Morgunblaðið - 25.01.1962, Síða 16

Morgunblaðið - 25.01.1962, Síða 16
16 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 25. jan. 1962 Barbara James: 9 Fögur og feig enda var hann laglegur og kunni að koma fram, en vantaði hins vegar neistann, sem hver leikari þarf að hafa, til þess að geta skapað hlutverk. En vitanlega viðurkenndi hann þetta aldrei sjálfur. Þessvegna öfundaði hann stöðugt hina, sem eitthvað hafði Orðið ágengt. Hann hélt því stöðugt fram, að örlögin væru að leika hann grátt og að hann þyrfti ekki nema almennilegt fækifæri þá væri hann sam- stundis orðinn stjarna. En raun- 'verulega hafði hann átt eins mörg tækifæri og hver annar ungur leikari. Ég hef verið að ganga milli umboðsmanna í dag, sagði hann. Og orðið nokkuð ágengt? Ekki mikið. Auglýsingamynd fyrir sjónvarp í næstu viku — það er allt og sumt. Jæja, gangi þér vel... .ég verð að flýta mér. : Nei Rosaleen þér liggur ekkert á — er það? Jú, ég.... Mér sýndist enginn asi á þér, Ég á að hitta Lísu í Greninu — það er rétt hinumegin við hornið hérna. Hún er sjálfsagt farin að bíða eftir mér. Mig langar að sýna þér hana. Þegar hann minntist á nýju konuna sína, var eins og hann yrði hreinskilnari og geðugri. Því miður, Tony..en seinna.. Þú vilt kannske ekki hitta hana? Ég varð strax vör við við- kvæmni hans. — Jú vitanlega vil ég það, en..... Þú getur alltaf séð af tíu mín- útum. Ég lofaði honum að teyma mig inn í kaffistofu í Soho. Ég gat ekki sagt honum hversvegna, en ég var alls ekki upplögð til að tala við neinn núna. Þessi kaffistofa hefur kannske verið nýtízkuleg fyrir nokkrum árum, en nú var hún að minnsta kosti farin að láta á sjá. Stúika stóð upp frá borði þarna inni og kom til okkar. Tony kyssti hana. Fyrirgefðu, ð ég læt þig bíða, elskan. Ég tafðist. Þetta er hún Rosaleen, konan hans Rory Day — þetta er hún Lísa mín, sagði hann hreykinn. Hún brosti feimnislega og við heilsuðumst. Við settumst við borð og Tony pantaði te. Hann hélt uppi fjör- íegu skrafi en stúlkan var þögul, og hvað mig snerti, þá fannst mér óhugsandi að þau sæju ekk- ert athugavert við mig. Líklega hefur mér einhvernveginn tekizt að láta ekkert á neinu bera. Lísa var dökk yfirlitum, með dökkt, slétt hár, flauelsgljáandi brún augu og Ijósan hörundslit, sem var næstum fölur. Hún var í dökkbrúnni kápu. Hún var lítt áberandi. Ekki beint lagleg og algj öriega iaus við allan hégóma- skap í klæðaburði, en eitthvað var nú samt við hana — mér datt helzt í hug lýsingarorð eins og ósvikin. Ég hafði það á vitund- inni, að hún gæti aldrei annað verið en hún sjálf, og það var sannarlega ólíkt Tony,' eins og ég þekkti hann. _ _ . Mamma hans Tony talaði um yður, þegar hún kom að heim- sækja okkur. Hún alveg tilbiður yður, sagði hún við mig. Við erum líka hrifin af henni. Hún var svo góð -við mig. Ég hafði verið svo hrædd upi, að hún væri móðguð af því að við giftum okkur án þess að tala við hana. Mér finnst nú, að þið hefðuð átt að gera það. Þetta gerðist svo fljótt, sagði Lísa og leit aðdáunaraugum á Tony. Við höfðum ekki þekktzt nema mánaðartíma. Ég fór að velta því fyrir mér, hvernig þetta myndi fara hjá þeim. Ég hefði nú ekki spáð neinu góðu um það, en hinsvegar var Tony svo góður og nærgæt- inn við hana, að það var alveg furðulegt — það var alveg ólíkt þeirri hrokafullu framkomu, sem hann var vanur að sýna stúlkum. Vandy er stórhrifinn nú þegar hún er búin að hitta yður. Þú ættir nú að heimsækja hana oft- ar framvegis, Tony, hún hefði svo mikla ánægju af því. Tony var vanur að láta langa tíma líða án þess að hafa nokk- urt samband við móður sína. Vitanlega. Ég er líka frelsaður á fleirum sviðum en einu — til- vonandi fjölskyldufaðir... .eða hvað, elskan? Hann greip hönd Lísu. Þó því aðeins að ég nái mér í einhverja atvinnu. Það er eins og það sé ekki mikil eftir- spurn í biíl eftir mönnum af minni gerð. Nú kom gamla beizkjan aftur í röddina. Ég fæ eitthvað að gera í Lond- on. Þetta fer allt einhvernveg- inn, sagði Lísa, vonglöð. Ég ætla nú ekki að láta kon- una mína vinna fyrir mér. Það brá íyrir ofurlítilli þjózku í svipnum um leið og orðin voru töluð. Ég er líka viss um, að þú þarft þess ekki. Þið verðið að koma. ogheimsækja okkur. Ég veit, að Rory hefði gaman af að sjá hana Lísu. Ég er búin að segja Vandy að bjóða ykkur heim. Okkur þætti gaman að koma, ekki sízt þar sem þú ert nú búin að bjóða okkur líka. Mér fannst einhver áherzla liggja á þessum orðum hjá Tony. Enda þott hann væri því feginn, að móðir hans hefði öruggt fram færi, þá held ég hann hafi aldrei verið hrifin af því, að hún skyldi vera í okkar þjónustu. Hann gat aldrei gleyrtxt því, að einu sinni varð það Rory, sem var á atvinnu leysisstyrk og var feginn að fá hjálp frá upprennandi ungum manni í fjölleikasýningunum í West End. Honum hefur sjálf- sagt fundizt það ómaklegt, að Rory skyldi hafa lent í þessum uppgangi, en hann sjálfur varla hreyfzt úr stað. Ekki sízt þegar hann hélt því nú líka fram, að þetta hefði allt saman verið hundaheppni. Hann vildi aldrei viðurkenna, að hann hefði ekki hæfileikana til að verða stjarna, enda þótt hann hlyti nú að hafa einhverja hugmynd um það, innst inni. Hringdu í mig þegar þú átt frí á sunnudegi — auðvitað verður það að vera sunnudagur >— og komið þið þá og verið allan dag- inn. Hver veit líka nema kann- ske Rory gæti útvegað þér eitt- hvað að gera. Ég hlýt að hafa verið eitj,hvað 'biluð. Þarna sat ég og talaði rétt eins og ekkert væri um að vera. Rétt ems og allt yrði óbreytt frá því, sem nú var — að víð færum að hafa sunnudagsgesti. Rétt eins og ég hefði aldrei komið inn í Axminsterhúsið! Ég lesnaði loksins og þau inn í símaklefa, þarna rétt hjá. Ég hringdi í íbúðina. Ég heyrði hringinguna hinumegin, tilbreyt- ingarlausa og hljómlausa. Ég hélt áfram að hringja, löngu eftir að ég vissi, að enginn myndi svara. Ennþá var þarna enginn til að svara — enginn lifandi. Nú orðið var það ótrúlegt, að Rory mundi koma heim í íbúð- ina áður en hann færi í leikhúsið. Hvað átti ég að gera? Fara til Leós og segja honum alla sög- una? Fara í leikhúsið og bíða þar eftir Rory? Ég gerði hvorugt. Ég fór heim. Vandy var nýbúin að koma krökkunum í rúmið. Hún varð hissa að sjá mig. Ég hélt þú myndir bíða og verða Rory samferða heim sagði hún. Ég hætti við það. Ég borðaði með Leó og fór svo í búðir og hér er ég komin. Ég kom ekki einu sinni í íbúðina.... Aftur voru þessi óþarfa orð komin út úr mér, rétt eins og ég væri að telja mér trú um þetta. Vandy setti upp vandræðasvip. Já, e-n ég hélt þú ætlaðir.... Ég talaði um það við Leó og svo snerist mér hugur, flýtti ég mér að taka fram í fyrir henni. Þennan Leó- sagði hún með fyrirlitningu. Hringdi Rory nokkuð heim? Nei, góða mín. Er eitthvað að? Þú ert alveg eins og utan við þig. Hún horíði á mig með kvíðasvip. Nei, það er allt í lagi með mig. Ég hitti Tony í borginni. Svo töluðum við um Tony og Lísu og hún varð fegin, þegar hún heyrði, að ég hefði boðið þeim heim. Ég fór í hvítan innislopp og kveikti á rafmagnsofninum í svefnherberginu mínu, enda þótt nægilega heitt væri fyrir, en mér fannst einhver huggun í eldinum. Svo settist ég í stól við ofninn og gat nú fyrst hugsað í ró og næði. Ef enginn væri búinn að finna Crystal í íbúðinni mundi hennar verða saknað þegar leiksýningin ' ætti að hefjast. Einhver mundi hringja til hennar án þess að fá svar. En enginn mundi taka sér það sérlega nærri, þar sem önn- ur væri fyrir til að taka að sér hlutverkið. En Rory yrði áhyggju fyllri en hitt fólkið, hugsaði ég með gremju. Ef Rory kæmi beint heim á eftir, eins og hann var búinn að segja, myndi enginn koma í íbúð- 'ina fyrr en á morgun, og það þýddi sama sem, að þvottakonan myndi finna Crystal. Kannske væri það líka það bezta — ef nokkuð gæti kallazt bezt. Hversvegna hafði Crystal fram ið sjálfsmorð? Hafði henni lent saman við Rory? Og hversvegna hafði þeim Jent saman? Kannske hafði hann sagt henni, að hann elskaði hana ekfei. Kannske var það myndin í blaðinu í morgun.. var ekki lengra síðan?.. sem hefði komið honum til að átta sig. Kannske hafði hann reynt að slíta sambandi þeirra. Ef svo væri hafði hún komið fram hefnd — hræðilegri hefnd, sem myndi fá honum samvizkubits það sem eftir væri ævinnar. Og svo áhrif- in, sem það myndi hafa á fram- tíð hans. Ef hjónaskilnaður væri skaðlegur, þá var þetta fullkom- in eyðilegging, slíkt hneyksli var það. Hin glæsilega Crystal Hugo fundin myrt í svefnherbergi Rory Day! Það yrðu endalokin á átrún aðargoði barnanna, skopleikaran ’ um Rory Day! En hversvegna var hún ein I íbúðinni Og hvaðan kom þessi skammbyssa? Gekk hún kannska með hana í handtöskunni sixmi? Slíkar spurningar komu í langri halarófu gegn um huga minxx. En innan um þennan hrylling læddist skammarleg tilfinning léttis. Crystal var dauð. Rory mundi snúa sér að mér aftur og hann þarfnaðist mín Og jafnvel þótt atvinna hans færi í súginn. Við gátum byrjað aftur og verið hamingjusöm, rétt eins og forð- um. . , En um leið og ég var að hugsa þetta, vissi ég, að ég var a<5 blekkja sjálfa mig. Það er ekki hægt að fara aftur á bak, heldur verður að haida áfram. Og ura alla framtíð mundi skugginn af Crystal Hugo verða milli okkar. SBtltvarpiö Fimmtudagur 25. Janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón» leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —. 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.00 „Á frívaktinni", sjómannaþáttuf (Sigríður Hagalín), 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16.00 Veður* íregnir, — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar), 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð« rún Steingrímsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. ■— 18.30 Lög ÚT kvikmyndum. 19.00 Tilkynningar. — 19.30. Fréttir. 20.00 Um efnafræði; VI, þáttur Af* staða genanna (Dr. Sturla Frið« riksson). 20.15 Tónleikar: Þýzkir listanienn leika og sygnja létt lög. 20.30 Erindi: Þorlákur O. Johnson og íslenzk kvenréttindahreyfing (Lúðvík Kristjánss. rithöfundur), 21.00 Tónleikar Sinfóníuhlj. íslands í Háskólabíói, fyrri hluti. Hljóm« sveitarstjóri: Jindrich Hohan. Einleikari á knéfiðlu: Fran« tisek Smetana a) Svíta um íslenzk þjóðlög eítir Hallgrím Helgason. b) Konsert í h-moll fyrir kné« fiðlu og hljóms. eftir Dovrák, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestu,r: „Regn“, smásaga eftir Ingimar Erlend Sigurðsson (Birgir Sigurðsson). 22.25 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). — 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 26. Janúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfi ..i. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón-. leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9 20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.15 Lesin dagskrá næstu viku^ 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. Tónl. — 16.00 Ve5urfr. — Tónl, — Fréttir. — Endurtekið tónlist-* arefni). 17.40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18.00 „I>á riðu hetjur um héruð'*: Guð-* mundur M. Þorláksson segir frá Kjartani, Bolla og Guðrúnu. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Harmon* ikulög. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20.05 Efst á bar^i (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XI: Gérard Souzay syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Dr. Broddi Jóhann* esson les kvæði eftir Sveinbjöm Egilsson. 21.10 Samleikur á fiðlu og píanó (Louis Gabowitz og Harriet Parker Sal-* erno leika): a) Sónata í A-dúr op. 2 eftiff Vivaldi. b) Sónata í G-dúr op. 70 eftir Haydn. 21:30 Útvarpssagan .Seiður Satúmusar* eftir J.B. Priestley; VII. (Guð* jón Guðjónsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Fjárhagur Sameinuðu þjóðanna (Hannes Kjartanssoa aðalræðismaður). 22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón« list. a) Vladimir Ashkenazy leikur píanósónötru nr. 3 í h-moll op, 58 eftir Chopin. b) Teresa Stich-Randall syngur aríur eftir Mezart. c) Konunglega filharmonlusveit# f Lundúnum leikur lýrfska svítu op. 54 eftir Grieg; George Weld« on stj. 23.25 Dagskrárlok, Ég er svo áhyggjufull, því maðurinn minn er farinn að borga skattana með ánægju. * X- X- GEISLI GEIMFARI X-X-X- •— í>ér er óhætt að koma út Pét- — Við lékum laglega á þá læknir! — Vertu ekki hræddur læknir. í ur. Geisli og lögreglan eru íarnir. — Ég vona það! • kvöld drepum við Lúsí Colby! — í kvöld?! t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.