Morgunblaðið - 18.01.1962, Page 23
Fimmtudagur 18. jan. 1962
MORGTJNBLAÐIÐ
23
Augnablik, meðan
ég fer í frakkann
Stykkishólmi 17. jan.
Strandferðaskipið Skjald-
breið liggur nú hér og er
verið að kanna skemmdir
þess. Kafari í varðskipinu
Óðni fór niður og kannaði
botn skipsins seinni hluta
dags í dag. Fann hann tals-
verða rifu á botni þess en
gat ekki lokið fullnaðar at-
hugun, en komi hins vegar
í Ijós að skemmdir skipsins
séu ekki meiri en hér um
ræðir er gert ráð fyrir að
hægt verði að þétta skipið
hér á morgun svo að það
geti haldið til Reykjavíkur
til frekari viðgerðar.
Sjópróf verða að Ifkindum
ekki hér vestra, en bíða þair
til skipið kemur suður
„Hélt ég svo upp, Gg þegar
ég kem upp á dekk, hallast
skipið töluvert, þannig að
sjórirm er að koma upp á
dekkið og er kominn upp fyrir
lunningu. Dettur mér í hug
að skipið setli nú að súga á
hliðina, því hallinn var orð-
inn nokkuð mi'kill, en allt í
einu losnar það af skerinu,
og þá er látið út akikeri, og
skipið rétti sig af. En þegar
ég kom upp, voru gúmmíibát-
arnir horfnir og sá ég ekkert
til beirra. Höfðu þeir slitnað
frá en mér var sagt þetta allt
á eftir. Ég var rólegur, fann
hvorki til hræðslu eða sjó-
veiki. Farangur minn var
frammi undir hvalbak, vel
geymdur og hafði ég enga á-
stæðu til að óttast um hann,
því að þar var þurrt. Verst
var að ljósin slokknuðu strax
enda bilaði rafmagnið, og tafl-
an brann yfir.
Sá elzti 88 ára.
Elzti maðurinn um borð í
Skjaldlbreið var Sveinn Jóns-
son, frá Flatey, en hann er nú
88 ára. Var hann að korna frá
Reykjavík, þar sem var í heiim
sókn hjá kunningja sínum
yfir jólin.
Þegar skipið tók niðri var
hann langt kominn að klæða
sig, Kveðst hann hafa verið
rólegur, enda vanur sjómaður.
Rétt á eftir kemur til hans há-
seti og segir honum að skipið
sé að sökkva.
Augnablik á meðan ég fer
í frakkann.
„Augnablik, á meðan ég fer
í frakkann", sagði hann þá.
Allt ljóslaust.
Engin ljós höfðum við í nótt
nema gasljós og vasaljós, en
ég var allan tímann um borð
í Skjaldibreið, sat í brúrmi hjá
skipverjum. Dálítið óneeðis-
samt en annars ágætt. Ekki
var kalt þarna, þvi olíukynd-
ingin var í lagi Og kokkurinn
gat eldað allan mat handa
okkur, og skipverjar höfðu
ekki við að gera mér allt sem
þeir gátu til þægðar. Þess
vegna er ég ekkert eftir mig
og ætla nú að fara upp í sveit,
til vinar míns Sveinbjarnar á
Staðarbakka, og eyða með
honum kvöldinu. Bíð svo ró-
legur þangað til ég fæ ferð í
Flatey.“
WMMNHNWHMNNMHMNHNf
— Gular illhærur
Framh. af bls. 24.
á Hólum, að þeim hefði ekki
veitt af þessu námi, því þeir
hefðu í einum rekstrinum tekið
ráðin af fer.ystusauð, sem fyrir
hópnum fór og lentu í hálfgerð-
um vandræðum með féð fyrir
vikið.
Undarleg afstaða
Stefán sagði að sér hefði komið
afstaða nemendanna til til-
raunastarfseminnar á óvart, þótt
hann vilji á engan hátt
taka afstöðu til deilu nem-
enda og skóla. Kveðst hann
hafa haldið að þeir, sem væru
við búfræðinám og ætla má að
hyggi á búskap, hafi áhuga á að
kynnast af eigin raun tilrauna-
starfsemi í sauðfjárrækt. Því bet-
ur sem nemendurnir kynnast til-
raununum, meðan þeir eru við
nám, þeim mun auðveldara reyn-
ist þeim að notfæra sér niður-
stöður þeirra þegar út í búskap-
inn er komið.
Stefán lét þess getið að hægt
væri að framkvæma þessar til-
raunir án allrar hjálpar nem-
enda, en það hefði verið talið
þeim hollt námsins vegna að
vinna þessi störf.
Þess skal getið, sagði Stefán,,
eð margir beztu bændur landsins
eru búfræðingar. Á búnaðarskól-
unum hafa þeir lært að tileinka
sér nýjungar og á þeim byggjast
allar framfarir í búnaðli. Því
hlýtur það að vera hlutverk
bændaskólanna nú eins og áður
að kynna nemendum sem bezt
allar þær nýjungar í búskap, sem
geta komið þeim að gagni síðar.
Eofsverður áhugi skólastjóra
Ástæðan fyrir því að þessar
tiliraunir eru staðsettar á Hólum
eru margar, sagði Stefán. Hin
fyrsta sú að Gunnar Bjarnason
skóiastjóri sýndi mjög mikinn og
lofsverðan áhuga á tilraunum
með að bæta gæði ullar og gæra
og Dauð Atvinnudeild Háskólans
aðstöðu til að framkvæma þess-
ar tilraunir a sauðfé skólabúsins.
Búið er i eigu ríkisins og ríkið
ber aukakostnað af tilraunastarf-
sen.mni þegar um hann er að
ræða, en ekki er nema eðlilegt
að rekstur ti'raunabús sé dýrari
en venjuiegur búrekstur m. a.
vegna hins mikla eftirlits og
verknatni, sem tilraunirnar kref j-
ast. Þá helir ekki fram að þessu
gefist aðstaða til tilrauna sem
þessara nema að takmörkuðu
ieyti. Ein meginástæðan til þess
að Hólar urðu fyrir valinu er
einmitt fræðslugildi það sem þess
ar tilraunir hafa fyrir nemend-
urna.
Ræktun alhvitrar ullar
Tilraumr þessar felast í því að
reyna hversu auðvelt er að rækta
fjárstofn með alhvíta ull alger-
lega lausa við gular illhærur og
önnur dökkleit hár. Gular ill-
hærur eru mesti gallinn á ís-
lenzku u.llimíi og íslenzku gær-
unum. Ef hægt væri að útrýma
þessum göllum með kynbótum
myndi verömæti þessara vara
sennilega aukast um milljónir kr.
árlega. Maigir hafa illan bifur
á glámhvítu íé og mjög bjartleitu.
Þarna verður gerður samanburð-
ur á afurðahæfni þess fjár og
hins, sem gult er á haus og fót-
um og eitthvað gult á belg.
Ennfremur verður reynt að
rækta upp á Hólum gráan fjár-
stofn með eftirsóttum gráum lit
og góðu ioöskinni. Þá er verið að
rannsaka hvernig ýmis afbrigði
af flekkóttun. lit erfist og í fram
haldi af því verður reynt að
rækta upp stofn af baugóttu og
blldóttu íé, sem gefur dropóttar
gærur. Þær gærur hafa verið
eftirsóttar á húsgögn, en mjög lít
ið er vitað une hvernig hægt er
að rækca fé með þeim einkenn-
um.
Þessi mynd var tekin í gær inni í EUiðaárvogi af bíl, sem
mannlaus hafði runnið þar niður í fjöru. Bíllinn hafði verið
skilinn eftir á hálku.
— Atlantshafsbotn
Framhald af bls 3.
en þair sem löndin eru úr
léttari bergtegundum, þá
fljóti þau ofan á mótunum.
Gert er ráð fyrir að bergið,
sem upp kemur, komi úr stór-
um geymum í jörðinni. Slíkir
geymar geti þOrrið og byrjað
aftur á víxl. Þeitta mundi m,a.
skýra hvers vegna aðeins
finnst tiltlöluiiega ný botn-
leðja. Og eins segulstefnu ým-
issa gamalla bergmyndarma,
sem híljóta að hafa hreyfzt frá
því þær kólnuðu. Það mundi
líka gefa skýra skýringu á því
að segulskautið virðist ekki
alltaf hafa verið á sama stað.
Rannsóknir í gangi.
Atlantshafshryggurinn ætti
þá að vera tiltölulega gamalt
fyrirbrigði, segir í grein Ob-
servers en sprungan í hon-
um enn virk. Til þess bend-
ir það að nær allir jarð-
skjálftar sem verða á Atlants-
hafssvæðinu verða meðfram
þessarri sprungu. Aftur á
móti gæti sprungan í Kali-
fomíuflóa, sem er framhald
af Austur- Kyrráhafssprung-
unni, verið tiltölulega ný og
þá hugsanlegt að hún ætti
eftir að kljúfa Los Angeles og
San Francisco frá meginland-
inu og senda landsvæðið fljót-
andi í vesturátt. Einnig er
hugsanlegt að sprungan í Ind-
landshafi, sem gengur inn í
Afríku, eigi eftir að kljúfa úr
vestftirströnd álfunnar. Stór
alþjóðlegur Indlandshafsrann-
sóknarleiðangur er um það
bil að leggja upp í rannsókn-
arferð þangað og má vœnta
einhverra fregna af þessu frá
honum. Einnig standa fyrir
dyrum rannsóknir á Seydhell-
es-eyjum, en það eru einustu
eyjarnar sem til eru úr gran-
iti, og er talið líklegast að þær
séu brot sem eftir hefur orðið,
þegar Indland og Suður-
Afríka klofnuðu og fluttu sitt
í hvora áttina. Ennfremur hafa
Bandaríkjamenn stórkoistleg-
ar ráðagerðir um boranir í
haflsbotninum, til að ganga úr
skugga um hvort botninn er
tiltölulega ný jaæðmyndun.
Þannig beinast rannsóknir
nú mjög að hafsbotninum,
hryggjum og sprungum sem
þar eru, með það fyxir augum
að fá staðfestingu á kenning-
unni um að löndin séu á floti
og jörðin alltaf að breyta sér
eftir ákveðnum reglum.
— Togarinn
Framhald af bls. 24
var vélin síðan sett í gang. At-
huguðu þeir Héðinsmenn við það
tækifæri tvo mæla, sem þeir
töldu eiga að nægja til þess að
ganga úr skugga um að smurn-
ingur væri á vélinni og virtist
allt vera í lagi samkvæmit þeim.
Við nánari athugun, meðan vélin
gekk, benti þó ýmislegt til þess
að ekki mundi allt með flelldu
varðandi smurninginn. Tóku þeir
félagar, sem voru einir um borð
í togaranum, m.a. frá lítið rör,
sem smurningur átti að renna
um, en það reyndist þurrt. Stöðv-
uðu þeir þá vélina samstundis.
Við nánari eftirgrenmslan kom
i síðan í ljós, að lökað var fyrir að-
j rennslisventla, sem annar þeirra
Héðinsmanna, sem kunnugur er
'meðferð slíkra véla úr togaranum
Frey, taldi að alla jafna mætti
ganga út frá sam vísu að stæðu
opniir. Síðar um daginn kom verk
stjóri frá Héðni um borð í tog-
arann og eftir það eða um fimm-
leytið, einnig útgerðarstjóri skips
ins. Var þá búið að taka lok frá
einu sveifarhúsi vélarinnar og
rauk þar úr.
í»ess miá geta, að við yfirheyrsl-
urnar kom fram að undir eðli-
legum kringumstæðum hefði
öryggiskerfi vélar skipsins átt að
gefa frá sér hljóðmerki, þegar
ekki reyndist þrýstingur á
smurningskerfinu. Slikt aðvör-
unarmerki mun hinsvegar ekki
hafa heyrzt, og upplýstist ekki
við réttarhöldin af hverju það
stafaði. Áður hafði kerfið hins-
vegar reynzt vera tengt og í lagi.
Við yfirh eyrslurn ar kom upp
ágreiningur um það hvort í verk-
beiðni frá forráðamönnum skips-
ins hefði verið gert ráð fyrir að
startfsmeriin Héðins önnuðust gang
setningu aðalvélarinnar auk um-
ræddra viðgerða. Taldi annar af
starfsmönnum Héðins um borð í
skipinu að hann hefði rætt við
verkstjóra sinn uim óskir út-
gerðarstjóra þar að lútandi, og í
því samtali ekki skilizt annað en
gangsetning mætti fara fram.
Bæði verkstjóri og yfirverkstjóri
telja hinsvegar að hvorki hafi
verið flonmlega farið fram á slíkt
af hálfu útgerðar skipsins né
þeir gefið saanþykki til gangsetn-
ingar á aðalvélinni. — Við sam-
prófanir í lok réttarhaldanna hélt
hver aðili fast við sinn fraimburð
og tókst því ekki að eyða þessum
ágreiningi.
Matsmenn hafa verið tilnefnd-
ir að meta skemmdirnar á vél
skipsins.
QHMHlhQHlHlHMHlHlHÚ
Bridge
4HÍHMHMHMHtHMH&
í KVÖLD hefst hjá Bridgesam-
bandi íslands tvímenningskeppni,
sem verða mun fimm umferðir.
Spilað mun á fimmtudagskvöld-
um í Skátaheimilinu við Snorra-
braut, Og er öllum heimil þátt-
taka. Verðlaun verða reitt þrem-
ur efstu pörunum.
í næstu viku mun hefjast á
vegum Bridgesambands íslands
námskeið, þar sem kennd verða
undirstöðuatrði í sögnum og úr-
spili. Kennari verður Hjalti
Elíasson, og mun hann nota sýn-
ingartjald sitt, sem vakti mikla
athygli. Námskeiðið mun fara
fram í matsal Sjómannaskólans
Og standa yfir 5 kvöld, þ. e. á
miðvikudagskvöldum. Þátttöku
ber að tilkynna til Hjalta Elías-
sonar í síma: 2-4690. Þátttöku-
gjald fyrir allt námskeiðið er kr.
100,00.
Þriðja umferð sveitakeppni
meistaraflokks hjá Bridgefélagi
Reykjavíkur fór fram s.l. þriðju-
dagskvöld, og urðu úrslit þessi:
Sveit Elínar vann sveit Brands
93—84 (4—2).
Sveit Júlíusar vann sveit Þor-
steins 91—66 (6—0).
Sveit Agnars vann sveit Egg-
rúnar 138—73 (6—0).
Sveit Jóhanns vann sveit
Stefáns 134—82 (6—0).
Athugasemd
frd hreppsnefndinni
í Höfnum
Út af smóklausu í Mbl. 10 jan.
sl., þar sem í samtali við Svein
Jónsson kemur fram að atvinnu-
horfur séu enn slæmar í Höfnum,
og hafi undanfarið verið svo,
tímabundið undanfarin ár, þá
viljum við taka eftirfarandi
fram:
Sveinn segir að fundur hafi
verið haldinn í verkalýðsfélagi
hreppsins s.l. sunnudag, og þang-
að boðið hreppsnefnd en hún
eigi látið sjá sig. Átti m.a. að
ræða um frystihúsið.
Þegar hreppsnefnd fékk fund-
arboð þetta, ákvað hún að halda
almennan fund um hraðtfrysti-
hússmálið, þar sem hreppsbúar
gætu mætt, félagar verkalýðsfé-
lagsins sem aðrir. Um þetta fékk
flormaður félagsins, Sveinn Jóns-
son, að vita, daginn eftir að
hreppsnefnd ákvað fundinn, og
áður en fundur verkalýðsfélags-
ins var haldinn.
Fram kemur í klausunni, að
hreppsnefnd hafi lítið sinnt ráða-
gerðum Árna Hólm um rekistur
frystihússins og útgierð á bátum,
m.a. neitað honum um ábyrgðir,
hann hafi þó þegar gert út bát,
— „og hyggst fá annan. Hrepps-
nefnd hefur neitað um ábyrgð til
þeinra kaupa,“ segir orðrétt í
greininni
Út af þessu verður ekki hjá því
komist að minna á, að veitt
hreppsábyrgð fyrir skuldbinding- ■
um, sem nema mörgum hundruð-
um þúsunda króna, er mieira en
nafnið eitt fyrir fámennt hirepps-
félag. Að okkar dómi hefur Arni
því miður ekíki gert grein fyrir
fjárhagsmöguleikum sínum til
þess að geta tekið að sér þann
rekstur sem hér um ræðir. Er
þetta ekki sagt honum til lasts.
Eins og kunnugir vita, hefur Ámi
enn engan bát gert út í Höfnum,
ser.i þó er leitazt við að segja í
klausunni, en bátur sá sem hann
mun hugsa sér að gera út þaðan,
er enn í slipp í Reykjavik. Og
gagnstætt því, sem þar segir líka,
hefur hreppsnefndin á fundi í
dies. s.l. samþyktet að veita hon-
um hreppsábyrgð kr. 178.000.00
til bátakaupa, að sjálfsögðu ekki
skilyrðislaust, en skilyrðunum
hefur hann enn eteki getað full-
nægt. — Rétt er að geta þess, að
Einar Sigurðsson í Bvík er eig-
andi hraðfrystiihússins í Hafn-
um.
Hreppsnefnd Hafnahrepps.
& '
— Agreiningur
Framhald af bls. 10.
alleiðtogi kommúnista í Vest-
ur-Evrópu, og er hann því
skiljanlega ekkert áfjáður 1
þá breytingu.
„BRJÁLAÐUR MAÐUR"
Langt er frá því að eining
ríki innan sjálfs flokks Togli-
attis á Ítalíu. Kommúnisti
nokkur í Genúa hélt nýlega
ræðu og lýsti því yfir. að
Krúsjeff væri „brjálaður mað-
ur, sem ætti heima í vitlausra
spítala“ — en það er alls ekki
sú skoðun, sem Togliatti hef-
ur haldið fram opinberlega.
Borgarstjórn kommúnista í
þorpinu Muggia í Trieste hér
aði samþykkti nýlega tillögu
um að mótmæla kjarnorkutil-
raunum Rússa.
Það er einnig annað, sem
hrjáir Togliatti. Flokksmeð-
limum fækkaði á árinu 1961
um 60.000 og eru nú 1.728.000
en voru þegar flest var árið
1954, 2.200.000.
Kommúnisminn, eins og
ítalir sjá hann, er hvorki hér
né annarsstaðar í heiminum
sú eimngaialda framtíðarinn-
ar, sem iiann eitt sinn virtist
vera. ÞaO er staðreynd að
mörgum v.-rðist hann einhvern
veginn orð nn úreltur í núver-
andi biómgun Vestur-Evrópu.