Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur SO. nóv. 196J r---------^ Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga eltthvað óhugnanlegt, sem í vændum væri. Kannske var það einfaldlega vegna áhrifanna, sem ég sá að nafn hans hafði á hitt fóikið. Það steinþagnaði og það svo ræl.ilega, að það var því lík- ast, sem allir héldu niðri í sér andanum. Lísa rauf loksins þögnina með því að leggja höndina á öxl Edvinu og segja með sinni hægu, barnslegu rödd: Klukkan er orð- in níu, amma og þetta hefur ver- ið erfiður dagur hjá þér. >ú tal- ar betur við hana Charlotte á morgun. Snöktið varð að einhverskonar andarteppuhljóðum en þá sagði gamla konan með sínum venju- lega önugleik en þó án þess að hafa hemil á tárunum, sem runnu niður kinnarnar: Hvar er Mark? Áður en ég fer að hátta, vil ég vita, hvað hann ætlaði að fara að segja mér, þegar Charl- otte ónáðaði okkur. Mark....! Já frænka. Hvernig á ég að heyra til þin, ef þú talar upp í hnakkann á mér? Komdu hingað! Hann kom og staðnæmdist við hlið hennar, hár og grannur og dökkur yfiríitum. Ég leit á hann til þess að sjá, hvernig hann brygðist við því að vera ávarp- aður eins og krakki. En honum virtist alveg sama um það. Ljósið frá standlampanum skein á höfuðið á honum, svo að svarta hárið gljáði í bjarmanum. Munnsvipur hans sem hafði ver- ið svo harður, þegar ég talaði við hann fyrr um daginn, var nú öllu mýkri og hrukkan við hök- una hækkaði ofurlítið. Hvössu augun undir svörtu brúnunum voru róleg. Þessi stelling var eitthvað svo freistandi kunnugleg, en þegar ég reyndi að einbeita mér betur að henni leystist hún upp aftur. Svo áfjáð var ég að taka eftir honum, að ég missti af fyrstu spurningunum og svörum Marks. .... dálítið út í þriðja bindi. Ég er farinn að merkja við kafl- ana, sem ég hugsa mér að nota. Ég hef aldrei sagt, að þú megir það. Þér þýðir ekki að halda, að ég sé búin að gefa samþykki mitt enn. Það skil ég vel. Hann tók þess- um ávítum Edvinu með þolin- mæði og velvilja. og ég varð steinhissa á þessum undirlægju- hætti. Ég var samstundis viss um, að annaðhvort þætti honum mjög vænt um Edvinu eða þá, að hann ætti einhverra eiginhags muna að gæta. Svo komu einar tvær spurn- ingar og svör, sem ég skildi ekki, en þá hvæsti Edvina allt í einu: Það er myndasalurinn, sem ég hef mestar áhyggjur af. Hefurðu nokkuð heyrt frá eigandanum? Já, hann svaraði núna með síð- degispóstinum. Og hvað sagði hann? Nú fyrst var Mark eitthvað tregur til svars. Ég er hræddur um, að hann vilji ekki segja neitt ákveðið enn. Lofðu mér að sjá bréfið hans. Það er inni í vopnaherberginu. Ég skal sækja það nú. en annars ertu engu nær fyrir það. Nú komu þessar stunur, sem voru fyrirboði þess að Edvina ætlaði að standa upp af stólnum sínum. Ég vil heldur lesa það í svefnherberginu. Náðu í það og komdu með það upp til mín. Ef svarið hans er ekki fullnægjandi, verðurðu að hringja til hans aft- ur á morgun. Svo benti hún honum burt með því að veifa stafnum og Mark Halliwell gekk út, án þess að líta á nokkurt okkar hinna. Þegar hann var farinn sneri hún sér að mér, eins og afmynd- uð galdranorn, en þó var ekki laust við velvild í málrómnum: Ég fer snemma í rúmið. Að því leyti fer ég eftir fyrirskipunum Farnes læknis, enda þótt hann sé ekki annað en gamall bjálfi. Ég vona, að þú sofir vel í herberginu þínu, Charlotte. Frú West hefur skipanir um að sjá vel um þig. Á morgun skal ég sýna þér allt húsið. Við notum nú ekki aðal- stofurnar lengur, en höfum þær nú samt allar í lagi og þar færðu að sjá suma dýrgripina, sem hann afi þinn safnaði. Hún kink- aði kolli eins og til að óska mér til hamingju með þetta happ. Ég skal vera tilbúin að sinna þér klukkan hálfellefu. Ég lofaði að vera stundvís. Þá opnaði Farrand majór dyrnar og hún staulaðist fram í ganginn, en ég varð gripin svo ákafri með- aumkun, að það nálgaðist næst- um ást. Og þó voru líklega fáar manneskjur eins lítt elskuverðar og amma mín. Þegar Tarrand majór hafði lokað hurðinni aftur, kveikti hann á fleiri lömpum og sam- stundis fékk stofan aðra og aukna stærð. Veggirnir urðu nú daufari á litinn og sýndi ekki nema lítil merki síns fyrra græna litar. Og við alla veggi var sam- ankomið ótrúlegt feikna fár af húsgögnum. Þegar ég deplaði augunum í birtunni, sá ég. að það var ekki stofan ein, sem hafði breytzt við brottför ömmu minnar. Ummynd unin á Lísu og Tarrand majór var alveg furðuleg. Þau sýndust jafnvel fullorðnari. Lísa var ekki lengur hægger, hæversk ung stúlka heldur veraldarvön ung kona í tízkuklæðum. Og þegar Tarrand majór bauð mér vindling, þá var hann ekki lengur undir þessu oki, sem þjón ar eiga við að búa, jafnvel þótt hátt séu settir, heldur hafði hann tekið á sig einhverja valds- mennsku, sem honum var sýni- lega eðlileg. Ég leit á hann með forvitni, er hann kveikti i vindlingnum sín- um og litli blossinn lýsti upp andlit hans, og um leið sá ég augun. Þau voru kuldaleg og blýgrá. furðulega ólík vingjarn- legu andliti hans og frekar lag- legu. Um leið og hann blés á eldspýtuna beindust þau að mér, rannsakandi en feimnislaus, svo að ég fór hjá mér og varð því fegin þegar Lísa rauf þögnina. Þú reykir ekki? Taktu þér til inntekta! Sjálf sogaði hún sinn vindling með áfergju. Edvina telur reykingar með hinum sjö höfuðsyndum. Ég verð að fremja ailar mínar reykingar í laumi. Tarrand majór hafði farið bak við litla legubekkinn, þar sem hún sat. Þessi tvö: hann svo stór og þrekinn og hún svo grönn og veikbyggð, fóru einkennilega saman. Lísa lét vindlinginn sinn síga, svo að reykurinn frá honum var ekki lengur á milli okkar. Jæja, nú þegar þú hefur hitt Edvinu, hvað segirðu um hana? Það hefði verið léttir að geta svarað hiklaust: Guð minn góð- ur. hún er grimmdarseggur, er það ekki? En það sagði ég bara ékki og ástæðan var spenningur- inn, sem þau voru bæði í meðan þ'au biðu eftir svari mínu, rétt eins og öll heimsins velferð hvíldi á því. Það er greinilegt, að ég hef komið mér út úr húsi hjá henni, með því að koma of seint. En ég vona, að hún verði búin að fyrirgefa mér það á morgun, sagði ég. Lísa leit undan og nú varð löng þögn. Ég gat mér þess til, að svar mitt hefði orðið þeim vonbrigði. Mig langaði til að gera þeim ljóst. að ég hefði kom- ið til Glissing í engum öðrum tilgangi en þeim að fræðast eitt- hvað um bróður minn. En það gerði ég bara ekki — þegar af þeirri ástæðu, að þessar klukku- stundir, sem ég var búin að þekkja Lísu, hafði hún ekki tekið sér nafn hans í munn einu sinni, auk heldur meira, svo að ég vissi ekki, hvernig bezt væri að hefja umræður um hann. Tarrand majór dró nú fram stól og flutti hann að eldinum, svo að við sátum nokkurn veginn í hálfhring kring um ar- ininn með rafmagnshituninni. Nú sagði hann og kenndijneð- aumkunar: Ef ég má svo segja, ungfrú Elliot, þá eruð þér dá- lítið vonsvikin, og það get ég hreint ekki léð yður. Þetta hús er nú ekki það viðkunnanlegasta að koma í sem gestur, svona yfir- leitt. og sízt í dag.... Hann hló og hláturinn var djúpraddaður. Jæja, við skulum segja það eins og það er, að frú Elliot var ekki upp á sitt bezta. Hann gerði sitt bezta til þess, að ég gæti kunnað við mig. Jafn- þreytt og ég var á sálinni, óskaði ég þess heitast að geta kunnað vel við hann, en aftur rak ég mig á þessi kuldalegu rannsak- andi augu hans, sem voru svo fjarskyld röddinni og glaðlega hlátrinum. Það verður nú leiðinlegt með tímanum að tala ekki um annað en sjálfan sig, sagði ég. Lísa sneri sér að mér. Já, en þú gazt nú ekki við öðru búizt. Þú hlýtur að hafa vitað, að við vorum öll að sálast úr forvitni um þig. Ég hristi höfuðið. Nei, það datt mér einmitt aldrei í hug. En nú, þegar þið vitið allt sem er að vita um mig. mætti ég þá ekki komast að með nokkrar spurn- ingar um ykkur? Þó það nú væri, svaraði Tarr- and majór. Til dæmis hafði ég alls enga hugmynd um, að Esmond hefði átt konu. Hvað voruð þið lengi gift? Fimm ár. Við giftumst daginn sem hann varð tuttugu og eins árs, þá var ég nítján. Timmy er fjögurra ára. svaraði Lísa. Timmy? Áttu við, að þú vissir ekki um Timm? Hún hristi höfuðið, svo að gullna hárið hrundi niður um hálsinn og ég roðnaði við þessa augljósu tortryggni, sem komu fram í svip hennar. Jæja. hann veit nú samt um þig en hann er bara 'í hálfgerðum vandræðum af því að hann veit ekki hvað frænka er. Þú hittir hann á morgun. Það væri gaman. Þú getur ekki hugsað þér, hvað það er skritið að koma hingað og komast þá að því, að.... Komast að hverju? svaraði — Nei, okkur er ekki kalt í mínu tjaldi. Við vorum svo hyggin að taka með okkur oliuofn. X- X- >f GEISLI GEIMFARI <— Það er nú verið að kanna og að finna svarið. Það kemur stundum — Roger, ég hef rekið Mystikus greina spurningu ungfrú Fox. Raf- fyrir. metallikus á gat! eindaheilinn er lengur en venjulega Lísa og röddin var eins og dá- litið hvöss. Ég átti við að komast að þvf, að Esmond skyldi eiga son. var rétt komið fram á varirnar á mér, en hætti við það, þegar ég sá óróann, sem kom fram í fari stóra mannsins. Svo að ég sagði í staðinn: Minntist Esmond aldrei á mig? Áður en Lísa svaraði, kveikti hún í nýjum vindlingi við þann gamla, og um leið og hún leit upp, var eins og augu þeirra Tarrands mæitust, rétt í snöggan svip. Nei náttúrlega ekki neitt a3 ráði, sagði hún. Ég held beinlínis, að hann hafi varla nefnt þig á nafn nema einhverntima í sam- bandi við móður sína... .stór- hertogadótturina, sem hljópst á brott með lúðurþeytara úr hljóm sveit í Torquay. . .. Rödd, sem vel hefði getað ver- ið rödd Tamöru, tók hér fram í fyrir henni, einbeittlega: Hún var engin stórhertogadóttir og hann lék á fiðlu. .. . Ég skil ekki í, að mér skyldi finnast þetta ómaksins vert. því að hvorugt atriðið skipti mig neinu. Hún yppti öxlum og hélt áfram eins og afsakandi: Jæja, þetta er nú orðið langt um liðið og Ed- vina virðist hafa hagað sér eins og persóna úr gamaldags söng- leik. Þú skilur: „Stigðu ekki fæti á þröskuld minn.... nefnið ekki nafn hennar hér á heimilinu.." o. s. frv. Já, okkur finnst það heldur bjánalegt. Tarrand majór hló. Vitanlega er það ekki nema til þess að hlæja að því. Lísa hélt áfram: Jæja, víst var um það, að þegar Edvina var snögglega gripin þessari löngun að sjá þig, hafði ég alveg gleymt að Esmond ætti yfirleitt nokkra systur svo að mér varð hverft við. En ekki illt við, skilurðu. Flest fólk á einhverja systur. í þetta sinn var ekki annað en hægt að sjá augnagoturnar, sem milli þeirra fóru. Það var eins og augu hans hefðu verið að bíða eftir hennar augum. Var það kannske ekki, Ivor? Vitanlega. Hann glotti til mín. Þú hefur verið svo að segja eina umræðuefnið hér. dögum saman. Og augu hans hurfu frá mér til Lísu, eins og segull hefði dregið þau að sér. Ég efast um, að nokkurntíma hafi verið til andlit, sem gaf síð- ur til kynna það sem það vildi ekki láta uppskátt en andlitið á Lísu Elliot, en samt var hún stundum ekki nógu varkár og e£ maður hefur nokkurntíma liðið af ást, sem leyna þarf fyrir öll- um, verður maður að eiga lykil- inn að dularfullu leyndarmáli hennar. aitltvarpiö 8:00 Morgunútvarp (Bærl. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón- leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tiík.). 13:00 ,,Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. -• Tónl. — 16:00 Veðurfr. — TónL — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Um erfðafræði; III. þáttur; Men- del og lögmál hans (Dr. Sturla Friðriksson). 20:15 Gestur í útvarpssal; Björn Fon- gaard leikur norska tónlist á gítar. 20:35 Erindi: Jólagleði fyrr á öldum; 1. (Árni Björnsson cand. mag.). 21:00 íslenzk tónlist: Strengjakvartett nr. 2 eftir Helga Pálsson (Kvart- ett Björns Ólafssonar leikur). 21:10 Litið við á Suðureyri: Dagskrár-w þættir úr Vestfjarðaför Stefána Jónssonar og Jón Sigbjörns- sonar sl. sumar. Fram koma; Guðmundur Halldórsson, Þórðu* Þórðarson, Valdimar Þorvaldsson. séra Jóhannes Pálmason og Jón Kristjánsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; II. (Hersteina Pálsson ritstjóri). 22:30 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.