Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 3
t Sunnudaguz 10. des. 1961 MORGUISBLAÐIÐ 3 Síðasta sýning Leikfélagsins að af þeim Guðmundi Fáls- fyrir jól verður í kvöld kl. syni, Brynjólfi Jóhannessyni 8:30 á gamanleiknum „Sex og Þorsteini Ö. Stephensen í eða sjö“. Meðfylgjandi mynd hlutverkum sínum. hefur Halldór Pétursson teikn Saga Þorsteins á Skipalóni saga hans þeim mun eftirminni- legri og maðurinn stórbrotnari. Þorsteinn á Skipalóni lét sér fátt óviðkomandi. Hann var smiður, bóndi, útgerðarmaður, kaupmaður, stórauðugur í lönd- um og peningum. Hann lserði smíðar í Höfn og smíðaði hús, kirkjur og skip jn. a. fyrsta þil- skip, sem hér var smíðað. Hann var svo mikill áhugamaður um vinnu að mörgum fannst nóg um og kölluðu hann vinnuharðan. Með útgáfu þessa ritverks hef- ur þarft verk verið af hendi leyst. Skömmu eftir dauða f>or- steins 1882 hreyfði dr. Jón Þor- kelsson því á prenti að skrifa þyrfti sögu hans. Síðan hefur því máli þráfaldlega verið hreyft, t. d. gat Sigurður skólameistari Guðmundsson þess fyrir fimmtán árum, að af Þorsteini vseri „ó- skráð mikil saga.“ Nú hefur saga þess merka iðn- aðarmanns verið skráð. í upphafi verksins er gerð grein fyrir ár- ferði, .búskaparháttum, skipa- eign og útgerð. en síðan hefst saga Þorsteins. Kristmundur Bjarnason hefur vandað verk sitt og dregið úþp skýra mynd af Þorsteini og umhverfi hans. Landssamband iðnaðarmanna hlutaðist til um það, að út voru gefin nokkur tölusett eintök, sér- staklega ætluð iðnaðarmönnum | og iðnrekendum og eru þau fá- anleg á skrifstofu sambandsins, Laufásvegi 8. Tilsölu Stór og góð 3ja herbergja-íbúð í Austurbænum á hita- veitusvæðinu. — Upplýsingar í síma 15986. Skyndisalan heldur áfram. Enn er tækifæri til að gera hagkvæm Jólainnkaup: ÚR — VATNSÞÉTT og HÖGGVARIN frá kr. 855,00. SKARTGRIPIR, VEKJARAKLUKKUR o.fl. Allt selt rncð miklum afslætti. Jóhann Árm. Jónasson Skólavörðustíg 2. KOMIÐ er ut ritverk í tveimur bindum um Þorstein smið Daní- elsson á Skipalóni samtals 554 bls. Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg í Skagafirði skráði bækurnar, en Menningarsjóður gaf út. Þorsteinn á Skipalóni fæddist 1797, og á langri ævi var hann frumkvöðull mikilla athafna og Þorstelnn Danielsson A nýjunga, enda hefur hans jafnan verið minnzt sem eins mesta um- bótamanns síns tíma. Þegar þess jafnframt er gætt, hversu þjóðin var aðþrengd og fátæk um daga Þorsteins, bá verður athafna- Skáld ástarínnar TAGORt Endurminníngar, ljóð og leikrit í þýðingu séra Sveins Víkings. Þorsteinn M. Jónssrfn segir í ritdómi í Tímanum: „Þetta er fögur bók að efni stíl og anda. Hún er líka eftir einn mesta skáldspeking ver- aldarinnar og þýdd á íslenzka tungu af séra 'Sveini Víking, sem er meðal allra stílfærustu núlifandi íslenzkra rithöfunda. Útgáfa bókarinnar er og í fullu ^amræmi við verðleika hennar. Hún er prýðilega gefjn út, pappír góður, prentun vönduð og letur ágætt, titilblað fallegt, hlífðarkápa mjög smekkleg og band gott. Allmargar myndir frá Indlandi prýða og bókina." ,,Það sem einkennir þessa bók, er, að hver síða hennar eða jafnvel lína hennar, inniheldur fagrar hugsjónir, sannleiksást og speki. Það er mikill unaður að lesa slíka bók Skáld ásfarinnar Bókaútgáfan er jólabókin í ár Bezt að auglýsa í MORCUNBLAÐINU Það gildir að velja rétt Electrolux Eins og hatturinn verður að hæfa höfðinu í stærð og gerð svo verður einnig kæliskápur fjölskyldunnar að henta í einu og öllu. Þér veljið rétt þegar þér veljið yður ELECTROLUX-kæliskáp — eins og önnur ELECTROLUX heimilistæki bera þeir af í gæðum og hagkvæmni. Þeir eru ódýrari. hiitun h f Electroluxumboðið Laugavegi 176 Sími 36200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.