Morgunblaðið - 10.12.1961, Page 6
6
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 10. des. 1961
Jólavörur S'
Jólavörur
Úrval af allskonar kven- og harnafatnaði
Telpukápur
Telpukjólar
Golftreyjur
Pils — Blússur
Náttföt
J óla vettlingar nir
/ r
i ar
eru
fallegir
og
góðir
Morgunkjólar
Undirfatnaður
Nærföt
Peysur
Síðbuxur
Heillandi
og ógleymanleg
skáldsaga frá
Landnámsöld
S V O segir í Landnámabók og fleiri
fornum ritum, að Svíinn Garðar
Svavarsson dvaldi einn vetur í skála
sínum í Húsavík á Skjálfanda ásamt
skipshöfn sinni, en hann hrakti hingað
norður á leið sinni til Suðureyja. Sagt
er og frá því að þrír af skipshöfn hans,
maður að nafni Náttfari ásamt þræl
og ambátt úr Suðureyjum, hafi orðið
viðskila við skip Garðars, slitnað frá
því í óveðri og hafróti. Náttfari náði
landi að nýju og byggði sér skála á
þeim stað er síðan heitir í Náttfara-
vík, fyrir utan Skuggabjörg, skammt
frá Húsavík.
Þetta fáorða og dramatíska efni Landnámabókar íslands hefir reynzt höfundi skáldsög-
unnar um Náttfara og ævi hans, sterkt og áleitið og er sagan í senn hetjusaga og rauna-
saga og lýsingar á því hvernig skáldið hugsar sér að landið hafi byggzt, frábært skáld-
verk og sannfærandi, að lesandinn segir að bókarlokum: — Já, svona hefir þetta náttúr-
lega verið.
Sagan hefst á því að Náttfari, þrællinn Krumur og ambáttin Yrsa, reisa skála og hefja
mannlíf við yztu höf, utan endimarka hins byggilega heims, án nokkurs samfélags við
annað fólk, við alls engin þægindi af neinu tagi, berjast við kulda, myrkur og hungur. En
manneskjan er ódrepandi og við þessi frumstæðu skilyrði fæðir Yrsa, nú kona Náttfara,
þeirra fyrsta barn, sem raunar reyndist vera barn Garðars Svavarssonar, en ekki hans. í
einverunni, ekki síður en fjölmenni nútímans, gera mannleg vandamál fljótt vart við sig,
einkum verður afbrýðissemin orsök margra hryggilegra atburða í sambúð þeirra þriggja.
Eftir marga dimma og kalda vetur og stutt en fögur sumur, birtir upp. Nýir landnemar,
flóttafólk frá Noregi, siglir skipum sínum að landi, skipum hlöðnúm vistum og fénaði og
glöðu, viljasterku fólki. Nýtt mannlíf teygir æðar sínar meðfram ströndum og inn til dala
og menning og þægindi í kjölfar þess, og nýtt líf streymir um taugar frumbyggjanna, eink-
um dótturinnar, Mókollu, sem er glæsileg ung kona. En Náttfari fær ekki að fullu gerzt
þátttakandi í hinni nýju veröld, Yrsa ann honum ekki lengur, dóttirin er ekki hans barn,
og hann gerist einmana og hljóður og deyr að lokum er hann kemur að Yrsu í faðmi ann-
ars manns.
Saga fyrstu landnemanna á íslandi mun reynast öllum íslendingum ógleymanleg, og
ekki mun neinum koma það á óvart, þó höfundur sögunnar hafi að nokkru ætlazt til að
hún yrði skilin sem lítill viðauki við hina þjóðkunnu sjálfsævisögu hans „1 verum“.
Bók sem allir* íslendingar vilja lesa og eignast. —
Helgafellsbók
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓ KM E N NT I R
Ómar frá tónskáldsævi.
Aidarminnine
Bjarna Þorsteinssonar.
Ingólfur Kristjánsson tók saman.
Útgefandi
Siglufjarðarkaupstaður.
,,BOK þessi er gefin út að til-
hlutun Siglufjarðarkaupstaðar til
minningar um prófessor Bjarna
Þorsteinsson, sem var heiðurs-
borgari Siglufjarðar og þjónandi
prestur þar í 47. ár.“
Með henni hefur verið unnið
þarft verk og gott, að halda til
haga æviatriðum þessa stór-
merka manns og tónskálds. Og
ekki verður annað sagt en að höf
undinum hafi tekizt mjög vel að
gera bókina þannig, að hún sé
bæði læsueg og girnileg til fróð-
leiks. Hún hefst á ættarsögu tón-
skáldsins, en Bjarni Þorsteinsson
var eins og kunnugt er ættaður
af Mýrum og úr Borgarfirði. OLst
hann upp í fátækt. einn af stór-
um systkinahópi, en þá var al-
menn örbirgð um iand allt. Oll
komust þó systkinin vel til
manns, enda ættararfurinn góð-
ur: - dugnaður, atorka, mennta-
fýsn og framfaraþrá. Faðir
Bjarna var ágætur söngmaður og
hneigður fyrir tónlist, en móðir-
in bókhneigð og kunni margt
sagna. Bar skjótt á því, að Bjarni
Þorsteinsson hafði erft þessa eig
inleika báða frá foreldrunum;
þótti hann „vel gefinn til bók-
arinnar" og las allt. sem hann
komst yfir, auk þess sem hann
sýndi gáfur sínar á ýmsan annan
hátt. Af föður sínum lærði hann
snemma að taka lagið, en mikið
var sungið á því heimili, þjóð-
lög rauluð og vikivakar, og var
það fyrsta hvatning hinum unga
manni að hefja verk það, er síð-
ar gerði hann frægan: söfnun
íslenzkra þjóðlaga.
Bjarni ákvað snemma að brjót
ast til mennta, hvað sem það kost
aði, og munu foreldrar hans ekki
hafa latt hann í þeim ásetningi,
enda þótt þau væru þess lítt um-
komin að hjálpa honum fjárhags-
lega. Þó tókst þeim að finna kenn
ara til að undirbúa piltinn
undir Menntaskólann. en það var
séra Guðmundur Einarsson á
Breiðabólstað á Skógarströnd.
Kom Bjarni til hans á fimmtánda
ári, og er talið, að dvölin þar
hafi haft mikil og heilladrjúg
áhrif á hann. Var menningarbrag
ur mikill á heimili présts. enda
efni góð. Þarna sá Bjarni Þor-
steinsson í fyrsta sinn nótnabók
Urðu ýmsir til að hjálpa hin-
um efnilega pilti, og komst hann
þannig þrátt fyrir alla fátækt-
ina gegnum latinuskólann og
varð stúdent. Er saga þessara ára
mjög vel gerð í bókinni og full af
ýmsum fróðleik um samtíma-
menn.
Þá er sagt frá stúdentsárum
Bjarna og ýmsum störfum í
Reykjavík, en síðan dvöl hans
á Kornsá, en þar var hann um
hríð heimiliskennari og sýslu-
skrifari Lárusar Blöndals. sýslu-
manns. Þetta var einnig menning
■arheimili, og þar fann hann konu
efni sitt, Sigríði Blöndal, dóttur
Lárusar. Var hún um tvítugt,
falleg stúlka með fagra söngrödd,
er gat auk þess leikið bæði á gít-
ar og harmoníum. Var glatt á
hjalla þarna eftir því sem gerð-
ist á þeim tímum, og mun dvölin
hjá sýslumanni hafa haft áhrif
á líf Bjarna Þorsteinssonar. Þrem
ur árum eftir að hann náði stú-
dentsprófi, settist Bjarni í presta-
skólann og varð guðfræðikandi-
dat vorið 1888. Var hann þá mjög
fátækur. Daginn eftir að hann
tók við 'vitnisburðarbréfi sínu úr
hendi Helga Hálfdánarsonar.lekt-
ors, lagði hann af stað norður
að Krossá að nitta heitmey sína,
og voru þá liðin tvö ár síðan þau
höfðu sézt.
Skömmu eftir að kandidatinn
ungi kom suðui aftur, sótti hann
um Hvanneyr: á Siglufirði og
var settur þar prestur um haust-
ið. Var hann síðan þjónandi
prestur á Siglufirði nvorki meira
né minna en 47 ár.
Allt fram að þessu er frásögn-
in hin skipulagðasta í bókinni,
en eftir það nokkru lausari í
reipum. Þó er verkefnið yfirleitt
vel af hendi leyst; lesandinn fær
smám saman mikinn fróðleik um
líf og störf þess ágæta manns og
nm^wmVjó\
W\c\(»ru\óV
Syngið jólasálmana með börnunum
Gefið þeim bókina
Heims um ból helg eru jól
Sera Jón M. Guðjónsson hefur valið sálmana.
Séra Pétur Sigurðsson segir um bókina í Mbl. 2. des sl. m.a..
,,Jólaheftið á erindi inn á íslenzku heimiliií ...
Mæli ég með því að foreldrar gefi börnum sínum þennan
boðskap jólanna.“
Verð kr. 25,75 m/sölusk.
Hörpuútgáfan
kynnist honum nokkuð náið. Þesa
ber að gæta, að höfundurinn hafði
mjög lítinn tíma til að gera bók.
ina, og er því skiljanlegt, að efn
inu er ekki ávallt eins skipulega
niðurraðað og æskilegt hefði ver
ið. Að öðru leyti er efnismeðferð
in góð og frásögnin öll með ágæt-
um.
Bókin er vel og smekklega út
gefin og bæði höfundi og Siglu-
fjarðarbæ til sóma.
Börn eru bezta fónv.
Eftir Stefán Jónsson.
ísafoldarprentsmið.ja:
STEFAN Jónsson er vel kunnur
fyrir barnabækur sínar, og mun
þessi ekki minnka álit hans. Fjall
ar hún um ungan pilt, sem As-
geir heitir, kallaður Gunnu-Geiri
af félögum sínum, en stundum
Geiri Hansen. Ekki þekkir hann
föður sinn, og hvílir mikil leynd
yfir tilveru þess manns, svo að
lesandinn fær aldrei að vita, hver
hann er. en framhald mun verða
á sögunni síðar.
_ Stefán kann vel að segja sögu
á hæglátan og, sannfærandi hátt.
Hann virðist þekkja vel hugsana
gang barna og viðbrögð þeirra
við ýmsum aðsteðjandi vanda.
málum. Serstaklega vel gert er
stríðið við Keia sögu, og lyftist
bókin þar hæst. Þó er orsökin
fyrir því. að Gunnu-Geiri svíkur
félaga sína ekki nógu trúleg —•
að vísu kann þanmg að fara i
lífinu sjálfu, en í skáldskap er
þetta ekki nógu vel undirbyggt.
Þá er stórvel lýst föðurleit
Gunnu-Geira, er hann ósjálfrátt
skyggnist eftir föður sínum í hin-
um ýmsu kunningjum móður
sinnar. Aftur á móti er skáld.
prófessorinn og barnabörn han*
öllu þokukenndari. Skáldprófess-
orinn er finn maður. og af þeirn
sökum þarf auðvitað að svívirða
hann, en þau atriði sögunnar fam
alveg úr reipunum hjá höfundi,
Þetta eru þó smámunir, er skaða
ekki bókina að neinu ráði. Aðal-
atriðið er Asgeir Hansen, og hon.
um eru víðast gerð hin beztu skil.
Aðrar persónur falla að mestu f
skuggann; t. d. er móðirin ein-
hvern veginn alveg utanveltu i
bókinni. Amman er persóna, sem
vel er viðað til, og einstöku sinn-
um lifnar yfir henni, en þó verð-
ur hún aldrei heilsteypt f með-
förum höfundarins. Þá er sagan
um smyglarann og kaupmannina
heldur langt sótt, og naumast
held ég, að margir lesendur trúi
henni. Eigi að síður eru viðbrögð
drengsins í þeirri sögu trúleg —
og þannig er pað alloft í þessari
bók, að umhverfið og atburðarás-
in verka ekki sannfærandi, en
höfundi tekst ávallt að halda
áhuga lesandans vakandi á
Gunnu-Geira sínum, og það er
náttúrlega aðalatriðið. Þessi
drengpersóna er lifandi skáldleg
sköpun, sem heldur áhuga og
samúð lesandans frá byrjun til
enda.
Þetta er Reykjavíkursaga, „um
drengi og telpur í Miðbæjarbarna
skólanum1,