Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. febr. 1962 Barbara James: Fögur 16 og feig Eg skemmti mér næstum um kvöldið. Þessi frumsýning var viðhafnarsýning og þar var fullt hús af þessu venjulega skraut- búna fólki — höfðingjum og kvikmyndastjörnum. Auk þess var myndin svo góð, að hún gat haldið athyglinni allan tímann. Mér til furðu hafði Rory strax þekkzt matarboðið og sýndi ekki á sér neina sorg eða þreytu þeg- ar við hittum hann. f Savoy var margt fólk. sem við þekktum. Margir komu að borðinu til okk- ar til dð skrafa við okkur. Rory var fullkomlega eðlilegur og eins og hann átti að sér, ekki neitt ofsakátur en í sæmilega góðu skapi. Framkoma hans hefði ekki getað verið heppilegri en hún var til að dreifa öllum hugsanlegum grunsemdum. Og samt vissi ég, að hún var engin uppgerð. Enginn leikaraskapur. Hann skemmti sér raunverulega. Eg dáðist að þessum hæfileika hans til að geta alltaf verið eðli- legur. í gærkvöldi hafði hann enga tilraun gert til að leyna 'söknuði sínum eftir Crystal, og í gær hafði hann skemmt sér eins og bezt mátti verða á af- mælisdegi Tims. og hrundið öll- um áhyggjum frá sér. í kvöld var hann hinn hamingjusami gamanleikari, kannske ofurlitið þreyttur eftir tvær sýningar. en nú að skemmta sér með konunni sinni og bezta vini sínum. Góð- ur matur og úrvals vín höfðu sín áhrif. Það var óhugsandi í þessu andrúmslofti að vera að hugsa um dauða, sorg, grunsemd- ir og ótta. Við ræddum kvikmyndahand- ritið og tilvonandi sjónvarpssýn- ingu, við vorum þrír góðir kunn- ingar með sameiginlegt áhuga- mál, sem við vorum að ræða. Komdu heim með Rory á laug- ardaginn og vertu hjá okkur yf- ir helgina. sagði ég um leið og við kvöddumst. Ja, ég veit ekki .... Gerðu það. Leó. Eg lagði hönd- ina á arm hans. Eg veit, að krakkarnir hefðu svo gaman af að sjá þig. Eg hefði ekki nema gaman af að koma. Ef ekki annað, þá skulda ég Tim alltaf afmælis- gjöfina hans. Hugsaðu ekki um það, komdu bara. Mér hafði létt. Einhvernveginn fannst mér það versta vera af staðið, en þangað til það væri fyrir fullt og allt. þarfnaðist ég návistar Leós. Þegar hann var einhversstaðar nærri var þetta aldrei alveg vonlaust. Eg var farin að trúa því, að allt gæti komizt í iag aftur. Seinna. þ».gar við lágum hlið við hlið í myrkrinu og ég hélt, að Rory væri sofnaður, sagði hann allt í einu: Eg hef aldrei hætt að elska þig, Rosaleen. Eg fékk fyrir hjartað. Því trúi ég ekki auðveldlega. Nei, líklega ekki. Við höfum týnt hvort öðru í seinni tíð er ekki svo? Og allt mér að kenna. Eg hef verið mjög óhamingju- söm. Og samt hef ég alltaf verið 26V8 COSPER __Mair.ma, nú er ég bráðum búinn að skrifa óskaseðilinn minn fyrir næstu jól. óbreyttur. Tilfir.ningai mínar til Crystal tóku ekkert frá þér. Það er nú gamalt orðatiltæki, sem óþarflega margir nota. Þú getur vonandi fundið eitbhvað skárra. Reyndu að vera ekki mjög gröm. Lofaðu mér að segja þér af henni. Gott og vel, ef það getur gert eitthvert gagn. Hún hefði dáið hvort sem var. Hún átti ekki langt eftir. Ég varð hissa. Hvað áttu við. Hún var með banvænan sjúk- dóm. Blóðkrabba. Það er sjúk- dómur, sem virðist leggjast á fagrar konur. Var það þessvegna sem þú spurðir lögreglumanninn, hvort hann hefði talað við lækninn hennar ? Já. Hversvegna sagðirðu honum þetta ekki sjálfur ? Hann verður fljótur að komast að því. Ég var sá eini, sem hún sagði frá því, og ég vildi ekki gefa til kynna, að vinátta okkar hefði verið svo náin. Ég hafði í huga það sem Leó sagði og var að hugsa um þig og framtíð mína. Það var nærgætnislegt af þér. Mér fannst það ekki nema sjálf sagt. Og svo vildi hún heldur flýta fyrir þessu en bíða eftir því, sem faún vissi sig eiga i vændum? Það virðist svo. En ég trúi því bara ekki. Hún ætJaði sér að lifa favert augnablik, sem hún ætti eft ir, og hún sagði einmitt, að lífið væri svo miklu dýrmætara þeg- ar maður vissi, að því væri bráð- um lokið. Og hún elskaði þig? Já. Það er kannske hégómlegt af mér að segja það. en ég trúi fastlega. að svo hafi verið. Og þú hana? Nei. Ég elskaði hana ekki. En hún var góður félagi. Uppörv- andi. Ég dáðisi að hugrekki henn ar og kæti. Hún heimtaði svo lítið af mér — aðeins félagsskap min». Og um hann gat ég ekki neitað henni, þegar hún átti svona skammt eftir. Þú ert ólæknandi rómantiskur, Rory, hugsaði ég með mér. Hún töfraði þig, sagði ég upp- hátt. Og fegurðin og kætin henn- ar margfaldaðist, af því að þú vissir. hversu skammt hún átti ólifað. Þú gazt ekki staðizt hana. Já, kannske var það eitthvað í þá áttina. En þetta var ekki ást- arævintýri, Rosaleen — ekki í venjulegum skilningi þess orðs. Hún vildi ekki særa þig, og sízt af öllu hefði hún viljað spilla fajónabandinu okkar. Það eina, sem hún fór fram á var að fá að vera í félagsskap mínum öðru hverju. Ég skildi þetia, þrátt fyrir allt. Þessi fagra kona sóttist eftir Rory, af því að henni fannst það geta gefið þessu litla, sem hún átti eftir ólifað, aukið gildi. Crystal hafði átt öðrugt upp- dráttar, hélt hann áfram, lágt og íhugandi. Hún kom til London á barnsaldri og varð að vinna í vafasmömum næturklúbbum. Hún varð fyrir ýmsum áföllum, og faún játaði, að mat 'hennar á hinu og þessu hefði verið skakkt. Eina markmið stelpnanna, sem unnu með henni var að ná í ríkan strák. Og hámarkið var að giftast honum. Þetta tókst henni. Hún giftist Bernard Usher. Hún elsk- aði hann ekki. Hún þekkti vel á karlmenn, en hafði ekki hug- mynd um, hvað ást var. Samt fór þetta hjónaband hennar sæmi lega og maðurinn hennar var hamingjusamur, enda þótt henni væri tekið að verða það ljóst, að peningarnir eru ekki innihald og tilgangur tilverunnar. Eftir að Bernard dó, var hún rík og frjáls. Svo stundaði hún skemmtistað- ina um tíma. Mér skilst hún hafa gert hinar og þessar vitleysur. Hún talaði helzt ekki um þetta tímabil ævi sinnar. En svo komu veikindin og dauðadómurinn. Hún fékk löng'un til að fara aftur að vinna, og svo fékk hún Leó til að koma sér að í „Sóiibruna og sælu“. Og svo varð hún ástfangin af þér. Það er erfitt fyrir mig að tala um það. Hún sagði, að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði orðið alvarlega ástfangin. Án allrar eig ingirni og án þess að gera nokkr- ar kröfur. Mér datt í hug, að úr þvi að faún var orðin efnalega sjálfstæð, hefði hún haft efni á að veita sér hreina óeigingjarna ást. Ég ætti ekki að vera að tala um þetta við þig, Rosaleen — ég get ekki ætlazt til, að þú skiljir það. Jú, ég skil það, vertu alveg viss. Ég skildi það fullvel. Fögur, dauðadæmd kona — óeigingjörn tilbeiðsla — þetta samanlagt gat enginn karlmaður staðizt, sízt hugmyndaríkur, áfarifagjarn mað ur eins og Rory. Ég var fegin, að hún skyldi ekki lengur vera til. Rory hugsaði víst það sama. Ég gæti grátið yfir því, að svona lífleg kona sé dauð, en samt er ég feginn því að hún skuli vera farin. Ég fann hversu mjög hún þarfnaðist mín. Ef varð að eyða meiri og meiri tíma með henni. Ég var að því kominn að vanrækja þig og börnin og jafn- vel vinnuna mína. Og svo kallar þú þetta óeigin- gjarna ást? Það varð aldrei meira en há- degisverðir saman öðru hvoru og stundum kvöldverður eftir sýn- ingu. Og gönguferðir í garðinum. Nú, þú sást þá mynd. Það þyk ir mér leitt, Rosaleen. Já, og hún varð mér kvalræði. Þið voruð svo ánægð hvort með annað, rétt eins og væri eitthvað meira en lítið á milli ykkar. Það var það líka á vissan hátt. Bæði kæti og skilningur. en þó fyrst og fremst vitneskjan um þennan banvæna sjúkdóm, sem enginn annar vissi um. Kannske var hann mesta bandið milli okk- ar, enda þótt hún minntist sama sem aldrei á hann. Jafnvel í síð- asta hádegisverðinum okkar var hún kát og hlæjandi. Ég trúi þessu ekki enn. Að hún hafi framið sjálfsmorð? Já. Hún hefði aldrei gert það. Það er ég eins viss um og nokk- urn annan hlut, svaraði hann með mikilli sannfæringu. Það getur nú samt ekki hjá því farið. Og ólíklegasta fólk fremur stundum sjálfsmorð. Og hún virð ist hafa haft fulla ástæðu til þess. Ég þekkti hana það vel, að ég skal aldrei trúa þvL Ja, hversu vel þekkir maður I fóik? spurði ég þreytulega. Ee 1 nú er hún farin, og stendur það | þá á svo miklu, hvernig hún hef- I ur dáið? | Kannske ekki. En getum við ekki byrjað á ný, Rosaleen? | Crystal var alveg sérstök, og ég vissi alltaf, að þetta gæti ekki ! staðið lengi hjá okkur. Það var i alveg óviðkomandi okkar sam- búð. Þú ert furðu seigur að blekkja sjálfan þig, ef þú heldur það. Ég elska þig og mun alltaf gera. Kannske geturðu talið mér trú um það einhverntíma. En auð- velt verður það ekki. Elsku Rosaleen. Hann steig fram úr rúminu, gekk til mín og vafði mig örmum. Fyrirgefðu mér — ég ætlaði aldrei að særa Þig- Vertu rólegur. Þetta getur lag- azt með tímanum. Hann kyssti mig. Ég var tilfinn ingarlaus og neikvæð, en hann hélt fast utan um mig. Hann kyssti mig af miklum ákafa, en ég sneri mér undan. Ég er þreytt, sagði ég. Hann stóð kyrr andartak, en svo sleppti hann mér aftur. Þurftirðu að fara að bjóða Leó til okkar um helg- ina? sagði hann snögglega. aitltvarpiö Föstudagur 2. febrúar. 8:00 Morgunútvarp (Bœn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). j Lesin dagskrá næstu viku. 13:15 13:25 15:00 17:40 18:00 18:20 19:00 20:00 20:05 20:35 21:00 21:10 21:30 22:00 22:10 22:30 Xr X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- ATVLE, A M£WCOMEZ, HAS ASKED MYST/CUS METALUCUð u H'A/EÆE WASI ml á wft 2m \~i um 1 r Kw Lydía spurði: „Hvar er ég fædd?“ og Mystikus svarar .... — Lýdía Kyle, öllum er sama um það hvar En þú aðrir! eða hvenær þú muna deyja eins fæddist! og allir — Hleypið mér út! regla! .... Ö, hjálp! 23:10 8:00 12:00 12:55 14:30 15:20 16:00 16:30 17.00 17:40 18:00 18:20 18:30 18:55 20:00 20:45 22:00 22:10 ,Við vinnuna**: Tónleikar. Síðdegistónleikar (Fréttir, tílk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni). Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. ,,I>á riðu hetjur um héruð“: Ingi mar Jóhannesson segir frá Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans. Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir, — Tónleikar. Tilkynningar — 19:30 Fréttir. Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). Frægir söngvarar; XII: Alexand er Kipnis syngur. Ljóðaþáttur: Bríet Héðinsdóttir les kvæði eftir Sigurð Breiðfjörð. „Lævirkjakvartettinn**: Strengja kvartett í D-dúr op. 64 nr. 5 eftir Haytin (Janacek kvartettinn leikur). Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus ar“ eftir J. B. Priestley; IX. (Guðjón Guðjónsson). Fréttir og veðurfregnir. Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). Á síðk' ‘Jldi: Létt-klassísk tón« list. a) I>ýzk lög í flutningi þarlendra listamanna. „Vespurnar**, leikhústónlist eftir Vaughan Williams (Fílharm oníuhljómsveit Lundúna leik- ur; Sir. Adrian Boult stj.). Dagskrárlok. Laugardagur 3. febrúar. Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar —• 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurí •.), Hádegisútvarp (Tónleiikar ^ 12:25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). Laugardagslögin — (15:00 Fréttir) Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) Veðurfr. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son) Fréttir. — t»etta vil ég heyra. Marius Blomsterberg kjötiðnaðar maður velur sér hljómplötur. Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsina. Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið" eftir Petru Flagestad Larssen; VI. (Benediikt Arnkels^ son). Veðurfregnir. Tómstundarþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). Söngvar í léttum tón. — 19.10 Til kynningar. — 19:30 Fréttir. „Farinelli**, dönsk óperetta. Tón« listin eftir Emil Reesen, textinri eftir Mogens Dam (Grethe Meg<* ensen, Paul Bundgárd, Lisa Panduro, Else Margrethe Car« delli, Hans Kurt og kór syngja með Tívolikonserthl j ómsveit-* inni. Stjórnandi: Ove Peters. Jón R. Kjartansson kynnir). Leikrit: „Vega-leiðangurinn“ eftir Friedrich Durrenmatt. Þýðandi: I>orvarður Helgason. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Fréttir og veðurfregnir. f Danslög — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.