Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 13
ÞriðjurJagur 30. jan. 1962
MORCTITSBL AÐIÐ
13
IÐNADUR
1961
Eftir Braga Hannesson
framkvstj. Landsamb.
iðnaðarmanna
í NOKKUR ár hefur verið gerð
grein fyrir þróun iðnaðarins hér
í blaðinu um áramót og skýrt frá
framvindu helztu hagsmunamála
!hans á liðnu ári. Þetta starf er
Iþó þeim mikla annmarka háð, að
skýrslusöfnun um iðnaðarfram-
leiðsluna er skammt á veg komin
hér á landi. svo að þróun iðnað-
arins verður ekki sýnd í heild
með tölum Hins vegar eru jafn-
an fyrirliggjandi um áramót
ýmsar upplýsingar um fram-
kvæmdir innan nokkurra iðn-
greina og fjölda iðnnema, og verð
ur hér á eftir greint frá þessu,
ésamt framvindu helztu hags-
muna- og áhugamála iðnaðarins
é sl. ári.
Atvinna og
framkvæmdir
Atvinna hefur yfirleitt verið
næg hjá iðnaðarmönnum árið j
1961, þótt hún hafi eins og áður
verið misjafnlega mikil eftir iðn
greinum og landshlutum. Hagstof
ön safnaði reglulega upplýsing-
um um tölu starfsmanna hjá 59
iðnfyrirtækjum á árinu, og hafa
jþessar athuganir verið birtar í
Hagtíðindum. Af þeim má sjá, að
nolckuð hefur starfsfólki fjölgað
hjá flestum af þessum iðnfyrir-
tækjum, en þau eru í matvæla-
iðnaði, drykkjarvöruiðnaði, vefj-
ariðnaði, skó- og fatagerð, tré-
smíði á verkstæðum og húsgagna
gerð, pappírsiðnaði. prentun,
bókbandi og prentmyndagerð,
skinna og leðuriðnaði, kemiskum
iðnaði, steinefnaiðnaði, málm-
smiði, smiði og viðgerðum raf-
magnstækja og smíði og viðgerð-
um flutningatækja.
Á sl. ári var lokið við smíði á
541 íbúð í Reykjavík að meðal-
stærð 333 rúmrn., en um 850 íbúð
ir eru í smíðum, þar af 500 fok-
heldar eða meira. Á árinu 1960
var hins vegar lokið við smíði á
642 íbúðum að meðalstærð 341
rúmm. og þá voru i smiðum um
1000 íbúðir. Á sl. ári hefur verið
lokið við smíði á um 185 þús.
rúmm. af skólum, félagsheimil-
um, kvikmynda.húsum, verzlun-
ar- og skrifstofuhúsum, stálgrinda
húsum o. f 1., en 1960 var lokið við
smíði á um 128 þús. rúmm. af
sams konar húsum í Reykjavík.
Á Akureyri var lokið við smíði
é 52 íbúðum, en 47 íbúðir eru í
smíðum. Um áramótin í fyrra var
hins vegar lokið við smíði á 77
íbúðum og þá voru 95 íbúðir í
smíðum. Samkvæmt upplýsing-
um fré byggingafulltrúanum á
Akureyri var meira byggt af
verzlunar- og iðnaðarhúsum en
órið áður.
Á Akranesi v«r lokið við smíði
á 45 íbúðum í 26 húsum samtals
um 19.000 rúmm., en 76 íbúðir
eru í smíðum. Auk þess voru
hyggðir um 10.000 rúmm. af öðr-
um húsum í fyrra voru hins veg
ar teknar þar í notkun 37 íbúðir
um 17.000 rúmm. samtals.
f Vestmannaeyjum voru byggð
20 íbúðarhús með 23 íbúðum sam
tals 10.039 rúmm. og svipuð rúm-
metratala hefur verið byggð þar
af öðrum byggingum á sl. ári.
í fyrra var aftur á móti lokjð
við samtals 16.524 rúmm. af íbúð
erhúsnæði.
Ekki hefur tekist að afla tölu-
legra upplýsinga um bygginga-
framkvæmdir í öðrum kaupstöð
um, en af þessu og viðtölum við
iðnaðartmenn má þó ráða, að
fbúðarhúsabyggingar hafa dreg-
ist nokkuð saman, en byggingar
onnarra húsa eins og iðnaðar,
verzlunar og samkomuhúsa hafa
aukizt.
Á sl. ári voru smíðaðir innan-
lands 31 bátur samtals 540 rúm-
lestir br. að stærð, en órið áður
12 bátar samtals 315 rúmlestir
br. að stærð. Nú eru í smíðum
um 14 bátar, sem verða samtals
um 493 rúmlestir br. að stærð.
Um þessar mundir eru að koma
út Hagtíðindi, þar sem skýrt er
frá iðnaðarvöruframleiðslu nokk
urra iðngreina 1956—1960. Meðal
þess eru framleiðsluvörur mjólk-
urbúa, brauð og kex, skófatn-
aður, trésmíðavörur. hampvörur
og fiskinet, sement, málmvörur,
rafmagnsvörur o. fl. Of langt
mál yrði að rekja upp framleiðslu
þessarra iðngreina, en augljóst er
að nokkur framleiðsluaukning
hefur orðið í flestum þeirra.
Aðstaða
iðnfyrirtækja
Ymsar aðgerðir hins opin-
bera á tveim síðustu árum hafa
verið iðnaðinum hagkvæmar. Má
þar nefna afnám fjárfestinga-
hafta, breytingar á söluskatti og
rétta gengisskráningu. Einnig
hefur afnám innflutningshafta
verið til bóta, þar sem áður .gekk
oft erfiðlega að fá leyfi fyrir vél-
um til endurnýjunar og aukning-
ar og jafnvel fyrir efni og vara-
hlutum.
Rekstur iðnfyrirtækja hefur að
sjálfsögðu gengið misjafnlega á
árinu, þótt erfiðleikar þeir séu
úr sögunni, sem að framan er
um getið. Hér á eftir verður rætt
um lána- og skattamálin, en mik-
illa endurbóta er þörf í þeim mál-
um. Álagningarheimild iðnaðar-
manna og iðnfyrirtækja hefur
verið þröngur stakkur skorinn í
koma endurgreiðslu aðflutnings-
gjalda af efnivörum, sem unnið
ýmsum iðngreinum m.a, fékkst
ekki að leggja óbreytta álagn-
ingarprósentu á útselda vinnu
um tíma eftir verkföllin í sumar
og kauphækkanirnar. Þá kröfu
verður að gera til verðlagsyfir-
valdanna. að þau byggi álagning
anheimildina á óaðfinnanlegum
kostnaðarupplýsingum, en ekki
einhverjum handahófsaðferðum.
Mikið hefur verið rætt um út-
flutning iðnaðarvara, þótt enn
sem komið er kveði ek'ki mikið
að honum. Það leikur hins vegar
ekki á tveim tungum, að aðstaða
iðnaðarins til þess að flytja út
framleiðsluvörur sínar hefur gjör
breytzt með efnahagsaðgerðum
núverandi ríkisstjórnar. Bæta má
þó aðstöðuna enn með því að
er úr til útflutnings, í fastara
form, þannig að ákveðnar reglur
séu settar varðandi framkvæmd
endurgreiðslunnar. Ennfremur
ættu iðnfyrirtæki að hafa sam-
starf sín á milli í þessum mál-
um. þar sem þau verða að keppa
erlendis við fyrirtæki, sem mörg
hver búa við hagkvæmni stór-
reksturs.
•fa Lánamál iðnaðarins
Verðbólga undanfarinna
tveggja áratuga hefur haft mjög
óhagstæð áhrif á lánsfjárstöðu
iðnfyrirtæaja. Vegna hækkandi
verðlags hefur þurft æ fleiri
krónur til þess að halda ákveð-
inni framleiðslustarfsemi gang-
andi, en hins vegar hafa þau
ákvæði gilt.um skattlagningu fyr
irtækja og verðlagningu, að þau
hafa ekki getað aukið rekstrarfé
sitt til samræmis við aukna rekstr
arfjárþörf vegna hækkunar á
verðmæti birgða og annars þess,
sem inn í framleiðsluna gengur.
Þessi þróun hefur orðið til
þess, að eftirspurn eftir lánsfé
hefur sífellt aukizt. jafnframt því
sem fyrirtækin hafa orðið háðari
bönkunum um rekstrarfé.
Aðstaða iðnaðarins í lánsfjár-
málum hefur orðið ennþá óhag-
stæðari vegna forréttindalána
sjávarútvegs og síðar landbúnað-
ar í formi sjálfkrafa endurkaupa
afurðavíxla þessarra atvinnu-
greina.
í ítarlegri skýrslu um lána-
mál iðnaðarins, sem nefnd skip-
uð af iðnaðarmálaráðherra
gerði og afhent hefur verið ráð-
herra, er skýrt frá því mis-
rétti, sem þegar er orðið í þjón-
ustu bankanna við einstaka at-
vinnuvegi. í niðurstöðum nefnd
arinnar er m. a. lagt til, að
reglubundin endurkaup víxla af
hálfu Seðlabankans verði í fram
tíðinni takmörkuð við víxla með
veði í útflutningsframleiðslu,
jafnt iðnaðar sem sjávarútvegs
og landbúnaðar. Jafnframt
verði reglubundin endurkaup
annarra afurðavíxla eða víxla
með veði í væntanlegum af-
urðum afnumin í áföngum. 1
stað þess taki Seðlabankinn,
eftir því sem ástæður leyfa,
upp nýja tegund útlána til við-
skiptabankanna, þar sem ekki
pgöngu iðnaðarmálaráðherra, og
1 árlega hlýtur nú sjóðurinn 2
millj. kr. í framlag á fjárlögum.
Með þessu hefur fyrsta skrefið
verið stigið til þess að efla
þennan stofnlánasjóð iðnaðarins
að nokkru ráði. En ekki má
láta staðar numið, því að bæði
þarf að vinna það upp, sem áð-
ur átti að vera búið að gera,
auk þess sem iðnaðurinn er í
örri þróun og því mjög þurf-
andi fyrir fjármagn til fjárfest-
ingar.
Miklir erfiðleikar hafa jafnan
verið á því fyrir skipasmíða-
stöðvarnar að afla lánsfjár til
skipabygginga. Það var því
fagnaðarefni öllum þeim, sem
að þessari iðn standa, þegar
samþykkt voru á Alþingi fyrir
rúmu ári lög, sem heimiluðu
Fiskveiðasjóði að veita stöðvun-
um lán til smíði fiskiskipa.
Því miður hefur sjóðurinn ekki
getað leyst úr lánamálum inn-
lendu stöðvanna' sem skyldi og
má ekki við svo búið sitja.
Að dómi sérfróðra manna eiga
skipasmíðar að geta átt mikla
Unnið að logsuðu
sé gert upp á milli atvinnu-
greina, heldur stefnt að því að
sjá viðskiptabönkunum fyrir
hæfilegu rekstrarfé til að veita
öllum atvinnuvegum þjóðarinn-
ar eðlilega fyrirgreiðslu.
Þótt starfsemi Iðnaðarbank-
ans hafi bætt nokkuð úr rekstr-
arfjárskorti iðnaðarins, er hitt
Ijóst, að bankann verður að
efla til muna á næstunni, ef
hann á að geta leyst hlutverk
sitt af hendi. Frumvarp það til
laga um breytingu á lögum um
Iðnaðarbankann, sem flutt var á
Alþingi af iðnaðarmálaráðherra
í desember, þar sem lagt er til,
að fellt verði niður lögákveðið
hámark hlutafjár bankans, en
hluthafafundi fengið ákvörðun-
arvald um hlutafjáraukningu,
er spor í rétta átt og ætti á-
samt bættri starfsaðstöðu bank-
ans á þessu ári að auðvelda
honum störfin.
I haust var Iðnlánasjóði út-
vegaðar 21,5 millj. kr. að for-
framtíð fyrir sér hérlendis, en
ekki er búið í haginn fyrir þá
þróun, meðan um 11. fiskiskip
samtals 1705 rúml. br. eru í
smíðum erlendis, samtímis því
sem innlendar stöðvar eiga erfitt
með að byggja vegna lánsfjár-
skorts.
Menntun iðnaðarmanna
Samtök iðnaðarmanna hafa
mikinn áhuga á því, að iðn-
fræðslumálunum sé komið í
betri horf en nú er. Á undan-
förnum Iðnþingum hafa mál
þessi verið ítarlega rædd og
samþykktir gerðar, þar sem
bent hefur verið á æskilegar
breytingar. Það er því fagnaðar-
efni, að menntamálaráðherra
skuli hafa skipað nefnd til að
endurskoða gildandi lög um
iðnskóla og iðnfræðslu.
Meðal verkefna nefndarinnar
eru allflest þau mál, sem lðn-
þingin hafa gert samþykktir um,
varðandi iðnskóla og almenna
Bragi Hannesson
iðnfræðslu. Þannig á nefndin að
kanna, hvort unnt sé að sam-
ræma eða sameina verknáms-
skóla gagnfræðastigsins og for-
skóla fyrir væntanlega iðnnema.
Auk þess á nefndin að gera til-
lögur um, hvaða breytingar séu
æskilegar á núverandi tilhögun
iðnfræðslunnar, bæði að því er
tekur til verklega námsins og
iðnskólanna, enda sé höfð hlið-
sjón af þeim breytingum í þess-
um efnum, sem átt hafa sér
stað í nálægmn löndum. Enn-
fremur verði athugað, að hve
miklu leyti sé æskilegt að auka
verklegt nám í iðnskólum og
þá í hvaða greinum og hvort
hagkvæmt virðist að kenna ein-
hverjar iðnir að öllu leyti í
skólum.
Eins og af framansögu er
ljóst, hefur ekki lengi verið
ráðizt í eins víðtæka endurskoð
un á iðnfræðslumálunum og hér
er gert.
Sú breyting var gerð á
kennslutilhögun í Iðnskólanum í
Reykjavík í haust, að skólan-
um var skipt í þrjár deildir:
Bygginga- og smíðadeild, raf-
magns- og málmiðnaðardeild og
almenna deild. Deildaskipting
þessi á að auðvelda skólanum
að fylgjast með nýjungum í
iðnunum og hagnýta þær við
kennsluna. Verknámskennsla hef
ur aukizt í skólanum m. a. er
nú í fyrsta sinn verkleg kennsla
fyrir málmiðnaðarnema. Áður
var komin aðstaða til verknáms
fyrir prentnema, málaranema,
rafvirkjanema og húsa- og hús-
gagnasmíðanema. Þótt þannig
hafi tekizt að koma upp vísi að
verknámskennslu í Iðnskólanum
í Reykjavík, er þeirri þróun þó
takmörk sett, þar sem ekki var
gert ráð fyrir slíkri fræðslu
innan veggja skólans, þegar
hann var byggður. Nú hefur
ríkið og Reykjavíkurbær aukið
framlag sitt til byggingar nýrr-
ar álmu í vestur frá skólanum
og standa vonir til, að þar geti
framkvæmdir hafizt á næstunni.
Verður bygging þessi sftiðin að
þörfum verknámskennslu.
Sú breyting hefur verið gerð
á iðnskólunum utan Reykjavík-
ur, að iðnskólarnir á Akureyri
iog Akranesi hafa breytzt í dag-
jskóla. Er það mjög heppilegt,
þar sem brýna nauðsyn ber til
að efla iðnskólana í stærstubæj-
unum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Iðnfræðsluráði voru um 1800
staðfestir námssamningar um
sl. áramót, en voru fyrir ári
um 1610. Flestir eru iðnnem-
arnir í Reykjavík en þar eru
um 1050 staðfestir námssamn-
ingar.
Nefnd sú, sem vann að samn-
ingu reglugerðar fyrir meist-
araskóla við Iðnskólann íReykja
vík lau kstörfum á s.l, ári. Eins
og auglýst var átti meistaraskóli
t fyrir húsasmiði og múrara að
vera tekinn til starfa nú, en
fresta varð skólaha±di vegna lítill
j ar þátttöku. Þetta þýðir þó að-
eins frestun á þessu þýðingar-
mikla máli, þar sem hér eftir fá
menn ekki byggingaleyfi, nema
þeir hafi lokð námi í meistara-
skólanum Og áfram verður haid
ið. þar til allar iðnir verða
kenndar til meistaraprófs.
' Framhald á bls. 15.