Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNhLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 Spinllað við Magnús ú Hrauni sjötugan í dag Sa<ft ftast einhver ólga I. I GÓÐU YFIRLÆTI Á SUNNUDAGINN skrapp ég suður í Grindavík. Ferð- inni var heitið til Magnúsar Hafliðasonar á Hrauni að rabba við hann vegna sjö- tugsafmælisins í dag. Við ók- um sem leið liggur til Einars í Krosshúsum, því hann hafði lofað að lóðsa okkur til Magnúsar. Ferðin gekk ágæt- lega, bíllinn nýr Mercedes, og bílstjórinn enginn annar en Þorvaldur í Síld og Fisk. „Slíka einkabílstjóra hafa ekki allir“, sagði Einar þegar suðureftir kom. Og mér fannst ég sannast sagna vera þó nokkur bógur, þegar ég steig út úr þessum bíl. Hann hafði gert skúr og við flýttum okkur inn í kast- ala Einars og þar var okkur tekið af einstakri gestrisni og hlýju, ókunnugir eins og við vorum. Þegar við vorum setztir inn í stofu, tókum við að rifja upp söguna af Magnúsi á Hrauni, þegar hann fann björgunarhringinn af Hans Hedtoft og varð frægur á öllum Norðurlöndum á ein- um degi. Fyrsta frásögnin af þessum atburði birtist í Morgunblaðinu 9. október 1959 og segir þar m.a.: „Er Magnús Hafliðason, bóndi á Hrauni, sem er aust- asti bær í Þórkötlustaða- hverfi í Grindavík, kom út á miðvikudagsmorgun og nið- ur á tún, sá hann hvar glamp aði á eitthvað hvítt úti í fjörunni. Um nóttina hafði verið mikið rok af suðaust- an og brim, en um morgun- inn var komið logn. Gekk hann út með fjörunni og fann óskemmdan. bjarghring uppi á malarkambinum. Tók hann hringinn heim með sér og um kvöldið hafði hann orð á því við Árna Eiríks- son, bílstjóra á áætlunarbíl Grindvíkinga, að hann hefði fundið hring merktan Köben- havn. Ámi athugaði hring- inn nánar og sá að hann var af Hans Hedtoft", sem fórst 31. janúar veturinn áður. Við urðum að bíða nokkra stund hjá Einari í Krosshús- um, • því Magnús var enn ekki kominn heim. Hann hafði farið á rjúpnaskytterí með prófessorunum Kristni Stefánssyni og Snorra Hall- grímssyni og einhverjum fleiri, en var væntanlegur á hverri stundu. Einar sagði: „Ég var úti í Kaupmanna- höfn, þegar Magnús fann hringinn. Þá sá ég myndir í blöðunum og hrökk við. Hvað er þetta? hugsaði ég. Magnús á Hrauni? Getur það verið að hann sé kom- inn á forsíður dönsku blað- anna? Og ég fór að athuga málið betur, — jú, það bar ekki á öðru, stórar myndir af Magnúsi á Hrauni prýddu for síðurnar". „Þetta þótti mikil frétt í þá daga“, sagði ég. „Var ekki hringurinn það eina, sem rak úr Hans Hed- toft?“ spurði Þorvaldur. „Jú“. „Það er vel til fallið að Morgunblaðið sýni Magnúsi heiður og vinsemd", sagði Einar. Ég játti því og sagði: „Okkur var sögð sú skrítla að eitthvert Reykjavíkurblað- anna hefði hringt til Magnús- ar daginn sem fréttin birtist í Morgunblaðinu og spurt hann um málið. Þá sagði Magnús: „Ég má ekkert vera að því að gefa neinar upp- lýsingar. Þetta er ekki held- ur svo merkilegt. Ég er bú- inn að segja Morgunblaðinu allt sem ég veit, og þið getið lesið það þar!“ Ekki veit ég, hvort þessi saga er sönn, en hún er skemmtileg, og okkur Morgunblaðsmönnum líkar hún vel“. í þessu hringdi síminn. Magnús var kominn af skytt- eríinu. Við þökkuðum fyrir okkur, gengum út í bílinn, og ókum af stað. Hraun er um fjóra kílómetra frá Grindavík. Á leiðinni sagði Einar okkur frá því, að haft væri í flimtingum þar suður- frá, að flest ræki á Hrauns- fjörur sem bænduma skorti: „Eitt sinn vantaði föður Magnúsar kaffikvörn. Hann skrapp til Grindavikur og ætlaði að kaupa hana í verzl- uninni hjá okkur, en hún var ekki til. Þá fór hann heim aftur og gekk á reka. Og viti menn: finnur hann ekki kaffi kvörn í fjörunni!" II. SJÓR OG BRIM Þegar við gengum inn í forstofuna hjá Magnúsi á Hrauni, lágu tvær hvítar og fallegar rjúpur í einu horn- inu. Hamingjan brást þeim þennan dag. Veturinn hafði svikizt um að klæða jörðina í hvíta kápuna og líklega reið það baggamuninn. Þegar ég stóð þarna í forstofunni og virti fyrir mér fuglana, sem höfðu það hlutverk í lífinu að vera partur af náttúru- fegurð þessa hrjóstruga lands okkar, gat ég ekki að því gert, að mér var hugsað til jólanna og sá fyrir mér stórt fat með rauðkáli og brúnuð- um kartöflum, fór svo að hlæja með sjálfum mér að tilverunni og fannst hún ein- tómt grín. Leit síðan á Þor- vald, þá á Einar, en mætti litlum skilningi, því þeir voru að tala um praktíska hluti. En nú kom Anna, kona Magnúsar, fram í forstofuna og bauð okkur að ganga í bæinn. Hún kallaði á bónda sinn, og þarna birtist hann í dyrunum. „Fenguð þið eitthvað?“ spurði Einar. „Ekki ég“, sagði Magnús og rétti fram lófana, eins og til afsökunar. Mér fannst hann í aðra röndina glaður yfir því að hafa ekki fengið neitt. „Sáuð þið ekkert?“ spurði Éinar. „Þeir sáu sex eða sjö rjúp- ur“, svaraði Magnús. „Ég held þeir hafi allir fengið eitthvað nema ég. Snorri læknir fékk tvær“. Svo sneri hann sér að mér og sagði: „Það kom ljósmyndari í gær, en ég átti ekki von á neinum gestum. Ég var hálf- strúaður og líklega er ég ekk ert betri í dag á skytteríi eins og ég hef verið“. „Það er ágætt, svaraði ég. „í dag hefurðu verið á þön- um eftir rjúpunni upp um holt og hæðir. Nú er kominn tími til að þú fáir þér sæti og sinnir smáfuglunum“. Magnús tók því vel og við settumst. „Varstu ekki hissa, þegar þú fannst hringinn?“ spurði ég. „Nei, það var ég ekki“, svaraði hann. „Ég sá að hann var danskur, en fannst hann ekkert merkilegri en margt annað, sem ég hef fundið hér í fjörunni. Það er svo algengt að finna ýmislegt rekið úr skipum, sem hafa farizt. Um sama leyti flæktist hingað flaska frá Nýfundnalandsmið- um, það var í henni enskur miði, en — ja þetta eru bara straumarnir. Þeir ráða öllu, Magnús Hafliða- son eins og við þekkjum úr eigin lífi. Það komast fæstir upp með að bjóða þeim byrgin“. „Þú þekkir þig orðið hér í kring“ sagði Þorvaldur. „Já, hér hef ég flækzt um í sjötíu ár. Það er orðið lang- ur tími og ég er hættur að láta neitt koma mér á óvart. 1931 strandaði hér franskur togari, mig minnir í marz, í bræluvindi á landsunnan. Við björguðum 38 mönnum, þeir voru allir holdvotir og þurftu húsaskjól, og þá fór að þrengj ast um okkur hér í bænum sem þá var nýbyggður. Svo var sent til Grindavíkur að kaupa ný föt á þá. Það mun- aði um minna í þá daga“. Þeir töluðu nokkra stund um skiptapa þar við strönd- ina, en ég virti Magnús fyrir mér, kvikan í augum með salta rödd af sjó og brimi Einhver spurði: „Hvernig kanntu við þig í fjörunni Magnús?“ og hann svaraði: „Ég kann vel við mig hér heima“. „En í fjörunni?" áréttaði ég- , „Eg geng oft með sjo í sunnanáttum", sagði hann. „Á þessar fjörur rak margt á stríðsárunum“. „Hvað helzt?“ „Alls konar brak. Ég fann brot úr rauðaviðartré, sem er fínasti og harðasti viður sem hægt er að fá, mig minnir búturinn hafi verið tólf tommur á kant, og í honum var sprengjubrot. Slæm sár eru nú það, sem þessi skeyti hafa valdið. En á ég ekki- að sýna ykkur þetta brot?“ Hann stóð upp, gekk út úr herberginu, en kom að vörmu spori inn aftur með sprengju- brotið, og rétti okkur. „Það er svo sem ekki furða, þó mannskepnan særist af svona sendingum", sagði hann. „Önnur eins eggjárn þurfa ekki einu sinni að hitta í réttan stað, eða hugsið ykk- ur hvílíkt kast þetta hefur verið, þegar brotið sökk í harðviðinn. Slæm eru þessi stríð“. „Heldurðu ekki að þeir eigi eftir að koma enn einu stríði á stað?“ var Magnús þá spurður. — „Tja, atómið heldur þeim í skefjum. En Krúsjeff er held- ur óbjörgulegur, finnst ykkur það ekki? Ég er uggandi yfir því, hvað honum þykir gam- an að sprengja“. „Þú ættir að senda honum þetta brot til ámioningar". „Honum — karlinum?“ Og nú hló Magnús hátt og hafði gaman af. „Ætli það komi sér ekki betur fyrir hann að fá björg- unarhring", sagði hann. „Því gæti ég trúað, ef fram fer, sem horfir". Svo varð hann aftur graf- alvarlegur og bætti við: „Það er annars einkenni- Fjaran á Hrauni legt, að Hans Hedtoft-hring- urinn skyldi vera hreinn af slýi og skeljum eftir svo lang an tíma í sjó. En þeir sögðu fyrir sunnan, að hann hlyti að hafa verið á úthafinu all- an tímann og aldrei kyrrað í kringum hann“. „En hvernig hefur verið í kringum þig, Magnús?" „O, yfirleitt heldur kyrrt, og lengst af sléttur sjór. Ver- öldin hefur tekið stakkaskipt- um og líf okkar sem nú lifum er stillt að jafnaði. Náttúran hefur breytzt til muna. Nú eru langtum vægari og styttri veður en þegar ég ólst upp, unglingur. Þá sópaði hann öllum garðinum hér enda á milli, en svo sterk hafveður eru orðin sjaldgæf. Þá braut hann mikið land, en nú kem- ur varla steinn upp á tún. Auðvitað er hér oftast ein- hver ólga, eins og gengur í lífi okkar. Það er ekki alltaf vatnsdauður sjór hér, nei, það segi ég ekki“. „Segðu honum frá því, þeg- ar tundurduflið sprakk hér fyrir utan“, skaut Einar inn í. „Það var seint á stríðsár- unum. Við sáum mörg dufl, sum sprugnu og eitt var að- eins sextíu faðma frá bænum. Það var óskaplegt glamur, og brotnuðu átta rúður í húsinu. Klukkan Var eitt um nóttina og ég í fastasvefni. Þá vakn- aði ég snöggt, en sofnaði strax aftur. Nei, þetta var enginn draumur. Það skalf undir þegar duflið sprakk. Og munurinn á rúðum, sem brotna í draumi, og hinum sem brotna í vöku er sá, að þær fyrrnefndu eru oftast heilar næsta dag. Það rekur mörg tundurdufl á fjörur okk ar á langri ævi, sum springa, önnur ekki“. „Þú gengur oft á reka?“ „Þetta er engin ganga fjar- an hérna beint fyrir neðan“. „Hefurðu verið myrkfæl- inn í fjörunni?" „Nei-nei, ekkert frekar þar. En ég hef aldrei verið alveg laus við myrkfælni. Þegar lík ið rak í Skeljabót, gekk ég þar um kvöldið áður en það fannst, en varð einskis var. Þessi lík eru ekkert meira en hverjar aðrar dauðar skepnur. Ekki sýndist mér þeir vera myrkfælnir í stríðinu, eins og þeir brytjuðu fólkið niður. Eða hann Snorri læknir, spurðu hann! Annars held ég það hafi nú verið einhverjir reykir hér áður fyrr, haldið þið það ekki? Margar sögur eru af því, en ég varð samt aldrei neins var, aldrei nokk- urn tíma, enda hef ég ekkert verið að eltast við undarleg fyrirbrigði. Ég hef haft nóg að gera. En þessir aumingjar, sem voru að þvælast á milli bæja og var úthýst dauð- svöngum og þurftu að berjast við hríðina, þangað til þeir voru uppgefnir og urðu úti, líklega hafa þeir nú horfið héðan með þungan hug til margra. Þá hefur einhver Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.