Morgunblaðið - 30.01.1962, Síða 3
Þriðjudagur 30. jan. 1962
MORGUlVIiLAÐlÐ
3
STMtSTEIMR
Svar Hannibals
Þessi ljós við brautarendann sjást í gegnum dimma þoku. Perurnar eru 3 millj. kerti og og ljósglampinn á hverri peru
varir aðeins einn 5000 hluta úr sek.
Þegar flugvél lendir í Keflavík
Á sunnudaginn hneykslast syst-
urblöðin, Þjóðviljinn og Tíminn,
nrjög yfir því, að Morgunblaðið
hafi ekki birt svar Hannibals
Valdimarssonar við ásökunum
um, að hann væri áhugalaus um
framgang eigin tillagna um raun
haefar kjarabætur, en hefði þess
í stað leitað á náðir ríkisvalds-
ins. Sannleikur-
inn er sá, að
Morgunblaðið
birti þau orð
bréfs Hannibals,
sem hann sjálfur
undirstrilkar, þ.
e. að hann væri
„heilshugar fylgj
andi því, sem í
umræddri til-
lögu er farið fram á,“ eins og orð
rétt sagði í bréfi hans og grein
Morgunblaðsins. Hinsvegar hafði
Morgunblaðið annað við rúm sitt
að gera en birta hugleiðingar
Hannibais Valdimarssonar um
allt önnur efni, enda hefur hann
sitt eigið málgagn til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Greinin
í Moskvumálgagmnn
Þá er það einnig athyglisvert,
að sama dag og Hannibal ritar
nefnt bréf sitt, birtir hann grein
á forsíðu kommúnistablaðsins
með mynd af sjálfum sér, þar
sem engu orði er vikið að þings-
ályktunartillögunni, sem hann
flutti ásamt Eðvarð Sigurðssyni
og fleirum, en hins vegar mörg
orð höfð um tillögur þær, sem
hann skömmu síðar bar fram við
ríkisstjómina. Ætti naumast að
þurfa frekar vitnanna við nm
brotthlaup hans frá tillögunum,
eða a.m.k. lítinn áhuga fyrir fram
gangi þeirra. Því miður verður
Morgunblaðið af báðiun þessum
ástæðum að árétta þá skoðun
sína, að þingsályktunartillagan
hafi verið flutt í áróðurstilgangi
og flutningsmennirnir hafi treyst
því, að hún yrði felld og þeir
þyrftu þannig aldrei að standa
við orð sín. En vissulega mundi
það gleðja Morgunblaðið, ef
þessi skoðun þess væri röng og
kommúnistar stæðu að heil-
brigðri samvinnu um raunhæfar
k jarabætur. Á næstunni mun það
máll skýrast. Nefnd sú, sem þing-
ið kaus til að rannsaka þetta inál,
er þegar byrjuð að starfa og
framundan er 4% launahækkun
Ísjálfkrafa, svo að verkalýð gæti
undir engum kringumstæðum
Íverið það til hagsbóta að hef ja nú
verkfallabaráttu. Þess vegna er
það á valdi hinnar kommúnist-
ísku forystu í Dagsbrún og AI-
þýðusambandi íslands að lýsa
því yfir, að vinnufriður sé fram-
undan og grundvöllur til að
vinna að kjarabótunum.
Að lögbinda kaup
En meðan kommúuistar þrá-
stagast á því, að ríkisstjórnin geti
leyst allan vanda, er ólíklegt að
þeir leggi mikla áherzlu á heil-
brigt samstarf í nefnd þeirri, sem
eftir þeirra tillögu f jallar nú um
kjaramálin. En sérstaklega er þó
nýstárleg sú kenning þeirra, að
ríkisvaldið eigi með löggjöf að
tryggja 8 stunda vinnudag, án
skerðingar heildarlauna. Rann-
sókn á þessu atriði átti einmitt að
vera eitt meginmál hinnar þing-
kjörnu nefndar, enda beinlínis
fráleitt, að ríkið taki að sér að
Iögfesta slík ákvæði út í bláinn.
Athyglis verðast er þó, að þar
með væri samningsréttur verka-
Iýðsfélaga í raun réttri afnuminn
og launakjör á'kvcðin með vald-
boði ríiksins. Undir þá kröfu
tekur Morgunblaðið ekki.
ÞAB eru mörg snör handtök
tekin og þrýst á marga hnappa
frá því að flugvél hefur sam-
band við flugumferðarstjórn-
ina á Keflavíkurflugvelli og
óskar þess að lenda, þar til
hún er aftur flogin á braut af
yfriráðasvæði vallarins.
Blaðamönnum gafst nýlega
kostur á því að kynma sér
gang mála þar syðra og þjón-
ustu þá, :>em flugfélögum og
farþegum stendur til boða við
miUilendingar.
LENDING
OG BLINDLENDING
Venjulega hefur flugvélin
samband við flugturninn, þeg-
ar hún er á móts við Vest-
mannaeyjar. Starfsmenn flug-
umferðarstjórnarinnar gefa
flugvélinni leyfi til lendingar,
ásamt fyrirmælum um flug-
hæð, stefnu og flugbraut þá,
sem nota skal. Ef veðurskil-
yrði eru óhagstæð, þá getur
löurft að grípa til blindlending
artækja vallarins, sem eru
mjög fullkomin. Sendir eru út
stefnugeislar, sem flugvélin
nálgast flugvöllinn eftir og
annar, sem gefur flugvélinni
lendingarhallann. f flugvél-
inni eru mælar og tæki, sem
gera flugmönnunum kleift, að
færa sér þessar upplýsingar í
nyt, og má yfirleitt lesa stefnu
og haila vélarinnar af mæl-
um.
Þótt dimm þoka grúfi yfir,
þá getur flugmaðurinn greint
brautarendann með hjálp Ijósa
útbúnaðar, sem þar er stað-
settur. Eru það um 15 staurar
með 3 milljón kerta perum. —
Ljósgeislinn þýtur milli staur
anna og kviknar á hverri peru
á fimmþúsundasta hluta úr
sekúndu, þannig að ljósin virð
ast mynda stöðugt strik milli
stauranna.
15 flugumferðarstjórar starfa
í flugturninum. Eru þeir að
störfum alla daga, að degi sem
nóttu, en vaktir eru fjórskipt-
ar, sex klst. í senn. Yfirflug-
umferðarstjóri er Bogi Þor-
steinsson. Þarna á heiðinni,
þar sern flugturninn gnæfir
yfir hrjóstrugu landslaginu,
urðu vermenn oft úti á ferð
milli verstöðva hér áður fyrr.
Enn geisar veðurofsinn þar
um slóðir og flugumferðar-
stjórarnix hafa orðið veður-
tepptir i turninum. Þegar þeir
sitja í þægilegum stólum og
bíða eftir að veðrinu linni,
þá verður þeim oft hugsað til
landa sinna, sem húktu undir
steinum þeim, sem nú hafa orð
ið að víkja fyrir furðuverkum
vísindanna, knúðum háspennu
straumi.
Starfsmenn flugumferðar-
stjórnarinnar eru allir íslenzk
ir, en með þeim á vöktum eru
einskönar lærlingar frá banda
ríska flotanum, sem kynna sér
staðhætt.i, ef svo skyldi fara,
að styrjöld brytist út og þeir
yrðu fyriivaralaust að taka
stjórnina í sínar hendur.
íslenzka flugumferðarstjórn
inn sér bæði um flug herflug-
véla og annarra á umráða-
svæði sínu. Árið 1961 voru
afgreidd 31.218 flug, en árið
1955, þegar íslendingar tóku
algjörlega við stjórninni voru
afgreidd 25.613 flug, bæði yf-
irflug, flugtök og lendingar.
HLADFREYJA MIKOJANS
Þegar flugvél er lent á vell-
inum, bá taka starfsmenn flug
virkjadeildar við vélinni. Þeir
sjá henru fyrir stæði og hafa
viðgerðir og útvegun vara-
hluta með höndum. Þá kemur
til kasta flugumsjónardeildar.
Starfsmenn hennar renna stig
anum að vélinni, hreinsa hana
og flytja farangur og póst úr
flugvélinni og í.
Bros'mdi hlaðfreyja tekur á
móti farþegunum og leiðbein-
ir þeim ínn í flugstöðvarbygg-
inguna. Hlaðfreyjurnar eru
algjörar véfréttir og þurfa að
leysa úr ótrúlegustu fyrir-
spurnum, allt frá staðsetningu
salernisins upp í þróun og
horfur jarðeplaræktar á fs-
landi. Hlaðfreyjurnar á Kefla-
víkurflugvelli hafa getið sér
nokkurrar frægðar, einkum
Helga Tryggvadóttir, sem hef-
ur þrisvar sinnum verið Miko-
jan innanhandar, þegar hann
hefur átt leið um völlinn.
Þegar Mikojan kom í fjórða
skiptið. þá spurði hann eftir
Helgu og skimaði um. Þegar
hann var upplýstur um fjar-
veru hannar, dró hann áritaða
mynd úr pússi sínu og bað um
að Helgu yrði færð myndin til
minja.
FRÍIIÖFN OG MATSALUR
Á meðan farþegar snæða í
matsölu flugvallarhótelsins er
áhöfnin leidd fyrir varðstjóra
í flugumsjónardeild. Þar er
tilbúin fiugáætlun fyrir næsta
áfanga vélarinnar og ef um
íleiri en einn möguleika er
að ræða, pá eru fyrirliggjandi
fleiri áætlanir sem flugstjór-
inn getur vTalið úr. Þaðan ligg
ur leiðin i veðurstofuna, sem
kynnir áhöfninni veðurskil-
yrði á leiðinni. Veðurstofan á
flugvellinum er rekin af ís-
lendingum og hefur mjög
hæfu starfsfólki á að skipa.
Farþegarnir geta síðan drep
ið tímann í fríhöfninni. Þar
geta peir keypt áfengi og há-
tollavarning, eins og t. d.
myndavéiar og ilmvötn á mjög
lágu verði. Rekstur fríhafnar-
innar gengur mjög vel og sér
íslenzka ríkinu fyrir álitlegum
sjóði gjaldeyris.
Ef um meiriháttar tafir er
að ræða, þá geta farþegar og
áhöfn gisti í flugvallarhótel-
inu, en það hefur rúm fyrir
allt að 300 gesti.
Flugvallarhótelið og mat-
salan er rekið af bandaríska
flotanum, en melrihluti starfs-
fólksins erlu íslendingar.
SKYR OG SOÐIN ÝSA
Blaðamönnum var boðið til
kvöldverðar í matsölunni, og
skýrði yfirmaður hennar,
Edward Fredriksen, frá
rekstrinum, en hann er ný-
tekinn við stjórninni þar
syðra.
Edward sagðist leggja á-
herzlu á að kynna íslenzkan
mat Og þætti hann fyrirtak.
Söðin ýsa líkaði t. d. mjög
vel og rjómapönnukökur og
skyr þættu sérstakt lostæti.
f undirbúningi er, að stækka
matsöluna og endurbæta, og
mun það bæta mjög alla að-
stöðu víð þjónustuna. Þá sagð-
ist Edward vilja nota meira
af íslenzku hráefni, t. d. Osta,
ef þeir fengjust í handhægum
umbúðum. Við erum reiðubún
ir til þess að veita öllum fyrsta
flokks þjónustu, sagði Edward,
jafnt grænmetisætum austan
úr Indlandi og sértrúarflokks-
mönnum, sem ekki vilja neyta
neins þess, sem snert hefur
verið með höndunum. Það er
margt skrítið fólk, sem fer um
völlinn og við verðum að veita
því þjónustu eins og öðrum,
BROTTFÖRIN
Þegar flugvélin er tilbúin til
brottfarar, er hún kölluð út
í hátalara flugstöðvarinnar. —
Hlaðfreyjan vísar farþegunum
um borð, stiginn er tekinn og
flugvirkjarnir ræsa vélina og
veifa henni út á brautina. Þá
tekur flugturninn á ný við
flugvélinni. Henni eru send
fyrirmæli um flugtakið og
brátt er hún komin hátt á loft
yfir öldum Norður-Atlants-
hafs.
Flugáætlun vélarinnar er
send á fjarrita til Reykjavíkur
flugvallur. sem síðan sendir
Fraimhald á bdis. 17.
í frihöfninni geta flugfarþegar m. a. fengið keypt íslenzkt
brennivín í þessum sken.v.ntilegu og sakleysislegu umbúðum.
Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri og Bogi Þorsteinsson,
í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.