Morgunblaðið - 03.01.1962, Page 11

Morgunblaðið - 03.01.1962, Page 11
Miðvikudagur 3. jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 11 Sýnum í verki að þrátt fyrir smæi okkar kunnum við að hugsa stórt sagði Bjarni Benediktsson í ára- mótaávarpi forsætisráðherra VEGNA smæðar þjóðfélags okk- ar verða öll saxnskifti manna hér á landi persónulegri en ella. Og ekki nóg með það. Af því, að hver þekkir anrnan eða veit á honum nokkur deili, þá hyggja rmargir, að allar eða flestar embættis- ákvarðanir séu teknar eftir persónulegum sjónarmiðum. Eng- in mál, hver.su sanngjörn sem þau séu í eðli sínú, nái fram að ganga, nema einhver nógu .öflugur aðili taki þau að sér, og undanþágu sé hægt að fá frá öllum reglum, ef réttur maður beiti sér fyrir því. Þess vegna sé þeim borgið, er hafi hin nauðsynlegu sambönd. Allir þeir, sem fengizt hafa við lagaframkvæmd, kannast við þennan hugsunarhátt. Góðir og greindir menn, sem sjálfir mega ekki vamm sitt vita, trúa því, að t. d. náðherrar hafi meiri eða minni áhrif á gerðir dómara, hæstaréttar eklki síður en undir- réttar, svo ekki sé minnzt á hitt, að þeir sveigi framkvæmd laga- reglna til ‘hags og verndar sínum vinum. Nú fer því fjarri, að ég telji nokkurn okkar syndlausan þann, sem með þessi mál fer. En allan þann tíma, sem ég hefi haft skifti af stjórnmálum, veit ég ekkert dæmi þess, að neinn valds maður í neinum flokki, hafi reynt að hafa óiheimil áhrif á gerðir dómara, og allir, sem settir hafa verið til hinnar æðstu lagafram- kvæmdar hafa að mínu viti, hver eftir sinni getu og samvizku reynt að láta lögin ganga jafnt yfir alla. ★ Höfuðnauðsyn er, að menn átti si'r á, að í þessum efnum ræður ekki floikks- né manngreinarálit. I>ví að ef menn treysta ekki slilk- um máttarviðum þjóðfélagsins sem handhöfum laga og réttar, verður enn minna um traust á því, að réttlæti og sanngirni ráði í öðrum samskiftum þjóðfélags- þegnanna. Af þessum sökum horf ir það mjög til styrktar þjóðfé- laginu, að ákæruvald skuli nú hafa verið fengið sérstökum sak- sóknara ríkisins, ekki vegna þess að raunverulegra breytinga sé að vænta á beitingu þess, heldur af því, að tortryggni verður héð- an af mun síður komið við en áður. Þetta er þó að minni ætlan einungis upphaf á nýrri dóma- skipan, þar sem dómsvald í hér- aði verði mun betux greint frá framkvæmdarvaldinu en hingað til og almenningur verði látinn fá beina aðild í dómsstörfum, svo sem tíðkast þar sem lýðræði stendur föstustum fótum. Hér er hvorki um að ræða flokksmál né stefnumál núverandi stjórnar, til þess er athugunum á hugsanlegri nýskipan allt of skammt komið. En sjálfur er ég sannfærður um, að með fáu yrði þjóðfélag okkar betur styrkt en grundvallarbreyt Ingu f þessa átt. Auðvitað veit ég, að margir taka slíkum hug- leiðingum með vantrú og efast t.d. um, að í svo litlu þjóðfélagi sem okkar sé unt að fá hlutlausa kviðdómendur. En einmitt vegna smæðarinnar lætur almenningur svo að segja hvert mál til sín taka og kveður upp í því sinn dóm. Er ekki nær, að það sé fremur gert, að skoðuðum öllum sakargögnum og heyrðum öllum málsatvikum, af þeim, sem til þess eru kvaddir eftir föstum reglum og að viðlagðri ábyrgð, en i.ieð þeim hætti, sem nú tíðk- ast? Vonandi talka allir aðrir en þeir, sem trúa, að ekkert réttlæti sé til, og ákæruvald og dómstólar séu einungis tæki ríkisvaldsins til að fcúga landslýðinn og halda honum í skefjum, — vonandi taka allir aðrir en þeir, sem þess um bábiljum trúa, fyrirfram með velvild hugmyndum um réttar- bætur, hvað sem mönnum sýnist um einstök framkvæmdaratriði þegar þar að kemur. ★ En mundi ekki nýr háttur í þessum efnum leiða til óbærilegs kostnaðar? Um það verður enn ekki sagt. En auðvitað komumst við ekki af sparnaðarástæðum til langframa hjá því að búa sæmi- lega tryggilega um höfuðstoðir þjóðfélagsins, allra sízt, þegar lit- ið er til þess, að í ýmsum efnum verjum við hlutfallslega miklu fé til að draga úr ókostunum við sérstöðu okkar vegna smæðar og návígis. Menn býsnast t. d. oft yfir öll- um bönkunum, sem við höfum, og spyrja, hvort a. m. k. ríkis- bankamir mættu ekki vera færri. Auðvitað gegna þeir nokkuð sitt hverju hlutverki, og í sjálfu sér er það utan umræðuefnis míns, hvort nokkurt eða verulegt fé mundi sparast við sameiningu þeirra. Hitt er áreiðanlega grundvallarástæðan fyrir þvi, að hér eru fleiri en einn ríkisbanki, sem annast venjuleg viðskifta- störf, að menn hafa ekki viljað sameina valdið yfir því fjár- magni, sem bankarnir ráða yfir, í höndum einnar banlkastjómar. Eklki þykir nóg, að bankastjórn sé svo skipuð, að þar komist mis- munahdi sjónarmið að, heldur hefur þótt nauðsynlegt að hafa bankana fleiri til þess að draga úr einokunarhættu og skapa meiri líkur fyrir því, að hlutur einskis umsækjanda um lán væri að ástæðulausu fyrir borð borinn. Með fjölgun og eflingu einka- banka og sparisjóða kann að verða minni ástæða til þvílíkrar varúðar, en þarna höfum við, eins og er, dæmi þess, að stjóiæ- málamenn hafa dreift valdinu, svo að síður yrði hætta á misbeit ingu þess. ★ Engir eru fremur seldir undir gagnrýni en stjórnmálamenn. Sem betur fer gera þeir sér sjálf ir flestum fremur grein fyrir sín um eigin annmörkum. Vafalaust á gagnrýuin, æm á okkur dynur sinn þátt í þvi enda vildum við víst fæstir án hennar vera e.t.v. þó ekki einkanlega vegna hinna hollu uppeldisáhrifa heldur ekki síður vegna þess, að þá fer fyrst alvarlega um okkur, ef andstæð- ingunum þykir ekki lengur taka því að skamma okkur. Hófleg gagnrýni og andstaða er undir- staða lýðræðis. Það hvílir á þeim sannindum, að enginn hefur enn höndlað allan heimsins vísdóm og viðfangsefnin horfa mjög ólíkt við eftir því, hvaðan er á þau litið. Þessi sannindi mega ekki draga úr dug neins til þess að berjast fyrir sannfæringu sinni, en þau eiga að hvetja hann til skilnings á því, að sannfæring annarra er þeim jafn einlæg og hans sannfæring er sjálfum hon- um. Menn geta virt andstæðing sinn og haft á honum mætur, þótt þeir séu skoðunum hans innilega ósamimála. Sjaldgæft er, að venjulegir kjósendur geri sér það að varan- legu þykkjuefni eða ástæðu til slita á vináttu eða samskiftum, þótt þeir séu an-dstæðingar í stjórnmálum. En hví skyldu þá hinir svokölluðu forystumenn gera það? Þeir, sem öðrum frem- ur ættu að hafa yfirsýn og vita, að flest orkar tvímælis þá gert er. Er og ekki ólíkt skemmtilegra fyrir þá sjálfa, sem ýmist eru of- an á eða verða að láta undan síga, að gera ráð fyrir, að þeir eigi í höggi við menn sem eru a.m.k. upp undir það eins ágætir um, sem settar eru á svið vegna útvarpsins. Engu að síður er sjálfheldan, þar sem hver lamar hinn, alvar- leg staðreynd! En þessi sjálf- helda er ekki fyrst og fremst sök Alþingis, heldur að kenna hinu, að menn hafa með samtakamætti stéttanna ætlað að ná meira en með honum verður með nokkru móti aflað. Því verður með engu móti jafnað, sem ekki hefur verið safnað, né stækkar kakan við að vera skorin sundur, hvern ig sem að er farið. Um stærð bitanna má raunar lengi deila. En hér á landi er orðinn Bjarni Benediktsson. og hver telur sjálfan sig? En sleppum því. Hitt er víst, að þá lágmarkskröfu verður þjóðin að gera til þeirra, sem hún hefur öðrum fremur veitt trúnað og traust, að þeir láti ekki persónu- legan fjandskap eða metnað ráða gerðum sínum heldur málefnaleg rök. Mun það og sönnu nær, að íslenzkir stjórnmálamenn hafi þá skoðun hver á öðrum, að enginn, hversu harður andstæðingur sem er, vilji illa, þótt honum kunni mjög að missýnast um, hvað til heilla horfi og hætti við að telja, að tilgangurinv helgi meðalið. En ef það er ekki illvilji, sem ræður, hvernig stendur þá á þrá- teflinu, sem nú þjáir íslenzk stjórnmál og komið hefur þeim í sjálflheldu? Að vísu lætur hið steinrunna forim útvarpsumræðna frá Al- þingi, þar sem hver ræðst á hinn öllum til óvirðingar, fullyrðing stendur gegn fullyrðingu og töl- uruna gegn tölurunu, ástandið þar líta út enn ömurlegar en það raunverulega er. Mikil bót væri að því, ef lífrænna form yrði fundið, þar sem útvarpað yrði því, sem raunverulega gerist á þinginu, en ekki sýndar-umræð- meiri jöfnuður en annarsistaðar þekkist, enda uppi harðar kröfur um aukinn launamismun og hafa þær m. a. s. fengið stuðning sumra þeirra, sem telja sig, sérstaka málssvara láglauna- manna. ★ Við þekkjum öll sögu hinnar svokölluðu kjarabaráttu hin síð- ari ár. Á sama stendur hverjir hafa verið í ríkisstjórn og í meiri hluta á Aliþingi, viðbrögðin hafa ætíð verið hin sömu, ekki af mannvonsku heldur illri nauð- syn. Vafalaust hafa margir trúað því, að hinar háu kauphækkanir, sem fengust með verkföllunum miklu 1955. mundu færa launlþeg um verulegar kjarabætur. Raun ín varð sú, að samstjórn Sjálf- stæðismanna og Framsóknar- mann varð eftir áramótin 1955— 1956 að hækka almenna skatta til að vega nokkuð upp á móti kauphækkununum. Þetta hrökk þó ekki til og þess vegna neydd- ist vinstri stjórnin til þess að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að setja í ágúst 1956 bráðabirgðalög um festingu kaup gjalds og verðlags. Og enn varð sama ríkisstjórn að gera marg- háttaðar ráðstafanir um álögur á almenning með lögum um út- flutningssjóð o.fl. i desemfoer 1956. Nær 1% ári síðar eða í maí 1958 neyddist vinstri stjórnin enn til að auka álögurnar með nýj- um lögum um útflutningssjóð o.fl. í kjölfar þeirrar löggjafar sigldu hækkanir á kaupi og verð lagi, sem leiddu til afsagnar vinstri stjórnarinnar 4. des. 1958. Algerum vandræðum var síðan afstýrt með lögum um niður- færslu verðlags og launa o. fl. í lok janúar 1959, er ríkisstjórn Alþýðuflokksins fékk sett með atbeina Sjálfstæðisflokksins. Snemma árs 1960 fékk síðan rik- isstjórn beggja þessara flokka setta viðreisnar-löggjöfina og, eftir hinar almennu kauphækk- anir í sumar, sem voru ámóta miklar og 1955, ný lög um geng- isskráningu. ★ Við getum að sinni sleppt hugleiðingum um, hvað sé orsök og hvað afleiðing og hverjum sé um að kenna hverja ein- síaka ráðstöfun. Bollaleggingar um það dylja einungis hitt, sem mestu máli skiptir, að hér er komið í algeran vítahring og sjálfheldu, sem brjótast verður úr. Ef nú verður enn efnt til almennra kauplhækkana, um- fram það, sem þegar er samið um að verða skuli síðar á ár- inu, þ. e. 4% og þær hækkanir á kvennakaupi, sem lögboðnar eru nú um áramótin, og slíkar almennar umframhækkanir verða ekki hindraðar, má eng- inn láta sér til hugar koma, að afleiðingarnar verði elkki svipaðar og við höfum nú um skeið nógsamlega reynt. Um það skiptir engu máli, hverjir með völdin fara, viðbrögðin hljóta að verða hin sömu á meðan efnahagsgetan leyfir ekki annað. En er þá hægt að rjúfa víta- hringinn og taka up árangurs- ríkari starfshætti? Já, vissulega, ef við látum ekki návígi og einskis verðan krit blinda okkur sýn. Við verðum fordómalaust að leita nýrra leiða og megum sízt af öllu setja fyrir okkur, þó að andstæðingur eigi tillöguna að því, sem til bóta horfir. í fyrra fluttu þeir Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson á Alþingi frumvarp til laga um verðflokkun á nýjum fiski, þar sem lögbjóða skyldi, að sérstök nefnd með sáttasemjara ríkisins að oddamanni ákvæði fiskverð á árinu 1961, ef ekki tækist að ná samkomulagi um það. Vegna þess að samningar tók- ust á árinu 1961 þótti frumvarp þetta óþarft þá, en nú hefur Alþingi samkvæmt tillögu rík- isstjórnarinnar lögfest fyrirbomu lag, sem hvílir á sömu megin- hugsun. Að sjálfsögðu lét ríkis- stjómin það ekki á sig fá, þótt hugmyndin væri komin frá hörðum andstæðingum hennar, og því verður ekki að óreyndu trúað, að þeir snúist til lang- frama á móti sinni eigin hug- mynd, þótt ríkisstjórnin tæki hana upp 1 nokkuð breyttri mynd. ★ Nú fyrir skemmstu tók ríkis- stjórnin fegins hendi og beitti sér fyrir samþykkt á tillögu til þingsályktunar um ráðstaf- anir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks, sem flutt var af Birni Jónssyni, Eðvarð Sigurðssyni, Hannibal Valdi- marssyni og Gunnari Jóhanns- syni. Ýmsir aðrir höfðu áður bent á, að vænlegasta ráðið til raunverulegra kjarabóta fyrir al menning væri betri vinnutil- högun og þar með stytting þess vinnutíma, sem þarf til að vinna fyrir þeim tekjum, er allur þorri verkafólks aflar sér nú. Skattskýrslur og önnur gögn sanna, að á árinu 1960 höfðu tímakaupsmenn yfirleitt miklu meiri laimatekjur en svar aði til lágmarks-taxtanna, sem í gildi voru. Tal um almenna neyð vegna örðugleika við að komast af á þeim tekjum ein- um, var þess vegna ærið vill- Frh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.