Morgunblaðið - 03.01.1962, Síða 19

Morgunblaðið - 03.01.1962, Síða 19
Miðvikudagur 3. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Klettur Framh. af bls. 20. breytist okkur 1 vil á næstunni. Framboð Perúmanna hefur orð- ið til þess, að fiskiolíur hafa lækkað mjög í verði. Mjölmarkaðurinn hagstæðari en í fyrra Síldarmjölsmarkaðurinn hefur lagazt frá því, sem hann var í fyrra, en er hins vegar ekki nándar naerri því eins góður og hann var áður beztur. Ástæður þess, að markaðurinn hefur batnað, eru þser, að Perúmenn hafa breytt um sölufyrirkomu- lag hjá sér. Útflutningurinn er kominn í færri hendur, svo að spekúluasjónir eru nær útilok- aðar og markaðurinn orðinn mun stöðugri. Gera menn sér því fastlega vonir um, að mjöl- verðið verði ekki eins lágt og það var á síðastliðnu ári. Verksmiðjan á Kletti endurbætt Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an á Kletti hefur verið endur- bætt allverulega að undan- förnu, og hún gerð hæfari til síldarvinnslu. Hafa því afköst hennar aukizt, en hún er, eins og kunnugt er, eina starfandi síldarvinnsluverksmiðjan í Reykjavík. Vélakostur hennar hefur verið bættur, og hefur hún t.d. fengið nýja pressu af amerískri gerð, síldarsjóðara og önnur tilheyrandi tæki. Þá hef- ur verið lagt í byggingu á mjög Fágætar stillur eystra SKRIÐUKLAUSTRI 28. des. — Nú eru liðin að þessu sinni ,Litlu branda“-jól. Veðrið var hér ágætt á aðfangadag. Á jóla- dag var hreinviðri og stiila, dýrðarfagurt veður — en mjög kalt, frost 12—13 stig. Annar jóladagur var mildari, en lítils Þessir piltar, sem vinna að því að fyila síldarmjölspoka í verk- smiðjunni á Kletti, standa fyrir neðan eina pokastæðuna í mjölskemmu verksmiðjunnar. AUt fyrirkomulag í sambandi við stöflun, kælingu og útskipun hefur verið endurbætt ný- lega og vélakostur verksmiðjunnar aukinn. stórri mjölskemmu, en það hef-'S' ur háð verksmiðjunni, hve mjöl- geymslur hennar hafa verið tak markaðar. Allt fyrirkomulag í sambandi við stöflun, kælingu og útskipun hefur verið gert hagkvæmara. illÍÉIIÍiliII Þetta er þurrkarinn mikli í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni við Klett. Hann mim vera um 30 m langur. (Ljósm. Ól. K. M.) Vinningsnúmer í happdrætti styrktarfélags vangefinna dregið 23. desember síðastliðinn. 11612 - 69685 - 73901 Vinningar 3 Volkswagenbifreiðir. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Skrifstofustarf Iðnaðarfyrirtæki viU ráða áhugasaman reglumann í framtíðarstarf við bókhald, vinnulaunaútreikning og til almennra skritstofustarfa. Mikillar vinnu verð ur krafist en góð laun greidd. Eiginhandarumsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist af- greiðslu Morgunblaðsins merkt: „Framtíðarvinna — 7488“ fyrir n.k. föstudagskvöld. Kona fyrir bíl á Hafnarfjarðar- vegi Á NÝÁRSDAG um kl. 21 varð það slys á Hafnarfjarðarvegi að stúlka varð iyrir bifreið, er ók suður veginn á móts við Hlíðar- veg í Kópavogi. Ökumaður segist hafa séð stú^kuna, er hafi verið á hpaðri ferð, og beygt yfir Hafn- arfjarðarvegmn í veg fyrir bíl- inn. Hafi hann reynt að sveigja frá henni en hún skollið á hægra frambretti bifreiðarinnar. Talið er er að stúlkan hafi mjaðmargrind- arbrotnað. Hún heitir Svanhild- ■ur Vagnsdóttir til heimilis í Kópavogi. í fyrrinótt valt jeppabifreiðin Y-397 austur við Hveragerði og skemmdist verulega. Ekki er kunnugt um að þar hafi orðið slys á fólki. Rólegt gamlárs- kvöld hjá bruna- liðínu Á GAMLÁRSDAG kl. 16,18 síð- degis kom upp eldur í gróður- húsinu Birkihlíð við Nýbýlaveg 7. Er slökkviliðið kom á vett- vang var mikdl eldur í húsinu en það tókst skjott að slökkva hann, en skemmdir urðu talsverðar. Annars var rólegt gamlárskvöld hjá brunaliðinu og var það aðeins tvívegis kvatt á vettvang en í bæ,ði skiptin var um lítilvægilega bruna að ræða. Frjáls verzlun - 6. hefti 1961 FYRIR nokkru kom út 6. hefti tímaritsins „Frjálsrar verzlunar 1961. Hefst það á jólahugleiðingu eftir séra Bjarna Sigurðsson á Mosfelli, en af öðru efni má nefna: Frelsi og framfarir öllum til handa, grein eftir ritstjórann, Valdimar Kristinsson. — Um verðlagshöft og frjálsa álagningu eftir Svein Ásgeirsson, hagfr. — Framkvæmdir Björgvinjarmanna á ísafirði á árunum kringum 1790 eftir Sigfús Hauk Andrésson, cand. mag. — Þá er grein eftir Jónas H. Haralz: Framvinda án verðbólgu. — Þór Guðjónsson, veiðimálastj., skrifar greinina Fiskeldi — ný atvinnugrein. — Þá er fróðleg grein um íslenzk tímarit til síðustu aldamóta eftir Magnús Kjarnn. — Birt er smá- sagan Stefnumót eftir Þóri Bergs son. — Guðmundur G. Hagalín skrifar um himda og menn. — í þættinum Úr gömlum ritum birt- ist nú þriðja grein Vestur-íslend ingsins Friðriks J. Bergmanns um framfarir á íslandi um síð- ustu aldamót. —★— Ýmislegt fleira efni er í ritinu. — Það er vel úr garði gert og mjög myndiskreytt að venju. m.a. eru birtar nokkrar litmyndir frá Öskjugosinu. Togarasölur ASKUR seldi í gær í Bretlandi 151 lest fyrir 8816 sterlings- pund. Einnig átti Egill Skalla- grímsson að selja, en ekki er blaðinu kunnugt um hvérnig salan fór. háttar él í kring og út um Hérað. I gær og dag er grimmdarkuldi, norðvestan stormsteyta og froat 12—14 stig. Bjartviðri hefir ver- ið en séð í káfgarra niður af heiðarbrúnum. einkum „á milli ánna“. Annars var fágætur stilliu- kafli fyrir jólin, með óvenju- miklu háþrýstisvæði hér yfir og langvarandi. Voru blíðuveður flesta daga, þótt hiti væri lágur, þá var stillan svo frábær að sjaldan blakti hár á höfði. Voru það mikil umskipti frá harð- viðrakaflanum um mánaðamótin síðustu. Kvénfélag hreppsins hafði- fyrirhugað barnasamkomu i Vé- garði í dag, en samkomunni var frestað vegna kuldans. Dalurinn er að eins gráhvítur yfir að sjá en annars er enginn snjór — og gott umferðar. — J.P. Pólýfónkórinn efnir til söng- námskeiðs f DAG hefist á vegum Pólýfón- kórsins söngnámskeið fyrir félaga kórsins og nýja kórfélaga, sem hafa í byggju að bætast í hóp söngsveitarinnar nú í byrj- un ársins, þegar kórinn byrjar æfingar á nýrri efnisskrá, en hann hélt tónleika á jólum, eins og áður hefur verið getið, bæði í Reykjavik, Keflavík og á Kefla- víkurflugvelli. Kennari á námskeiðinu verður Sigurður Björnsson, söngvari, sem stundað hefur framhaldsnám 1 Miinohen s.l. 5 ár og lokið námi frá tónlistarháskólanum þar með lofsamlegum vitnisburði. Sigurð ur dvelst þó enn við nám í Þýzka landi en er staddur hér heima í jólaleyfi og hefur fengið leyfi sitt framlengt út janúarmánuð til þess að raddþjálfa Pólýfónkór inn. Áhugafólk um söng, sem kynni að vilja bætast í kórinn nú og njóta góðs af þessu námsskeiði, gefi sig fram við söngstjórann, Ingólf Guðbrandsson, í síma 2 35 10 kl. 6—7 síðdegis. Brunaliðsmenn að tengja slöngurnar. Hér sést hvar reykurinn gýs upp úr gróðurhúsinu við Nýbýlaveg 7, þar sem kviknaði í á gamlársdag. (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.