Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. des. 1961 Músin sem læðist MÚSIN sem læðist nefnist ný skáldsaga, er Bókaverzlun Sigfús ar Eymundssonar gefur út, en höfundur er ungur maður, Guð- bergur Bergsson. — Hann er 29 ára gamall og upp alinn í Grinda- vík, stundaði nám í Núpskóla, Kennaraskólanum og háskólan- Uim í Barcelona. Hann er víðför- ull maður, sem hefir ferðazt um Rafmagns- steikarpanna frá Husqvarna er kaerkomin jólagjöf. Fæst víða í verzlunum. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Gdýr leikföng Brunabílar kr. 31,00 Vörubílar — 31,00 Strætisvagnar — 35,00 Flugvélar — 35,00 Þrýstiloftsflugvélar — 41,00 Mótorhjól — 22,50 Skip — 10,00 Lúffrar — 19,00 Munnhörpur — 12,00 Fifflur — 25,00 Banjó — 17,50 Saxófónar — 15,00 Smíffatól — 37,00 Töskur — 25,00 Perlukassar — 14,00 Eldhússett — 29,00 Bollastell — 26,00 Veffurhús — 35,00 Dúkkur, klæddar — 46,50 Dúkkur sem skæla — 115,00 Hringlur — 10,00 og mikiff af ódýrum smáleikföngum. K. Einarsson & Björnsson Laugavegi 25 flest lönd Evrópu. Sagan Músin sem læðist, segir frá ungum dreng í nauðum. Hann er fjötraður járnaga strangrar og vart heilbrigðrar móður, sem sjálf hefir hlotið þung áföll i líf- inu. Roskinn maður er að deyja úr krabba í næsta húsi. Móður- inni verður mjög tíðrætt um veik indi hans við vinkonu sína, og drengurinn heyrir það, sem þeirra fer á milli. Út af tali þeirra um krabbameinið líður drengur- inn þungar sálarkvalir. Sem mót vægi verkar afinn, roskinn sjó- maður. Músin sem læðist er 243 bls. og prentuð í Prentfelli h.f. — Atli Már gerði káputeikningu. Guðbergur Bergsson Það er tilvalin jólagjöf að gefa vinum ykkar, miða í þessu glæsilega happdrætti. Aðeins 8000 miðar. Consul 315 De Luxe 1962. Kaupið miða strax í bílnum í Austurstræti. F. U. F. Upplýsingar um billnn veitir Förd-umboðið Kr. Krist- jánsson h.f. Suðurlandsbraut 2 — Sími 35300. Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða um n.k. áramót Trésmiðjan VÍÐIR (Uppl, ekki gefnar í sima)_ Stefanía Gísladótti IViinningar- og kveðjuorð ÞEGAR ég kom ung á Klappar- stíginn hittumst við Stefanía í fyrsta skipti. Hún vann þá í búð hjá Ámunda Árnasylii kaup- manni, sem var mágur hennar. Fannst mér strax sem Skugga- hverfið lýstist upp við að kynn- ast henni. Við urðum strax miklar vin- konur. Finnst mér ég sakna þess nú, að geta ekki sent henni jóla- kort. Sérstaklega sakna ég þess að fá ekki jólakveðju frá henni með fréttum úr heimahögum. Stefanía var fædd 19. des. árið 1888 og er því afmælisdagur hennar í dag. Nota ég þetta tæki- færi til þess að minnast þessarar ágætu og merku konu. Hún var með afbrigðum trygg manneskja og raungóð. Mun ég aldrei gleyma því, hve vel hún stundaði fóstru mína, gamla og blinda. Mörg voru bréfin sem hún skrif- aði fyrir hana. Ef þau voru ekki skrifuð af Stefaníu þá var henn- ar getið í þeim. Hún hafði þá annaðhvort verið að koma eða fara'. Stefanía var öllum jafngóð, háum sem lágum. Hún gerði sér engan mannamun. Hún giftist Ámunda mági sín- um nokkrum árum eftir að fyrri kona hans lézt. Áttu þau Stef- anía saman eina dóttur, Guðnýju, er giftist Úlfari Jónssyni lækni. Hefur hún nýlega orðið fyrir þeirri þungu sorg að missa mann sinn á bezta aldri. Áttu þau 3 böm. I. O. G. T. St. Verffandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30 — ÆT Ámundi Árnason lézt eftir stutt hjónaband. Reyndist Stef- anía dætrum hans af fyrra hjóna bandi sem þeirra eigin dóttur. Stefanía kom þrisvar sinnum hingað til New York. Fannst mér þá sem ég væri komin heim. Hún kom með Island og átthagana með sér. Frásagnargáfa hennar var óbrigðul og kýmnigáfa frá- bær. Enda þótt hún kæmi hingað fyrst og fremst til þess að heim- sækja dóttur sína og fjölskyldu hennar hafði hún alltaf tíma til þess að búa um skeið á mínu heimili. Kæra Stefanía, við Davíð minn sendum þér okkar hinztu kveðj- ur á þessum afmælisdegi þínum. Um þig verður að vísu aldrei skrifuð nein bók. En í mínum húga ert þú ein þeirra, sem settu svip á Reykjavík. Við kveðjum þig í þeirri von að við munum öll sjást síðar. Stefanía Gísladóttir lézt 21. júní sl. Blessuð sé minning henn- ar. New York, 10. des. 1961. Guffrún Kemp Crosier. • Vika til jóla Sex dagar til jóla stendur k blaðinu í dag. Og allar hús- mæðurnar stynja og segja: — Hvað tíminn líðUr, bara nokkr ir dagar eftir. En krakkarnir eru ekki á sama máli. Þeir telja á fingrum sér og segja: — Ennþá duga ekki fingurnir á annarri hendi. Ætla jólin aldrei að koma? Að þessu sinni ber aðfanga- dag upp á sunnudag. Sumum finnst bað kostur. Þá þarf eng inn að fara til vinnu sinnar um morguninn, en allir geta hjálp að til við síðasta undirbúning- inn. Og engin húsfreyja þarf að vera hrædd um að jólin þyki tilefni til að vinnufélagar fái sér svolítið söngvatn til að halda upp á daginn að skiln- aði. En þetta hefur líka sína ókosti. Nú er sunnudeginum spandqrað strax í jólahátíðina og engin helgi milli jóla og nýjárs til að halda jólaboð. Næsti sunnudagur féllur sam- an við gamlársdag. Þar sem eru stórar fjölskyldur tapast þarna einn dagur, sem hægt er að hafa gestaboð og gleðjast saman. Það er margs að gæta. • Ummæli um sjonvarp Þórhallur Vilmundarson, prófessor, biður Velvakanda fyrir eftirfarandi: Af sérstöku tilefni vildi ég fá að leiðrétta nokkrar rang- færslur í bréfi „Sigurðar gamla“ í þætti Velvakanda fyrra laugardag, en þar eru túlkuð á mjög villandi hátt ummæli mín um sjónvarps- málið í smágrein í einu dag- blaða bæjarins. 1. Bréfritari segir m. a. svo frá orðum mínum: „Hann heldur, að það (Keflavíkur- sjónvarpið) sé auglýsinga- sjónvarp, af því að bandarísk ar sjónvarpsstöðvar reka sjálf sagða áuglýsingaþjónustu við almenning, en Keflavíkursjón- varpið augiýsir aldrei. . .“ í grein minni er þess getið sem skýringar á því, að í bandarísku sjónvarpi sé að langmestu leyti borið á borð léttmeti, að „bandarískt sjón- varp“ sé „auglýsingasjónvarp, rekið á allt annan hátt en sjón varp Evrópuþjóða, sem fryggja betur menningargildi þess, sem þar er á boðstól- um“. Hér er að sjálfsögðu átt við það rekstrarfyrirkomu- lag bandarísks sjónvarps, að einstök fyrirtæki kaupa dag- skrárefni til þess að láta fylgja auglýsingum um vöru sína. Vakir þá vitanlega fyrir þeim að fá sem allraflestra til að horfa á sjónvarpsþættina, en hins vegar er óhjákvæmilega minna hirt um menningar- gildi þerira. Er þessu yfirleitt ólikt farið í Evrópulöndum, þar sem sjónvarp er rekið á svipuðum grundvelli og ís- lenzka ríkisútvarpið. í grein minni minntist ég hins vegar hvergi á, að sjálfar auglýsing- arnar væru sýndar í Keflavík- ursjónvarpmu. 2. Bréfritari segir, að ég haíi hvatt menningarstofnanir, sem vcrða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna Keflavíkursjón- varpsms, tii að krefjast skaða- bóta. Með þessu sé ég að heimta bætur fyrir „óorðinn og ímyndaðan hlut“, eins og bréfritari kemst að orði. í grein minn drap ég á, að sumir efuðust um lögmæti leyfisveitingarinnar til stækk- unar Keflavikurstöðvarinnar, og spurði síðan: „Hvernig væri, að þeir, sem fyrirsjáan- lega verða harðast úti vegna sjónvarpsins, létu kanna það mál ofan í kjölinn og krefðust skaðabóta, ef réttur entist til?“ Hér er hvergi minnzt á, hve- nær sú kiafa yrði fram borin og ekki heldur fullyrt um rétt inn, en þar að auki er þess að gæta, að skaðinn er hvorki „óorðinn" né „ímyndaður“- Samkvæmt blaðafregnum eru sjónvarpseigendur í Reykja- vík nú þegar orðnir a. m. k. 500 og áhorfendur þá ekki færri en 2500. Þau ummæli eins sjónvarpseiganda í Morg- unblaðinu, að hann hafi aldrei komið í kvikmyndahús, síðan hann fékk sjónvarpstækið, eru lítil vísbending um það tjón, sem innlendir samkomustaðir og hvers konar íslenzk menn- ingarstarfsemi hljóta að verða fyrir í samkeppni við mesta tómstundaþjóf vorra tíma. 3. Um lengd dagskrár Kefla víkursjónvarpsins er þarflaust að þrátta. Samkvæmt fjölrit- aðri dagskrá vikunnar 26. nóv. ■—2. des. s.l., sem útbýtt er af Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, er lengd dagskrárinn ar nú á laugardögum 15 klukkustundir (linnulaust eða linnulítið, að því er séð verð ur), á sunnudögum 9 stundir, en aðra daga vikunnar 7 stundir, eða samtals 59 stundir á viku. Þórhallur Vilmunidarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.