Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 1
II Suimudagur 10. des. 1961 árúsin á Pearl Harbo: frú sjánarmiði Japana SÍÐASTLIÐINN fimmtudag voru 20 ár liöin frá því Jap- anir réðust á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor á Hawaieyjunni Oahu Dagurinn 7. des. 1941 mun lifa í minningu Bandaríkjamanna sem dagur svívirðingarinnar. Hvaða augum líta Japanir á skyndiárás þessa, sem gerð var án stríðsyfirlýsingar? Og hvað finnst þeim um Pearl Harbor í dag? Bandaríska vikuritið U. S. News & World Keport birt- ir um þessar mundir svör við ýmsum þeim spurningum varðandi Pearl Harbor, sem ekki hefur fyrr verið svarað. Ræddi .tímaritið í þessu sambandi við tvo sérfræðinga. — Annar þeirra er dr. Gordon W. Prange, prófessor í sögu við Marylandháskóla. Hann dvaldi í sex ár í Japan eftir stríð þar sem hann vann að rannsóknum á opinberum gögnum og ræddi við ýmsa þá Japani, sem aðild áttu að árásinni. Hinn sérfræðingurinn er japanski aðmírállinn Shigeru Fukudome, sem skipulagði árásina. Fer hér á eftir útdráttur úr viðtölunum, sem tímaritið birti: — Prange prófessor, hvers- vegna réðust Japanir á Pearl Karbor? .— Þeir höfðu aðeins eitt tak- mark, þ.e. að gera bandaríska flotann óstarfhæfan næstu sex mánuði. Þetta var gert til þess að Japanir gætu náj sínu raun- verulega marki, að leggja undir sig Suðaustur-Asíu. Árásin var nokkurskonar öryggisráðstöfun, hún tryggði það að bandaríski flotinn léti Japani afskiptalausa meðan þeir legðu undir sig Suð- austur-Asíu. Dr. Gordon W. Prange prófessor — »Og héldu Japanir að Bandaríkin mundu ekki berjast til úrslita? — Auðvitað vissu þeir að við mundum herværast. En þeir vonuðust til að verða fljótir að binda endi á styrjöldina í Suð- austur-Asíu. Svo vonuðu þeir að þeim tækist að nýta auðlindir Suðaustur-Asíu og draga styrj- öldina við Bandaríkin á langinn þar til unnt yrði að ná viðtmr andi friðarsamningum. Að sjálf- sögðu er auðvelt að sjá það nú að þetta var óskhyggja hjá Jap- önum. En til að skilja aðgerðir Japana 1941, verður að líta á málin eins og þau litu þá út frá sjónarmiði þeirra. Það verður að hafa hugfast, að árið 1941 virtist Hitler vera að vinna sigur í styrjöldinni í Evrópu. Hann hafði sigrað Frakkland, lagt undir sig Hol- land og Belgíu og hrakið Breta burt af meginlandinu. Hersveit- ir nazista voru í sókn í áttina til Moskvu. Og þótt Japan væri ekki aðili að styrjöldinni í Ev- rópu, var landið í öxulbanda- laginu með Hitler og Mussolini. Margir Japanir litu sv'o á að nú væri einstakt tækifæri til að láta heimsvaldadrauminn ræt- ast. Meðan Bretland, Frakkland og Holland voru bundin í stvr; öldinni í Evrópu, voru nýlendur þeirra í Suðaustur-Evrópu varn- arlausar —* og Japanir ætluðu að hremma þær. Þetta var hinn raunverulegi tilgangur Japana. Þeir ætluðu að leggja undir sig hollenzku Austur-Indíur, franska Indó- Kína, brezku Malayalöndin, Fill ipseyjar og Thailand. Þetta voru auðug landsvæði og þar gátu Japanir fengið það sem þeir þörfnuðust mest: hrísgrjón, olíu, tin, gúmmí og fleiri hrá- efni. — Hvenær ákváðu Japanir að styrjöld við Bandaríkin væri ó- umflýjanleg? — Um það er erfitt að segja. Japönsk blöð höfðu. lengi haldið því fram að verið væri að um- kringja Japan og var það að nokkru leyti rétt. Það verður að muna eftir því að Japan hafði átt í styrjöld við Kína frá því 1937 og Bandaríkin kröfðust þess að Japanir yfirgæfu Kína. Japanir voru einnig að reyna að koma sér fyrir í Indó-Kína og Bandaríkin voru andvíg því. Frá því 1939 voru Bandaríkin að smá herða á því, sem Jap- anir nefndu fjárhagslegt hafn- bann. Og þegar bandaríski Kyrrahafsflotinn var fluttur frá vesturströnd Bandaríkjanna til Pearl Harbor, litu Japanir á það sem ógnun, beint gegn sér. En það var í júlí 1941, sem fyrst fór að kreppa að. Þá var Frakkland fallið og Vichy- stjórnin samdi við Japani um að gera Indó-Kína að sameigin- * Orustuskipið Arizona að sökkva. ' - c.-. ■ •"...v legu verndarsvæði Japans og Frakklands. Þá gerði Koosevelt Bandaríkjaforseti allar japansk- ar eignir í Bandaríkjunum upp- tækar og bannaði alla olíuflutn- inga til Japans. Um þetta leyti höfðu Japanir aðeins olíubirgðir til eins og hálfs árs. Þeir hefðu ekki verið færir um að fara út í styrjöld hefðu þeir beðið eitt ár enn. — Og hvað um þá hugmynd, sem fram hefur komið, að Roosevelt forseti hafi boðið hættunni heim er hann flutti bækistöðvar flotans til Fearl Harbor? — Japanir hlæja að þessari hugmynd og segja hana hreina vitleysu. Þeir hefðu sjálfir gert þetta í sporum Roosevelts, því þarna átti flotinn heima. — í Pearl Harbor var fullkomin flotastöð með viðgerðarverk- stæðum og gríðarstórri þurrkví. Og þarna var flotinn mun nær þeim svæðum, sem hann átti að vemda — Fillipseyjum, Wake og Guam. Það er hreinasta fjarstæða að láta sér koma til hugar að Roosevelt hafi getað leikið með Japani eins og þeir væru peð á einkatalflborði hans á Kyrra- hafinu. Enginn gat fengið Jap- ani til að hefja styrjöld á ann- an hátt en þeir höfðu þegar ákveðið. Þar með er talin skyndiárás á Pearl Harbor. Og ein ástæðan fyrir því að skyndiárásin heppnaðist var sú að enginn átti von á henni, sér- staklega ekki á þessum tíma, og á þetta jafnt við um Roosevelt forseta, Knox flotamálaráðherra, Marshall, yfirmann hersins, Kimmel aðmírál, yfirmann flota stöðvarinnar á Pearl Harbor og fjöldann allan af öðrum áhrif» mönnum. Ef Roosevelt forseti og banda- ríska herstjórnin bjóst í raurv inni við árás Japana^ á Peari Harbor, gátu þeir sett þar ups gildru, sem hefði getað valdií því að Japanir töpuðu stríðina á einum sunnudagsmorgni. Hvenær ákváðu Japanir a8 ráðást á Pearl Harbor og hvei skipulagði árásina? — Það er viðurkennt að Iso- roku Yamamoto aðmíráll átti hugmyndina. En hann varð yfil maður japanska flotans 30. ágúst 1939. Hann var með þessa árás í huga þegar í janúar 1941 og jafnvel fyrr. í júní var verið að æfa flugmenn imdir árásina. Og 19. október 1941 gaf flota- ráðið leyfi sitt til að árásin yrði gerð ef til styrjaldar kæmi. En endanlega og óafturkallaniega ákvörðun tók keisarastjórin 1. desember. Afar mikil leynd hvíldi yfir öllum undirbúningi, enda byggð ist allt i því að árásin kæmi að óvörum, og vissu aðeins örfáir æðstu menn hers og ríkisstjórn- ar um áformin. Það hefur verið talað um að sendiherra Japana í Washing- ton, Kichisaburo Nomura, hafi vitað um árásina, sem gerð var meðan hann sat að samninga- viðræðum við Cordell Hull, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er, einn mesti sómamað- ur, sem ég hef kynnzt. Ög hann sagði: „Ég vissi það ekki“. Ég trúi honum skilyrðislapst. Ef iit- ið er á þetta frá hernaðarlegu og sálrænu sjónarmiði er aug- ljóst að Japanir þorðu ekki að segja honum frá árásinni. — í fyrsta lagi var ávallt hætta á að upplýsingarnar kæmust í hendur Bandaríkjamanna, og svo hefði vitneskjan getað vald- ið honum allt of miklum erfið- leikum meðan hann sat við samningaborðið í Washington. — Hvaða augum líta Japanir í dag á árásina á Pearl Harbor? — Þeim finnst þeir hafa gert skyldu sína gagnvart keiraran- um og föðurlandinu. Þeir hafa e k k e r t sam- Iggvizkubit. Min- fi;oru Genda, sem j:;.. nú er yfirmað- |::ur herforingja- r á ð s japanska '■ flughersins og ■V ' *"',* m i k i 11 vinur ' ■■^■■■■■^■■■■■■■^■- Bandaríkjanna, . á 11 i þátt í að skipuleggja árás ina. Mitsuo Fuc hida, sem nú er prestur í Japan og einnig mik- ill vinur Bandaríkjanna, stjórn- aði flugárásinni. Þeir hafa báðir lýst þessu yfir við mig.. — Hvernig vissu Japanir að bandaríski flotinn ' yrði í Pearl Harbor? — Það var auðvelt. I fyrsta lagi hafði flotinn komið í höfn svo til um hverja helgi í marga Framh. á b) s. 2. Mitsuo Fuchida Orustuskipið West Virginia í björtu báli. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.