þinginu og lét sér óviðkomandi mál til sín tímum Stalíns 1 Sovétrikjunum. líeyndi hann með þessu að und- irstrika þennan rógburð sinn og kasta rýrð á okkur í hvívetna. Það er skoðun flokks okkar, að Stalín hafi verið einn merk- asti jxersónuleiki, ekki einungis x Sovétríkjunum, heldur hafi hann borið höfuð og herðar yfir alla kommúnistaleiðtoga um heim allan með skynsömum og stefnuhollum aðgerðum sínum. (Leturbr. Mbl.) Hann var einn heitasti baráttumaður hinnar sönnu stefnu og sýndi, að hann Eftir Etiward Crankshaw skildi stefnu Marx og Lenins. Með því að tala um „órétt- læti“ og „fórnardýr persónu- dýrkunar“ og með því að kasta rýrð á lögmæti réttarhaldanna, hefur Krúsjeff sýnt að hann er andsnúinn kenningum Marx hvað snertir baráttuna gegn heimsveldisstefnunni og svipuð- um stefnum. í rauninni hefur hann ýtt undir heimsveldisstefn- una með því að lýsa því yfir, að hún hafi á engan hátt gert stefnu sósíalista mein. Hann dregur kjarkinn úr þjóðum um heim allan i baráttunni gegn heimsveldisstefnunni, og stefna hans skaðar sósíalismann ber- lega. N. Krúsjeff hefur einnig fært sér í nyt Stalínmálið til þess að veikja málstað verka- mannaflokka, sem byggja á kenningum Marx og Lenins, um heim allan, til þess að koma í veg fyrir, að nokkur hafi magn til þess að rísa upp á móti honum, til þess að þagga niður í öðrum flokkum og flokksleið- togum, sem fylgja ekki stefnu hans í blindni. I stuttu máli er persónudýrkun sú, er hann hampar, notuð sem grýla á hina flokkana, til þess að blíðka leið- togana og rýra mátt þeirra, sem ekki þóknast Krúsjeff. (Letur- breyting Mbl.) Þessa „marxist- ísku grundvallarreglu“ ræddi hann opinberlega á 22. flokks- þinginu. Sú staðreynd, að Krúsjeff not- ar baráttuna gegn persónudýrk- unn ennfremur i því skyni að kollvarpa Leninisma, kemur ber lega í ljós, því að hann fylgir hvergi kenningum Marx-Lenins um baráttu gegn persónudýrk- un. Ef svo væri ekki — og lát- um hér allt þjóðskrum hans vera — hefði hann vart komizt hjá því að minnast á, að sífel(t ber meira á dýrkun Krúsjeffs sjálfs í Sovétríkjunum, og er oft um að ræða persónudýrkun í sinni svívirðilegustu mynd. — (Leturbr. Mbl.) Krúsjeff er lof- sunginn í ræðu og riti, og hann fær persónulega heiðurinn af alls kyns framgangi í sovézkum iðnaðn vísindum og tækni. Menn leggja sig í líma við að útnefna Krúsjeff, sem ekki einungis „hinn mikla herkænskumann", heldur næstum einnig Sem þann mann, sem átti heiðurinn af sigrinum á nazismanum i síð- ustu heimsstyrjöld. Kúgun og nauðungargjöld Þessar skrumskældu skoðanir eru ekki eina meinið, sem hrjáir Sovétleiðtogana. Verst er, að þeir eru að reyna innprenta öll- um kommúnista- og verk'a- mannaflokkúm um heim allan þessar tækifærissinnuðu skoð- anir sínar, hvað sem það kost- ar, og beita þeir til þess sví- virðilegustu kúgun, nauðungar- gjöldum og árásum á bræðra- flokka, sem aðhyllast ekki í einu og öllu skoðanir Krúsjeffs, held- ur eru tryggir kenningum Marx og Lenins. Þetta er verri hlið málsins, og það er einmitt þess vegna, sem skorizt hefur í odda milli Albaníu og Sovétríkjanna. Sú aðferð, sem aðalritari mið- stjórnar flokksins beitti til að ráðast að flokki okkar, er al- kunn meðal kommúnista og verkalýðs um heim allan. Henni var einnig beitt í Búkarest, þar sem honum tókst að veikja mátt flokka, sem aðhylftust kenning- ar Marx og Lenins, með ásök- unum, en auðvitað voru þessar ásakanir sízt á rökum reistar. En þrátt fyrir alla viðleitni, náði hann ekki marki sínu. Þvert á móti neyddist Krúsjeff til þess að viðurkenna niður- stöðurnar af Moskvufundinum í nóvember 1960, þar sem málið hafði verið rætt af skynsemi og í ljós komið, að fundarmenn að- hylltust engan veginn stefnu hans í blindni. Þetta kemur einnig fram í skýrslum hinna 81 kommúnistaflokka, sem Krús jeff hunzar illilega með aðgerð- um sínum. Auk hinna svívirðilegu ásak- ana, sem fram komu á 22. flokks þinginu, ihinntist aðalritari mið- stjórnarinnar á það, sem hann kallaði lýðræðisskort í flokki okkar, á þverbrot á stefnu Len- ins innan flokksins. Þetta er innanflokksmál og því ekki til umræðu utan flokksins. Hins vegar getum við sagt við þessa „verjendur“ lýðræðisins: „Þetta kemur yklcur ekki við, þar sem hér á albanski verkamanna- flokkurinn í hlut, ekki flokkar ykkar, en innan þeirra viðgang- ast óafsakanleg brot á einföld- ustu reglum um lýðræði." — D. Polyanskiy réðst gegn and- flokksmönnum og einkum félaga Kliment Voroshilov, en hann. forðaðist að minnast á sviksemi og undirferli sjálfs sín og fé- laga sinna á flokksþinginu árið 1957. Flokkurinn knésettur Krúsjeff, sem lætur sér svo Framhald á bls. 23. Krúsjeff

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.