Morgunblaðið - 03.01.1962, Qupperneq 13
Miðvikudagur 3. ian. 1962
MORGUTSBLÁÐIÐ
13
Þórunn Bjarnadóttir
ÞÓRUNN Bjarnadóttir frá Núpi
á Berufjarðarströnd er lézt 22.
des. frílega 101 árs gömul verður
jarðsungin í dag frá Fríkirkjunni.
Þórunn var fædd 2. nóv. 1860
og hefur því lifað heila öld og
þó hálfum öðrum mánuði betur.
Á hundrað ára afmæli hennar
í fyrra haust. Skrifaði ég greinar
ífeorn i Mbl., um Þórurmi frænku
m.ína og læt ég þá umsögn gilda
hér sem eftirmæli hennar- Þór-
unn var kunnug mér um hálfrar
aldar skeið og að góðu einu, enda
ekki annars að vænta af þessari
ágætis feonu.
Mátti segja að hjá þeirn hjónum
væri öruggt athvarf og ókeypis
veitingahús, efeki sízt fyrir Aust-
firðinga, sem a.m.k. á fyrstu
árum þeirra hjóna hér syðra,
áttu ekki í mörg hús að venda
og var ég einn þeirra.
Geta má þó nærri að ekki hef-
ur alltaf verið miklu af að má
þar sem treysta skal á handafla
eins einasta manns.
En gjöfull er góður vilji.
Aldrei skorti góðgjörðir hjá
Þórunni og Jóni, og þá var nú
ekki að tala um atlætið. Þórunn
er af hinni fjölmennu Núpsætt
sem áður var kennd við Keldu-
skóga á Berufjarðarströnd. Móð-
ir Þórunnar var Málfríður Jóns-
dóttir frá Núpsihjáleigu, systir
Jóns hreppstjóra í Borgargarði
við Djúpavog, Ásdísar í Stafcka-
gerði í Vestmannaeyjum, og El-
ísabetar sem kölluð var Lísa-
bet, föðurömmu minnar á Núpi.
Faðir Þórunnar var einnig af
sömu ætt að nokkru. „Ekfei fell-
ur eplið langt frá eikinni" hefur
það sannast á Þórunni því að
a. m. k- móðir hennar og móður-
systkini hafa undantekningar-
laust verið úrvalsfólk sinnar tíð-
ar.
Veit ég það bæði af eigin
reynd og annarra manna um-
sögn þar eystra og sama segir
Sigfús Johnsen fyrv. bæjarfógeti
mér um Ásdísi frá Núpshjáleigu,
sem giftist til Vestmannaeyja og
er formóðir margs ágætis fólks
í Eyjum m,.a. frú Ásdísar John-
sen og þeinra systkina. Margt Og
mikið var ég búinn að heyra
austur þar um Jón í Borgargarði
en Einar Þórarinsson á Núpi syst
ursonur hans, orðhagur maðtir
mjög, sagði svo:
„Ja, hann Jón í Borgargarði sá
blessaðj maður, sem öllu vildi
hjálpa og viðbjarga, hvar sem
hann feom, og öllu gat bjargað
hvar, sem hann kom, dauðu og
lifandi, já dauðu og lifandi, hvar
sem hann kom“.
Frú Þórunn Ríkharðsdóttir Sí-
vertsen í Höfn í Borgarfirði
syðra var frændíkona þeirra
beggja, Jóns og Þórunnar Bjarna
dóttur. Á gullbrúðkaupsdegi
þeirra 11. júlí 1941 sendi hún
þeim fagurlega stílað ávarp, þar
segir hún m.a. þetta: „Eins og
gullið er hreinast í eldinum
þannig hafa þessi hjón komist
gullhrein og giftudrjúg gegnum
eldraunir þær og erfiðleika sem
heimurinn hefur lagt á veg
þeirra í þessi 50 ár“. Og enn-
fremur tilfærir Þórunn þessd
spaklegu orð eins djúpvitrasta
skálds Íslendinga. „Forngrikkir
sögðu bezt er hóf að hafa því
hamingjan þeim tryggust reyn-
ist lýðum sem hvorki fljúga
djarfast, dýpst né kafa, en
drjúgir eru á skriði, í miðjum
hlíðum“ Og verður æviferli
þeirra Fögrueyrarhjóna trauð-
lega betur lýst í 'vo fáum orðum.
Og á þessi umsögn sannarlega
við Þórunni.
Þórunn Bjarnadóttir var gift
Jóni Bjarnasyni frá Dölum í Fá-
skrúðsfirði, sem var hinn mesti
dugnaðár- og heiðursmaður bóndi
sjómaður og verkamaður. Þau
hjónin eignuðust fjórar efnilegar
dætur og teljast afkomendur
þeirra að vera orðnir 69 að tölu
þar af 65 lífs.
Eg vil geta þess hér að á aldar
afmæli Þórunnar skrifaði Jón
Þórðarson prentari fróðlega grein
í Mbl. um ætt og lífferil Þórunn
ar og verð ég að nægjast með að
vísa til hans.
Allar dætur Þórunnar og einn
ig fjöldi afkomenda hennar hef
ur reynst henni frábærlega trygg
lynt og umhyggjusamt fólk.
En mestar þafekir vil ég flytja
þeim mæðgunum Málfríði dótt
ur hennar, og Maríu dóttur dótt
ur hennar, fyrir þrotlausa um-
hyggju og hjálp í hinni löngu og
þungu hjálpvana elli.
Ríkharður Jónsson.
t
I vestri er sól að viði gengin.
Vaknar margt í huga mér
Hún er dáin. Hvíld er fengin.
Hennar stríði lokið er
f hundrað ár hún hafði barizt.
Hafði í fátækt ótal ráð.
öldufjöllum öllum varizt.
Ávallt treyst á Drottins náð.
Við sérhvern eins og systir breytti
sinna vina græddi und.
Henni góða hjúkrun veitti
hjartkær dóttir alla stund.
Eiginmanni trúum, tryggum
tryggðir gaf og sína ást.
Það er gleði huga hryggum
hún má ekki lengur þjást.
Þó dagur frá oss fagur renni
og fækkí þeim, sem veittu skjól,
bjart er alltaf yfir henni
sem Okkur kvaddi um þessi jól.
Það er á svo margt að minnast.
Margir þakka hljóðir nú.
Á æðra landi allir finnast.
Ein og sönn var hennar trú.
Aðalsteinn Gíslason.
Gott innflutniiigsfyrlrtæki
í fullum rekstri, með umboð fyrir heimsþekkt firmu
og fasta viðskíptavini, óskar vegna aukinnar veltu,
meðeigandi. — Tilboð merkt: „Meiðeigandi — 7486“
sendist afgr. Mbl sem fyrst.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar í Rauðar-
árporti fimmtudaginn 4. þ.m. kl. 1—3. Tilboðin
verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
VÖRUHAPPDRÆTT! SÍBS
Hálfrar milljón króna vinningur
í hverjum mánuði og auk þess
margir tugir annarra stórvinninga
1000 vinningar að meðaltali
útdregnir mánaðarlega
Heildarfjárhæð vinninga hækkar
um nær 5 milljón krónur
Endurnýjunarverð heiimiðans
aðeins 40 krönur. Sala og endur-
nýjun stendur sem hæst
+■ \
Dregið 5. hvers mánaðar, nema
í 1. flokki, þá 10. janúar
Umboð í Reykjavík og nágrenni:
Reykjavík:
Vesturver, Aðalstræti 6
Grettisg. 26. Halldóra ólafsdóttir
Laugavegur 74, Verzl. Roði
Hreyfilsbúðin, Hlemmtorgi
Söluturninn við Hálogaland
Kópavogur:
Ólafur Jóhannesson
Vallargerði 34
Sigurjón Davíðsson
Verzl. Mörk, Álfhólsv. 34
Hafnarfjörður:
k'él. Berklavörn, afgr.
sjúkrasaml. Hafnarfj.