Morgunblaðið - 28.12.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.12.1961, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. des. 1961 CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefán^son (át)m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁRÆTNISLAUS BLAÐAMENNSKA UM JÓLIN k aðfangadag komu Reykja ■** víkurblöðin út, flest stærri en venja er til og í vönduðum búningi. Er ekki sérstaklega til þess takandi, en hitt var ánægjulegt, að yfirleitt höfðu blaðamenn þann þroska, að hlífa sjálfri jólahátíðinni við illkvittni eða þeim hörðu deilum, sem annars einkenna oft blöðin okkar. Eins og við mátti búast var þó ein undantekning frá þessu. Kommúnistar gátu ekki setið á strák sínum, og ritstjórnargrein blaðs þeirra var byggð upp á brigzlum og illkvittni. Á öðrum stað í blaðinu gerðu þeir sér svo leik að því að fara með Guðs orð á þann hátt, sem ein- kennandi er fyrir þessa menn, sem ekki mega neitt sjá í friði, sem öðrum er heilagt. Svo mikið er um deilur í heiminum og raunar líka í okkar litla þjóðfélagi, að sannarlega er ástæða til að menn leggi þær á hilluna í tvo eða þrjá daga, svo að þá sé hægt að sameinast um það, sem þrátt fyrir allt tengir mennina hvern öðr- um og skiptir meira máli en allt það, sem deilt er um. Engu er þó líkara en það sé eitur í beinum kommúnista, að þjóðirnar megi eiga slík- an dag friðar og samhugs. Að minnsta kosti geta þeir ekki stillt sig um að gera til- raun til að hindra það. GÓÐUR HAGUR SJÓMANNA A r það, sem nú er að Ij 'ka, hefur yfirleitt verið happadrjúgt fyrir hina ís- lenzku sjómannastétt. Að vísu hefur afli verið ein- slaklega slæmur á togurun- um, en aflasölur erlendis á haustmánuðum hafa þó fært þeim, sem á togurunum starfa, sæmilegar tekjur. Á bátaflotanum hafa sjó- menn á þessu ári yfirleitt haft meiri tekjur en nokkru sinni áður. Vetrarvertíð var allgóð, sumarsíldveiðin meiri en hún hefur verið um langt skeið, og síðan kom haust- síldin sunnanlands færandi hendi. Allt hefur þetta orkað því, að sjómenn á bátaflot- anum hafa haft mjög góðar tekjur, þótt þær séu auðvit- að misjafnar eins og gengur. Oft hefur verið um það rætt, að sjómönnum bæri hærri laun en landverkafólki og þannig hefur það líka verið í ár og sér sjálfsagt enginn eftir því, heldur gleðj ast menn vegna þess, að nú hefur sú stétt fengið verð- skuldaðar tekjur. En auðvit- að fagna menn því frekar yfir hinum góða hag sjó- manna, sem kjör þeirra, sem í landi vinna, eru líka mjög góð, ekki sízt vegna síldveið- anna, bæði í sumar og nú í haust. REYNT AÐ EFNA TIL ÓFRIÐAR l^egar hliðsjón er höfð af *■ hinum góða hag sjó- manna almennt, er furðuleg sú bjartsýni kommúnista að halda, að þeim takist að fá sjómenn til að stöðva útgerð um áramótin. Verkfallsvopn- inu á að beita til að ná rétt- mætri hlutdeild í afrakstri atvinnuveganna, en ekki til að skaða þjóðarbúið. Því með öðrum orðum ekki að beita, þegar menn hafa þeg- ar fengið réttmæt kjör. En annað er þó eftirtekt- arverðara við hina nýju stefnu kommúnista. — Þeir hafa mánuðum saman hald- ið því fram, dag hvern, að gengisfallingin í sumar hefði ekki bætt hag útgerðar- manna, heldur jáfnvel skert hann. Hefur Lúðvík Jósefs- son, formaður þingflokks kommúnista, haft forystuna í þeirri áróðursbaráttu. Nú er honum aftur á móti stjak- að til hliðar og tekin upp gjörsamlega andstæð stefna. Nú er sagt, að útgerðin raki saman fjármunum á kostnað sjómanna og þess- vegna eigi þeir síðamefndu að hefja vinnustöðvun. Áð- ur var sagt að fé það, sem samkvæmt gengislækkunar- lögunum í sumar er lagt í sérstaka sjóði útgerðarinnar, væri með óréttmætum hætti af henni tekið. Nú er aftur á móti sagt að alla þessa fjármuni fái útgerðin á kostnað sjómanna. Sannleikur málsins er auð- vitað sá, að gengislækkunin var höfð eins lítil eins og frekast var kostur og meðal annars höfð hliðsjón af því, að ákveðinn hluti hennar gengi til greiðslu trygginga- gjalda og fleira. Auðvitað var þá líka miðað við ó- breytt hlutaskipti og gild- andi samninga sjómanna og útvegsins. Þessvegna er það Skýrt hefur verið frá því i fréttum, að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti og frú hans Jaqueline, fóru í stutta ferð til Suður-Ameríku um miðjan desem.hermánuð — og eru meðfylgjandi mynd, úr þeirri ferð. Efri myndin er tekin í San Juan á Puerto Rico, þegar bif- reið forsetahjónanna ók um borgina við hjartanlegar mót- tökur íbúanna. Neðri myndin er af Kennedy í hópi bænda eftir hátíðlega athöfn í La Morita suðvestur af Caracas í Venezuela. Kenya fær lán Aliþj'óða'bankinn veitti ný- • lega Kenya lán, sem nemur 8,4 milljónum dollara. Er lán- inu íitlað að standa straum af kostnaði við endurbætur á landbúnaði á svæðum sem áð- ur voru í eigu Evrópumanna. Á tímabilinu frá júlí 1951 til iaw» hvorttveggja rangt, að hagur hvorttveggja hafi átt sér stað, bæði að útgerðin hafi skaðazt á gengisfellingunni og um leið hinu, að hún hafi grætt svo mikið á henni að sjómenn eigi að krefjast stærri hlutar af aflanum. — Slíkur málflutnirrgur dæmir sig sjálfur. útgerðarinnar hafi verið skertur með þessum framlög um í sérstaka sjóði og eins hitt, að 'nokkuð sé með órétt- mætum hætti tekið af sjó- mönnum. Bjálfalegast af öllu er þó að halda því fram, að þetta júní 1964 munu bændur — mest Afríkumenn — fá úthlut að jörðum með hagkvæmum skilmálum og jafnframt hljóta tæknilega leiðsögn og mennt- un. Féð frá Alþjóðabankan- um rennur m. a. til fram- kvæmda í samibandi við vatns leiðslur, girðingar, vegalögn, húsbyggingar og öflun útsæð- ís, Þegar til lengdar lætur munu þessar umbætur á land búnaðinum bæði hafa efna- hagslega og félagslega þýð- ingu. Alþjóðabankinn veitti ,ný- lega tvö lán, samtals 25 millj. dollara, til endurbóta á raf- væðingu og jérnibrsutum Suð- ur-Afríkiu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.