Morgunblaðið - 18.01.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 18.01.1962, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. jan. 1962 Féll fyrir borð og drukknaði Á þriðjudagsmorguninn er togarinn Surprise lá í land- vari undir Jökli, vildi það slys til, að 33ja ára háseti á skipinu féll fyrir borð og drukknaði. — Hásetinn hét Hans Hansson, til heimilis að Sólvallagötu 34 í Reykja- vík, og var 3ja barna faðir. Nánari fregna af slysi þessu er ekki að vænta fyrr en togarinn kemur í höfn, en hann var nýlega farinn á veiðar. I Meðfylgjandi mynd er frál , dvöl Kekkonens Finnlands-] > forseta á íslandi í ágúst-^ Imánuði 1957. Fjögur tilboð í gerð Þorlákshafnar Á ÞRIÐJUDAG voru opnuð til- boð í gerð Þorlákshafnar í skrif stofu vita- og hafnarmála- stjóra, Aðalsteins Júliussonar. Fjögur tilboð bárust frá þrem- ur aðilum (sex verktakafyrir- tækjur.i). Tilboðin eru ekki sambærileg, þegar eingöngu er litið á verðið, Verðlægsta tilboðið kom frá Almenna byggingafélaginu hf. 1 Reykjavík og Pihl & S0n í Kaupmannahöfn í sameiningu, og hljóðar það upp á 40,4 millj. ísl. króna. Þá barst tilboð frá fyrirtækj- unum Hochtief í Vestur-Þýzka- landi, Verklegum framkvæmd- um hf. í Reykjavík og Verki hf., þar sem 49,9 milljónir voru boðnar í verkið. í þessu tilboði er miðað við sömu grunnlínur og í tilboði Almenna bygginga- félagsins, en gerð hafnarinnar og staðsetning mannvirkja er önnur. Tvö tilboð komu frá fyrirtæk- inu John Howard & Co. í Lund- únum, þar sem talsvert er vikið frá útboðslýsingum. Annað til- boðið er 61,8 millj. kr. að upp- hæð, en hitt 51,8 milljónir. Utsvör í Hafnar- firði hækka um 17,5% HAFNARFIRÐI, 17. jan. — í gær var til annarrar umræðu og lokaafgreiðslu fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar. Heild- arniðurstöður voru 29 millj. 98 þús. kr. Álögð útsvör 22 millj. 599 þús. og hafa hækkað frá því sem þau endanlega voru á síð- asta ári um 3 millj. 378 þús., eða 17,5%. Kekkonen hiaut 45% atkvæða SVO, sem frá var skýrt í blaðinu í gær, lauk kjör- mannakosingum í Finn- landi svo, að Kekkonen forseti er öruggur um endurkjör. Kjörsókn var óvenju mikil — 78% at- kvæðisbærra kjósenda neyttu kosningaréttar síns. Kosið var í tvo daga og talning hafin þegar kl. 8 á þriðjudagskvöld, er kjör fundi lauk. Kekkonen fékk sjálfur 45% atkvæða og 145 kjör- menn af 300, sem kjörnir eru. Auk þess á hann vísan stuðning kjörmanna úr mörg um flokkum, sem samtals hlutu 53 kjörmenn. Fram- bjóðandi kommúnista, Paavo Cellótónleikar í gærkveldi íslendingar hafa á síðustu ára- tugum bundið við tékknesku þjóð ina gagnkvæma vináttu meiri en líklegt mætti telja, miðað vxð allar aðstæður og þær hindran- ir sem hljóta að vera á slíku sam bandi milli fjarlægra og óskyldra þjóða, sem auk þess teljast á öndverðum meiði í heimsmálun- um. Það er tónlistin framar öliu öðru, sem hefir hnýtt og treyst þessi vináttubönd. Er í því sam- bandi ánægjulegt að minnast gagnkvæmra heimsókna nemenda og kennara frá tónlistarskólun- um í Reykjavík og Prag, og margra annarra góðra gesta, sem hingað hafa komið úr Bæheims- byggðum. Undirritaður er einn þeirra, sem átt hefir þess kost að njóta gestrism heimamanna á Moldárbökkam í sambandi við hina miklu tónlistarhátíð, sem Heimdallur LESHRINGURINN um komm- únismann kemur saman á föstudagskvöld á venjulegum stað og tíma. Hafið samband við skriístofuna, sími 1-71-02. —■ Sprunga Frh. af bls. 1. sáttir um orsakir þessara stóru sprungna, sem liggja eftir miðj- um úthöfunum, en nýjasta kenn- ingin er að upp um þessar rifur velli vegna meiri hita og þrýst- ings stöðugt berg úr iðrum jarð- ar, eins og hafragrautur sem sýður hægt upp úr og breiðist út á hafsbotni. Meginlöndin fljóti ofan á af því þau séu úr léttara bergi, en þyngra bergið gengur svo aftur niður undir löndunum. Nánar er sagt frá þessu a bls. 3. haldin er í Prag á vori hverju. Það, sem þar bar fyrir augu og eyru, mun seint úr minni líða og hefir ekki verið fullþakkað. Hér er nú staddur enn einn góður gestur úr Bæheimi celló- snillingurinn Frantisek Smetana. Hann hélt í gærkvöldi, ásamt Árna Kristjánssyni tónleika í Austurbæjarbíói fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins, og verða þeir endurteknir í kvöld. Á efnisskranni voru m. a. són- ata í g-moll eítir enska tónskáld- ið Henry Eccles (um 1700), Variations ccnsertantes í D-dúr, op. 17, eftir Mendelssohn og són- ata í e-moll, op. 38, eftir Brahms. Allt eru þctta hrífandi og efn- ismikil verk, og öll sérkenni þeirra nutu sin hið bezta í með- ferð þessara ágætu listamanna. Á síðari hluta efnisskrárinnar voru smærri verk eftir tékkneska höfunda og tveir „spænskir söngv ar“ eftir Joaquin Nin, sem vöktu mikla hrifnmgu áheyrenda. Prófessor Smetana er meistari síns hljóðfæris. Hann hefir öll hin margvísiegu blæbrigði þess á valdi sínu en tæknibrögðin eru honum ekki takmark, heldur að- eins tæki i þjónustu þess við- fangsefnis, sem hann hefir með höndum hverju sinni. Það er eng- in yfirlætisbragur á leik hans, en hæverska hans er eins og þeirra, sem valdið hafa. Það hefir rætzt sú ósk, sem látin var í Ijós hér í blaðinu fyr- ir skömmu, að Árni Kristjánsson yrði framvegis tíðari gestur á tónleikapalhnum en verið hefir um sinn, og er gott til þess að vita. Samieikur þeirra próf. Smetana var nærri undantekn- ingarlaust með ágætum, en Árni hefði mátt opna flygilinn til fulls í sónótunm eftir Brahms, svo veigamikið sem hlutverk píanó leikaians er í því verki. Jón Þórarinsson Aitio, hlaut 63 kjörmenn eða 20.5%. Kjörmenn Rafaels Paasio 13% og Emils Skogs 3%. — Miettunen, forsætisrðáherra Finnlands, lét svo um mælt, er úrslit kosninganna voru kunn orðin, að þær væru mikill sigur fyrir Kekkonen, og sýndu ljóslega hvert traust þjóðin bæri til hlut- leysisstefnu hans. — Dominikanska Framh. af bls. 1. ræði. Benti ýmislegt til þess, að verið væri að reyna að hneppa lýðveldið aftur í fjötra hernað- areinveldis eins og verið hefði á dögum Trujillos. — Kveðst Bandaríkjastjórn ekki sjá fram á annað en að hún verði að endurskoða afstöðu sína til lýðveldisins. — Skammt er um liðið síðan Bandaríkjamenn tóku aftur upp stjórnmálasam- band við lýðveldið. Það var gert á grundvelli þess, að Bala- guer forseti vann að því að tryggja lýðræði í landinu og hafði heitið að fá völdin í hend- ur löglega kjörinni stjórn áður en langt um liði. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins segir, að samkvæmt upp- lýsingum sem stjórnin hafi yfir að ráða megi telja víst, að hinn raunverulegi forystumaður nýju samstjórnarinnar sé Chavarria hershöfðingi, yfirmaður her- mála lýðveldisins. Hafi sá mað- ur náð skjótum frama í stjórn- málaöngþveiti síðustu mánaða og hafi notað sér það til hins ítrasta — til þess að efla valda- aðstöðu sína. Húsbruni í Þykkvabæ Þykkvabæ, 17. jan. UM kl. 6 í kvöld brann viðbygg- ing við bæjarhúsið í Rimakoti til kaldra kola en aðalhúsinu varð bjargað sökum þess að vindur stóð af húsum. Við húsið var gripahús og hlaða, sem einn- ig hefðu verið í hættu ef veðrið hefði ekki verið svona hagstætt. Viðbyggingin, sem er á einni hæð og 80 ferm. að stærð er úr holsteini að útveggjum til en timbur í gólfi, lofti og skilveggj- um. í byggingunni bjuggu Anna Benediktsdóttir og maður henn- ar Páll Hallgrímsson. Innbú mun hafa verið lágt vátryiggt. Viðbyggingin var brunnin til kaldra kola laust fyrir kl. 7 í kvöld. Strax og eldsins varð vart var hringt á slökkviliðið að Hvolsvelli og kom það ekki á vettvang fyrr en 10 mín. fyrir 7 og var þá ekki annað eftir af viðbyggingunni en sprek og rústir. Fyrir nokkrum árum var skipt um tryggingarfélag hér fyr- ir austan og þá lofað að fullkom- in slökkvitæki skyldu verða sett víða. Góður slökkvibíll er á Hvolsvelli en Þykkvibær gæti allur verið brunninn til kaldra kola áður en hann kemur á vett- vang par sem hann þarf að fara 32 km veg. Okkur hér er því ekkert, eða lítið gagn að honum. Loforðin um slökkvitækin koma okkur því að litlum notum. Er eldurinn kom upp stóð vindur, sem fyrr segir af húsum í Rimakoti og tókst því að verja húsið með því að ausa á það vatni úr fötum og rífa veggi við- byggingarinnar frá aðalhúsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá ofni. í Rimakoti búa auk fyrrgreindra hjóna Benedikt Pét- ursson með fjölskyldu sinni, en það var dóttir hans og tengda- sonur sem I viðbyggingunni bjuggu. Lítilsháttar skemmdir Urðu á þaki aðalhússins. Magnús. Keflavík BINGÓ-kvöldin hefjast aftur í kvöld kl. 9 í Aðalveri. Kjör- bingó. Glæsilegir vinningar, þar á meðal sjónvarp, ísskiáp- ur og sjálfvirk þvottavél, — Aðgangur ókeypis. Fug'akvikmynd á kv'ölsZ- vöku FerðafélagsZns FERÐAFÉLAG íslands heldur<®> fyrstu kvöldvöku sína á þessu ári í kvöld í Sjálfstæðishúsinu. Þar verður sýnd kvikmynd sem O. S. Pettingill frá Comellhá- skóla tók hér á landi áirið 1958. Pettingill er víðkunnur fugla- fræðingur og myndatökumaður, sem m.a. dvaldist sumarið áður en hann kom hingað á Falk- landseyjum á vegum Walts Disneys. Sýningartími myndar- innar frá Islandi tekur röskan klukkutíma. Myndir ber með sér að hún er tekin fyrir út- lendinga, en margt í henni ljóm andi athyglisvert og skemmti- legt fyrir íslenzka fuglavini. Þá verður á kvöldvökunni myndagetraun og síðan dans. Kvöldvakan hefst kl. 8. ~y~NA 15 hnútar V 50 hnútor X Snjólcoma f OSi ** \7 Skúrir K Þrumur W':it y; KuUaoM Zs4 Hitoski! H Hm» L Laot NORÐANÁTTIN var ' heldur grynnzt vemlega, en ný lægð að ganga niður í gær,en jafn- var á ferðinni suður af Græn- framt fór heldur kólnandi. xandi. Ekki var þó talið, að Lægðin yfir Skotlandi hafði hún mundi hafa áhrif á veður hér á lancii. — Klögumál Frh. af bls. 1. takist U Thant ekki að finna lausn á vandanum sé innrás óh j ák væmileg. Forystumaður stjórnarandstöð- unnar í Hollandi Jaap Burger sagði dag, að æskilegast væri að Sameinuðu þjóðirnar sendu rann sóknarnefnd til Nýju-Guineu. Ungir sjálfboðaliðar Yfirmaður herstyrks Hollend- inga í Nýju-Guineu J. E. Reeser birti i dag skýrslu um orrustuna á mánudag. Sagði hann, að þrír tundurskeytabátar hefðu sézt á radartækjum hollenzkrar Nep- tune-eftirlitsvélar. Hún hefði fylgzt með siglingu þeirra inn að ströndinni. Þegar þeir hefðu ver- ið komnir inn fyrir 12 mílur, hefðu þeir skotið á vélina. Kom þá hollenzkt skip á vettvanig og lauk viðureign skipanna svo, að a.m.k. einum tundurskeytabáU var sökkt. Fimmtíu menn voru. teknir til fanga og segir Reeser, að það hafi ekki verið fuUþjálf- aðir hermenn heldur flestir ung- ir sjálfboðaliðar. Hinir hand- teknu hefðu upplýst, að þeir hefðu átt að komast á land í eynni og búa um sig í skógunum og valda þeim spjöllum, er þeir gætu. Ekki töldu þeir sig geta staðhæft, hvor aðilinn hefði byrjað — hafið skotárásina á mánudag — sögðu að þar mætti vart á milli sjá. Þá var tilkynnt í Djakarta í dag, að Egyptar hefðu heitið því að banna Hollendingum umferð um Suez-skurðinn ef til vopn- aðra átaka kæmi í Nýju-Guineu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.