Morgunblaðið - 28.12.1961, Page 19

Morgunblaðið - 28.12.1961, Page 19
Fimmtudagur 28. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Kaup verkakvenna hækkar skv. lögum um launajafnrétti Á SÍÐASTA þingi samþykkti Al- þingi frumvarp til laga Um launa- jöfnuð karla og kvenna Og skulu laun kvenna samkvæmt því hækka til jafns við laun karla á árunum 1962—1967 fyrir sömu störf í eftirfarandi starfsgreinum: almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. Hefur launa- jafnaðarnefnd er skv. lögunum var að ákveða 1/6 launahækkun- arinnar árlega, tilkynnt Verka- kvennafélaginu Framsókn hækk- un er félagskonum þess ber frá 1. janúnar 1962. Er hækkunin sem hér segir: A. Samningur milli Framsókn- ar og Vinnuveitendasambands íslands, dags. 24. júní 1961. Tíma- kaup skv. 4. gr. A-liður. C. Samningur milli félagsins og bæjarstjórnar Reykjavíkur, dags. 1. júlí 1961. Tímakaup skv. 3. gr. 2. mrg. breytist skv. A. D. Samningur félagsins við Mjólkurstöðina dags. 15. júlí 1961. Mánaðarkaup skv. 2. gr. hækkar úr kr. 3792.00 um kr. 114.90 í kr. 3906.90 (fyrstu tvö árin) Og mánaðarkaup kr. 3981.00 hækkar um kr. 120.75 í kr. 4101.75 (eftir tvö ár). E. Samningur félagsins við rík- isstjórnina dags. 12. nóv. 1942. Tímakaup skv. 3. mrg. 2. gr. breyt ist samanber A. F. Samningur félagsins við kvikmyndahúsaeigendur dags. í okt. 1959. Tímakaup skv. 3. gr. 1. mgr. breytist samkv. A. kr. 20.73 hækkar um kr. — 19.89 —---------- — 18.95 —---------- — 13.86 —---------- — 16.19 —---------- 0.34 í kr. 21.07. 0.48 ------ 20.37. 0.63 ------ 19.58. 0.85--------14.71. 0.46 ------ 16.65. B. Samningur milli félagsins og starfsstúlkna í mötuneytum, dags. 17. júlí 1961. Mánaðarkaup skv. 1. gr. Á kaup þetta greiðist álag vegna eftirvinnu, næsturvinnu og helgidagavinnu samkvæmt samningunum. Fyrstu 3 mán. kr. 3129.00 hækkar um kr. 225.40 í kr. 3354,40. Næstu 12 mán. — 3369.00 hækkar — — 185.34 - — 3554.72. — 9 mán. — 3601.54 hækkar — — 146.64 - — 3748.18. Eftir 2 ár — 3601.54 hækkar — — 183.99 - — 3785.53. Tímakaup skv. 3. gr. 3. mgr. hækkar úr kr. 18.95 um kr. 0.63 í kr. 19.58. Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda frá og með 1. jan. 1961. — (Frétt frá VKF). Sjúkrahús Akra- ness stækkað AKRANESI, 27. des. — Alþingi samþykbti á sl. ári að gera sjúkra hús Akraness að fjórðiuigssjúkra húsi Vesturlands. 3?að léttir strax róðurinn og gefur byr í seglin. Nýlega samþykkti bæjarstjóm — Laos Framhald af bls. 1. bættin skiptust að jöfnu milli flokks síns og flokks Souvanna. Einnig krafðist hann þess að flokksmönnum hans yrði falin stjórn varnar- og innanríkis- mála. Að loknum fundi prinsanna ræddi Boun Oum við frétta- menn og kvaðst ekkert meir hafa við hina prinsana að tala. Um viðræður sínar við Souv- anna sagði hann: „Ég sagði við Souvanna Phouma: Þú hefur ekki fært fram neinar sannanir fyrir hlutleysi þínu. í hvert skipti sem þú minnist á hlut- leysi ræðst herlið þitt og her- menn Viet Minh kommúnista frá Norður Vietnam á varð- stöðvar okkar. Þjóðin og leið- togarnir í Vientiane bera ekk- ert traust til þín. Þeir dæma þig ekki eftir málflutningi þín- um heldur eftir gjörðum þín- um.“ Boun Oum bauð Souvanna að vera áfram í Vientiane til að ráðgast við stjórnmálaleiðtoga höfuðborgarinnar og að leggja tillögur sínar um skipan í ráð- herraembætti fyrir Savang Vat- hana konung. Sagði hann að Vientianestjórnin skyldi taka til lögurnar til athugunar og sjá hvort samkomulag. gæti náðst. Einnig bauð hann hinum prips- imurn tveim til kvöldverðar. en þeir neituðu báðir boðinu. Akraness svo að láta stækka sjúkrahúsið og hefjast handa um það á næsta sumri, en þá verður Sjúkrahús Akraness 10 ára gam- alt. Eftir breytinguna í fjórðungs sjúkrahús greiðir ríkissjóður 60% byggingarkostnaðar. Þegar málið hafði gengið fram í þinginu, samþykkti meirihluti stjómar sjúkrahússins að láta at- huga hvernig haganlegast myndi að stækka sjúkrahúsit, svo að það kæmi að sem beztum notum. í gildandi skipulagi fyrir bæinn er sjúkrahúsinu ætluð stærðar lóð undir viðbótarbyggingu. Und irbúningsteikningar sem gerðar voru í fyrravor, gera ráð fyrir að byggja tveggja hæða álmu í vestur, 6135 ferm. að víðáttu. í neðri hæðinni verði húsrými fyr ir skurðstofudeild, þvottadeild líkhús og litla kaphieíllu. En í efri hæðinni yrði sjúkradeild fyrir 30 sjúklinga. Seinni árin hafa að jafnaði Verið 30—40 sjúklingar á biðlista’ Sjúkrahús Akraness hef- ur völdum læknum á að skipa og góðu starfsliði. Flestallir íbú- anna hér eru yfirleitt stoltir af að Akranesbær gegnir forystu- hlutverki í sjúkrahúsmálum Suð vesturlands. Talið er að stækkun in muni kosta 1Ö millj. kr. — Drætti frestað FRESTAÐ hefur verið drætti í Happdrætti Frjálsrar menningar. Dráttur átti að fara fram í gær, en dregið verður 31. marz nk. Vinningur er fokhelt einbýlishús, sem reist verður hvar í byggð sem vinningsihafi óskar. Skrif- stofa happdrættisins er að Tjarn- argötu 16. — Fiskmarka&ir hafi verið hindranir á okkar út- flutning til annarra aðildarríkja, bæði með innflutningshöftum og tollum. Nú er svo komið, að öll ríkin hafa afnumið innflutnings- höft á okkar vörum, nema Belg- ir, en tollamálið er óleyst ennþá og verður ekki leyst nema í sam bandi við lausn á því vandamáli, sem Efnahagsbandalagið hefur skapað, því tollamálin eru að mestu raunverulega utan verka hrings Efnahags- og framfara- stofnunarinnar- Áskorun þessi getur þó unnið ökkur gagn og m.a. haft í för með sér að ríkin í Efnashagsbandalag inu leggi sig fram um að leysa okkar vandamál, þegar þar að kemur. ToIIamálin Um tollamálin hafði ráðuneytis stjórinn þetta að segja: — „Efnahagsbandalagsríkin hafa komið sér saman lun sameigin- legan toll gagnvart ríkjum ut- an bandalagsins og felur þessi tollur í sér miklar tollahækkan ir á sjávarafurðum í Hollandi, Þýzkalandi og ftalíu, en tolla- lækkun í Frakklandi. Tollahækk unin eða lækkunin nú um ára- mótin er einn þriðji hluti af mis- muninum á tolli hlutaðpigandi lands og Sameiginlega markaðs- ins — eða ef við tökum dæmi þá er nú 5% tollur á freðfiski í Þýzkalandi, en tollurinn í sam- eiginlega markaðinum verður 18%. Þannig hækkar tollur á freð fiski í Þýzkalandi um 4,3% eftir áramótin og verður þá 9,3%. Verð ur þetta fyrsta sporið, en ráðgert er, að tollabreytingunum verði lökið 1970 eða jafnvel fyrr. Ef við tökum tolla á ísuðum fiski (iþar með talin ísuð síld): Nú er enginn tollur á ísuðum fiski í Þýzkalandi frá ágústlokum og fram að áramótum og höfum við aðallega flutt ísaðan fisk til Þýzkalands á þessu tím.abili. En 1. janúar hækkar þessi tollur fyr ir fyrrgreint tímabil og fer upp í 5% ef ekki kemur til þess, að Þjóðverjum verði leyfð tíma- bundin undaniþága með tollikvót- um, eins og ítalir hafa beðið um fyrir skreið og salt og ég mun koma að síðar. Alls á tollahækkun in á ísuðum fiski að nema 15%, þegar hinum sameiginlega tölli hefur verið komið á. Ef við tök um freðfiskinn, sem við flytjum inn til Hollands, er þess að geta, að á honum er nú enginn tollur, en tollurinn verðúr 6% eftir 1. janúar n.k. Ekki er fullljóst á þessu stigi málsins, hver áhrif þetta hefúr I ÞEGAR togarinn Haukur var, koma af Grænlandsmáð- um miðvikudaginn fyrir jól fékk hann á sig brotsjó. Brotnuðu gluggar, brúin beyglaðist inn og kom sprunga í hana. Engan sakaði. Kom ^togarinn inn til Reykjavikur. |og var gert við hann til bráða- fbirgða á Þorláksmessu. Hauk-| ^ur var með 160 lestir af fiskif |og sigldi hann að bráðabirgða |viðgerð lokinni til Englands.f Er ætlunin að fullkomin við- gerð fari fram er hann kemurl faftur. Mynd þessa tók Sveinnf fÞormóðsson er verið var að| tgera við stýrishúsið að innan.t á sölu okkar til fyrrnefndra landa. Við, sem höfum unmið að þessum málum hér heima, höfum ekki verið þeirrar skoðunar, að tollahækkunin á freðfiski til Hol- lands eða Þýzkalands verði okk- ur skeinuhætt í bili. En þegar um lengri tíma er að ræða, og öll tollahækkunin komin í fram- kvæmd, verður útkoman allt önnur, því að búast má við, að þá verði þýzkur, hollenzkur og ef til vill enskur sjávarútvegur svo rækilega verndaður, að við- komandi lönd auki sjávarútveg sinn stórkostlega á grundvelli þessarar verndar og boli okkur út af mörkuðum sínum. Þegar svo er komið, verður sennilega hagkvæmara fyrir þessar þjóðir að gera út verksmiðjuskip, afla fisksins sjálfar og frysta hann í þessuim skipum, heldur en kaupa hann af okkur eða Norðmönnum, ef við stæðum fyrir utan sam- eiginlega markaðinn. Jónas Haralz sagði að lokum: — Nú um áramótin kemur 4.3% tollur á saltfisk og skreið, sem við flytjum til Ítalíu, en þar hefur enginn tollur verið áður á þess- um vörum. Tollurinn á svo að smáhækka í 13% á næstu árum. En þess má geta, að ftalir hafa sótt um leyfi til yfirstjórnar Efna hagsbandalagsins í Brússel um, að þeir megi hafa tollkvóta fyrir saltfisk og skreið, sem þýðir að þeir megi flytja inn ákveðið magn af þessum vörum toli- frjálst. Ekki er enn vitað, hvort þeir fá þetta leyfi, en það mundi hjálpa okkur 1 bili. Ef einhver þjóð innan bandalagsins vildi fá, að leyfinu fengnu, að auka fram leiðslu sína á fyrrnefndum vör- um, t. d. Frakkar, sem framleiða mikið af saltfiski, tel ég fullvíst, að ítölum ýrði ekki leyft að fram- lengja þennan tollfrjálsa kvóta sinn Og þá mundi okkur smám saman verða bolað af ítölskum markaði, ef við ættum enga aðild að sameiginlega roarkaðinum. . — Kongó Framhald af bls. 1. ir alþjóða friði og öryggi, verður óháð stofnun að rannsaka þessar upplýsingar ítarlega. HLUTLEYSI í tilkynningu Rhodesíustjórnfcf segir að hún hafi verið kvödd saman til að ræða ástandið í Kat anga með tilliti til þeirra stað- hæfinga SÞ að sambandsstjórnin í Rhodesíu hafi heimilað að vopn og hermenn væru sendir til Kat anga. Segir stjórnin að eftir ná kvæmar rannsóknir geti hún lýst því yfir að hlutleysisstefna henn ar hafi verið vandlega varðveitt. SÞ hafi aldrei getað lagt fram neinar sannanir fyrir þessum stað hæfingum. Þá mótmælir stjórnin eindregið yfirlýsingu, sem SÞ birti í New York á þriðjudags- kvöld þar sem sagt er að Katanga stjórn hafi fengið bæði þungar sprengjuvörpur og stórskotaliða frá Norður-Rhodesíu meðan á bardögunum stóð fyrir jóL Stjórn Rhodesilu lýsir einnig yfir áhyggjum sínum yfir áskor- un U Thants aðalframkvæmda- stjóra á aðildarriki SÞ um að láta herliði samtakanna í Kongó í té þung vopn. Segir stjórnin að öflugur her í Kongó búinn árás- arvopnum feli í sé'r ógnun við nágrannalöndi* , KATANGANEFND í fréttum frá Leopoldville er sagt að þangað hafi í dag komið sex þingmenn frá Katanga til að ræða við stjórnina í Kongó- Er þetta í samræmi við samning þann, er þeir Adoula forsætisráð herra Kongó og Tshombe forseti gerðu í Kitona fyrir jól. Komu þingmennirnir til Leopoldville í flugvél frá SÞ. Eftir að Kitonia saimningurinn var gerður, þar sem Tshombe viðurkennir ein- ingu alls Kongó, lýsti Tshombe því yfir að samningurinn tæki ékki gildi fyrr en Katangaþing hefði samþykkt hann. Þykix koma þingmannanna til Leopold- ville lofa góðu um að samningur inn verði haldinn. Skýrt var frá því i Túnis í diag að á morgun leggi fyrstu Túnis hermennirnir * af stað til Kongó. Er þetta 600 manna fótgöngulið og kannaði Bourguiba forseti lið ið áður en það lagði af stað. Áð- ur var mun fjölmennara herlið frá Túnis í Kongó á vegum SÞ, en það var kallað heim í sam- bandi við Bizerte deilur Frakka og Túnis s.l. sumar. ST J ÓRNMÁL AS AMB AND Hinn 16. ágúst Í960, sex vikurn eftir að Kongó hlaut sjálfstæði frá Belgíu, sleit þáverandi forsæt isráðherra Kongó, Patrice Lu- mumba, stjórnmálasambandi við Belgíu. f dag kom stjórnin í Leopoldville aftur á stjórnmála- samibandi við Belgíu og hafa stjómir landanna komið sér sam an um að skiptast á sendiherrum. — Hagstætt ár Framh. af bls. 6. Skólamál. Skólahús er ekkert til í sveit- inni, farkennsla hefir verið hér um langan aldur, og kennt á heimilum víða um sveitina. Nú á síðustu árum hefir verið horfið áð því, að kenna í félagsheimil- inu Fagrahvammi, og verið talin mikil bót frá því sem áður var, og er nú undirbúningur hafinn að þvi að byggja heimavist fyr- ir börn við Fagrahvamm. Allir eru á einu máli um það’ að of kostnaðarsamt sé svo fámennri sveit að eiga félagsheimili sem stendur ahtt að vetrinum, og skóla sem stendur auður að sumrinu, skynsamlegra sé að sam eina þetta, þar sem við erum svo í sveit settir að það ætti að geta gengið árekstralaust. Hér munu allir vel' undir vet- ur búnir, nema fáliðað er á flest- i um heimilum, en vonandi fá all- I ir að búa við heilbrigði, og er þá engu að kvíða. ILátrum, 12. des. 1961. Þórður Jónsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.