Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. des. 1961 Lét sækja 500 fjár dag- fyrir stórviðrið inn veðrabrSgði eru algeng um tunglfylðingu JÓNAS Pétursson, alþingis- maður. leit inn á skrifstofu blaðsins fyrir nokkrum dög- um. Notuðum við þá tækifær- ið til að spyrja hann frétta úr heimahögum hans, um veðráttu og afleiðingar norðangarðsins á dögunum, og iögðum fyrst fyrir hann spurninguna: — Urðu nokkrir fjárskaðar í þinni sveit? — Um það er ekki enn vitað til fulls, svaraði Jónas. f>að vantar nokkrar kindur á flest- um bæjum í Fljótsdal, af þeim er komnar voru af fjalli. En veðráttan hefur ver- ið svo slæm allt frá því er gekk í stórviðrið, að erfitt hefir verið með leit. Ekki er vitað um að kindur hafi fennt, en að sjálfsögðu éru möguleikar á því. Ég veit. að á Víðivöllum fremri vantar 13 kindur, en víða þetta 2—4. Eitthvað mun koma í leitirnar af þessu fé þegar loksins slotar þessum illviðraham og unnt verður að leita rækilega. Jörgen bóndi á Víðivöllum sagði mér, að þetta væri ein- hver langvinnasti illviðra- kafli er hann myndi, látlaus stormskakstur, kóf og frost- nepja nær hálfan mánuð. Hundaheppni eða hvað? En hvemíg er það, hefir ekki tilraunabúið á Skriðu- klaustri haft ær vestan Fljóts- dalsheiðar á haustin ,á austan- verðum Jökuldal? Urðu engin vandræði að ná því fé eða var ekki rekið þangað í haust? — Jú. þangað voru reknar 500 ær 2. október í haust. Þær voru þar svo þangað til eftir miðjan nóvember að ég ákvað að láta sækja þær og var komið með þær heim þriðju- daginn 21. nóv., daginn áður en gekk í stórviðrið norðan- lands. Flestir telja þetta furðulega hundaheppni, og sjálfsagt má orða það svo. En ástæðan til þess að ég lét sækja ærnar einmitt á þessum tíma var sú, að það kom góðviðriskafli á Norð- austurlandi eftir tunglkom- una 8. nóvember. En veðrátt- an síðari hluta sumars hefir verið stórbrotin, með óvenju- legum illviðrahrynum af og til. Þann 25. október, rétt upp úr tunglfyllingu var fágætt stórviðri og vatnsveður eystra. Góði kaflinn var á fyrra hluta næsta tungls. En einkenni veðráttunnar hafa um skeið verið harkalog um- skipti. Ég dró þá ályktun að svo gæti enn farið og þá sennilega um fyilingu þessa tungls, og ákvað að ærnar yrðu að nást heim áður. Sendi ég menn til að sækja þær laugardaginn 18. nóv. Þeir voru 3 daga að ná þeim saman og einn dag að reka þær heim og vantaði að lok- um aðeins eina. Alla dagana var svo gott veður, sem kosið varð. Gerði gæfumuninn Já, þetta er sjálfsagt hunda- heppni. En ég hefi lengi veitt því athygli að með tunglfyli- ingu eða nýju tungli eru veðrabrigði algeng. Metúsal- em bóndi á Hrafnkelsstöðum hefir sagt mér að oft hafi hann komizt hjá óþægindum og tjóni af illviðrum af því að hann hafi látið smala íé sínu fyrir stórstreymi. Stundum gerðist ekkert en mjög oft varð varinn til góðs. Sann- leikurinn er sá að glögg- Jónas Pétursson skyggni bænda á veður á liðn- um öldum hefur forðað miklu tjóni og oft gert gæfumuninn með búsæld einstakra bænda. Nú er þessi eiginleiki að dofna og hverfa, eins og fleiri hinna ,,fornu dyggða". „Er nokkur skaði skeður?“ spyrja menn. Nú leysa veðurspárnar, vísindin, þessar gátur og ó- þarft fyrir sjómenn eða bú- andkarla að vera að rýna í almanök eða góna út í ver- öidina. Ég vil ekki draga úr gildi veðurspánna og þær vildi ég sízt missa, enda hlusta ég á ekkert útvarpsefni svo reglulega sem veðurspár. En enn ná þær ekki það fram í tímann, sem t. d. hefði nægt mér til að ná ánum heim úr Rana. Ég held að veðurfræð- in viðurkenni ekki samband tunglfyllingar og tunglkomu (straumanna) og veðurfarsins. Þó kennir lífsreynslan okkur bændunum þetta. Og ég vií biðja þá fjárbændur, hvar sem er á landinu að gefa þessu gaum. Ég viðurkenni þörf þess að leggja nokkuð í hættu framan af vetri með að nýta haga fyrir sauðfé, en þó því aðeins að ítrasta árvekni sé sýnd og ekki sízt að gera sér grein fyrir líkum veðra- brigða við stórstraumirin. sem framúndan er á hverjum tíma. Og svo vil ég spyrja að lokum: Hafa ekki flest stórskaðaveð- ur komið um það leyti sem stórstreymt er þ. e. við ~nýtt“ eða „fullt“ tungl? — En eru svo ekki ýmsir, sem dreymir fyrir veðrum? Ert þú ekki draumspakur eða færð vitranir? — Mig dreymir oft fyrir veðrum eða öðru, en oftar fyr ir daglátum, eins og sagt er. Sjaldan fyrir atburðum, ér síðar koma. Þó neita ég því ekki að stundum fæ ég hug- boð um óorðna atburði. E.t.v. hefir eitthvert hugboð fylgt að ég óttaðist tunglfyllinguna síðast. En við skulum ekki tala meira um það. En um- fram allt má ekki öryggis- þjónusta nútímans og vísindin eins og t. d. veðurþjónustan verða til að svæfa athyglis- gáfu óg náttúrugreind. Það fyrirbrigði er vaxandi, . að hugsað er fyrir fólkið. En bændur þurfa áfram að gefa gaum að gangi himintungla, hagnýta sér veðurspárnar út í æsar, en draga sjálfir af þeim ályktun treysta fyrst ag síðast á sjálfa sig. Brynfólfur Jóhannesson forseti Bandalgs ■slenzkra listamanna AÐALFUNDUR Bandalags ísl. listamanna var haldinn í Naust- inu 19. nóv. 1961. Mættir voru fulltrúar frá öll- um deildum bandalagsins; arki- tektum, listdönsurum, leikurum, myndlistamönnum, rithöfundum, tónskáldum og tónlistamönnum. 'Svavar Guðnason, listmálari, forseti bandalagsins, gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar á liðnu starfsári, en hann hefir verið forseti síðastliðin tvö ár. — Þá fluttu formenn, félagsdeilda skýrslur um störf félaganna. Á fundinum voru svoihljóðandi samþykktir gerðar: 1. „Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna 19. nóv. 1961 lýsir samúð með kjarabaráttu lækna, verkfræðinga og annarra mennta manna og leyfir sér að benda á þá staðreynd, að þeir fulltrúar vísinda, lista og annarar mennmg ar, sem nota ævilangt mikinn hluta sinna tekna og eigna í kostnað við að skapa menningu og auka sérþekkingu sína, þurfa á allra hæstu launum að halda“. 2. „Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna haldinn í Naustinu sunnudaginn 19. nóv. 1961, feiur stjórninni að beita sér fyrir því við viðkomandi yfirvöld, að inn flutningstollum verði þegar í stað algjörlega létt af öllum mn fluttum hljóðfærum, listmálara- litum og hverskonar efni og tækjum til listsköpunnar". 3. „Fundurinn felur stjórninni að aíhuga möguleika á að halda listamannaþing í Reykjavík eins fljótt og auðið er“. 4. „Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna í nóvember 1961 mót. mælir eindregið að sjónvarps- sendingum frá . Keflavíkurflug- velli sé á nokkurn hátt beint inn á íslenzkt viðtakendasvæði og varar við þeirri hættu, sem ís- lenzkri menningu og þjóðerni væri búin af völdum þess“. Forseti bandalagsins til næsíu tveggja ára, var kjörinn Bryn- jólfur Jóhannesson, leikari. Þá voru kosnir meðstjórnend ur til eins árs, frá arkitektum Kjartan Sigurðsson, frá listdöns urum Sigríður Ármann, frá myndlistamönnum Karl Kvaran, frá rithöfundum Jóhannes úr Kötlurn, frá tónskáldum Skúli Halldórsson, frá tónlistarmönnum Jón Þórarinsson. Stjórnin hefir nú haldið einn fund og skipt með sér verkum þannig, að varaforseti er Jón Þórarinsson, ritari Karl Kvaraa og gjaldkeri Kjartan Sigurðs- son. Kosið í niðurjöfn- unarnefnd Á bæjarstjórnarfundi [ fyrradag voru eftirtaldir menn kosnir 1 niðurjöfnunarnefnd: Gottormur Erlendsson, formaður, Einar Ás- mundsson, Sigurbjörn Þorkels- son og Haraldur Pétursson af lista Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins og Sófónías Jóns- son af lista kommúnista. Til vara voru kjörnir Björn Snæbjörns- son, Jón Guðmundsson, Þorvarð ur Jón Júlíusson, Eyjólfur Jóns- son og Sigurður Guðgeirsson. girnilegar. Það er góð þjón- usta við kaupendur. • Mest í heimi • Verðlausar bækur Sm. J. skrifar: Margar sjáum við þær bóka-auglýsingarnar um þess- ar mundir. Þetta er að vonum og þetta er í sjálfu sér gott. Misgreindarlegar eru þær: sumar góðar og látlausar, aðr- ar bersýnilega ekki ætlaðar því fólki sem ályktar á grund- velli sjálfstæðrar hugsunar; þær eru greinilega stílaðar til kjánanna. En eitt virðist þeim öllum sameiginlegt: að þegja um verð hinnar auglýstu bók- ar, rétt eins og hún væri öll- um frjáls ókeypis, sem þó mun ekki vera. Einhvernveg- inn hefir sú hugmynd komist inn í höfuð forleggjaranna að þessi ókurteisi við almenning sé þeim £ 'hag. Þar mun þeim þó skjátlast. Helzt vil ég ekki þurfa að hringja í > síma til þess að fá að vita verðið, og heldur fer ég til þess kaup- mannsins sem sýnir mér sjálf- sagða kurteisi en hins, sem leggur sig út til þess að gera hið gagnstæða. Hvernig væri nú að einhver forleggjarinn bryti regluna og herti sig upp til þess að sýna hugsanlegum viðskiptamönnum þessa ein- földu kurteisi; mundi hanri skaðast á því? Nei, því trúi ég ekki. Sn. J, • Þjónusta við viðskiptavini Velvakandi er því sammála, að það mundi spara viðskipta- vinum óþarfa umstang og af- greiðslufólki snúninga, ef auglýst væri verð á bókum. Sumir útgefendur gera það. Undanfarin ár man ég t.d. að ca. viku fyrir jól hefur Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson- ar auglýst á heilsíðu í Mbl. bókalista með verði og bíð ég venjulega eftir þeirri auglýs- ingu til að bera saman verð á þeim bókum, sem mér finnst ywi. /'f/S TJ&i ~ ©PIB COPEMHAGEN ísland er mesta eldfjalla- land í heimi. Alþingi er élzta þing í heimi. Dettifoss er afl- mesti foss í heimi. fslenzka er eitt af elztu bókmenntamál um, sem enn er talað og ritað í Evrópu. Stóri Geysir er eitt af eftirtektarverðustu náttúru undrum sem sést í veröldinni, Upphitun á mestum hluta Reykjavíkur með jarðhita er vissulega eitt af undrum ver- aldar. Reykjavíkurhöfn er ein af fegurstu höfnum heimsins. Almannagjá á ÞingvöUum er sérstæðasta landslag á jörð- inni. Gvendarbrunnar eru besta vatnsból í heimi. Ódáða hraun er stærsta hraunbreiða í heimi. ísland er einn af þeim fáu stöðum þar sem en er 'hægt að sjá jörðina skapast. Þannig hljóðar fyrsta blað- síðan af „nauðsynlegustu upp lýsingum fyrir ferðamenn“, í 'bæklingnum Iceland, sem ný- lega kom út. Finnst ykkur við ekki merkileg þjóð í merki- legu landi? Maður lyftist all- ur við að lesa um þetta mesta land í heimi á svo mörgum sviðum. Og nú er að búa sig undir að taka við öllum þeim skara af útlendingum, sem Mjóta að streyma að þegar þeir frétta um svona merki- legt land okkar. Og svo geta þeir skv. bókinni skoðað „The 3 most famous of the „Lions“ of Iceland“, Þingvelli, Geysi og Heklu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.