Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 2. febr. 1962 Loftleiðir vilja leigja veitingahús LOFTLEIÐAMENN eru nó að líta í kringr um sig hér í bænum eftir heppilegu húsnæði til að matbúa í flugvélarnar og framreiða í veitingar fyrir „transit“-far|>ega sína. Hefur m. a. verið rætt við eigendur Oddfellow, en samningar hafa ekki tekizt enn. t { . :: ■ : ■ : : Flugvélar félagsins koma nú við á Keflavíkurflugvelli, því eftir brunann hafa Loftleiðir enga aðstöðu til matseldunar og veitinga í Reykjavík. Er þetta mjög bagalegt fyrir félagið, fyrst og fremst dýrara og óhagkvæmara að geta ekki annazt þessa hlið þjónustunnar sjálft. Auk þess hafa lendingar flug- vélanna á Keflavikurflugvelli í för með sér margs konar auka- kostnað, svo sem flutninga á far- þegum og áhöfnum til og frá Keflavíkurflugvelli. ÞESSI bíll fór útaf á Hafn- j arfjarðarveginrum í fyrradag, J , skammit neðan við Sléttuleið. Var bíllinn á suðurleið, en i, ;skyndilega rann bíllinn til beinni brautinni og stakkst á{ endann niður í gkurð. Astæð- an var einfaldlega sú að bíll-J _inn var keðjulaus. Sigurðurj í Ágústsson lögreglumaður kom 1 þarna á mótorhjóli og sézt' hann á myndinni. (Ljósm. Sveinn Þonmóðsson) Skjöldur í Stykkishólmi MTSTÖK urðu í blaðinu í gær, er birt voru nöfn þeirra, sem kosnir voru í stjórn Sjálfstæðis- félagsins Skjaldar í Stykkis- hólmi Þeir eru: Jón Isleifsson, fiskimatsmaður, formaður; Benedikt Lárusson, skrifstofustjóri; Hörður Kristjáns son, húsgagnasmíðameistari; — Guðni Friðriksson, verzlunar- maður; Björgvin Þorsteinsson, skipasmiður; Magnús Jónsson, bílstjóri og Árni Helgason, sím- stjóri. Hlýnar Unnið að útrýmingu bragganna Frh. af bls. 1. hann þá til aukinna viðskipta milli Jjúgóslavíu og Póllands og sagði í ræðu, að Júgóslavar væru vinir kommúnísku ríkjanna. Einn ig hefur verið í Belgrad sendi- nefnd frá búlgörsku ríkisstjórn- inni sem ræddi samvfnnu um lagningu þjóðvegar yfir landa- mæri Júgóslavíu og Búlgaríu. ALÞINCIS Dagskrá efri deildar Alþingis föstu- daginn 2. febr. 1962. kl. llí. miðdegis. 1. LífeyrLssjöður togarasjómanna og undirmanna á farskipum, frv. /111. mál, Ed./ (Þskj. 190). — 1. umr. 2. Erfðalög, frv. /95. mál, Ed. (þskj. 151). — 3. umr. 3. Skipti á dánarbúum og félags- búum, frv. /96. mál, Ed. /(þskj. 152). — 3. umr. 4. Réttindi og skyldur hjóna, frv. /97. mál, Ed./ (þskj. 153). — 3. umr. 5. Ættaróðal og erfaðaábúð, frv. /98. mál, Ed./ (þskj. 154). — 3. umr. Dagskrá neðri deildar föstudaginn 2. febr. 1962 kl. Wt miðdegis. 1. Læknaskipunarlög, frv. /124. mál, Nd./ (þskj. 249). — 1. umr. 2. Almannatryggingar, frv. /125. mál, Nd./ (þskj. 250). — 1. umr. 3. Lausaskuldir bænda, frv. /21. mál, Nd./ (þskj. 21. n. 110, 132 og 132 142, 133). — 2. umr. 4. Hefting sandfoks, frv. /60. mál, Nd./ (þskj. 8x77). — 1. umr. 5. Stuðningur við atvinnuvegina, frv. /115. mál, Nd./ (þskj. 200). — 1 umr. 6. Eyðing svartbaks, frv. /88. mál Nd./ (þskj. 127). — 1. umr. 7. Fjárfesting Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna erlendis, þáltill. /112 mál, Nd./ (þskj. 124). — Ein umr. GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, svaraði í gær á borg- arstjórnarfundi fyrirspum frá Þórði Björnssyni (F) um það, hve margir herskálar væru enn notaðir til íbúðar í Reykjavík og hve margt fólk byggi í þeim. Borgar- stjóri upplýsti, að enn væru 188 herskálaíbúðir notaðar, en þeim hefði fækkað úr 543 frá 1955. Borgarstjóri sagðist samt telja tölu þessa alltof háa og eitt brýnasta verk- efni borgarstjórnarinnar væri að útrýma íbúðunum með öllu, sem allra fyrst. Geir Hallgrímsson gat þess, að íbúar í þessum 188 íbúðum væru 776 talsins og þar af væru 376 börn. Þannig væru að meðaltali tvö börn í hverri herskálaíbúð og ekki sízt barnanna vegna væri nauðsynlegt að hraða útrým- ingu íbúðanna. Borgarstjóri benti á, að árangur sá, sem náðst hefði við útrýmingu herskálaíbúða byggðist fyrst og fremst á byggingarfram- kvæmdum bæjarins, en leit- azt er við að hjálpa sem flestum íbúum í herskála- íbúðum til að eignast eigið húsnæði. En jafnframt væri greitt fyrir því, að þeir, sem í leiguíbúðum bæjarins byggju, eignuðust sínar eig- íbúðir, sem þannig losnuðu útvega herskálabúum þær íbúðir, sem þannig losnuðu. Borgarstjórinn sagði að borg- m reyndi einnig að kaupa inn- réttingar bær, sem herskálabúar ættu í bröggunum og styrkja þá þannig óbeinl til að geta eignazt eiginíbúðir. Geir Hallgrímsson upplýsti einnig að síðan í júlí í fyrra hefði braggaíbúðum fækkað um 27 og íbúum í herskálum um 131. Þórður Riörnsson þakkaði börg arstjóra skýr og skjót svör. Hann kvaðst vænta þess að borgarstjóri hæfist handa í ríkum mæli íil úrbóta á þessu sviði. Á bonum hvildi meiri skylda en nokkrum öðrum, enda hefði hann betri aðstöðu en nokkur annar einn maður til að hafa áhrif á það, að hér yrði úr bætt. „Eg skora á borgarstjóra að gera duglegt átak, þannig að áður en mörg ár eru liðin geti hann tilkynnt borgarstjórninni að síðasti bragga búinn sé fluttur í mannsæmandi íbúð,“ sagði borgarfulltrúinn að lokum. Adda Bára Sigfússdóttir (K) tók einnig til máls og beindi þeirri fynrspurn til borgarstjóra, hvernig hann hugsaði sér að út- rýma braggaíbúðunum. Taldi hún óhjákvæmilegt að bærinn byggði allmargar leiguíbúðir, því að ýms ir þeir, sem nú byggju í brögg- um væru ófærir um að eignast sínar íbúðir. Vafalaust væri það þó til bóta að hjálpa þeim, sem byggju í leiguíbúð bæjarins til að flytjast í eigin íbúðir, svo að þar losnaði húsnæði fyrir her- skálabúa. Af þessu tilefni tók borgar- stjóri fram, að það væri sin skoðun, að æskilegt væri að sem allra flestir byggju í eigin hús- næði. Kvaðst hann álíta, að þetta mundi að mestu leyti vera unnt. Sér væri kunnugt um að ríkis- stjórnin hefði í undirbúningi til- lögur um úrbætur í lánamálum húsbyggjenda. Geir Hallgrímsson sagði, að því miður væru þó ávalt nokkur fjöldi fólks, sem ekki gæti eign- azt íbúðir, þótt leitazt væri við að greiða fyrir því fólki. Að sjálfsögðu hlyti bæði þjóðfélag- ið og borgaríélagið að aðstoða þetta fólk, svo það geti búið við mannsæmsndi kjör og ekki sízt að það hafi viðunandi húsnæði. Hann sagði Reykjavíkurborg nú eiga yfir 350 leiguíbúðir. Sum ar þeirra væru að vísu ekki nógu góðar og þörfnuðust endurnýjun- ar. Borgarstjóri lauk máli sínu á því að ítreka, að hann teldi að fyrst Og fremst bæri að keppa að því að auðvelda fólki að eignast eigin íbúð Það byggðist þó fyrst Og fremst á því að eðlilegur láns- fjármarkaður skapaðist, en skil- yrði þess væri aftur, að jafnvægi rikti í efnahagslífinu og nægileg sparifjáraukning yrði. Síðast en ekki sízt veikir það mjög samkeppnisaðstöðu Loft- leiða gagnvart Flugfélagi ís- lands, að vélarnar lenda ekki hér í Reykjavík. Það er veigamikiS atriði og þungt á metaskálun- um hjá forráðamönnum félags- ins, því flutningarnir til og frá íslandi eru því mikilsverðir enda þótt meginhluti farþega Loftleiða séu útlendingar á leið milli heimsálfa. Enn er ekki endanlega ákveð- ið, hvort Loftleiðir ráðast í að byggja yfir starfsemina úti á Reykjavíkurflugvelli — að því er Alfreð Elíasson tjáði Mbl. í gærkvöldi, en fljótlega verður tekin ákvörðun um það. Mun félagið hafa hug á að reisa hús fyrir alla starfsemi sína hér í bænurn í nánd við flugvöll- inn og væri að sjálfsögðu hag- kvæmast að undir sama þaki fengist aðstaða til matseldunar og framleiðslu Jafntefli við Filip Stokkhólmi, 1. febrúar. LEIKAR fóru þannig í 4. umferð, að Yanofsky vann Uhlmann, Pom ar vann Aaron, Scweber vann Teschner. Jafntefli varð hjá Bertok og Germar, Petrosjan og Geller, Gligoric og Benkö, Bis- quier Og Bilek Og Friðriki Ólafs- syni og Phiiip. Biðskákir urðu hjá Fischer og Portisch Og stend ur Fischer betur, Stein Og Kórts- noj (það er mjög tvísýn skákj og Cuellar og Bolbochan (Bolboch- an hefur vinningslíkur). — Bis- quier gaf biðskák sína við Portisch úr þriðju umferð. Vatn ^verði selt eftir mæli Árshátíð Sjálf-| stæðisfélaganna á Akureyri ÁRSHÁTÍÐ S jálf stæðisf élag-, anna á Akureyri verður að Hótel KEA, laugardaginn 3. febrúar kl. 9 e.h. Árni Jóns-' son setur samkomuna, en síð an verður danssýning, sem Heiðar Ástvaldsson danskenn ari og Guðrún Pálsdóttir, ann azt. Að Iokum mun Jóhann' Konráðsson syngja einsöng. — Síðan verður dansað til kl. 2. HH og Ingvi Jón syngja og leika. Sjálfstæðismenn eru vinsamlegast beðnir að vitja miða í skrifstofu Sjálfstæðis félaganna á Akureyri. Einnig verða miðar seldir við inn- ganginn. Á BORGARSTJ ÓRNARFUNDI í gær flutti Þórður Björnsson (F) svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn felur borgarráði í samráði við vatnsveitustjóra að hefja nauðsynlegan undirbúning þess, að vatn til heimilisþarfa verði selt eftir mæli, svo og að gera tllögur til borgartjórnar um framkvæmdir í því máli.“ Tillögumaður sagði, að sala vatns eftir mæli væri réttlátari en gjaldtaka miðuð við fasteigna mat. Sá, sem notar mikið, á að greiða hærra en sá, sem lítið vatn notar, enda er slík gjald- taka á öðrum sviðum hjá borgar- stofnunum, þ.e.a.s. hitaveitu og rafmagnsveitu. Auk þess taldi hann þetta fyrirkomulag heppi- legra vegna þess það drægi úr óþarfri vatnsnotkun. Guðmundur H. Guðmundsson (S) gat þess, að í tillögu borgar- fulltrúans fælist ekki annað en það, sem ýmist væri undirbúið af vatnsveitunni, væri í fram- kvæmd eða hefði þegar að fullu verið framkvæmt. Vatnssala eftir mæli væri þegar komin í fram- kvæmd hjá ýmsum atvmnufyrir- tækjum, sem mikið vatn notuðu, og væru nú 3 millj. rúmmetra seldar á þann hátt. Þá gat ræðumaður þess, að í tilraunaskyni hefðu verið settir mælar í allmörg íbúðarhús í eldri hverfunum, en sumstaðar í eldri húsum væru breytingar svo kostnaðarsamar, að naumast gæti komið til mála að setja þar mæla, enda hlyti það að orka tvímælis, hvort réttlætanlegt væri að leggja þann kostnað á eigendur lítilla íbúðarhúsa, en samkvæmt reglugerð Vatnsveit- unnar skyldu húseigendur greiða þann kostnað, sem því væri sam- fara. Sl. tvö ár hefur verið gengið ríkt eftir því að vatnsleiðslum í nýjum húsum væri hagað eftir samþykktum teikningum, svo að þægilegt væri að koma við vatns- mælum og vatnsmælar hefðu þegar verið settir í íbúðarblokkir við Hvassaleiti. Guðmundur H. Guðmundsson gat Þess, að til þess hefði mátt ætlast af Þórði Björnssyni, að hann hefði samband við vatns- veituna og kynnti sér þau mál, sem hann hyggðist flytja tillögu um. Hefði hann tæpast borið fram slíka tillögu, ef honum hefði verið kunnugt um, að bún væri algerlega óþörf, þar sem þegar væri verið að framkvæma það, sem hann legði til. Þórður Bjömsson sagði í svari sínu, að hann teldi ekki að Vatns veitan eða borgarstjóri ætti að „pukra bak við tjöldin og velta því fyrir sér, hvort selja ætti vatnið eftir mæli“. Siðan var frá- vísunartillaga frá Guðmundi H, Guðmundssyni borin undir at- kvæði og samþykkt með 11 atkv- gegn atkvæði Þórðar eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.