Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 Ulla Dahíerup: ÆSKUÞRÁ ÞESSl 18 ára dansLa skáldkona, er ágætur full- trúi og málsvari hinnar rótlausu, tápmiklu æsku nútímans. Hún stendur sjálf mitt í ölduróti þeirra tilfinninga og hugsana, sem bærast með æskunni í dag, og henni hefur tekizt af sjaldgæfu innsæi að færa þessar tilfinningar og hugsanir í búning skáldsögunnar. Það var haft á orði í Danmörku, eftir að bókin kom þar út nú í haust, að nú hefðu Danir eignast sína FAANCOISE SAGAN. Vafalaust birtir þessi saga hinnar ungu skáld- konu mikið af lífsreynslu hennar sjálfrar. Um það er vitni hið heita hjarta, sem slær að baki frásagnarinnar. Hún liður ekki fram sem lygn straumur heldur byltist fram með boðaföllum, sveiflast á milli nöturlegs raunsæis og harns- legrar einlægni, milli skerandi beiskju og him- inhrópandi fagnaðar. Þetta er ný rödd, sem sker sig úr, rödd, sem stundum er skræk og hörð, stundum bljúg og hrædd, en alltaf einlæg og þess virði, að á h uua sé hlustað. Ib Henrik Cavling; KARLOTTA KAR.LOTTA er undurfögur dönsk alþýðustúlka, alin upp í smábæ, en missir ung foreldra sína og fer til Kaupmannahafnar til að vinna fyrir sér. Sem umkomulaus einstæðiiiigur kynnist hún spillingu stórborgarlífsins, og um skeið liggur við borð að hún sökkvi þar til botns . . . Sögusviðið er stórt: Danmörk, Frakkland og Þýzkaland í ölduróti styrjaldar og hernáms, þar sem hættur leynast í hverju spori. En þótt at- burðir sögunnar séu merktir ógn og hörmunigum stríðsins, er hún fyrst og fremst heillandi ástar- saga, saga um göfugmennsku og fórnfúsa ást, saga um eigingirni og ástríður, saga um efa- gimi og óráðið hjarta . . . SÖ GUHET.fAN er ung og falleg stúlka, sem kynnst því snemma, að fegurð er eign, sem auð- velt er að ávaxta og nota sér til framdráttar. En sú reynsla færir henni litla hamingju. Kynni hennar af ástinni fullnægja á engan hátt ham- ingjuþrá heunar og vekja hjá henni efasemdir um, að til sé nokkuð, sem heitið geti því nafni. Ástarþráin, sem bærist í hverju ungu brjósti, er höfð að háði og spotti, og viðkvæmt hjarta, sem vill ekki hljóta sár, verður að brynja sig . . . Hún trúir ekki á ástina, hún. er búin að lesa svo mikið um hana í litprentuðum vikublöðum, að hún lítur á hana sem lélegan skáldskap, sem ekki sé til í veruleikanum. En ástin er söm við sig, og þegar hún ber að dyrum hjá henni, verð- ur hún ráðvillt og veit ekki hvort húni á að þora að opna . . . Ræningjar á reikistjornum Eftir Carey Rocwell. ÞETTA ER NÝ SAGA um loftliðann Tómas Corbett og vin.i hans Astro og Roger Manning og hin furðulegustu ævintýri í allri geimferðasög- unni. Þeir komast í kast við geimræningja, sem ætla sér að stela dýrmætu málmgrýti á einni reikistjömunni. Hér er ekki um að ræða baráttu við bófa eins og hún gerist á jörðinmi, enda að- stæður harla ólíkar því, sem þar gerist. Tilraunir eru gerðar til að stjórna reikistjörnum og beina þeim á nýjar brautir, og annað álíka nýstárlegt. Sagan er spennamdi frá upphafi til enda og stendur ekki að baki fyrri sögu Rocwells um þá félaga: „Fcrðbúinn til Marz“. Bókaútgdfan HILDUR UHo Doklcr*íp Æsku- prá U CÁ- m TTcraSs P4 Iæknirini}! sAsl&wiemMliM m SEGIR frá ungum lækni, sem sezt að í smábæ í Danmörku. Greinir frá kynnum hans af irem stúlkum, sem verða ör- lagavaldar í lífi hans, hver með sínium hætti. — Spenn- andi og hugnæm ástarsaga. GERIST ÖÐRUM ÞRÆÐI á spítala. Aðalpersónur eru f jór- ar, og eru örlög þeirra á flók- inn hátt samantvinnuð. Heill- andi ástarsaga um sorg og gleði, breyskleika og göfug- mennsku. BÓK Carey Rockwells um loftlið- ann Tómas Corbett og vim hans Astro og Roger Man- ning. Spenn andi og æv- intýrarík bók fyrir stálpaða drengi. ÞESSAR BÆKUR FÁST ENN í FLESTUM BÓKABÚÐUM. Hjúkiunorkona ú næturvnkt óskast að heilsuhætinu að Vífilsstöðum sem fyrst til lengri eða skemmri tíma. Vaktin er 4 nætur á viku — deildarhjúkrunarkvennalaun með næturvinnu- álagi. Frekari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkon- an. Sími 15611 virka daga frá kl. 10—12 fyrir hádegi. Söngsveifin Fílharmönía tekur við nýjum söngfélögum. Áhugamenn gefi sig fram við formanninn, frú Aðalheiði Guðmundsdóttur, í síma 1 01 46 kl. 5—8 síðdegis. llffe *-*&<>■ i'í mM 1 ■ftttÉtf IMtJ SEM FYRR... JOLAFÖTIIY FRÁ OKKUR CLÆSILEGT ÚRVAL FCÍTSM SEM FARA REZT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.