Morgunblaðið - 20.01.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 20.01.1962, Síða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 20. jan. 1962 í Cuxhaven ÍSLENZKU togararnir hafa nokkuð gert að því undanfar- ið að sigla til Vestur-Þýzka- lands með ísvarða síld. Síld þykir herramannsmatur í Þýzkalandi, eins og raunar víðar, og hefur fengizt ágætt verð fyrir hana þar. Fyrir nokkru landaði togar- inn Neptúnus síldarfarmi i Cuxhaven og fékk Mbl. ijós- myndara til að fylgjast með lönduninni. Birtast myndirn- ar hér á síðunni. Síldinni er landað í körfum, sem sveiflað er upp á bryggj- una. Þar er tekið á móti körf- unum og þær dregnar að vigt. Síldin er síðan vigtuð í 50 kg. kassa, sem ekið er inn á markaðsgóifið, og raðað í margfaldar raðir. Löndunin hefst venjulega seint á kvöld- in og henni er lokið fyrir fyrsta uppboð kl. 6 um morg- uninn. Þá er síldin seld hæst- bjóðanda í snr.áum og stór- um skömmtum. Neptúnus landaði 245,6 tonn um af síld. Það voru með öðr um orðum 4912 50 kílóa kass- ar af Íslandssíld, sem seldir voru í Cuxhaven þennan morgun. Og verðið var ágætt, að meðaltali um kr. 5,30 fyr- ir hvert kíló. En hér heima mun síldin hafa kostað kr. 1,57. Alls fékk Neptúnus 120.195 mörk fyrir farminn eða kr. 1.295.000,00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.