Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 22
22 MORGVHBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 ardóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Vélaug Steinsdóttir, Dröfn Hafsteinsdóttir, Álfheiður Sigurgeirsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Kristrún Jónsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Guð- rún Ásgeirsdóttir og Benný Sigurðardóttir, húsmæðrakennari. Á myndina vantar Þuríði Hermannsdóttur, Fríðu Ásbjörnsdóttir og Marsibil Jónsdóttur Jólabaksturinn UM daginn brugðum við okkur í heimsókn í Hús- mæðrakennaraskóla ís- lands, þeirra erinda að afla góðra uppskrifta fyr- ir jólabaksturinn. — Hús- mæðrakennaraefnin, sem eru 13 talsins, tóku vel þeirri beiðni blaðamanns Morgunblaðsins um að miðla húsmæðrum af þekkingu sinni og lét hver ■ nemandi okkur í té eina uppskrift. „En þið megið ekki láta neitt frá ykkur fara“, sagði skólastjórinn, Vigdís Jónsdóttir, við nemendur sína, „sem þið hafið ekki sjálfar reynt, og þess ut- an þurfið þið að geta um, hvar þið hafið fengið upp- skriftina“. Þær lofuðu því. Og hér birtast uppskrift irnar þrettán frá hús- mæðrakennaraefnunum, smákökur, tertur og ann- að góðgæti á jólaborðið. ÁVAXTAJÓLAKAKA 150 g smjör, 150 g strá- sykur, 150 g hveiti, Vz tsk. lyftiduft, 4 egg, 100 g döðl- ur, 50 g gráfíkjur, 50 g rús- ínur, 100 g brytjað suðu- súkkulaði. Hrært deig. Súkkulaðimol- um og brytjuðum ávöxtum blandað í síðast. Bakað í einu hveitistráðu meðalstóru jólakökumóti, við fremur hægan hita. Dýr og góð jóla- kaka. Geymist vel. GREIFAYNJUKÖKUR 250 g hveiti, 175 g smjör- líki, 75 g flórsykur, 1 egg. Venjulegt hnoðað deig. Flatt þunnt út, tekið undan móti. Fylling ofan á: 2 egg, 150 g sykur, 150 g kókosmjöl. Eggin þeytt vel með sykr- inum, kókósmjöli blandað í. Sett á með 2 teskeiðum. Bak að. (Úr bókinni: Vi bager) PIPARKÖKUR 2 dl sykur, 1% dl síróp, 1% tsk. engifer, 1% tsk. kanell, % tsk. negull, 125 g smjörlíki, lVz dl. rjómi, IV2 tsk. natron, 500—600 g hveiti. Hrærið vel saman óhituðu sírópi, sykri, kryddi og smjörlíki. Þeytið rjómann, blandið honum í hræruna með varúð. Sigtið nokkuð af hveitinu með natróninu, blandið því í deigið, hnoðið afganginum af hveitinu upp í. Deigið skal ekki vera hart. Geymið það í kulda nætur- langt. Fletjið það mjög þunnt út, fremur lítið í einu, mótið kökur. Bakið þær við jafnan undir- og yfirhita í 180—200°C heitum ofni. Um 200 stykki. HNETUDÖÐUUKÖKUR % b smjörlíki, 1 b. púður- sykur. 2 egg, IV2 b. hveiti, 2 tsk. lyftiduft, %—1 tsk. kanill, % tsk. salt, % b. brotnar valhnetur, % b. skomar döðlur. Smjörlíkið og sykurinn er hrært vel, eggið hrært út í, þar er í blandað hveiti, lyfti- dufti, kanel og salti, sem er sáldrað saman og að síðustu hnetunum og döðlunum. Látið með teskeið á smurða plötu eða mótað milli hand- anna í kúlur, sem þrýst er á með deigum gaffli. Bakað við meðalhita. Raðað á kökurist. (Úr bókinni Jólagóðgæti) SÚKKULAÐITERTA 100 g smjörlíki, 200 g syk- ur, 2 egg, 1 tsk. salt, 1 tsk. vanilludrbpar, % dl kalt vatn, % dl súrmjólk, 3 msk. kakaó, 2 tsk. lyftiduft, 180 g hveiti. Súkkulaði, smjörkrem. Hrært deig. Bökunarhiti 180—200°C. Bakað ' í djúpu tertumóti, 20 sm í þvermál. Muldu súkkulaði dreift yfir kökuna þegar hún er bökuð, brugðið efst í ofninn aftur, svo að súkkulaðið bráðni. Kakan klofin þegar hún hef- ur kólnað, í 2—3 lög, lögð saman með góðu smjörkremi. ÞUMALFINGURSKÖKUR 125 g smjörlíki, 50 g syk- ur, 100 g hveiti, _ 1 eggja- rauða, vanilla, kókósmjöl, eggjahvíta. * Hnoðað deig. Búnar til litl- ar kúlur, sem dýft er í hálf- þeytta eggjahvítu og kókós- mjöli. Þumalfingri (eða sleif- ar skafti) þrýst á kúluna, svo myndist hola. Hálfbakað- ar. Teknar út og aldinmauk sett í holuna. Fullbakað. — Hæfilegur ofnhiti er 225 °C. RÚGBRAUÐSKAKA 4 egg, 200 g sykur, 125 g rifið rúgbrauð, 1 msk, kakó, 1 msk. kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft. Fylling: 2V2 dl rjómi, 1 msk. sykur, 60 g súkkulaði. Eggjarauðurnar eru hrærð ar vei með sykrinum. Þurr- efnunum blandað í. Að síð- ustu er stífþeyttum eggjahvít unum blandað varlega í. Deig- ið sett í fjögur tertuform. Bakað í nál. 6 mín. við góð- an hita (225°C). Rjóminn er þeyttur með sykrinum. — Súkkulaðið rifið á rifjárni og sett í rjómann. Kökubotnarn ir lagðir saman með súkku- laðirjómanum. SÍRÓPSTERTA 400 g smjörlíki, 300 g syk- ur, 3 egg, V2 kg síróp, 2 tsk. negull, 2 tsk. kanell, 1 tsk. engifer, 2 msk. kakó, 3 tsk. hjartarsalt, 1 kg hveiti, 3—5 dl mjólk. Venjulegi hrært deig. Sír- ópið er velgt og blandað gætilega í eggjahræruna. — Kakan bökuð í 4—6 rúllu- tertumótum við 200°C í um það bil 15—20 mín. á neðstu rim. Lögð saman með mauki og smjörkremi. Létt pressa er sett ofan á hana. Betra er að láta kökuna bíða áður en hún er borðuð. Geymist mjög vel. ÍBURÐARMIKIL GERKAKA 125 g smjörlíki, 2 msk syk ur, 25 g pressuger eða 3 tsk. þurrger, salt á hnífsoddi, 1 egg eða 2 eggjarauður, IV2 dl rjómi, . hveiti, smjör, súkkat. Hrærið út gerið með 1 dl af volgu vatni. Hrærið smjör líkið með sykrinum. Blandið gerhræruna, egginu, rjóman- um og saltinu í ásamt hæfi- legu magni af hveiti, forðist að gera deigið seigt eða hart. Breiðið það út í einu lagi í aflanga ferkantaða köku, penslið hana með bræddu smjöri, dreifið brytjuðu súkkati, möndlum, hnetum eða rúsínum yfir kökuna, vefjið hana upp og skerið í 1V2—2 sm þykkar sneiðar. Rað ið þeim upp á rönd 1 smá- mót eða mörgum saman í stórt kringlótt eða aflangt mót, hafið bil á milli. Látið kökuna lyfta sér vel, en ekki við yl. Berið á hana egg og dreifið sykri yfir. Bakið við meiri undirhita í 220 °C heit- um ofni. Kakan er bezt heit eða upphituð. _ HNETUKÖKUR 125 g smjörlíki, 125 g púð- ursykur, % egg, 250 g kart- öflumjöl, 65 g hveiti, 1 tsk. vanilludropar, 100 g hnetur. Smjörlíki, sykur og egg er hrært vel, þar í er blandað VIÐ notuðum tækifærið til að spjalla stundarkorn við skólastjóra Húsmæðrakenn- araskólans, Vigdísi Jónsdótt- ur, um skólann. Hann er til húsa að Háuhlíð 9 í nýtízku- legum og smekklegum húsa- kynnum. Húsið var byggt sem íbúðarhús og búið í því um stund, en fyrir þremur árum fóru fram breytingar á húsinu og starfræksla Hús- mæðralkennaraskólans var haf in þar. Áður var skólinn til húsa í kjallara Háskólans í mjög ófullnægjandi húsnæði. kartöflumjöli, hveiti og van- illu. Deigið mótað í litlar kúlur, sem settar eru á smurða, hveitistráða plötu. í hverja köku er þrýst hnetu. Bakist efst í ofni við góðan hita. Fljótlegar, auðveldar og geymast vel. Kökurnar verða ljúffengari ef notað er smjör í staðinn fyrir smjörlíki. (Úr bókinni Jólagóðgæti eftir frk. Helgu Sigurðardóttur) HEILHVEITIKEX 225 g heilhveiti, 2 msk hveiti, V2 tsk. salt, 1 msk. sykur, 1 tsk. natrón eða lyfti duft, 60 g smjörlíki, 2 msk. mjólk, 2 egg. Heilhveiti og hveiti bland- að saman, salt, sykur, natrón eða lyftidufti sáldrað í. — Smjörlíkið mulið í. Egg og mjólk þeytt saman og vætt í deiginu með því. Hnoðað. Flatt út fremur þunnt og skornar út kringlóttar kökur. Pikkað og bakað við góðan hita. SUKKULAÐIBITAKÖKUR V2 b. smjörlíki, V2 b. syk- ur, V2 b. púðursykur, 1 egg, 1% b hveiti, V2 tsk. natron, Vi tsk. salt, Vi b. kókós- mjöl, 200 g súkkulaði. Smjörlíkið hrært lint, sykri og púðursykri blandað í, h*ært vel og eggið hrært í. Hveiti, natrón og salt sáldr að út í og blandað saman við kókósmjöl og brytjað súkku- laði hrært í að lokum. Sett með teskeið á smurða plötu eða mótað í kúlu, sem þrýst er á með gaffli. Súkkulaði- bitum stungið ofan í hverja köku. Bakað við meðalhita í 8—10 mín. (Úr bókinni Jóla- góðgæti) Húsmæðrakennaraskólinn er lítill skóli og útskrifar milli 10 og 20 húsmæðrakenn ara annað hvert ár. En með- an á námstímanum stendur er aldeilis ekki setið auðum höndum, eins og glögglega kom í ljós í samtalinu við frk. Vigdisi. Og við gefum henni orðið: — Helga Sigurðardóttir beitti sér fyrir stofnun skól- ans, eins og kunnugt er, hóf Vigdís mál sitt. Hann tók til starfa 6. okt. 1942, og var frk. Helga Sigurðardóttir Húsmæðrakennara- skólinn í Háuhlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.