Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 >- --"Xw fl Sænskur hermaður úr liði SÞ. stendur með hlaðna hyssu yfir fylkingum Balubu-manna í flóttamannabúð- um í Elísabethville. Fólkið bíður þess að fá matarskammtinn. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR # Kvikmyndun ís- lenzkra starfshátfa tTTBYTT hefur verið á Alþi'ngi®- ALÞINCI Framh. af bls. 24. tollamálum, að tollar a. m. k. í Vestur Svrópu séu hvergi eins háir. Það orki svo aftur beint á lífskjörin og atvinnuveg- ina, geri þá ekki samkeppnisfæra erlendis, enn fremur leiði það til lögbrota. Þá sagði hann, að tilgangur frum- varpsins væri þriþættur: I fyrsta lagi sá, að koma í veg fyrir eða draga úr ólöglegum innfiutningi — en einn ig jafnframt að hafa bein áhrif á veruvsrð til lækkunar til hags- bóta fyrir aimenning, og loks að létta a tollum á þeim vöruteg- undum, sem hæsta hafa tollana. Þá gat hann þess, að tollar væri einn mikilvægasti tekjustofn rikissj óðs og þvi ekki ótakmarkað svigrúm til breytinga á þeim. Það sé því eðliiegt, að frekari til- lögur um iækkun aðflutnings- gjalda bíði næsta þings, er lokið verður undirbúningi að frum- varpi um nýja tollalöggjöf, en hún er í undvrbúningi. Spor í rétta átt I.úðvík Jósefsson (K) endur- tók það, sem hann hafði sagt við 1. umræðu um frumvarpið, að sér fyndist það ekki ganga nógu langt og að nauðsynlegt væri að setja jaínframt í lög, að vörur þær, sem í frumvarpinu greinir, lúti verðlagsákvæðum en þó kvaðst hann styðja frumvarpið. Lagði hann tii svipaðar breyting- artillögur og Björn Jónsson hafði lagt til í efn deild og frá hefur verið skýrt. Skúli Guðmundsson (F) tók undir, að frumvarpið næði ekki nógu langt í ýmsum atriðum, þó það væri spar í rétta átt. Þá ef- aðist hann um, að frumvarpið mundi ná þeim tilgangi sínum að koma í veg fyrir smygl, til þess væru aórar leiðir heppilegri. Þá lagði hann fram sömu breyt- ingartillögu og Karl Kristjánsson hafði lagt fram í efri deild. Hins vegar sagðist hann samþykkur frumvarpinn svo iangt sem það næði. Björn l’álsson (F) tók mjög í sama streng og taldi að smyglið mundi haldast. Það væri mjög vel skipulagt hér á landi og mundi evnungis íara ir.n á aðrar braut- ir. Fyrst og fremst ætti að herða á tollaeftirliti og væri ekki úr vegi að ráða reyndan smyglara tii tollgæzlu, sem þekkti klæk- ina og ætti þ ví hægt með að koma upp um þá. Samþykkt einróma Ekki kvöddu fiein sér hljóðs og var gengið til atkvæða. Var frum varpið samþykkt samhljóða án breytinga. Var siðan boðað tii næsta iundar þegar að loknum þessum fundi og fi umvarpið tekið til 3. umræðu, ef leyft yrði og voru afbrigðm samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum. Enginn kvaddi sér hijóðs og var gengið til atkvæða um frumvarpið að viðhöfðu nafnakalli. Var það síð- an samþykkt sem lög frá Al- þingi með atkvæði allra mættra þingdeildarmanna. Almannatryggingar. Þá var enn fremur tekið til 1. umræðu frumvarp ríkisstjórnar- innar um almannatryggingar. _ Emil Jónsson, félagsmálaráð- iierra gat þess, að frumvarp petta hefði komið frá efri deild og þar verið samþykkt sam- hljóða. Efni þess væri í stuttu máli það, að bætur al- mannatrygginga verði almennt hækkaðar frá 1. júlí s.l. eins og laun opinberra starfsmanna. Það hefði orðið regla að undan- förnu, að þetta tvennt fylgdist ið. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs >g var samþykkt að vísa frum- varpinu til 2 umræðu og heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Þá var samþykkt að vísa frum- varpi Inga R. Helgasonar o. fl. um 'húsnæðismálastofnun o. fl. til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefndar. UNDANFARIÐ hefur verið þó nokkuð um góðar myndir í bió unum hér Og sumar ágætar. Með al þeirra eru þær tvær myndir, sem hér verður getið. AUSTUBBÆ JARBÍÓ: Risinn MYND ÞESSI, sem er amerísk og tekin í litum, er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir banda- ríska rithöfundinn Ednu Ferber, en hún er þekktur skáldsagna- og leikritahöfundur. Hafa kvikmynd ir verið gerðar eftir mörgum sögum hennar, svo sem „Show Boat“ og „Saratoga Trurtk". Kvifcmyndin „Risinn" gerist að mestu í Texas, á hinum mikla búgarði óðalsbóndans Biok Benedict’s. Hann er ungur mað ur og glæsilegur, vellauðugur, en ókvæntur. Hafa forfeður hans búið þarna hver af öðrum. A ferð sinni í Maryland kynnist Biok Leslie dóttur Lynntons læikn is. Verða þau hrifin hvort af öðru, enda er Leslie forkunnar fögur stúlka. Eftir örstutta dvöl hjá Lynnton lækni kveður Bick og hefur Leslie með sér til Texas sem brúði sína. — Leslie á í fyrstu erfitt með að venjast hin um nýju heimkynnum sínum og siðum og hugsunarhæt*- fólksins þar. En hún er viljasterk og ein örð kona og því segir hún Luz, systur Biok’s, sem hefur verið mikilsráðandi á búinu, að hún muni sjálf annast húsmóðurstörf in. Luz tekur þessu þunglega, en ferst skömmu síðar af slysi. Ungur maður, Jett Rink, sem lengi hefur unnið á búgarði Biok’s, erfir landskika eftir Luz. Jett er mjög einrænn og undar legur í háttum og hann hatar Biok, sem jafnan hefur sýnt hon um kulda og fyrirlitningu. Hins vegar dáir hann mjög Leslie. — Biok vill kaupa af Jett landskika hans og býður honum ríflega fjárhæð. En Jett vill ekki selja. Hann fer nú að hokra á sinni eigin landareign og einn góðan jörðu í landi hans. Breytir þetta algjörlega lífi hans. Hann verður stórauðugur maður, en gerist drykkfelldur í meira lagi. Da'g einn býður hann til mikillar veizlu, sem haldin er í nýju og glæsilegu gistihúsi, hann hefur reist. Þarna eru samankomnir 2500 ríkisbubbar frá Texas og meðal boðsgestanna eru Bick Benedict, kona hans og börn þeirra og tengdabörn. Verða þarna mikil veizluspjöll, meðal annars vegna tengdadóttur Biok’s sem er með indíánablóð í æðum og verður því fyrir miklum móðg unum nokkurra veizlugestanna. Veizlan verður því endasleppt. Gestirnir hverfa á brott, en Jett er einn eftir dauðadrukkinn . . . Margskonar átök gerast í mynd- inni, ekki sízt innan fjölskyldu Biok’s, en hér ekki rúm til að gera því nein skil, enda sjón sögu ríkari og auk þess fylgir mynd- inni íslenzkur skýringartexti og að öllum á að vera auðvelt að fylgjast með gangi hennar. Hlutverkin í þessari mynd eru rúmlega þrjátíu auk „statista", en aðalhlutverkin þrjú leika Elizabeth Taylor (Leslie) Rock Hudson (Bick) og James Dean (Jett). Er leikur þeirra allra af bragðsgóður, en James Dean ber þó af. Er þetta síðasta kvikmynd in, sem þessi ungi og snjaili leik ari lék í, en hann fórst, svo sem kunnugt er, árið 1055. Mynd þessi er efnismikil og snilldarvel gerð, undir öruggri stjórn George Stevens. Hún tek ur áhorfendann föstum tökum, sem aldrei slaknar á og stendur hún þó yfir um 3% klst. HÁSKÓLABÍÓ: Ferjan til Hong Kong. LEWIS GILBERT hinn enski enski kvikmyndastjóri, þykir snillingur í þvi að skapa þeim myndum, sem hann stjórnar, hið rétta umhverfi, jafnvel til hinna smæstu atriða, og gæða myndirn ar þannig litríkum raunveru- leikablæ. Þannig er því einnig varið um þá ensku mynd, sem hér er um að ræða. Er myndin öll tekin í Hong Kong og þó að ekki sé víða farið um borgina, gefur myndin þó góða hugmynd um hið marglita mannhaf á strætum borgarinnir og við höfn ina. — Austurriskur flóttamaður hefur um margra ára skeið verið á flækingi um Austurlönd. Hann hefur nú, vegna óspekta á veit- ingahúsi, verið gerður rækur úr Hong Kong, og láta yfirvöldin honum í té farmiða til Portú- gölsku nýlendunnar Macao með flutningabátnum „Feitu Önnu“. — Eigandi bátsins, Harl skip- stjóri, tekur þessum flækingi illa og bíður þess með óþreyju að losna við farþegann í Macao. En þegar þangað kemur fær Mark Conrad, en svo heitir ná- unginn, ekki landgönguleyfi þar. Hann er því þarna i sjálfheldu og er ekki útlit fyrir annað, en þingsalyktunartillögu, er þing- mennirnir Jónas Rafnar, Hjört- ur Hjálmarsson, Gísli Guðmunds son og Einar Olgeirsson standa að, og er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um það í samráði við þjóðminjavörð, að fræðslumyndasafn ríkisins og menntamálaráð Islands skipu- leggi og beiti sér fyrir kvik- myndun íslenzkra starfshátta, sem hætta er á að falli í gleymsku að öðrum kosti. Lifandi fróðleikur. „Erindi til menntamálanefnd- ar Alþingis‘“, er nokkrir kunnir menn stóðu að, er prentað sem fylgiskjal með tillögunni. Þar segir m. a.: Okkur ,sem höfum séð göm- ul vinnubrögð og venjur þoka fyrir nýjungum, ber skylda til að kvikmynda allt, sem hægt er, af starfsháttasögu þjóðarinnar, svo langt aftur í tímann, sem tök eru á, og gefa framtíðinni þannig kost á að kynnast lífi og störfum fólksins, áður en bylt- ingin hófst. Með því yrði fram- tíðinni tryggður lifandi fróðleik ur um þann tíma, sem eldri kyn- slóðinni er enn ferskur í minni. að hann verði að vera um um borð í „Peitu Önnu“ það sem eft ir er ævi hans eða skipsins. Skip stjórinn fær með engu móti losn að við hann og bætir það ekki hugarfar skipstjórans til „far- þegans“. En nú rekur hver at- burðurinn annan um borð. Ung kennslukona fer með ferjunni vikulega ásamt ungum telpum, nemendum sínum, milli Hong Kong og Macao. Hún kynnist Mark og verður hrifin af honum, þrátt fyrir vafasamt útlit hans. Fyrir atbeina Marks bjargar skip stjórinn áhöfn brennandi skips. Seinna lendir „Feita Anna“ í ofsa veðri og stórsjó og þar eð skip stjórinn missir móðinn tekur Mark stjórnina og bjargar skip inu. En þá ber þar að kínverska sjóræningja, sem fara um borð í skipið og ógna farþegum og skipverjum með byssum. Einn ig þá kemur Mark til skjalanna — og að lokum sjáum við hann kveðja hina ungu kennslukonu á hafnarbakkanum í Hong Kong — um stundarsakir. . . . Þefita er prýðileg myr<l, skemmtileg, vel gerð og ágæt- lega leikin. Aðalhlutverkin eru í höndum Curt Júrgens (Mark), Orson Welles (Hart skipstjóri) og Sylvía Syms (Liz kennslu- kona). /750 manns.... — Framh. af bls. 6. Böðvarsson aðstoðað félagið I þessum efnum. Á árinu var sett upp hringsjá á há Kili, þar sem bautasteinn Geirs Zoega stendur, og þar sem flestir er um Kjöl fara nema staðar og njóta útsýnis. Er ætl- unin að rækta þarna í auðninni í 680 m hæð gróðurblett. Misnotkun gistivináttu Jón gat þess að Ferðafélagið ætti talsverðan vanda fyrir hönd um. Sæluhús þess hefðu verið reist þegar stöku ferðamenn eða ferðahópar áttu þar leið um. En nú væru þau aftur á móti í þjóð- braut- Gætu því orðið þar þrengsli og ef óspektarmenn kæmu þar, gæti það valdið vand- ræðum. Kom það tvisvar fyrir í sumar. Sagði Jón að málin væru í höndum strangra lögræðinga, því ekki liti Ferðafélag íslands það mildum augum, ef gistivin- átta þess væri þannig misnotuð.. I þessu sambandi minnti.t hann á það, að allar ferðaskrifstofur, sem komið er upp elta Ferða- félagið í staði þá sem það hefur komið sér upp skálum í. Á sumum þessum stöðum yrði að koma meiri fyrirgreiðslu við ferðamenn en nú er. Hvort Ferðafélagið gæiti séð um það a£ eigin rammleik, gæti hann ekki sagt um, en Ferðafélagið mundi halda áfram að vísa veginn og ganga á undan- Ýmsir aðrir ræðumenn tóku til máls í hófi þessu. Einar Sæm- undsen ræddi um samvinnu er þyrfti að komast á milli Ferða- félagsins og Hestamannasam- bandsins um notkun sæluhús- anna og geymslu hesta pað fjarri þeim að þeir eyðilegðu ekki næsta gróður. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri sagði m. a. að gott væri að eiga félagsskap, sem getur kennt mönnum að ferðast á öld vélamenningar, þannig að þeir stöldruðu við og lærðu að elska land sitt. Ingólfur Kristjánsson þakkaði boðið fyrir hönd blaðamanna- Þorsteinn Jós- epsson blaðamaður minntist á að koma þyrfti upp athvarfi fyrir ferðafólk í nánd við Reykjavík, Hallgrímur Jónasson ræddi um fegurstu staði á íslandi, sem hann hefði séð og fleiri tóku tii máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.