Morgunblaðið - 06.12.1961, Síða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. des. 1961
r
Margaret Summerton
HÚSIÐ
VID
SJÚINN
Skáldsaga
14
Það get ég sagt þér. Eg minnt
ist þess, að þegar ég horfði rétt
í svip framan í Timmy, hafði
ég séð það. Hann er lifandi eft-
irmynd hennar mömmu. Meira
að segja með grænu augun
hennar.
Hann fór að hlæja, fyrst lágt
en síðan fullum hálsi. Nú, þá
þarf ekki lengur vitnanna við.
Það koma stundum þeir dagar,
þegar Edvina þolir ekki að líta
hann augum. Hláturinn stöðv-
aðist, en hanp horfði ennþá
glettnislega á mig. Maður veit
aldrei hvaða grillur erfðirnar
geta gert manni. I>að þarf ekki
annað en líta á þig.
Og hvað um mig? spurði ég
hissa.
Áttu við það í alvöru, að þú
vitir ekki, að þú sért áber-
andi lík neinum af Elliot-slekt-
inu?
Nei.
Líttu þá dálitið vandlega á alla
myndahrúguna af honum afa
'þínum, sem hér eru dreifðar um
ailt húsið. Hann stóð upp eins
og hann ætlaði að ganga út. Hár-
ið, já . . . og jafnvel hinar höfð-
inglegu augnabrúnir. Örlögin
hefðu ekki getað reynzt þér
betur, Charlotte.
Við skildum, þegar við yfirgáf
um borðið. Hann fór að lesa dag-
bókina góðu, en ég til þess að
skoða garðinn á þessum skamma
tíma, sem eftir var þangað til ég
átti að hitta ömmu mína.
Stundvíslega hálfellefu var
Edvina tilbúin að sýna mér hús-
ið. Við eyddum hundleiðinlegum
klukkutíma í að ganga stofu úr
stofu, þar sem allt lauslegt var
yfirbreitt og loks komum við
í setustofuna. EdVina stanzaði
fyrir framan málverkið af afa.
Þessi mynd er bezt af þeim öll-
um, sagði hún. .
Myndin, sem sólin skein á beint
inn um gluggann, var það eina í
stofunni, sem alls ekki var breitt
yfir
Húsgögnin voru á kafi undir
rykhlífum, svo að ekki var strax
hægt að þekkja sköpulagið á
nokkrum hlut þarna að flyglin
um undanteknum. Grófur ullar-
dúkur var ofan á gólfábreiðunni,
en yfir myndunum var eitthvert
hálfgagnsætt efni og ljósakrón-
urnar voru í einhverju, sem líkt-
ist pokum. En William Elliot,
glæsilegur og kjólklæddur, var
einn til sýnis.
Eg fylgdi með augunum stafn-
um, sem amma mín benti með og
tókst þannig að koma óþolinmæði
hennar til að sjóða upp út. Ekki
þarna, sagði hún. Þetta er alveg
bandvitlaus staður að horfa á
hann frá. Komdu hingað.
Ég hlýddi, en ég var annars
þegar búin að skoða fimm mál-
verk af afa mínum. A þessum
fjörutíu og þrem árum, sem hann
lifði, hafði honum unnizt alveg
furðanlega tími til að standa og
láta gera sig ódauðlegan.
Eg kveinkaði mér enn undan
skilnaðarháði Marks Halliwell og
hafði skoðað tvær fyrstu mynd-
irnar vandlega, en gat enga lík-
ingu í þeim fundið við mitt and
lit, nema kannske svipaðan hör-
undslit. Og nú gat ég ekkert
fundið að segja, sem ég hafði
ekki þegar sagt fimm sinnum.
Edvina hafði setzt ofan á ein-
hverja rykhlífina, sem líklega hef
ur hulið stól. Síðasta klukkutím-
ann hafði hún alveg gengið fram
af mér með áframhaldi sínu og
dugnaði. Nú var hún í betra
skapi en kvöldinu áður og það
var enginn vafi, að hún skemmti
sér konunglega.
En nú var þreytan farin að
segja til sín á andliti hennar,
sem var fölt og hendurnar hvíldu
máttlausar í-kjöltunni. Hún hefði
vel getað verið hundrað ára núna.
Eg gáði í kring um mig, að ein-
— — Þá er það ákveðið. Við förum til Chile í sumarfríinn.
hverju, sem hefði getað verið
stóli, en fann ekkert og hélt því
áfram að standa upp á endann.
Allt í einu færðis^ máttur i
augu hennar.
Hún laut fram og starblíndi á
mig, biðjandi. Sérðu það ekki
sjálf, Charlotte? Hvað þú ert lík
honum afa þínum? Ég sá það á
svipstundu, þegar þú komst inn í
gærkvöldi, en nú er það ennþá
meira áberandi.
í>að færðist einhver gleði í
röddina, en svo dofnaði hún aft-
ur og var loks orðin að skjálf-
andi hvíslungum. Hárið á þér . . .
það er ekkert síðara en var á
honum:
Eg horfði feimnislega á mynd-
ina. Víst var um það að afi minn
hafðj verið hreykinn af hárinu á
sér, svona síðu.
Svo sagði hún, og það var rétt
eins og hún væri að sæma mig
heiðurspeningi: Og þú hefur lika
þessi dásamlegu brúnu augu
hans.
Þegar ég hafði gefið það, sem ég
taldi viðeigandi svar, hélt hún
áfram í einkennilega skörpum
tón: Hefur mamma þín aldrei
sagt þér, að þú sért lík honum?
Nei, hún sagði bara, að ég likt
ist í Elliot-ættina. Kannske hefur
hún verið búin að gleyma, hvern
ig hann leit út. Enda sá hún hann
nú aldrei nema á málverkum.
Munnurinn á gömlu konunni
varð hálfskakkurý er hún svar-
aði: Mamma þín, væna min,
gleymdi nú annars aldrei neinu,
sem hún hefði getað haft hag af.
Ertu búin að sjá Timmy?
Rétt sem snöggvast.
Það var eins og henni iétti.
Hvernig leizt þér á hann? Græn-
eygður, svarthærður lítill Volo-
lowski, Auðvitað getur blessað-
ur krakkinn ekki gert að því,
'hvernig hann lítur út, og hann er
gott barn, þegar rétti flöturinn
snýr upp á honum, en það þýðir
bara ekki að ætlast til, að ég sé
að hossa honum á hnénu.
Eg hreyfði mig órólega. Eru til
nokkrar myndir af Esmond, sem
ég gæti fengið að sjá?
Það er ein hjá arninum.
Eg lyfti rykhlífinni og leit nú
Esmond augum í fyrsta sinn.
Þetta var olíumynd af strák-
hnokka, sjö- átta ára gömlum, í
einhvers konar grimubúningi
með háan hatt, síðbuxur og her-
mannatreyju. Andlitið var ósköp
alvanalegt, þetta var lítill dreng-
ur sem var upp á sitt prúðasta,
ljós á hörund og rjóður, bláeygð
ur. Lokkur af ljósu hári kom
uDdan hattinum.
Eg lét hlifina falla fyrir aftur.
Enga af honum uppkomnum?
spurði ég.
Hún hristi höfuðið og ég sagði:
Hann var Ijóshærður eins og
pabbi. Líktist hann honum ui#
fleira?
Jú, hann giftist laglegri stúiku,
sem hafði augastað á aurunum
hans, sagði Edvina. Það gerði
pabbi þinn líka, var það ekki?
Hún snuggaði með fyrirlitningu.
Hann var fæddur bjáni og dó
bjáni. Það er engin ástæða til að
fara að vola yfir honum bróður
þínum, Charlotte.
En ég var ekki af baki dottin,
heldur sagði: Og samt gafst þú
honum og konunni hans og barn-
inu heimili hérna, þegar þau
komu aftur frá Ródesíu?
Það var nú ekki nóg með það,
heldur borgaði ég líka skuldirn-
ar hans óg farið þeirra heim. Það
var upp undir átta þúsund pund,
sem þetta gönuhlaup hans kostaði
mig. Og hvers vegna gerði ég
það? Af því að ég er kristin
kona.
Eg sagði lágt: Já, kristnir menn
fyrirgefa.
Þú skalt ekki fara að reyna að
segja mér fyrir Um skyldur mín-
ar, Charlotte. Þú veizt ekkert Um
bróður þinn. Eða gerirðu það
kannske?
Hvernig ætti ég að geta það?
spurði ég.
Alveg rétt. Þú veizt ekki, að
það, sem hann gerði, var ófyrir-
gefanlegt. Og viltu kannske vita,
hvernig hánn endurgalt mér það
sem ég gerði fyrir hann? Hvern-
ig hann notaði peningana, sem ég
gaf honum, og voru mínir pen-
ingar? Sjálfur átti hann ekki
grænan eyri. Viltu það?
Þegar ég svaraði engu, sagði
hún, til þess að ég skyldi að
minnsta kosti ekki verða af svar-
inu: Hann sigaði njósnurum á
Danny og greiddi'þeim með mín-
um peningum. Allt til þess að
sanna að Danny væri svikari og
koma honum í bölvun, og sanna,
að hann væri ekki heldur neitt
skyldur mér. Og svo talar þú við
mig um að fyrirgefa Esmond.
Hún beindi tilliti sínu til mín1
og bætti svo við smjattandi af
ánægju: Það var ekki nema rétt
á hann þegar hann komst að því,
að Danny var skyldur mér alveg
eins og hann hélt fram.
Ef svo hefur verið kemur mér
það á óvart, að Esmond skyldi
viðurkenna, hvað hann hefði gert.
Það stafaði af öðru, svaraði
hún íbyggin. Honum tókst að
finna út af þessu grúski sínu, að
Danny væri brjálaður; hefði ver
ið á geðveikrahæli og væri því
ekki trúverðugur. En það var
ekki annað en andstyggðar lygi.
Danny vitlaus, þó, þó! Röddin
lækkaði niður í hvisl. En þetta
bragð Esmonds kom bara ekki
að gagni. Danny var búinn að
segja mér þetta sjálfur.
En af því að 'hann hafði engan
til að hugsa um sig, varð hann
veikur. Það kemur fyrir marga
snillinga, sem erú vanmetnir af
heiminum. Byrðin verður þeim
of þung.
Þú átt við. að hann hafi orðið
fyrir einhverju andlegu áfalli.
Já. Hún andvarpaði þungt, en
svo liðkaðist um málið hjá henni.
En nú, fyrst við erum einar, ætla
ég að segja Þér, hvað ég hef í
hyggju að gera. Eg ætla að setja
allar myndirnar, sem Danny lét
eftir sig, á sýningu í London. Það
var hans mesti metnaður í lífinu.
Við töluðum oft saman um það.
Jafnvel þó að hann sé dauður,
ætla ég að sjá til þess, að hann
verði viðurkenndur sá snillingur
sem hann var.
Aftur var eins og hún ætlaði
að fara að skjálfa, en hún hristi
það af sér, og sagði einbeittlega:
Það er þess vegna, sem hann
Mark kom hingað frá London.
Hann ætlar að sjá um það allt.
James átti að réttu lagi að gera
það fyrir mig, en nú er hann
veikur. Hún snörlaði með gremju
og fyrirlitningu: Eg hef nú aldrei
vitað aðra eins kreistu. í hvert
sinn, sem ég þarf á honum að
halda, fer hann í bælið.
En Mark er nú ágætis drengur,
og hann mun sjá um, að Danny
hljóti þá viðurkenningu, sem
hann verðskuldar. Þegar maður
verður gamall, Charlotte, fækk-
ar stöðugt þeim hlutum, sem mað
ur telur mikilsverða. Og það eru
ekki margar konur yfir áttrætt,
sem eiga enn ólokið mikilvægu
erindi. En myndirnar hans Danny
eru mitt erindi og hlutverk.
Hún gerði ofurlitla þögn.
Hann var mér eins og sonur,
miklu meir en pabbi þinn var
nokkurntíma. Ég þurfti hans með
og hann mín. Þannig ráðstafar
guð því stundum. Af miskunn
sinni stefnir hann stundum sam-
an tveim manneskjum, sem eiga
engan annan til að elska.
Eg 'horfði á í hreinustu vand-
ræðum með sjálfa mig, þegar tár
in runnu niður eftir kinnunum a
henni og niður á hendurnar.
Hann var hjá mér, af því að
hann elskaði mig, en ekki vegna
þess, sem hann hafði upp úr því,
eins og hin gera. Hann elskaði
mig, og mín gleði var, hans gleði.
Við vorum hamingjusöm saman
og meðan hann var hérna, hafði
ég alltaf eitthvað skemmtilegt
fyrir stafni. Ef gott var veður,
fór hann með mig út að aka . . .
hvert sem ég vildi og hann ók
svo hægt, að ég gat skoðað allt,
sem fyrir augun bar, en ekki eins
og Russell, sem hugsar um það
eitt að geta komizt sem allra
fyrst heim.
Og svo þegar hann var hættur
að mála og við gátum verið sam-
an á kvöldin var hann vanur að
leika á píanóið fyrir mig. Hann
hafði ágætt söngeýra. Hann
þurfti alls ekki nótur. Eg sagði
honum bara nafnið á laginu og
þá lék hann það, ekki einu sinni,
heldur tuttugu sinnum, ef ég
óskaði þess.
* x- X-
GEISLI GEIMFARI
X- X- >f
/ZV LUCY FOX'S ROOM.HEXT 70 £>#.
&AR'£ SUJrE...
WOW PO YOi/
EXPLAIN MVSTICUS
METALL1CUS
CAPT. YOGttGT
— Þetta veldur mér hugarangri
Gar læknir .... Mér þykir leitt að
deila við Lúsí og ég hata blekk-
ingar!
— Verið þér róleg frú Colby. Og
við hofum okkar einkafund með
Metallikus eftir samkomuna.
í herbergi Lúsí Fox næst við íbúð
Gar læknis ....
— Hvaða skýringu gefur þú á
Metallikus. Geisli?
ÍUlItvarpiö
Miðvikudagur 6. desember
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik
ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leikar — 9:10 Veðurfregnir —
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —
Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón
leikar).
17:40 Framburðarkennsla 1 dönsku og
ensku.
18:00 Útvarpssaga barnanna: i.Bakka-
Knútur" eftir séra Jón Kr. ís-
feld; III. (Höf. les).
18:20 Veðurfregnir — 18:30 t»ingfréttlr
Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Bela Sanders og
hljómsveit hans leika vaisa-
syrpu.
20:20 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Grænlend««
inga þáttur (Dr. Kristján Eld-
járn þjóðminjavörður).
b) íslenzk tónlist: Lög eftir Þór
arin Guðmundsson.
c) Sigurbjörn Stefánsson flytur
siglfirzkar sagnir skráðar af
Guðlaugi Sigurðssynl
d) Jóhannes skáld úr Kötlum les
úr þjóðsögum Jóns --rnasou
ar.
21:45 íslenzkt mál (Jón AðaTsteijin
Jónsson cand. mag.).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Upplestur: Dean Acheson rif.iar
upp liðna tíð; III. Um Ernest
Bevin (Hersteinn Pálsson ritstj.)
22:30 Næturhljómleikar:
a) ,,För Gullivers til Putalands*\
sinfónía nr. 1 eftir Edgar
Stillman Kelly (AmeriKU-
hljómsveitin leikur; Richard
Korn stjórnar).
b) ..Grand Canyon", svíta eftir
Ferde Grofé (NBC-htiómsveit
in í New York leikur; Tosc-
anini stjórnar).
23:30 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 7. desember
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik
ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leikar — 9:10 Veðurfregnir —
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. mm
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,Á frívaktinni"; sjómannaþáttup
(Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —
Tónleikar — 17:00 Fréttir — T&1*
leikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttip
Tónleikar. — 18:50 Tilkynningar,
19:30 Fréttir.
20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Hé
kon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari).
20:20 Einsöngur: Adele Stolte syngur
lög eftir Reichardt, Zelter og
Mozart.
20:35 Erindi: NATO-fundur og Berlfn
arför (Gísli Jónsson alþingismaö
ur).
21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Þjóðleikhúsinu;
fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich
Rohan. Einleikari á píanó: Ás-
geir Beinteinsson.
a) Þrjár myndir op. 44 eftir
Jón Leifs (frumflutn.).
b) Píanókonsert í Es-dúr op. 71
eftir Beethoven.
21:45 Af blöðum náttúrufræðinnar:
Elztu menjar um jarðlífið. (Örn
ólfur Thorlacius fil. kand.).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjaí
upp liðna tíð; VI.: Syrpa fré
Rússlandi (Hersteinn Pálsgon rit-
stjóri).
22:30 Harmonikuþáttur (Högni Jón«-
son og Henry J. Eyland).
23:00 Dagskrárlok.