Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNTJLAÐIÐ Þríðjudagur 21. nóv. 1961 ■ - - • ís’lftd ' I Nelson Rockefeller ríkisstjóri Tengjast hlutlausu ríkin Efnahagsbandalaginu? Svíþjóð, Sviss og Austnrríki óska við- ræðna um moguleg tensl við bandalagið Genf, 20. nóv. (NTB-AFP) TILKYNNT var á ráðherra- fundi aðildarríkja Fríverzl- unarsvæðisins, sem hófst í Genf í dag, að Svíþjóð, Sviss og Austurríki hafi ákveðið að óska viðræðna um mögu- leg tengsl við Efnahagbanda- lag Evrópu. Munu löndin, Fjölskylduharmleikur Rockefeller ríkisstjóri og k'ona hans skilin að skiptum eftir 31 ars hjónaband - og sonur þeirra týndur í Nýju Guineu Washington, 20. nóv. NELSON Rockefeller, ríkis- stjóri í New York fy-lki o>g kona hans, fædd Mary Todd Hunter Clark hafa ákveðið að skilja að skiptum — en þau hafa verið gift í 31 ár. Hjónin eiga fimm uppkomin börn og í dag kom Nelson Rockefeller til borgarinnar Hollandia í NÝju Guineu til þess að leita eins sonar síns, Michael sem óttast er að hafi farizt þar í leiðangri. Pilturinn sem er 23 ára, var í leiðangri með mannfræðingn um R. W. Wassing. Þeir höfðu verið um borð í litluim báti, sem hvolfdi undan strönd Nýju Guineu og barst Michael á brott með straumnum frá félaga sínum Wassing, er bjarg aðist aÆ fleka um 30 km frá ströndinni. Mioheal fór þennan leiðang ur meðal annars til þess að tafka upp á státþráð söngrva og stríðshróp hinna innfæddu íbúa eyjarinnar. ★ Tilkynningin um skilnað Rockefeller-hjónanna hefur vakið mikla athygli, ekki hvað sízt á stjómmálasvið- inu. Líkur hafa þótt fyrir^|| því, að Rockefeller yrði fram^V^ bjóðandi repúblikana tilH næsta forsetakjörs í Banda- ríkjunum, en þess má vænta að skilnaðurinn hafi nú þau áhrif, að hann verði að vikja fyrri öðrum — þá e. t. v. Nixon, fyrmm varaforseta. Hinisvegar hefur lögfræðing ur Rockefellers látið hafa eft® ir sér, aff skilnaðurinn muni í engu hafa þau áhrif á» framboð Rockefellers við kosningar ríkisstjóra New York-fylkis næsta ár. Úrslit þeirra kosninga hafa geysi- mikla þýðingu varðandi mögu- lega kosningu hans sem frambjóðanda til forseta- kjörsins. hvert fyrir sig, fara þessa á Ieit samkvæmt 238. grein Rómarsamningsins. Á þessum fundi í Genf verður tekin ákvörðun um það, hver skuli vera afstaða aðildarríkja Fríverzlunarsvæðisins til Efna- hagsbandalagsins með tilliti til umsókna Bretlands og Danmerk ur um fulla aðild og Nöregs — sem og fyrrgreindra hlutlausra ríkja —■ um takmarkaða aðild. Verður rætt sérstaklega um niðurstöður þeirra viðræðna, sem hlutlausu ríkin hafa átt sín í milli um það, hvort aðild þeirra að Efnahagsbandalaginu sé samrýmanleg hlutleysisstefn- unni í utanríkismálum. í forsæti ráðherrafundarins er nú Jens Otto Krag, en hann mun gera grein fyrir afstöðu Danmerkur. Loks verður rætt um hvemig samræmdar verði tollalækkanir Fríverzlunarsvæðísins og Efna- hagsbandalagsins, en fyrirhugað er að aðildarríki hins síðar- nefnda lækki aðflutningstolla sina um 10—20% 1. janúar 1962. Ofbeldisaðgerðir Kínverja Nýju Deihi, 20. nóv. NEHRU, forsætisráðherra Ind- lands, sem nú er kominn heim skýrði indverska þinginu frá því í morgun, að Kinverjar hefðu enn beitt ofbeldisaðgerðum á landa- mærum landanna. Sagði hann rik isstjórnina hafa gert nauðsynleg- ar ráðstafamr, en greindi ekki nánar hverjar pær væru. Adenauerkominn til Washington Frú Rockefeller skilnaður eftir 31 ár Kaupfélagstjórafundi lokið KÁUPFÉLAGSSTJÓRAFUND- INUM, sem hófst sl. fimmtudag, var haldið áfram á föstudag og laugardag í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Nefndarfundir voru fyrir há- degi en almennar umræður síð- degis- Á fundinum á laugardag lögðu nefndir fram álit sín og til- lögur. Um fjármál var lögð áherzla á nauðsyn þess að samvinnufélögin yrðu sem fyrst sjálfum sér nóg um fjármagn til verzlunar og framkvæmda, og á jafnréttis- aðstöðu landbúnaðarins við ann- an höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveg, hvað snertir lánsfé og lánskjör. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir því hve Sjávarafurðadeild hefi tekizt að hraða greiðslum fyrir útfluttar fiskafurðir og 1 ^ sL'j Walþingis FUNDIR eru í efri og neðri deild Alþingis kl. 1:30 í dag: Efri deild: — Orlof ,frv. — 1. umr. Neðri deild: — 1. Iðnaðarmálastofn- un íslands, frv. — 2. umr. — 2. Skemmt anaskattsviðauki 1962, frv. — 3. umr. — 3. Byggingar íbúðarhúsa 1 kaup- stöðum og kauptúnum, frv. — 1. umr. — 4. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. — 5. Gatnagerð bæjar- og sveit- arfélaga, frv. — 1. umr. lagði áherzlu á að haldið yrði á- fram á sömu braut. Ýtarleg ályktun var samþykkt um aðstöðu kaupfélaganna til útvegunnar vörubirgða og dreif- ingar um landið. sem leitt gæti til meiri viðskiptahraða og hag- kvæmni. í ályktun um sölu véla og áhalda var áherzla lögð á bætta þjónustu í útvegun varahluta og nauðsyn á viðgerðaverkstæðum og fræðslu um vélar og áhöld. Um fræðslumál var gerð sam- þykkt um nauðsyn fjölbreyttrar fræðslustarfsemi og kynningu á sögu kaupfélaganna og S Í.S. svo og á allri starfsemi samvinnu- félaganna í landinu. Fundinum lauk kl. 16 á laugar- dag. Um kvöldið voru kaupfélags stjórarnir og konur þeirra gestir Sambandsins á árshátíð á Hótel Borg. Var þar mikið fjölmenni. Þar var það til nýmæla, að for- stjóri S-Í.S., Erlendur Einarsson, afhenti þeim starfsmönnum Sam bandsins, sem unnið hafa í þjón- ustu þess í 25 ár og lengur merki S.Í.S. úr gulli og silfri ásamt heiðursskjali og heiðurslaunum, sem vott þakklætis og virðingar. Gullmerki fengu þeir, sem unnið höfðu í 40 ár eða lengur, silfur- merki þeir, sem unnið höfðu í 2ó til 40 ár. Verða slíkar viður- kenningar veittar árlega fram- vegis, þeim. sem náð hafa 25 og 40 ára starfsaldri hjá S.Í S. Fréttatilkynning frá S.Í.S. „HreppaskiP4 Cuðmundar á laugardag ÞEIf, eru margir sem í sumar haf i íerðast með Guðmundi Jón- assyni, fjaiiabílstjóra, á jökla, í öræfin og um sveitir landsins, en hann hefur haft 6—7 stöðugar bifreiðir. Nú á laugardag verða hin árlegu „hreppaskil“, þeirra sem með honum hafa ferðast, sem kailað er. Eftir að sumarferð urn er lokið, venjulega 1 nóvem- bermánuði, komið saman í Skíða- skálanum i Hveradölum, borðað saman og sýndar myndir úr ferð unum. Einnig segja þekktir ferða- menn þá gjarnan frá. „Hreppa- skilin“ hans Guðmundar hafa æfinlega vénð mjög vel sótt, fólk hefur r.,jög gaman af að sjá myndir úr s’íkum ferðum og ann arra og koma saman. I þetta sinn er ætlunin að fara upp eftir kl. 6 á laugardag og þurfa menn að tilkynna þátttöku sína í benzínafgreiðslu BSR. Eldur í Dráttar- braut Akraness Akranesi, 20. nóv. KLUKKAN rúmlega hálfþrjú í dag e.h. kom upp eldur í Dráttar- braut Akraness. Slökkviliðið var kallað á vettvang, og tókst því snarlega að slökkva. Kviknað hafði í vélbátnum Fram, — í lúkarnum. Starfsmenn við bát- inn voru að skerpa á katlinum á kabyssunni. — Oddur Washington, 20. nóv. (NTB-AP) VIÐRÆÐUR þeirra Kenne- dys, Bandaríkjaforseta, og Adenauers, kanzlara Vestur- Þýzkalands, hófust í kvöld. — Meginumræðuefni þeirra verða Þýzkalandsmálin og varnir vestrænna ríkja. Adenauer kom til Washington í gær og sagði þá við blaða- menn, að hann væri hliðhollur þeirri stefnu, sem Bandaríkja- menn teldu líklegasta til lausn- ar Berlínardeilunni. Er við- ræðna þeirra leiðtoganna beðið með eftirvæntingu, því að und- anfarið hefur það verið almenn skoðun stjórnmálafréttaritara að þá Adenauer og Kennedy greindi allmikið á í Þýzkalandsmál- unum — en hinn síðarnefndi ætlaði aftur á móti að reyna að telja Adenauer á að taka upp sveigjanlegri stefnu en fyrr. Áður en viðræðurnar hófust í kvöld áttu báðir langa fundi hvor með sínum ráðgjöfum. — Talið er víst, að fari svo, að Kennedy og Adenauer komizt að samkomulagi um sameiginlega stefnu í Þýzkalandsmálunum muni það hafa mikil áhrif á de Gaulle, sem til þessa hefur lýst sig andvígan því að Vesturveld- in hefðji viðræður við Sovét- ríkin um Berlínarmálið. — Berl'm Framh. af bls. 1. komu í heimsókn til Berlínar —• er austur-pýzkur hermaður kast- aði að honum steini. Fulltrúar Vesturveldanna komu saman til fundar í dag og ræddu hinar nýju aðgerðir Austur- Þjóðverja, en ekki hefur verið ákveðið enn bvort mótmæli skuli send. Þykir ekki fullljóst hvort með þessu er aðeins verið að styrkja fange’sismúrinn vegna íbúanna eða hvort tilgangurinn sé annars eðlis. /'NA/Shnútor / S/SOhnútor Snjókomo f OSt V Strúrir K Þrumur 1S KutíaskH Hiiaskif H Hmt 1 L íÍ!J LÆGÐIN yfir Grænlandi var á hreyfingu norðaustur í gær og var komið skúraloft til vesturstrandarinnar en lítið farið að kólna. Geysimikil rigning fylgdi sums staðar skilunum, sem lágu yfir land- inu, og mældust 60 milli- metrar 1 fyrrinótt í Kvígindis- dal, en þess er skemmst að minnast, að þar rigndi meira en 100 mm á einum sólar- hring. Verður nóvember sýni- lega mikill úrkomumánuður að þessu sinni. Þessu raka lofti fylgdu mikil hlýindi- Var þannig 11 stiga hiti á Akur- eyri klukkan 14. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða og miðin: SV átt, sums staðar allhvasst fram eftir nóttu, skúrir. Norðurland og miðin: SV átt, sums staðar allhvasst fram eftir nóttu, skúrir vest- an til. NA-land, Austfirðir og mið- in: SV og vestan átt, sums staðar stinningskaldi, létt- skýjað á morgun. SA-land og miðin: SV átt, rigning og sums staðar all- hvasst í nótt, vestan stinnings kaldi og skúrir vestan til á morgun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.