Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. nóv. 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 17 Danilíus Sigur&sson Skipstjóri — Minningarorð ÐANIL.IUS Sigurðsson skipstjóri á Hellissandi lézt í Landspítal- anum í Reykjavík 24. október s.l. eftir þunga sjúkdómslegu. Kveðju athöfn flutt af séra Arelíusi Níels fiyni fór fram föstud. 3. þ.m. í Foss vogskapellunni — en séra Magn- ús Guðmundsson sóknarprestur í Olafsvík jarðsöng hann að Ingjaldshóli þriðjudaginn 7. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Hjörtur Cyrusson ílutti og kveðjuorð til frænda síns í kirkjunni á Ingjalds ihóli. Danilíus var fæddur að Ond- verðarnesi a Snæfellsnesi 14. júní 1895. Foreldrar hans voru þau Guðrún Cyrusdóttir ljósmóðir og Sigurður Gilsson, sem voru mikilsmetin á Snæfellsnesi. Tveggja ára flutti Danilíus með foreldrum sínum á Hellissand, þar sem hann dvaldi allan aldur sinn, nema fá ár, sem hann dvaldi imeð foreldrum sínum í Olafsvík. Danilíus var fæddur sjómaður og bar það nafn með prýði. Tvítug- ur að aldri varð hann formaður á Hellissandi og var síðan ýmist skipstjóri á handfæraskipum eða formaður á batum, sem gengu frá Hellissandi. A fyrstu vetrarvertíð sinni varð hcnn fyrir því láni að bjarga stéttarbróður sínum Pétri Guðmundssyni frá Brennu og skipshöfn hsns, sem barst á úti á miðum í róðri frá Hellissandi. Danilíus var þá tvítugur að aldri, fjórir skipverjar hans yngri en hann, én fimmti háseti hans Hjörtur Cyrusson rúmlega tví- tugur. Þessí björgun þótti vel og karlmannlega af hendi leyst af óþroskuðum og lítt reyndum sjómönnum — og þótti spá góðu um hæfileika og giftu í ævistarfi Danilíusar. eins og einnig reynd- ist. Eftir þvi sem kunnugir hafa tjáð mér var Danilíus sérstaklega aðgætinn og öruggur stjórnari, enda kom ekkert óhapp fyrir hann á sjo þau rúm 40 ár, sem hann gengdi skipstjórn. Hann var mjög góður aflamaður. Danilíus var kvæntur Svein- dísi Hansdótiur frá Einarslóni og iifir hún mann sinn. Reyndist hún manni sínum í 47 ára hjónabandi ágætur lífsförunautur í hví- vetna, enda hjónaband þeirra far sælt. Eignuðust þau hjónin 8 börn, sem öil eru á lífi. Þau eru: Sigurjóna, búsett á Hellissandi, gift Kristjóni Guðmundssyni bifr. stjóra, Hans búsettur í Keflavík, kvæntur Sólveigu Guðmundsdótt ur frá Olaísvík, Vigfúsína, bú- sett í Reykjavík, gift Baldri Karlssyni b'freiðastj., Cyrus verk stjóri, búsettur á Hellissandi, kvæntur Guðríði Þorkelsdóttur, Pálmi yfirþjónn til heimilis í Reykjavík, Guðrún, búsett á Hell issandi, girt Vilhjálmi Sigurjóns- syni bifr.stj., Sjöfn, búsett í Reykjavík, gift Hermanni Ragn- arssyni frá Egilsstöðum. Einnig ólu þau hjónin upp dótturson sinn, sem ber fullt nafn afa síns, Danilíus Sjgurðsson. Yms opinber störf hafði Dani- iíus með hóndum. Atti hann um langt skeið sæti í sóknarnefnd. Gegndi nann hreppsnefndar- mannsstörfum í Neshrepp utan Ennis og var skipaður hafnsögu- maður í Rifi. Varð hann oft að ieiðbeina skipum til hafnar í Ol- afsvik Og til Grundarfjarðar, þegar þess þurfti með. Þessi störf rækti Daniiíus af skyldurækni, eins og önnur þau störf, sem hon- um voru falin. Góður drengur óg dugandi er genginn — og vissulega mun Danilíusar minnst, er saga Nes- hrepps utan Ennis verður skráð — og hans getið þar, sem eins þeirra manna, sem átti ríkan þátt í að skapa þetta byggðarlag með gifturíku starfi sínu að flytja björg í bú stórrar fjölskyldu sinnar og þeirra mörgu skips- hafna, sem með honum störfuðu í yfir 40 ar. Eg vott hans ágætu eiginkonu, börnum þeirra og öðru venzla- fóÍKÍ samúð míns. Biessuð sé minning hans. Sig. Agústsson. F. 14 júní 1895 — d. 24. okt. 1961. Hinsta kveðja frá dóttur. Þitt er hinzta kallið komið, kæri faðir — hér á jörð. Æviskeið a enda runnið. Er svo saga lífsins gjörð. Þú áður frjáls um sæinn sigldir, yjómennskan var hálft þitt líf. Aflamaður vinsæll varztu og veittir mörgum stoð og hlíf. Svo óvænt dauðinn að þér sótti enn þótt væn dagur ljós. 1 minningu skal lengi lifa lífs mins fyrsta morgunrós. Þá sjúkdómsbölið orku eyddi, undra skjótt þú hneigst á beð. I þinni lausn frá líkamsþrautum likn og huggun fé ég séð. Þá alla, sem þér ástúð sýndu og umhyggju í þrautinni, bið ég góðan guð að blessa, af gæsku sinni og ríkdómi. Til æskudaga önd mín leitar, til ails þess bezta, sem ég fann og ungri snót má yndi veita eignaðist ég í föðurrann. Eg árin fimm var einkabarnið. Astrikið ei fremur þraut systkini míu sjö þó yrðu, sæl og glöð ég bernsku naut. Það mærin s.má í muna geymdi. Eg man þig, elsku pabbi minn — Oft vermdir þú kalda vanga og lófa og vafðir mig í faðminn þinn. Langdvölum þótt sæktir sjóinn um síðir kon.stu aftur heim til mömmu og okkur sagðir sögur. Sízt við gleymdum fundum þeim. Og enn þú leggur út á djúpið alheimsins um víða dröfn. Drottinn við þinn stjórnvöl styður að stýra fleyi í lífsins höfn. Þakkarkveðjan þér svo fylgi þúsundföld af ströndum tveim Uns við njótum endurfunda á æðra sviði ijóssins heim. Sigurlnug Sigurðurdóttir Minning SIGURLAUG Sigurðardóttir, fædd 9. júlí, 1875, dáin 12. nóv. 1961. I dag fer fram að Eyvindar- hólum, Austur-Eyjafjöllum jarð- arför Sigurlaugar Sigurðardóttur, fyrrum húsfreyju að Hrútafelli í sömu sveit. Sigurlaug var fædd að Hlíð ifinn 9. júlí 1875, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar bónua þar og konu hans Guð- laugár Jónsdóttur. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt 8 stystkin um, og dvaldist með þeim þar til hún hinn 19. nóvember 1904 gift ist írænda sínum Tómasi Tómas- syni frá Hrútafelli. Hófu þau síð- an búskap Og bjuggu þar nærfellt 30 ár. Þeim hjónum varð 8 barna auðið Og eru 5 þeirra á lífi. Hinn 15. febrúar 1933 missti Sigurlaug mann sinn. Hún bjó þó aíram á Hrútafelli til ársins 1936, en þá fluttist hún hingað til Reykjavíkur með börnum sín- um. Eftir að þau stofnuðu sín eigin heimili var hún áfram á heimili SigríÖar dóttur sinnar til dauðadags. Eg kynmst Sigurlaugu fyrst um 1940, og tókst þá þegar með okkur sú vinátta, sem hélzt ætíð síðan, og aldrei bar skugga á. Sigurlaug var fríð kona, iiðlega vaxin og kvik á fæti á yngri ár- um. Hún var vel verki farin og vandvirk með afbrigðum. Enn munu margir minnast þess hversu gott var að ieita til hennar, því hún var ein af þeim, sem alltaf hafði tíma til að rétta öðrum hjálparhönd. Hún var greind kona dul í skapi og hlédræg, en hlýtt, aðlaðandi viðmót, gestrisni og fórnfýsi gerði það að verkum, að hún eignaðist marga góða vini, sem nú munu minnast hennar með þakklæti og virðingu. Sig- urlaug skildi óskir og viðhorf yngstu kynslóðarinnar mörgum óðrum betur. Þótt hún væri kröfu hörð við sjálfa sig, fór hún mild- um höndum um yfirsjónir ann- arra og var óþreytandi að halda hHíð'arskildi yfir þeim, sem minmmáttur voru. Hún átti allt- af ráð við hverjum vanda þeirra yngri, og ru.fði alltaf lag á því að hugga og gleðja- breyta áhyggjusvipnum í sólskinsbros. En líf Sigurlaugar var ekki ávallt dans á rósum. Tengdafor- eldrar hennar, er bæði voru til heimilis hjá henni, létust með fárra daga millibili og voru lögð sömu gröf. Arið 1912 gistir sorg- in heimili hennar að -*nýju. Að þessu sinni eru það þrjú af börn- um hennar, er kveðja þetta líf á einni og sömu viku. A bezta aldri kennir hún síðan sjúkleika, er þjáir hana um árabil og veld- ur því, að hún gengur bækluð upp frá þvi. Hausið 1932 tekur maður hennar kvalafullan sjúk- dóm, er leiðir hann til dauða á nokkrum mánuðum. öllu þessu tekur Siguriaug með því þreki og rósemi, sem auðkenndi haná alla tíð. En: Skært geta leiftrin logað. Liðin og myrkvuð ár birtast i blárri móðu, sem bros í gegn um tár. Bak við heilaga harma er himmninn alltaf blár. segir eitt af okkar beztu skáld- um, og ég iield mér sé óhætt að segja, að Sigurlaug hafi hafi átt góða ellidaga. Með henni og börnum hennar var mjög kært, og þar sem hún var, áttu þau Og fjölskyldur þeirra ætío sitt annað heimili. Einna kærast mun þó hafa verið með henni og dóttur hennar Sigríði, sem öllum öðrum betur skyldi óskir hennar og þarf ir og annaðist hana af aðdáan- legn alúð og nákveæmni. Fyrir nokkrum árum kenndi hún fyrst þess sjúkdóms, er að lokum varð hennar banamein. Nú þegar hún er horfin er svo ótai margs að minnast, sem þó verður ekki rakið hér. Sæti hennar er autt, Og verður vand- fyllt. Eg kveð þig Sigurlaug Og mun ætíð minnast því sem einn- ar þeirra beztu konu, sem Island hefir alið, Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinkona. Fasteignasalar! Bilasalar! Óska eftir vinnu hjá ykkur í 2—3 vikur í des. og eða jan. Tilboð merkt. „Lagastúdent — 7541“ sendist Mbl. fyrir 1. defi- I. O. G. T. Ungtemplarafélagið Hrönn heldur fund í kvöld kl. 8,30- Ýmislegt til skemmtunar. Dansað eftir fund. Hljómsveit Ó. M. leik- ur. — Stjórnin Fundur verður í St. Georgs Gildi Reykjavíkur samtökum eldri skáta og velunnara skátahreyfingar- innar — þriöjudaginn 21. þ.m. ki. 21 í Skátaheimil- inu við Snoriabraut (litla salnum). — Fundarefni: Inntaka nýrra féiaga. Ýmiss féiagsmál, kvikmynd. Félagsmeðlimir, eldri skátar og aðrir áhugamenn um skátamál, mætið stundvíslega. — Stjórnin. Byrja aftur að kenna Frönzku — þýzku — ensku Sérstök áherzla lögð a talæfingar. Undirbúningur undir sérhveit próf. Sími 34404 — Dr Melitta Urbanic. MÁLVERKAUPPBOÐ í Sjálfstæðishúsinu sýnt í dag. — Selt á morgun. Verk eftir: Kjarval, Árgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Guðmund Einarsson, Þorvald Skiilason, Jóhann Briem, Þórarinn B. Þorláksson, Svein Þórarins- son, Magnús Jónsson prófessor Einar G. Baldvinsson og Jóhannes Geir Jónsson. — Auk þess margt listmuna.— Opið frá kl. 2—6 í dag og 10—4 á morgun. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar Vörður — Hvöt — Heimdallur Öðinn Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík í Sjálfstæðishúsinu í kvöld 21. nóv. kl. 20,30. Húsið opnað kl. 20.00 — Lokað kl. 20,30. 1. Spiluð félagsvist 2. Ávarp: Már Elísson, hagfræðingur 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrættinu 5. Kvikmyndasýning Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.