Morgunblaðið - 19.11.1961, Page 12

Morgunblaðið - 19.11.1961, Page 12
12 M ORGIJTS BLÁÐIÐ Sunnudagur 19. nóv. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kris.íinsson. . Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. a I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ISKYGGILEGAR HORFUR í FINNLANDI rins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær er nú kom- ið í ljós, að Rússar hyggjast halda áfram að þjarma að Finnum. Kröfu sína um her- stöðvar í Finnlandi byggja þeir á því að öryggi Sovét- veldanna og Finna sé ógnað. Moskvumálgagnið á íslandi hefur eins og fyrri daginn tekið málstað Rússa og segir að þeir verði að fá herstöðv- ar í Finnlandi, vegna þess að Norðurlöndin, ekki sízt ís- land, ógni öryggi Ráðstjórn- arríkjanna. En Krúsjeff held ur því fram að það sé ekki einungis öryggi Rússlands, sem sé í hættu, heldur líka Fínnland, og sjálfsagt verður þá næsta kenningin sú, að íslendingar hyggi ekki ein- göngu á innrás í Rússland, heldur líka Finnland! Eins og kunnugt er fylgja Finnar hlutleysisstefnu og hyggjast gera áfram. Þegar Rússar seilast þar til auk- inna áhrifa, rökstyðja þeir kröfur sínar með því að þeir óttist að Finnar hverfi frá hlutleysisstefnunni, án þess þó að nokkur stjórnmála- flokkur í landinu hafi á siefnuskrá sinni breytta ut- anríkismálastefnu. Sannast þar, að hlutleysi er aðeins fyrsta gkrefið yfir í kommún- ísk yfirráð, en alls ekki end- anlegt áform kommúnista. Hvert það land, sem þeim auðnast að gera hlutlaust, reyna þeir að sveigja lengra og lengra í átt til stefnu sinnar, og að lokum krefjast þ«r þess að það taki upp kommúníska stjórnarhætti. Einna ófyrirleitnust er sú yfirlýsing Rússa, að Finnar þurfi að hafa sameiginlegar varnir með Ráðstjórnarríkj- unum, vegna þess að öryggi beggja landanna sé ógnað. — Svo mikil kynni hefur heim- urinn nú orðið af Kreml- herrunum að menn gera sér ljóst, hvað sameiginlegt ör- yggi þýðir. Það þjóðland, sem óskaði eftir hervernd Ráðstjómarríkjanna, væri um leið orðið leppríki þeirra. NAUÐSYN VARNA 13 sjálfsögðu skelfa rúss- ** nesku ógnanirnar hina finnsku þjóð, enda miða þær að því að hafa áhrif á innan- ríkisstjórnmál Finnlands. En fleiri en Finnar taka eftir þeim ógnunum, sem nú er beitt. Aðförin að þessari smá- þjóð er áminning um það, að þjóðirnar verða að standa á verði gegn hinni austrænu ógnarstefnu. Hún minnir okk ur á það, að í hlutleysisyfir- lýsingum felst engin vernd eða öryggi. Slíkar yfirlýsing- ar eru einskis virði, ef ógn- aröflunum sýnist. Það sann- aðist margsinnis í síðari heimsstyrjöldinni, og raunar oft síðan, eins og t.d. þegar ungverska „stjómin lýsti yfir hlutleysi lands síns, eftir uppreisnina, en Rússar gerðu þá þegar vopnaða árás á hana. íslendingar treystast ekki til að tryggja öryggi sitt af eigin rammleik. Þess vegna hafa þeir leitað eftir her- vernd Bandaríkjanna. And- stæðingar varnarsamningsins halda því fram, að ekkert ör- yggi sé fólgið í dvöl varnar- liðsins hér. Vera má, að varnir landsins séu of veik- ar, en hitt er augljóst, að það væri óðs manns æði að vera varnarlaus eins og umhorfs er í heiminum í dag. Meginatriðið er þó það, að við íslendingar viljum búa við lýðfrelsi. Allir menn vita, að hin kommúníska ógn arstjóm mundi leggja undir sig hvert þjóðlandið af öðru, ef hún treysti sér til þess, án þess að bíða óbætanlegt af- hroð. Öflugar hervarnir eru hið eina, sem stöðvar út- þenslu heimskommúnism- ans. Þess vegna hljótum við að styrkja varnarmátt lýð- ræðisþjóða. ENN UM „SAMDRÁTTINN" Fnn hefur Tíminn ekki svar að spurningu Morgun- blaðsins um það, hvar hins mikla samdráttar gæti, hvar ríki atvinnuleysi og kyrr- staða í íslenzku þjóðlífi. Er því ástæða til að ítreka enn þessa spurningu. Nær daglega berast fregn- ir af stórframkvæmdum hvaðanæva að af landinu og alkunna er, að mikill skortur er víðast hvar á vinnuafli. Samt sem áður er það meg- ináróðursefni Framsóknar- manna að viðreisnin hafi leitt yfir landið samdrátt og kreppu. Ein meginástæðan til þess að menn una vel ástandinu í íslenzkum efnahagsmálum er auðvitað sú, að stjórnarand- ÞAÐ vakti mikla athygl! fyrir nokkru er Banda- ríkjamenn skutu fyrstu Saturnus-eldflauginni á loft. Tilraun þessi var gerð hinn 27. okt. sl. frá Cana- veralhöfða. Saturnus ér stærsta eld- flaug heimsins í dag, nærri fimmtíu metrar á hæð, eða eins og 20 hæða hús. I>etta er þriggja þrepa eldflaug og er fyrsta þrepið knúið átta eldflaugum, sem framleiða 590.000 kg. þrýsting. Við til- raunina í október voru seinni tvö þrepin ekki reynd, en í stað þeirra voru geym- ar fylltir vatni og eldsneyti. Flauginni var skotið í 155 km hæð og lenti hún á fyrir- fram ákveðnum stað í 345 km fjarlægð frá Kanaveralhöfða. Þegar flauginni var skotið á loft vó hún 420 smálestir. Ekki verður eldflaugin fullsmíðuð fyrr en 1964, en mun þá valda byltingu 1 geimrannsóknum Bandaríkja- manna. Stærri myndin, sem hér fylgir, er .tekin þegar Saturn us var að hefja sína fyrstu ferð. Minni myndin sýnir saman burð á nokkrum helztu eld- flaugum Bandaríkjanna. Er REDSTONE THOR ATLAS SATURNUS þar fyrst Redstone, sem not- uð var er þeim Shepard og Grissom var skotið út í geiminn. Þá kemur Thor, sem mikið hefur verið notuð til að koma gervihnöttum á braut, svq Atlas, sem einnig hefur flutt gervihnetti á loft og verður notuð þegar fyrsta bandaríska geimfaranum verð ur skotið á braut umhverfis' jörðu. Loks kemur svo Sat- urnus, sem ætlunln er að geti flutt geimskip með fleiri en einum farþega og verður þessi eldflaug notuð til tungl- rannsókna o. fl. Myndin sýnir stærðarmun- inn á eldflaugunum. Redstone er 18 metra á hæð, Thor 20 m, Atlas 24 m og Saturnus 49 metrar. Stolín „ol- gieiddur fyrii 5 úrum í Póllandi I FRETTASKÉYTI til Mbl. frá AP-fréttastofunni segir frá því að „Tribuua Ludu“, málgagn polska kommúnistaflokksins, hafi skýrt svo frá, að ekki þurfi að gera neinar ráðstaf- anir til þcss að afnema Stalin- heiti af götum eða 'torgum í Póllandi- Allt, sem minnt hefði á rússneska einræðisherr ann, hefði verið afmumið þeg- ar fyrii fimm árum — eftir 20. flokksþingið í Moskvu, þar sem Krúsjeff bar fyrst fram ásakanir á hendur Stalin, sem hann síðan staðfesti sem ræki legast á nýafstöðnu flokks- þingi. Einnig greinár AP frá nokkr um nafnbreytingum til viðbót ar þvi, sem þegar hefir fram komið í Mbl.: — i Minsk, höf- uðstað Hvíta-Rússlands, hefir Stalín-hverfið verið endur- skírt Verksmiðjuhverfið — og Stalingata heitir nú Lenin- gata. Stalinohéraðið og borg- in í Ukraínu skulu héðan í frá heita Donestsk. Sjúkruhúsið í Húsovík 25 úru Frumfeikning gerð að stœkkun þess stæðingar hafa með hinum ofsafengna áróðri sínum búið menn undir verulega kjara- skerðingu. Reyndin hefur hinsvegar orðið sú, að af- koman er víðast hvar betri en nokkru sinni áður og menn una hag sínum betur, vegna þess að þeir voru búnir að búa sig undir það að takast á herðar nokkrar byrðar til að rétta við fjárhag landsins. Má því segja, að áróður stjórnarandstæðinga hafi styrkt viðreisnarstj órnina. HÚSAVÍK, 17. nóv. — Sjúikrahús ið í Húsavík er 25 ára í dag og er hljótt um afmælið, eins og venja er í kringum slíkar stofn anir. Sjúkrahúsið er nú orðið alltof lítið fyrir héraðið og er stækkun þess mjög til umræðu. Hefur verið gerð frumteikning að vænt anlegri stækkun þess. Héraðslæknirinn í Húsavik er jafnframt sj úkrahúslæknir, og er það Daníel Daníelsson, en fyrsti sjúkrahúslæknirinn var Björn Jóaepsson. Hann gerði að morgnl hins 17. nóvember árið 1936 fyrsta uppskurðinn á sjúkrahús- inu, og stóð þar við uppakurð ] mongun með núverandi sjúkra- húslækni. Björn er búinn að veita Húsvíkingum læknishjálp í rúm 43 ár. Yfirhjúkrunarkona er frú Þórdís Kristjánsdóttir. Héraðsbúum er sjúkrahúsið mjög nauðsynlegt, Og hafa þeir mikinn húg á því að það verði stækkað, því að þar fá nú færri rúm en þurfa. — Silli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.