Morgunblaðið - 03.01.1962, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 3. jan. 1962
Konan mín
SIGURDÍS B. LAXDAL,
andaðist að heimili sínu Nesi, Höfðahverfi á nýársdag.
Fyrir mína hönd og barna okkar.
Grímur Laxdal
Eiginmaður minn
I»ORVALDUR HELGASON
andaðist að heimili sínu Otrateig 5 1. þessa mánaðar.
Margrét Hallgrímsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
EINARS H. SIGURÐSSON
Þórunn Jónsdóttir, börn og tengdabörn.
Eiginmaður minn
KARL A. JÓNASSON
prentari,
andaðist 31. desember.
Ragnliildur Þórarinsdóttir.
Bróðir okkar
HALLDÓR JÓN JÓNSSON
símamaður,
andaðist í Bæjarspítalanum 31. desember síðastliðinn.
Gunnhildur, Kristín, Margrét
og Dagbjört Jónsdóttir.
Hjartkær eiginmaður og faðir
, , KJARTAN EINARSSON
trésmiðameistari Hvolsvelli,
andaðist í Landsspítalanum 31. des.
Fyrir hönd aðstandenda.
Katrín Aðalbjörnsdóttir og börn.
Okkar hjartkæri eiginmaður og faðir
GEORG ÖSTLUND
andaðist að sjúkrahúsi Keflavikur laugardaginn 30. des-
ember 1961. Jarðarfö.'in fer fram frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 6. janúar 1962 kl. 1,30 eftir hádegi.
María Maikan Östlund,
Pétur Davíð Östlund.
Föðursystir mín
MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR
sem andaðist 23. des. s.i. á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund Rvík., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Rvík. fimmtudaginn 4. þ.m. kl. 13,30.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Jarðarför móður okkar
KATRÍNAR KRISTINSDÓTTUR
frá Bjarnahúsi, Stokkseyri,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 4. janúar
klukkan 2.
Börnin.
Jarðarför
INGVELDAR ÞORSTEINSDÓTTUR
fer fram frá heimili hennar Laugardalshólum og hefst
með húskveðju kl. 12 á hádegi. Jarðað verður að Miðdal.
Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 8.
Fyrir hönd vandamanna.
Stefán Ingvarsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall
og jarðarför
AAGE KRTSTINS PEDERSEN
Mávahlíð 9,
Rósa Jónsdóttir,
Aðalsteinn Kristinsson,
Karen Marteinsdóttir,
Hörður Kristinsson,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir,
Haukur Kristinsson.
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og
jarðarför
ÁSGEIRS J. JAKOBSSONAR
málarameistara.
Valgerður Pétursdóttir og systkini.
Þorbjörn Þórðarson læknir
Minn'ngarorð
í G Æ R var gerð bálför Þor-
bjarnar Þórðarsonar, fyrr-
um héraðslæknis í Bíldudals-
héraði. Hann lézt á jóladag, 86
ára gamall. Með honum er horf-
inn af sjónarsviðinu sérkenni-
legur persónuleiki og mann-
kostamaður, sem lengi mun
verða hugstæður þeim, sem
þekktu hann gjörla.
Þorbjöm er fæddur í Laxár-
nesi í Kjós 21. apríl 1875, son-
ur Þórðar hreppstjóra og danne-
brogsmanns Guðmxmdssonar og
fyrri konu hans, Guðrúnar Guð-
mundsdóttur bónda í Þórukoti á
Álftanesi. Snemma bar á óvenju
skarpri greind hjá Þorbimi og
var hann settur til náms. Hann
lauk stúdentsprófi 1896, en kandi
datsprófi í læknisfræði 5 ámm
síðar, með hárri 1. einkunn.
Sigldi hann þá til Kaupmanna-
hafnar til framhaldsmenntunar
og vann þar m. a. á fæðingar-
stofnun. Haustið 1901 var hann
skipaður héraðslæknir í Nauteyr
arhéraði við ísafjarðardjúp, en
fluttist 1906 til Bíldudals, er
hann var skipaður héraðslæknir
þar. Gegndi hann því starfi
I þangað til hann lét af embætti
fyrir aldúrs sakir og fluttist til
Reykjavíkur, en þar stundaði
hann læknisstörf enn um skeið.
Skapgerð og framkoma Þor-
bjamar læknis vakti virðingu og
traust. Hann var mjög sam-
vizkusamur læknir, hikaði
aldrei við erfiðar og hættulegar
ferðir, hvort sem var á sjó eða
um veglaus fjöll, ef hans var
vitjað. Langt fram eftir þessari
öld ræktu íslenzkir sveitalækn-
ar störf sín við mjög örðug
skilyrði. Öll tæki til vísinda-
legrar sjúkdómsgreiningar skorti,
samgönguerfiðleikar- útilokuðu
flutning sjúklinga til Reykjavík-
ur, þar sem þó var helzt rann-
sóknaraðstaða. Úti á landi varð
læknir því að treysta á glögg-
skyggni sína, en hana sameinaði
Þorbjörn læknir með stakrl
samvizkusemi og umhyggju fyr-
ir sjúklingum sínum. Því var
einkum við bmgðið, hversu ná-
kvæmur og farsæll fæðingar-
læknir hann var. í vitjun lagði
hann af stað umsvifalaust, eins
og hann hefði beðið sendimanns
ins. Svo reið hann, eins og
hann hélt að hestamir þyldu,
þangað til hann náði til sjúkl-
ingsins. Á heimleiðinni fór hann
aftur á móti rólega.
Þorbjöm var gæddur ljósri
og óvenjulega raunsærri hugsun,
sem sópaði hiklaust burt marg-
víslegum kreddum og hjátrú.
Að sama skapi var réttlætis-
kennd hans næm og örugg.
Hvert sinn sem eg hugleiði sögu
Gests Pálssonar: Grímur kaup-
maður deyr, sé ég Þorbjörn
fyrir mér í hlutverki læknis-
ins, sem segir: „Vísindin þekkja
ekki neitt til þess, að til sé
djöfull eða helvíti“, en bætir svo
við, rétt þegar Grímur þykist
sloppinn frá óvænlegum reikn-
ingsskilum, að hann trúi engu
síður á óbrigðult réttlæti, sem
veiti hverjum manni makleg
málagjöld. Þannig var Þorbjörn.
Enginn, sem þekkti hann, gæti
hugsað sér að hann hikaði
nokkm sinni frá því, sem hann
áleit rétt. Hann var hreinn og
beinn allt í gegn. Hann var því
frábitinn að koma sér í mjúk-
inn hjá öðrum eða sækjast eft-
ir lýðhylli. Margvíslegt traust,
sem honum var sýnt, spratt ein-
göngu af hæfileikum hans
sjálfs. Hann gat verið stuttur í
spuna og hrjúfur á ytra borði,
en öll störf sín leysti hann
þannig af hendi, að honum varð
til álitsauka.
Þorbjörn hafði ímugust á öllu
lýðskrumi. Eg varð á unglings-
aldri heyrnar- og sjónarvottur
að einu slíku viðbragði hans.
Frambjóðandi var á þingmála-
fundi að ræða um skyldu þing-
manns til að túlka vilja kjós-
enda sinna á þingi, en komst
svo klaufalega að orði, að ekki
varð á annan veg skilið, en að
þingmaður ætti enga sannfær-
ingu að hafa í þjóðmálum, held-
ur aðeins að túlka vilja kjós-
enda. Undir þessum orðum
hnippti Þorbjörn læknir í föður
minn og sagði stundar hátt:
„Finnst þér þetta ekki fullvæm-
in kosningabeita, Jónas, komdu,
við skulum fá okkur einn bitt-
er.“ Við slíkum skeytum hlífði
hann flokksmönnum sínum engu
fremur en pólitískum andstæð-
ingum.
Þorbjörn læknir gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum í hér-
aði sínu, þótt eigi verði talin
hér. Hann gekkst ásamt fleiri
mönnum fyrir stofnun Sparisjóðs
Arnfirðinga 1911 og var forstöðu
maður ög féhirðir sjóðsins alla
tíð, Unz hann fluttist frá Bíldu-
dal 1938. Þorbjöm var óvenju
glöggskyggn á fjármál og efld-
ist sparisjóðurinn því mjög und-
ir stjórn hans og varð lyfti-
stöng / margvíslegra framfara,
enda mat Þorbjörn ávallt dug-
mikið framtak og studdi það
eftir megni.
Þorbjöm hefir sjálfur viðhaft
þau orð, að hann væri sumar-
barn og ævi sín hafi verið ein
óslitin sumartíð. Þetta táknar
ekki að aldrei hafi mætt um hann
né neinir erfiðleikar orðið á
leiðinni. Dauðinn hefir kvatt
dyra á heimili hans, fyrr en
hann átti erindi við Þorbjöm
sjálfan. En maðurinn var þann-
ig skapi farinn, að hann fjöl-
yrti lítt um erfiðleika sína, Og
í raun var hann mikill gæfu-
maður. Ég hygg það ekki of-
mælt, að mesta hamingju sína
sótti hann í Vatnsfjörð, er hann
kvæntist hinni glæsilegu heima-
sætu, Guðrúnu, sem þá var
einn bezti kvenkostur þar
vestra, dóttir Páls prófasts Ól-
afssonar, komin af merkum og
hæfileikamiklum ættum. Frú
Guðrún var manni sínum ein-
staklega samhent og hjónaband
þeirra óvenju farsælt, svo að orð
var á gert, að á milli þeirra
félli aldrei styggðaryrði. Börn
þeirra tóku hæfileika foreldra
sinna í arf og urðu framsækin
til mennta. Þau, sem náðu full*
þroska aldri eru: Arndís, gift
Marteini Björnssyni verkfræð-
ingi, Guðrún, kona dr. Brodda
Jóhannessonar, nú látin, Krist.
ín, gift Guðmundi Ingva Sig-
urðssyni lögfræðingi, Páll skip-
stjóri, dr. Þórður, forstöðumað-
ur Rannsóknarstofu Fiskifélagg
íslands, Sverrir, forstöðumaður
Tryggingarstofnunarinnar og
prófessor Björn, læknir í New
York.
Ég veit ég mæli fyrir munn
margra, er ég votta frú Guð-
rúnu, ekkju Þorbjarnar, og
börnum hans innilega samúð.
Þorbjörn læknir er horfinn.
En þeim, sem meta hljóðláta
skapgerð, næma réttlætisvitund
og sannleiksást mun hann lengi
verða minnisStæður.
Matthías Jónasson,
Þökkum hjartanlega gjafir og alla vinsemd okkur
sýnda á 70 ára afmæli okkar 23. des. ’
Guð gefi ykkur gott og gleðilegt nýtt ár.
Járngerður Jónsdóttir, Miðey.
Eyjólfur Jónsson, Snoirabraut 42.
Kona eða stúlka
sem fengist hefur við matreiðslu óskast.
Auslurb ar
Sími 19611.
Nýlenduvöruverzian i til sölu
Tvær nýlenduvöruverzlanir í eigu sama manns eru til sölu, vegna skorts á
rekstrarfé. Seljast báðar saman eða hvor fyrir sig. Salan í báðum verzlununum
rúm 200.000,00 á mánuði. Það rekstrarfé sem vantar ca. 125.000,00 þarf kaupandi
að borga út. Núverandi eigandi er fús að sjá um rekstur verzlananna til vors.
Tilboð leggist inn á afgr. Morgunblaðsins merkt: „Verzlun — 7484“.