Morgunblaðið - 19.11.1961, Page 20

Morgunblaðið - 19.11.1961, Page 20
r 20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þöfll aey 45 Skáldsaga tötur, enda þótt hún skylfi af ótta meðan á þessu stóð- . Son yðar megið þér eiga sjálf, frú! Ég er orðin_uppgefin á að reyna að vera ykkur báðum til geðs — og reyna að 1 fa eins og kóngur á sveitarlims tekjum. Simone hafði dregið af sér hring Andrés og fleygt honum á gólfið. Ég er orðin alveg uppgefin á þessu allsleysi. Nú ætla ég að vinna mér inn mikla peninga og eyða þeim að eigin vild — en ekki í hóp af blóðlötum negrum! P„ul! kallaði Helena til þjóns- ins. Farðu með farangurinn ung- frúarinn ; jappann, sem Mend- oza skildi eftir við höfnina og komdu henni svo niður á stjórn- arbryggjuna í skipsbátinn, sem flytur hana út í Eydroctninguna. Síðan sneri hún sér að Frankie sem stóð í dyrunum, rétt eins og hún væri nú fyrst að taka eftir nærveru hennar, Ætlar þú ekki að fara líka? hafði hún spurt með hroka, þegar þær urðu að víkja til hliðar til þess að hleypa Paul og Simone framhjá. Nei, líklega verð ég kyrr. Hér er nóg að gera og André ætlar að breyta Laurier í sóttvarnahús- Frankie sagði þetta næstum feimnislega. Þes.sar tvær konur, sem elskuðu -Vndré höfðu horft hvor á aðra, og nú brostu þær hvor til annarrar með einhverju sem líktist velvild og vinsemd. Komdu og réttu mér arminn og við skulum fara til Laurier, ef þú treystir þér til að aka gamla bílnum, sagði Helena með drottningarsvip, og kallaði svo á Anne-Marie og tvær svartar þjónustustúlkur. Ég er orðin of gömul til að gagn sé 'í mér í sjúkrastofu en ég ge\. stjórnað starfsliðinu fyrir ykkur\ Það er fyrir öllu, að fólk sjái okkur saman og það með, að við höfum vald á öllu ástandinu. Og í heilan mánuð hafði gamla konan haft aðsetur í Laurier og stjómað starfsliðinu, eins og hún hafði lofað, og létt þeirri fyrirhöfn af Frankie og hinum hjúkrunarkonunum. Daginn sem hún kom aftur heim til sín, sagði hún með tregðu við Frankie: Mér skjátlaðist tvisvar í dómum mín- um um fólk. Þessi stúlka hefði fyrst og fremst hugsað um það eitt að forða sjálfri sér, en þú, barnið mitt, ert hugrökk og trú. Fyrirgefðu mér! Það er ekki af því að ég sé neinn engill, heldur höfum við bara haft of mikið að gera undan farið til þess að rífast, frú, það er allt og sumt- En svo höfðu þær skilizt með gagnkvæma virð ingu hvor fyrir annarri. Frankie ^pretti af hryssunni og rak hana út í vatnið með því að klappa henni ofurlítið á lendina, en svo fór hún sjálf úr því, sem hún var í utan yfir sundbolnum. Vatnið, sem ennþá var í skúgga, leit út fyrir að vera kalt, en hún vissi vel, að það var volgt. Nú fór hún í kaf og naut þess. Um stund slappaði hún af, eins og hún hafði líka fulla þörf á og synti letilega á bakinu með lok- uð augu og reyndi að hugsa um ekki neitt, allra sízt um André. Hún vissi að Celestine myndi leita sjálf til lands og hrista sig þurra, þegar hún hefði fengið rlægju sína. í dag var frídagur hjá Frankie og hún ætlaði að vera iðjulaus klukkustundum saman og láta sig dreyma um ékki neitt og hvíla sig eftir und- anfarinn þrældóm. Ef ást Andrés hefði dáið á þessum tveim dögum, sem hann var í New York, mundi hún yfir- gefa eyna eftir sem áður. Það var henni óhugsanlegt að eiga að dvelj^ust rétt hjá honum og vera einskonar hluti af lífi hans, og þó enn óhugsanlegra nú orðið, því að hún vissi, án alls vafa, að hún elskaði hann eins og full- tíða kona, og hann væri orðinn annað og meira en bara ævin- týraprins bernsku hennar- Þvi meir, sem hún reyndi til að hugsa ckki um hann, því greinilegar sá hún fyrir sér and- lit hans, þunnt og sólbrúnt með þreytuhrukkur kring um bros- andi augun. Komdu aftur til eyjarinnar, krílið mitt. Þú getur það vel. Djúp, hlæjandi rödd hans var enginn draumur. Hún opnaði augun og sneri sér í vatninu og þarna kom hann syndandi í átt- ina til hennar, hægt og rólega. Hann synti eins og hinir inn- lendu, án þess að busla og án þess að hreyfinganna yrði vart. Ég var hræddur um, að þú mundir kannske sofna í hundrað ár, ef ég kallaði ekki til þín, sagði hann og hún hló. Það hefði ég einmitt vel getað núna — svo þreytt var ég. Hann skildi það sem að bakí orðunum lá- Ósjálfrátt höfðu þau bæði farið að synda áleiðis til leynieyjarinnar, sem þau áttu saman, þar sem ströndin út til hafs var hulin af trjáþyrpingu, sem óx uppi á eina hólnum, sem þar var. Þegar á grunnt vatn kom, risu þau upp og ösluðu til lands, hvort við annars hönd, og sveifluðu höndunum eins og krakkar, og hlógu eins og krakk- ar, af þvi að nú höfðu þau fundið töfraheiminn sinn aftur. Það er orðið langt síðan.... sagði hún lágt, og bæði hættu snögglega að hlæja. En það er hér enn.... ég er íljlltvarpiö Sunnudagur 19. nóvember. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músik: ,,Á hrif tónlistar á sögu og siði“ eftir Cyril Scott; V. (Árni Krist jánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) Strengjakvartett í g-moll eft ir Debussy (Parenin-kvart- ettinn leikur.) b) Tvö píanólög eftir Ravel: — ,,Undína“ og „Gálginn" — (Walter Gieseking leikur). c) „Leiðsluljóð" eftir Skrjabín (Sinfóníuhljómsveitin í Phila- delpíu leikur; Leopold Stro- kowski stj.). d) Píanókonsert nr. 2 1 c-moll op. 18 eftir Rakhmaninoff — Höfundurinn og Philharmon . íu-hljómsveitin leika undir stjórn Stokowskis). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Presturí Séra Árelíus Níelsson. Kór Lang holtssafnaðar syngur. Organleik: ari: Helgi Þorláksson). . 12:15 Hádegisútvarp. & 13:05 Erindi eftir Pierre Rousseau: — Saga framtíðarinnar; V: Stöðnun eða eilíf verðandi (Dr. Broddi Jóhannesson). 14:00 Miðdegistónleikar: Fyrri hlutl óperunnar „Aida'* eftir Verdi (Tomislav Neralic, Christa Lud wig, Gloria Davy, Jess Thomas, Josef Greindl, Sieglinde Wagner o. fl. syngja með kór og hljóm sveit Berlínaróperunnar. Stj.: Karl Böhm. — Þorsteinn Hann- esson skýrir). l 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veður- fregnir). a) Jósef Felzmann Rúdolfsson og félagar hans leika. b) Josef Gabor Kozák og hljóm sveit leika sígaunalög. 16:15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. 1». Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatíminn (Skeggi Ásbjarnar son kennari): a) Elfa Björk Gunnarsdóttir les ævintýrið „Flöskurnar" eftir Helgu 1». Smára. b) Nokkur tékknesk börn syngja þarlend alþýðulög. c) Leikritið „Gosi" eftir Collodl og Disney; 3. þáttur. Kristján Jónsson býr til flutnings og stjórnar. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 ,,Hún amma mín það sagði mér'*S Gömlu lögin. 19:05 Tilkynningar og upplestur: — Sveinn Víkingur talar um skáld ið Tagore og les upp úr ritum hans. 20:30 Tónleikar í útvarpssal: Konsert fyrir fagott og hljómsveit eftir Pál Pampichler Pálsson (Hana Ploder og Sinfóníuhljómsveit ia lands leika; höf. stj.). 21:00 Spurningakeppni skólanemenda; II: Kennaraskólinn og Sam- vinnuskólinn keppa (Guðni Guð mundsson og Gestur Þorgríms- son sjá um þáttinn). 21:40 Einsöngur: Nicolai Gedda syngur lög eftir Hándel, Schubert og Rakhmaninoff; Erik Webra leik- ur undir. j 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 23:30 DagskrárloK ' Mánudagur 20. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jósef Jónsson. 8:05 Morgunleikfiml: Valdimar Örn- ólfsson og Magnús Pétursson. 8:15 Tónleikar. 8:30 Fréttir 8:35 Tónleikar. 910 Veðurfréttir. 9:20 Tónleikar 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar) } 12:25 Fréttir og tilkynningar 13:15 Búnaðarþáttur: Agnar Guðna- son ráðunautur talar um útgáfu búfræðirita í ár. 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar. 16:00 Veðurfregnir — Tónleikar. 17:00 Fréttir. 17:05 ,,í dúr og rnoll": Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axels- son). 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáld- kona talar við börnin. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Dr. Benjamín Eiríksson bankastjóri)* 20:25 Einsöngur: Guðmundur Guð** jónsson syngur lög eftir Sigfúa Halldórsson. Við píanóið Frita Weisshappel. 20:45 Úr heimi myndlistarinnart Klettamálverk i Sahara (Magn- ús Á. Ámason listmálari). 21:10 Frá Sibeliusar-vikunni í Hels« inki í júní sl.: Sinfónía nr. 2 op, 8 eftir Einojuhani Rautawara (Borgarhljómsveitin 1 Helsinkl leikur; Jussi Jalas stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan ag uxinn" eftir Kristmann Guð- mundsson; 29. lestur.( Höfundur les). J 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárlok. Kenwood-hrærivélin er allt annaíT og miklu meira en venjuJ rivél Menvrootl hrærivélin fyrir yður... Nú býðnr KENWOOD CHEF brærivélin alla þá hjálparhluti, sem hugsanlegir eiu, til hagræðis fyrir yður, og það er ekktrt erfiði að koma þeim í samband, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli allt — jafnvel þykkasta deig. — Þeir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér horfið aðeins undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. K Engin önnur hrærivél getur létt af yður jafnmörgu leiðinda erfiði, — en þó er hún falleg og stílhrein. Ef yður vantar hrærivél, þá . . . Uf/ð á Kenwood — Lausnin er Kenwood Verð kr. 4.890 Hekla Austurstræti 14 Sími 11687. Xr * * GEISLI GEIMFARI X- X- X- I'MSOfcfcY r SA\0 SOMETþllMG WXOMG ASOUT MYSTICU6. TUlS IS MY <5I?ANP / / Mér þýkir leitt, ef ég hefi hlaupið á mig varðandi Mystikus. .... Þetta er annars frændi minn, Roger Fos, ef ég má kynna .... Yerið velkominn til Methusalem, ungi maður. Lúsí, við gætum nú boðið honum í Hundraðs-klúbbinn. En Gar læknir mun þar .... og ég geri ráð fyrir, að þér sé ekki um það gefið, Lúsí. Þvert á móti, Berta .... við mund- um bæði hafa gaman af að koma! — Lúsí Fox, nú hefir þú áreiðanlega eitthvað sérstakt á prjónunum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.