Morgunblaðið - 10.12.1961, Side 4
4
J/ORGUNnr. A Ð1Ð
Sunnudagur 10. des. 1961
íslenzk kona vinnur
bókmenntaafrek.
Guðrún P. Helgadóttir ritar bók um skáld-
konur fyrri aida.
Komín er á bókamarkaSinn ný bók
„Skáldkonur fyrri aidd“
eftir GuSrúnu P. Heigadóttur, skólastjóra
Kvennaskólans í Reykjavík.
í bók þessari segir höfundur á látlausan og alþýðlegan
hátt frá menntun kvenna til forna og hlutdeild þeirra
í sköpunarsögu bókmenntanna. í bókinni er m. a. sagt
frá einsetukonum seiðkonum og völvum og lýst nunnu-
klaustrunum tveim.
Þar segir frá Ásdísi á Bjargi, Steinunni Refsdóttur,
Þórhildi skáldkonu, Steinvöru á Keldum og ungu stúlk-
unni, Jóreiði í Miðjumdal. Þá er þar athyglisverður kafli
um dansa og rímur og rakin þróunarsaga íslenzku
stökunnar.
Þetta er óskabók allra, sem unna þjóðlegum
fróðleik.
Þetta er óskabók íslenzkra kvenna í ár.
K V ÖLDV ÖKUÚTGÁFAN.
Skúli
Guójönsson
ur
myrkri
K
Kunnið þér að
umgangast bliait fólk?
Bók Skúla Guðjónssonar, bónda að Ljótunnarstöð-
um, Bréf úr myrkri, er einstætt verk, karlmannleg
og vekjandi bók rituð í gamansömum stíl, en þó er
hún fyrst og fremst bréf frá blindum manni til okk-
ar, sem sjón höfum.
Sá sem les þessa bók, fær ekki aðeins aukinn skiln-
ing á lífi og hugarástandi blindra manna, heldur lær-
ir hann einnig að umgangast blint fólk þannig, að
það veiti báðum aðilum gleði.
„Þegar ég hafði lokið við að skrifa verkið, fann ég
að ég var búinn að skrifa mig í sátt við lífið“, segir
höfundur í blaðaviðtali.
HEILDSÖLUBIR3ÐIR
Sími 12804 eða Box 6 Reykjavík
Öldin átjánda
síðara bindi — og fleiri bækur
frá Iðunnarufgáfunni
IÐUNN hefur sent á markaðinn
síðara bindi Aldarinar átjándu,
sem nær yfir árin 1761—1800. En
fyrra bindi þessa verks, sem náði
yfir árabilið 1701—1760. kom út
fyrir síðustu jóL
Bók þessi er með sama sniði og
„Aldirnar“, sem áður eru komn-
ar út. Allar frásagnir ritaðar í
stíl samtíma blaðafregna og fyr-
irsagnir með sama hætti og í nú-
tíma fréttablaði. Bókin er prýdd
yfir 150 myndum, og eru margar
þeirra fáséðar, eins og að líkum
lætur. — Jón Helgason ritstjóri
hefur tekið saman bæði bindin
af Öldinni átjándu. Prentsmiðjan
Oddi annaðisi prentun; en mynda
mótin gerði prentmyndastofan
Litróf. Er allur búnaður bókar-
innar hinn vandaðasti.
„Aldirnar", sem Iðunn hefur
gefið út, eru nú orðnar sex tals-
ins og greina frá sögu vorri í 250
ár samfleytt. Bækurnar eru þess
ar: Öldin átjánda I—II (árin
1701—1800) Öldin sem leið I—II
(árin 1801—1900) og Öldin okkar
I—H (árin 1901—1950). Bækur
þessar eru bæði nýstárlegar og
skemmtilegar, enda mjög vin-
sælar. Stærð þessara ritverka
samanlagt er sem svarar 3350
venjulegum bókarsíðum, og er þá
einnig miðað við venjulegt letur
magn á síðu. Myndirnar eru sam
tals yfir 1500 að tölu og æði fjöl
breyttar, eins og gefur að skilja.
í þessum ritverkum er saman
komið hið mesta safn margvís-
legra íslenzkra mynda: frétta-
myndir alls konar, mikill fjöldi
mannamynda, myndir af bygg-
ingum og mannvirkjum, fjöldi
staðamynda frá ýmsum tímum
o.m.fl.
Aðrar bækur. sem IÐUNN
sendir á markað nú fyrir jólin
eru þessar: íslenzkar gátur, heild
arsafn Jóns Árnasonar, eina
heildarsafnið, sem til er af ís-
lenzkum gátum, þessum gömlu
góðkunningjum, sem alltaf eiga
vinsældum að fagna. ekki sízt
hjá börnum og unglingum, enda
er góð dægradvöl að ráða gátur.
Nóttin langa, spennandi bók eftir
metsöluhöfundinn Alistair Mac
Lean, þann hinn sama, er skrif-
aði Byssurnar í Navarone. —.
Frúin á GammsstöSum, skáld-
saga eftir John KnitteL Þetta er
ástarsaga og örlagasaga, er gerist
í svissneskum fjalladal. Saga
þessi hefur verið kvikmynduð
fyrir skömmu.
Barna- og unglingabækur: —
Baldintáta verður umsjónaniaður
þriðja og síðasta bókin um Bald-
intátu og heimavistarskólann að
Laufstöðum. — Fimm á fornum
Jón Helgason
slóðum, ný bók í bókaflokknum
um félegana fimm. — Dularfulla
herbergið, þriðja bókin í flokki
leynilögreglusagna handa börn-
um og unglingum. — Ofantaldar
þrjár bækur eru allar eftir Enid
Blyton. höfund ævintýrabók-
anna og allar prýddar myndum,
— Tói strýkur með varðskipi,
unglingabók eftir Eystein unga,
Segir frá munaðarlausum dreng,
sem strauk með varðskipi, þegar
átökin við Breta stóðu sem hæst,
og lenti í sögulegum ævintýrum.
— Petra litla, saga handa telpum
eftir hinn kunna norska höfund,
Gunnvor Fossum./Og loks er það
svo Óli Alexander á hlaupum,
ný saga um Xítinn og kátan snáða,
Fílibomm — bomm — bomm.
sem nefndi sig Óla Alexander
Fyrsta sagan um Óla Alexander
hefur verið lesin í útvarp við
miklar vinsældir yngstu hlust-
endanna.
Hér og þar
og allstaðar
HRINGUNUM.
c/if}