Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBL1Ð1Ð
Föstudagur 2. febr. 1962
Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.)
SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HAGNÝTING
HIMINGEIMSINS
TTinn 20. des. sl. samþykkti
allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna með samhljóða
atkvæðum ályktun um frið-
samlegt samstarf í sambandi
við nýtingu himingeimsins.
Flutningsmenn þessarar til-
lögu voru m.a. Bandaríkja-
menn, Rússar og fleiri þjóð-
ir. Bandaríkjamenn voru upp
hafsmenn þessarar tillögu, en
síðar gerðust Rússar ogmarg
ar aðrar þjóðir, meðflutnings
menn að henni.
í þessari ályktun er því
lýst yfir, að það séu sameig-
inlegir hagsmunir mannkyns
ins að styðja og efla friðsam-
lega nýtingu geimsins og að
könnun og nýting hans megi
aðeins eiga sér stað með hag
þess fyrir augum og til hags-
bóta fyrir öll ríki, án tillits
til þess hvar þau séu á vegi
stödd í hinni efnahagslegu og
vísindalegu þróun.
Þá er því lýst yfir í tillög-
ixnni, að stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna nái bæði til
himingeimsins og himin-
tungla, sem séu frjáls öllum
þjóðum til könnunar og nýt-
ingar. Hins vegar geti ekk-
ert einstakt ríki tileinkað sér
sérréttindi á þessum vett-
vangi.
Kjarni þessarar ályktunar
er sá, að hin víðtæku al-
þjóðasamtök lýsa yfir þeirri
skoðun sinni, að könnun og
hagnýting himingeimsins
megi aðeins gerast í friðsam-
legu augnamiði og með hag
gervalls mannkyns fyrir aug-
um.
Hér er vissulega um mikið
og merkii/egt mál að ræða.
Váxandi ótta og uggs hefur
gætt um það, að geimvísind-
in yrðu fyrst og fremst not-
uð í hernaðarlegum tilgangi
af hálfu stórvelda þeirra,
sem fremst eru á þessu sviði.
Það er þess vegna sérstak-
lega mikilvægt að stórveldin
skyldu verða sammála um
fyrrgreinda ályktun. Hitt er
svo annað mál, hvort í því
felst fullkomin trygginggegn
misnotkun geimvísindanna í
þágu hernaðaraðgerða og
styrjaldarundirbúnings. Um
slíkt er auðvitað erfitt að
fullyrða fyrirfram. Hitt er
augljóst, að samþykkt tillög-
unnar er þýðingarmikið spor
í rétta átt. Geimvísindunum
fleygir fram með hverju ár-
inu sem líður. Leyndardómar
geimsins og himintunglanna
ljúkast upp og fyrr en varir
getur snilligáfa mannsandans
numið land á tunglinu eða
öðrum hnöttum. Alþjóðlegt
samstarf á sviði geimvísind-
anna er sjálfsagðara og eðli-
legra en á nokkru öðru sviði.
Það er von allra friðelsk-
andi manna, að sú samvinna
leiði til nýrra sigra þekking-
arinnar og friðsamlegrar
framþróunar í veröldinni.
HERVÆÐING
KVENNA
OG UNGUNGA
Tjýzku nazistarnir notuðu
* þegnskylduvinnuna á sín
um tíma til hernaðarlegrar
þjálfunar unglinga og jafn-
vel barna. Þeir stofnuðu
einnig sérstakar kvennaher-
deildir og gerðu konur virk-
ari í herjum sínum en áður
hafði tíðkazt.
Sovétríkin hafa einnig um
langt skeið haft kvennaher-
deildir í her sínum. Þau hafa
og lagt mikla áherzlu á hern
aðarlega þjálfun unglinga og
barna.
Nú berast þær fréttir frá
hinu kommúníska Austur-
Þýzkalandi, að allsherjar her-
væðing fari þar fram. Mörg
kvennaherfylki eru þar í
þjálfun og íþróttafélögin eru
látin veita unglingunum hern
aðarþjálfun og búa þá undir
hernað og styrjöld. Komm-
únistar hafa þannig nákvæm
lega sama hátt á og nazist-
arnir. Hernaðarstefna þeirra
nær til allra, kvenna og ungl
inga, ekki síður en fullorð-
inna karlmanna.
Þessar aðfarir kommúnista
hljóta vissulega að vekja
ríka andúð allra friðelskandi
manna. En kommúnistar hér
á landi og annars staðar
halda engu að síður áfram að
krefjast þess, að þeir einir
verði taldir einlægir og sann-
ir „friðarsinnar“!
SJÓÐIR LAND-
BÚNAÐARINS
Cjóðir landbúnaðarins hafa
^ átt við mikla fjárhags-
erfiðleika að stríða undan-
farið. Er þar um mikið vanda
mál að ræða. Brýna nauðsyn
ber til þess að hægt sé að
halda áfram eðlilegri upp-
byggingu í sveitum landsins,
aukinni ræktun og byggingu
húsa yfir menn og skepnur.
Vinstri stjórnin skildi við
sjóði landbúnaðarins tóma.
Hún gerði ekkert til að finna
varanlegar leiðir til þess að
UTAN UR HEIMI
Stjdrnarbreytingin
í Tanganyika
FREGNIN um að Julius Nyer-
ere, forsætisráðherra Tangany-
ika, hefði sagt af sér embætti
kom víðast mjög á óvart og hef-
ur vakið bollaleggingar stjórn-
málamanna og fréttamanna um
framtíð landsins, sem svo ný-
lega hefur hlotið sjálfstæði (9.
des. sl.)
Vitað var að ýmis mál höfðu
valdið ágreiningi meðal helztu
stjórnmálaforingjanna, þóttflest
ir heyrðu þeir til stjórnarflokkn
um — TANU — (Tanganyika
Afriean National Union). En
menn höfðu þó ekki búizt við,
að sá ágreiningur kynni að leiða
til þess að Nyerere hyrfi úr
stóli forsætisráðherra.
Nyerere hefur til þessa ver-
ið persónugert tákn þeirrar leið-
ar, sem þjóðin í Tanganyika hef
ur farið á brautinni til sjálf-
stæðis, — braut, sem hann hef-
ur sjálfur rutt með einstæðum
persónuleika, hæversku og góð-
um gáfum. Til dæmis skrifaði
„The Times“ einhverntíma í vet
ur að Nyerere væri Tanganyika
— og Tanganyika væri Nyerere.
Nú þykir líklegt, að menn verði
að venja síg við allmiklu meiri
blæbrigði í stjórnmálum lands-
ins en verið hefur hingað til.
Nánustu fylgismenn Nyereres og
aðrir aðilar stjórnarinnar hafa
óneitanlega staðið nokkuð í
skugga hans og sennilega þótt
súrt í broti þegar til lengdar
lét. Nyerere er maður lítill
vexti, rólegur í fasi, vel máli
farinn og laus við öfgakenndar
skoðanir eða öfgakenndan mál-
flutning. Sumir kalla stuttklippt
og strítt yfirskegg hans Hitlers-
skegg, en jafnan er það látið
fylgja, að skoðanir hans séu
eins fjarri skoðunum Hitlers og
unnt er.
• „Það má aldrei verí>a.“
Óttazt er, að það sé ekki
hvað sízt í kynþáttamálunum,
sem leita beri orsakanna til af-
sagnar Nyereres. Hann hefur
verið harður andstöðumaður
hvers kyns kynþáttamismunar,
og mun hafa átt hvað drýgstan
þátt í því, að Suður-Afríka sagði
sig úr brezka samveldinu. Þeg-
ar leiðtogar aðildarríkja sam-
veldisins komu saman í London
til að ræða kynþáttastefnu stjóm-
ar Suður-Afríku, var Nyerere
þar ekki með, þar sem land
hans hafði þá ekki enn hlotið
sjálfstæði. En hann sendi ráð-
stefnunni símskeyti, þar sem
hann Igaði á það áherzlu, að
hefðu samveldislöndin áhuga á
því, að Tanganyika bættist í
þeirra hóp, að fengnu sjálfstæði,
yrði fyrst að viðra þann hóp
smávegis. Meðan ríki dr. Ver-
woerds, með aðskilnaðarstefn-
unni óbreyttri, ætti þar heima,
væri ólíklegt að Tanganyika
kysi sér þar sama stað.
tryggj a áframhaldandi starf-
semi þeirra.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur mikinn hug á að greiða
fram úr þessu vandamáli.
Hefur verið rætt um, að það
Alþingi, sem nú stendur yfir
taki það til meðferðar. Hef-
ur fjármálaráðherra skýrt
frá því, að á þessu þingi
muni þannig verða búið að
búnaðarsjóðunum að þeir
verði fullfærir um að gegna
sínu mikilvæga hlutverki í
þágu bænda og búnaðar á
íslandi. Er vissulega ástæða
til þess að fagna því fyrir-
heiti.
Julius Nyerere
í sama anda mótmælti Nyer-
ere þeim mönnum innanlands,
sem vildu stuðla að kynþátta-
mismunun — þ.e.a.s. að blakkir
menn gengu harðar á rétt hinna
hvítu. Grundvallarandmæli hans
voru: „Eigum við — nú þegar
við hljótum rétt til þess að taka
sjálfir ákvarðanir í okkar eigin
landi — að sýna fólki með öðr-
um hörundslit þá sömu fyrir-
litningu, sem það hefur sýnt
okkur. Það má aldrei verða.“
• Fjármálaráðherrann
settur af
Á fundi með fréttamonnum
í Das er Salaam sagðist Nyerere
hafa sagt af sér til þess að fá
nú tíma til þess að endurskipu-
leggja flokk sinn — en hann er
formaður Tanu. Væri ætlunin að
auka starfsemi flokksins í ein-
stökum héruðum og bæjum
landsins, en það væri mikið
starf. Hann kvaðst hafa reifað
málið í þrjá daga við fram-
kvæmdastjóm flokksins og hún
hefði fallizt á ákvörðun hans.
Hann taldi ekki ástæðu til að
ætla, að afsögn hans skerti í
nokkru traust manna innan
lands eða utan á stjórn Tanga-
nyika — ef til vill aðeins fyrst
í stað, ef menn misskildu þessa
breytingu og tækju með stakri
tortryggni.
Um leið og Nyerere sagði af
sér, lét af embætti fjármála-
ráðherra, sextugur Breti, Sir
Ernest Vasey. Þegar Nýerere
var spurður, hvers vegna hann
hefði farið, svaraði hann, að
Sir Emest væri ekki innfædd-
ur Tanganyikabúi og því væri
ekki heppilegt, að hann væri í
stjórninni lengur. Hins vegar
væri stjórninni enn þörf á
reynslu hans og ráðum og hefði
hann því verið beðinn að vera
áfram efnahags- og fjárhagsleg-
ur ráðunautur stjórnarinnar. Sir
Ernest hefur samþykkt það. —
Margir skýra þetta þó svo, að
honum hafi verið fórnað á alt-
ari harðnandi stefnu í kynþátta
málum, enda ljóst, að sá armur
Tanu-flokksins sem hlynntur er
harðari afstöðu gegn hvítum
mönnum, hefur styrkzt veru-
lega við stjórnarbreytinguna. —
Stjórnarandstaðan hefur löngum
gagnrýnt Nyerere fyrir að vera
of hægfara, of hlynntur Vest-
urveldunum og of lítill Afríku-
maður.
• Vinna að sambandi
Austur-Afríkuríkja
Julius Nyerere, sem er
einn af 26 systkinum, hóf
skólanám tólf ára, gekk þá í
trúboðsskóla. Síðar fór hann til
Uganda og nam við Makerere-
College, en þaðan lá leiðin til
Edinborgar, þar sem hann lauk
prófi í sögu og viðskiptafræð-
um. — Hann gerðist kennari
heima í Tanganyika að loknu
námi, en hætti kennslu árið
1955 og sneri sér að stjórnmál-
um. —
Nyerere hefur verið þeirrar
skoðunar að koma skyldi á sam-
bandi Austur-Afríkuríkja og
yrðu aðildarríkin þá Tangany-
ika, Kenya, Uganda, Zanzibar
og jafnvel síðar Nyasaland, N-
og S-Rhodesía og Rhuanda Ur-
undi.
Hinn nýi forsætisráðherra,
Rashidi Kawawa var áður ráð-
herra án sérstakrar stjórnar-
deildar, hafði sérstaklega það
hlutverk, að vera forsætisráð-
herranum til aðstoðar. Áður
hafði hann sem ráðherra fjallað
um mál héraðsstjórna og hús-
næðismál. Hann er nú 33 ára
að aldri.
Fyrir sex árum kom Kawawa
fótum undir verkalýðshreyfingu
Tanganyika, en úr þeirri átt
hefur gagnrýnin á Nyerere
verið hvað hörðust. Vitað er, að
Kawawa er töluvert lengra til
vinstri en Nyerere. Um stefnu
sína sagði hann við embættis-
tökuna, að hann myndi vinna að
því að Tanganyika yrði hið
fyrsta lýðveldi innan brezka
samveldisins og hann mundi
áfram vinna að hugmynd Nyer-
ere um samband ríkja Austur-
Afríku.
Ekki njósnaflug
London 31. jan. (NTB)
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Búlg-
ariu sendi í dag orðendin’gu til
Ítalíu. 1 orðsendingunni harmar
stjórnin það að búlgörsk orrustu-
þota hafi nýlega flogið inn yfir
ítalskt landsvæði o>g hrapað til
jarðar skammt frá herstöð Atl-
antshafsbandalagsins á Suður-
ftalíu.
Ráðuneytið segir hinsvegar að
það hafi alls ekki verið tilgangur
flugsins að brjóta lofthelgi Ítalíu,
né heldur hafi flugmaðurinn haft
hernaðarlegu hlutverki að gegna
í ferðinni.
Flugmaðurinn er nú £ haldi á
Ítalíu sakaður um njósnir og
fundust í þotu hans Ijósmynda
og kvikmyndavélar auk landa-
bréfa, sem á voru merktar her-
stöðvar Atlantshafsbandalagsins.
Vonin hefur ekki
rætzt
Moskva, 29 jan. NTB-Reuter
IZVESTIJA skrifar í dag, að því
miður virðist augljóst að von
Krúsjeffs forsætisráðherra um
bætt samkomulag milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna hafi
ekki enn fengið að rætast. Blað-
ið girtir grein um Franklin Roose
velt, sem hefði orðið áttræður í
morgun (þriðjudag) og segir að
tilraunir hans í þá átt að bæta
samkomulagið við Sovétríkin
hafi verið að engu gerðar í tíð
forsetanna Trumans og Eisen-
howers.