Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. nóv. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Jóhannes Nordal bankastióri: Afstaöa til efna- hagsbandalagsins INNGANGUR: 1 nýútkomnu hefti Fjármála tíðinda skrifar ritstjórinn, Jó- hannes Nordal bankastjóri, forystugrein um Bfnaihags- 'bandalagið. Er þar í stuttu rnáli gerð grein fyrir þróunni í markaðsmálum Evrópu á síð ustu árum, og síðan rætt um aðstöðu okkar íslendinga varð andi Efnahagsbandalagið. I. ÞATTASKIE urðu f hagsögiu Ev- rópu, þegar sex ríki: Frakkland, Þýzkaland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemiburg, gerðu með eér samning um stofnun Efna- hagsbandalags Bvrópu. Þessi eamningur, sem venjulega geng- ur undir nafninu Rómarsamning- urinn, var rmdirritaður í marz 1957. Megintilgangur hans var að fcoma á sameiginlegum markaði én hivers konar tolla eða hafta, er næði yfir ÖLI þátttökuríikin, og Bkyldu tollar og aðrar hömlur faila niður smám saman á rúm- iega tíu árum. Jafnframt gerir itómarsamningurinn ráð fyrir tmargvíslegri annarri samvinnu, Ibæði í stjóm efnahagsmála og tfélagsmálum. Það er höfuðmis- munurinn á þessu bandalagi og Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu, að ákvarðanir eru bindandi fyrir þátttökuríkin, ef þær eru skömrnu síðar Danmörk sóttu bæði um upptöku í Efnahags- bandalagið. Hið sama gerði ír- land, og yfirleitt er búizt við því, Dr. Jóhannes Nordal að Noregur og Portúgal sæki einnig um fulla áðild, en hlut- lausu ríkin Svíþjóð, Sviss og Austurríki hafa þegar tilkynnt, að þau muni innan skamms sækja um aukaaðild að Rómar- byggja upp nýjar framleiðslu- greinar á Islandi, þar sem is- lenzkar vörur mundu hafa frjáls an aðgang að markaði 300 millj. manna. IV. A móti þessu er svo á það að líta, að Islendingar hafa að ýmsu leyti sérstöðu, sem gerir þeim þátttöku í Efnahagsbandalaginu mjög erfiða nema með veruleg- um undanþágum frá ýmsum ákvæðum samningsins. Hér er einkum um tvennt að ræða. Annars vegar er einhæfni út- flutningsatvinnuveganna, seim gerir Islendingum nauðsynlegt, að viðskipti með sjávarafurðir verði sem allra frjálsust, án þess að á móti komi skerðing þeirra réttinda varðandi veiðar og út- gerð við Island, sem afkoma sjáv arútvegsins grundvallast á. Hins vegar er fámenni íslenzku þjóð- arinnar, sem veldur því, að ekki er jafnræði í gagnkvæmuim skuld bindingum mi'lli Islands og stór- þjóða Evrópu, t. d. um ótakmark aðan rétt til kaupa á atvinnufyr- irtækjum eða flutningi fjár- magns og vinnuafls milli landa. Þótt verulega mætti auka frelsi í þessum efnum frá því, sem nú er, er nauðsynlegt, að íslending- ar geti sett skorður við þeirri þróun, svo hún gangi ekki lengra en samrýmanlegt geti talizt efna hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Undanþágur þær, sem Islend- ingar mundu telja sér nauðsyn- legar, er hugsanlegt að fá með tvennu móti: annaðhvort með fullri aðild að bandalaginu, en með tilteknum undantekningum, eða með aukaaðild, er aðeins tæki til vissra hluta samnings- ins. Svo lítil reynsla er enn fengin varðandi það, hve langt scxveldin vilja ganga í þessum efnum, að ekki verður sagt á þessu stigi málsins, hvor leiðin er líiklegri til að leysa þau vanda- mál, sem Islendingar eiga við að glírna. Hér er hins vegar ekki um það eitt að ræða að gera sér grein fyrir því, hvaða undan- þágur séu æsikilegar eða tækni- lega mögulegar. Undanþágur verða ekki fengnar nema með samningum, þar sem mjög mikl- ar kröfur um undanþágur geta orðið til þess, að Islendingar fái ekki eins frjálsan aðgang að mörkuðum Vestur-Evrópu og 'þeim er nauðsynlegt. Vandinn, sem Islendingum er á höndum í þessurn efnum, er ekki sízt fólginn í því, að ógern- ingur er að ganga úr skugga um það fyrir fram, hvaða leið til samninga sé þeim hagkvæmust. Ur þvi fæst áreiðanlega ekki sborið að fullu, fyrr en út í samninga er bomið. Að vísu munu Islendingar geta lært nokkuð af því, hvernig samn- ingar ganga við þau riki, sem þegar hafa sótt um þátttöku, en vandamál Islands eru svo sér- stök, að af því verða ekki dregn- •ar nema takmarkaðar ályktanir. V. Afstaða gagnvart Bfnahags- bandalaginu er vafalítið mikil- vægsta mál, sem Islendingar þuría að taka afstöðu til nú á næstunni. Hversu fljótt nauð- synlegt er að marka í því ákveðna stefnu, er enn óvíst. FreiStandi gæti virzt fyrir Islendinga að bíða og sjá, hvernig öðrum þjóðum gengur í samningum við sexveldin, með það fyrir aug- um að styðjast við þau fordæmi um undanþágur, sem slíkir samningar kynnu að skapa. I þessari leið felst þó mikil hætta. Ef Islendingar standa utan við samningana, geta þeir lítil sem engin áhrif 'haft á þá samninga, sem gerðir verða við aðrar þjóð- ir, en yrðu síðan bindandi gagn- vart Islendingum. Sérstaklega er mikil hætta á því, að aðrar þjóð- ir semji um fyrirkomulag fisk- verzlunar á þann hátt, að það yrði Islendingum algerlega óvið- unandi. Er ólí'klegt, að tslend- ingar fengju þeim samningum breytt eftir á. Fari svo, að Noregur og hlut- lausu ríkin þrjú sæki um aðild að Efnahagsbandalaginu í ein- hverju formi á næstu mánuðum, er vafasamt ,hvort Islendingar mega hætta á að fresta lengur að gerðum í málinu. Inntökubeiðni i Efnaihagsbandalagið íelur ekki í sér annað en viljayfirlýsingu, og í henni mundu ekki vera fólgnar neinar skuldbindingar. Hins vegar mundi með henni skapast samningsaðstaða, sém kynni að hafa ómetanlega þýð- ingu fyrir hagkvæma lausn máls ins að lókum. Það eru engin lilkindi til þess, að þróun þessara mála verði svo ör, að Islendingum, gefist ekki tóm til að rannsaka málið ofan í kjölinn, áður en endanleg af- staða er tekin. Það munu áreið- anlega líða 1—2 ár, unz þær þjóðir, sem nú búast til inngöngu í Efnahagsbandalagið, hafa all- ar náð því marki. Þennan tíma verða Islendingar að nota sem bezt, bæði til að gera sjálfum sér grein fynir öllum hliðum þess og að kynna sjónarmið sín gagnvart öðrum þjóðum. Um- fram allt verðirr að forðast að táka einstrengingslega afstöðu í málinu, áður en samningar við sexveldin hafa leitt í Ijós, hvaða leið í málinu er Islendingum hag- stæðust. iteknar með tilskildum meirihluta atkvæða, en ákvarðanir innan Efnahagssamivinnustofnunarinnar Ibafa ætíð orðið að vera einróma. Þetta atriði ásamt ým®u öðru 6ýnir, að fyrir höfundum samn- ingsins vakti, að Efnahagsbanda- lagið yrði fyrsti áfanginn á leið fil myndunar bandaríkja Bvrópu. Það voru því bæði efnahagsleg Og stjórnmálaleg sjónarmið, sem réðú gerðum þeirra manna, er að samningsgerðinni stóðu. Hið mikilvægasta í framkvæmd Róm- arsamningsins hingað til hefur þó verið 'það, að með honum er verið að koma á fót stærsta frjálsa markaði heims utan Bandaríkjanna, og hlýtur það að hafa gífurleg áhrif á efnahags- þróun þáttökuríkjanna og stór- bæta samfceppnisaðstöðu þeirra á heimsmörkuðum. II. Þau ríki Vestur-Evrópu, sem Btóðu utan við Efna'hagsbanda- lagið, töldu þegar í upphafi nauðsynlegt, að reynt yrði að koma á samvinnu í tolla- og við- Bkiptamálum, er næði til allra ríkja innan Efnahagssamvinnu- Btofnunar Evrópu. Fyrir þessum ríkjum vakti annars vegar að öðl ast jafna hlutdei'ld j hinum nýja Btóra Evrópu-markaði og forðast þá rýrnun samkeppnisaðstöðu, sem Efnahagsbandalagið hefði í tför með sér, en hins vegar að koma í veg fyrir, að Efnahags- bandalagið hefði í för með sér viðskiptalegan og stjómmálaleg- an klofning Vestur-Evrópu. Til |>ess að ná þessum markmiðum var á árunurn 1957 og 1958 unnið »ð þvi að koma á fríverzlunar- pvæði sautján Vestur-Evrópu- rikja, en þeir samningar urðu að 'lökum árangurslausir. I þess stað Btofnuðu sjö Vestur-Evrópulönd: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Sviss, Austurriki og Portúgal, með sér friverzlunar- bandalag vorið 1959. Var það eetlað sem mótvægi gegn Efna- hagsbandalaginu, og vonuðust menn tiil, að það yrði til þess að Btyrkja samningsaðstöðu þessara ríkja gagnvart sexveldunuom og auðvelda samninga um stofnun tfríverzlunarsvæðis, er næði ti'l ellra ^ Vestur-Evrópulanda. Þetta íór þó á annan veg. Fríverzlunar- bandalaginu varð lítið ágengt í Bamningum við sexveldin, sem ekki voru fáanleg til að semja á öðruim grundvelli en þeim, að einstölk ríki sæktú beint um aðild eð Rómarsamningnum. Eftir langar viðræður baik við tjöldin fór að lökurn svo síðast- liðið sumar, að Bretland og samningnum, þar sem þau telji fulla aðild ekki samrýmanlega hlutleysisstefnu sinni. Það er augljóst, að þessi þró'un er mikill sigur fyrir sexveldin, þar sem önnur ríki eiga ekki annarra kosta völ en að semjh um aðild að Rómarsamningnum á einn eða annan hátt og eiga því óneitanlega undir högg að sækja. A hinn bóginn leikur ekki vafi á því, að innganga Bretlands, Norðurlandanna og fleiri þjóða í Efnahagisibandalagið getur ekki átt sér stað, án þess að verulegar undanþágur verði gerðar frá ákvæðum Rómarsamningsins. Jafnframt munu þessi ríki verða til þess, að stetfna Efnahagsibanda lagsins breytist í veigamiklum atriðum, þar sem þau 'hafa miklu miimi áhuga á því en sexveldin, að Efnahagsbandalagið leiði til nánari stjórnmálalegrar sam- vinnu. Það má því búast við því, að Efnahagsbandalagið verði etft ir inngöngu þessara þjóða miklu lausara í böndunum en hinir upp haflegu forvígismenn þess ætluðu og stjórnmálaleg samheldni þess verði minni. Það eykur enn lík- urnar fyrir þessu, að skoðanir flestra ríkisstjórna sexveldanna virðast nú hneigjast meira í þá átt en áður, að um verði að ræða samvinnu sjálfstæðra ríkis- stjórna, en ekki verði stefnt að. myndun bandalagsríkis. III. tslendingar hafa ekki minni ástæðu til þess en aðrar þjóðir Evrópu að óttast afleiðingar þess að standa utan við hinn stóra töllfrjálsa markað, sem nú er í sköpun. Ininganga þeirra þjóða, sem nefndar hatfa verið, í Bfna-1 hagsibandalagið mundi rýra stór- kostlega samikeppnisaðstöðu Is- lendinga á mörkuðum, sem nú taka um helming útflutnings- framleiðslunnar. Innan við hina nýju tollmúra nxundu hins vegar verða allir helztu keppinautar Islendinga á fiskmarkaði Evrópu, og er t. d. hætt við því, að hinri mikli markaður fyrir frystan fisk, sem nú er að opnast í Vest- ur-Evrópu, gangi Islendingum að mestu úr greipum, ef þeir geta ekki orðið aðilar að Efna- hagsbandalaginu. Islendingum er því mjög mikilvægt þegar atf þessum sökum að öðlast aðild að Efnaihagsbandalaginu. Þátttaka í Efnahagsbandalag- inu er þó ekki eingöngu æski- leg vegna þess, að núverandi markaðir eru í hættu, heldur ekki síður vegna þess,’ að hún mundi sikapa Islendinguim ný og ómetanleg tækifæri til þess að Hrímfaxi, fyrsta Viscountflugvélin, sem lendir á ísafjarðarflugvelli. (Ljósm.: Árni Matthíasson). Viscount lendir við ísafjörð MIKILL viðburður varð í sam- göngumálum Isfirðinga á sunnu- dag, þegar fyrsta fjögurra hreyfla flugvélin lenti þar. Þetta var Viscount-flugvél frá Flug- félagi Islands, Hrímfaxi, og var hún 35 mínútur á leiðinni vest- ur frá Reýkjavik, en það er fljótasta ferð milli þessara staða. Nokkrir farþegar voru með vélinni og auk þess á annað tonn atf vörum, en annars var þetta n. k. reynsluflug. Var Agn- ar Kotfoed-Hansen, flugmálastj., með í förinni ásamt ýmsum framámönnum Flugtfélags Is- lands. Verið var að reyna hina nýju flugbraut, sem nú er alls 1400 metra löng. Lending tókst ágætlega, þrátt fyrir þunga braut vegna- rigninga undanfar- inna daga, og síðan tók vélin sig tvívegis upp inn fjörðinn. Nú á að vera hægt að athafna sig á flugvellinum í vestan- og suð- vestanátt, en hingað til hefur eingöngu orðið að reiða sig á norðan og norðaustanáttina. Nú næstu daga verða gerðar tilraunir með lendingu og flug- tak Douglas-Dakotaflugvéla fyr- ir vestan, en ætlunin er að nota þær á þessari flugleið í fram- tíðinni. Jarðgöng á þjóðvegum A FUNDI efri deildar í gær var tekið til 2. umræðu frumvarp um, að 3 aurar af hverjum benzínlítra af hluta ríkissjóðs atf benzínskatti skuli renna í brúar- sjóð og þessum tekjum varið til að greiða kostnað við jarðgöng a þjóðvegum, er verði lengri en 35 metrar. Svipað frumvarp var á síðasta þingi borið fram af Kjartani J. Jóhannssyni og Magnúsi Jónssyni, en flutnings- menn að þessu sinni eru Ólafur Jóhannesson, Jón Þorsteinsson og fleiri. Jón Þorsteinsson (A), fram- sögumaður meiri'hluta samigöngu málanefndar skýrði frá því, að frumvarp samlhljóða þessu hefði á síðasta þingi verið samþykkt í etfri deild, en ^ iv'in deild h.-fði Þá^tJgItar‘hann bess, að nauð- \ syn væri til þess að afla tekna sér stoklega til jarð gangagerðar, þar eð brúarsjóður væri mjög tekju- þurfi og tekjum hans þegar ráð- stafað næstu árin. Bjartmar Guðmundsson (S), sem sæti á í samgöngumála- nefnd, sagðist ekki hatfa getað samþykkt þetta frumvrap, þar eð vegalöggjötfin væri nú í endur- skoðun 1 sér- stakri nefnd, sem búast mætti við, að mundi skila áliti þegar á þessu þingi. Göng gegnum fjöil eða undir ár eru einn þáttur vegagerðar, sagði hann, og lagaákvæði þar að lútandi eiga að eðlilegum hætti héima í heildarlagabáilki um samgöngur á landi. Þegar hér var komið, frestaði forseti umræðunni, þar eð ósk hafði komið fram um það. Bkki voru fleiri mál á dagskrá, og því var fundi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.