Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 15
Fðstudagur 2. febr. 1962 MOKCTnVRl 4Ð1Ð 15 AVXRÚTVEGUR Fiskur heilbrigðasta fæðu- tegundin á Atomöld WBRNER Feldt lífefnafræðingur og forstjóri ísótóp-rannsókna í Hamborg, lét fyrir stuttu álit sitt í ljós, við blaðamenn þar í borg, um árangur af rann- sóknum sem þar höfðu farið fram í sambandi við ótta um geisla- virkni í fiski. Myndir af mönnum með Geg- er-teljara yfir fiskikössum, eru nú orðnar allalgengar og hroll- vekjandi í dagblöðum að undan- förnu, svo að almenningur er farinn að óttast, að um einhverja ástæðu til eitrunar. sé að ræða frá atómsprengjum Rússa. Hvað er álit yðar á þessum bollalegg- ingum? Frá því að Rússar hófu atóm- sprengingar sínar og allt fram að þessu, hefir fiskur nær stöðugt verið rannsakaður með Geiger- teljurum á öllum fiskmarköðum Þýzkalands. Árangurinn hefir sýnt aðeins 0,2 til 0,4 Strontium innihald. í>að er aðeins brot af þvi sem eðlilegt er í mjólk, sem hefir 0,6 til 0,8 Strontium ein- ingar. En Strontium er ekki talið lífshættulegt fyrr en það nær um 80 einingum að magni. Werner Feldt skýrði frá því, eð mælingum yrði þó haldið stöð ugt áfram á fiski sem bærist frá NA-lægum svæðum íshafsins, en i Barentshafi stunduðu nú engir þýzkir togarar veiðar. Hins veg- ar benti hann á, að þar sem kjarni Strontium 90 sé raunveru- lega sívirkur, þar sem áhrif hans minnki aðeins um helming á 28 — Minning Framh. af bls. 10. verustundir, flyt ég konu hans, börnum, systkinum og öðru venzlafólki mínar beztu samúð- arkveðjur. Gamall Hólmari. ÞORLEIFUR Jóhannsson, skó- smíðameistari, frá Stykkishólmi, andaðist 22. jan. sl. og verður jarðsunginn frá Reykjavík í dag, en þar átti hann heima siðustu 12 árin. Um langt skeið stóð heimili hans og frú Sesselíu Jónsdóttur, konu hans, í Stykk ishólmi, og setti þar svip sinn á. Þau hjón voru samhent mjög, eignuðust hér marga vini og tryggð þeirra við þá mikil. Þorleifur var friðsamur mað- tir, ýfðist ekki við neinn, trygg- ur og duglegur að því sem hann gekk. Hann fékk gott uppeldi í æsku og bar þess merki æ íiðan. Móðir Þorleifs var Anna Sigurðardóttir og faðir hans, Jóhann Erlendsson, söðlasmiður. Þau fluttust til Stykkishólms sunnan úr Miklaholtshreppi. Að þeim stóðu merkar ættir og heimili þeirra í Stykkishólmi var rómað mjög. Börn þeirra hjóna urðu vel metnir borgarar þar sem þau settust að. — Sein- asta árið var Þorleifur bilaður á heilsu en því sem öðru tók hann með karlmennsku og bognaði ekki þótt erfiðleikarnir ykjust. Frá Stykkishólmi berast því hlýjar kveðjur að kistu hans frá samferðamönnum héðan, sem blessa minningu hans og senda konu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. — Á. H. árum og á 56 árum um 2/3, væri það fræðilegur möguleiki, að það berist með hafstraumum til ann- arra fiskisvæða. Þar gæti mynd- ast hætta á, að það settist á fisk- roð eða yrði neytt í fæðu. En þar sem hafið sé „hlaðið mótstöðu gegn Strontium“ sé margfalt minni faætta á áhrifum á fisk frá Strontium 90, heldur en á favaða dýr sem er á landjörð unni. Og þegar þess er gætt, að mjólkin sem við drekkum dag- lega, er geislavirkari faeldur en fiskurinn, og að geislavirkni á venjulegu armbandsúri, er að milljónasta hluta hærri heldur en mjólkurinnar, er óhætt að full- yrða um fiskinn, að hann sé fæðutegund nr. 1 að faeiibrigði á atómöld, sagði lífefnafræðingur- inn að lokum. • Tundurdufl frá fyrri heimsstyrjöld. f desember s.l. fékk danski fiskibáturinn „Kristine" frá Frederikshavn tundurdufl í net sín. Fóru skipverjar með duflið í land, en þar tóku sérfræðingar við því. Kom í Ijós að það var frá fyrri heimsstyrjöld, og þó margar ryðholur væri komnar á bol þess, vár það ennþá virkt til sprengingar, ef takkar þess hefðu fengið nógu sterkt högg, og varð að gæta fullrar varúðar við að gera það óvirkt. • Þráðlaust samband við flotvörpur í „Norges Handels og Sjö- fartstidende" var nýlega rætt um ýmsar tilraunir Norðmanna að undanförnu, í sambandi við flot- vörpuveiðar. Er þar bent á hve herpinótaveiðin sé kostnaðarsöm ef hægt væri að finna auðveld- ari aðferð til síldveiða. Er á það bent, að ýmsar aðrar fiskveiði- þjóðir leggi mikið kapp á tveggja báta flotvörpuveiðar og hafi Dan ir nú um 200 slík par-togara út- faöld við veiðar. Norskir fiski- menn hafi hinsvegar verið tregir til þess að sinna þessari veiðiað- ferð, einkum vegna þess að þeir telji hana erfiða í framkvæmd og of kostnaðarsama með tveggja báta aðferðinni. Þeir hafi viljað fá flotvörpu, sem hægt væri að nota frá einum bát, og ekki væri eins faáð veðurfari o£ hin aðferð- in. Norska Fiskeridirektoratet hef ir síðastliðin tvö ár, haldið uppi stöðugum tilraunum til flotvöxpu veiða. á ýmsum fiskimiðum og við margbreytileg skilyrði. f beinu framhaldi af þessum til- raunum hefir Fiskeridirektoratet nú skipað hina svonefndu APE- nefnd (Arbejdsudvalget for ud- vikling af pelagisk enfaaad- strawl). Nefnd þessi á að hraða mjög starfi og finna út vísindaleg grundvallaratriði fyrir heppileg- ast lag á vörpunni. Ennfremur auðvelda aðferð til þess að fylgj- ast með vörpunni í sjónum. Hið norska blað segir allmörg erlend fyrirtæki telji sig hafa fundið upp aðferð til þess, en telur þær allar byggðar á dýptarmælaað- ferðinni og kapaltengslum frá vörpunni upp í skipið. Slíkt fyr irkomulag sé mjög óhagkvæmt fyrir fiskimanninn, sem hafi um nóg af vírum og köplum að fást við, á veiðarfærunum sjálfum. Á P E - nefndin hóf starf sitt strax á því, að fela norska Simon sen radíó-fyrirtækinu tilraunir til þess að útbúa þráðlaus mæli- tæki, er sýni strax um borð í veiðiskipinu hvar flotvarpan er í sjónum, hvernig opnun hennar er, og favort fiskur kemur. í hana. Verkefnið virðist ekki auð- leyst, en Simonsen radíó hefir lagt fram tillögur að því, favernig hugsanlegt væri að leysa þennan vanda, og sérfræðingar félagsins vinna að því að gera þessar faug- myndir að veruleika. • Fiskiskipafloti Norðir.anna 1960. Af ársskýrzlu „Fiskeridirek- toratet“ um fiskiskipaflota Norð- manna 1960 kemur í ljós, að frá árinu 1956 hefir orðið mikil fækk un á dekkbátum úr tré, en fjölg un á yfirbyggðum stálbátum, og hefir fjöldi þeirra nær fjórfald- ast á árunum 1952 til 1960. Opn- um bátum hefir einnig fjölgað verulega, en vélarlausum bátum fækkað mjög mikið. 1. júní 1960 voru skráðir sam- Fiskur á land tals 41,636 fiskibátar í Noregi, þar af 12,135 dekk'bátar úr tré og 426 stálbátar, 28,872 opnir vélbát- ar og 203 vélarlausir opnir bátar. Árið 1959 var bátafjöldinn 41,039 og hafði því fiskibátunum fjölgað um 597. Mest varð aukn- ingin á opnum véibátum sem fjölgaði um 754, en yfirbyggðum trébátum fækkaði um 135 og vél- arlausum bátum fækkaði um 26. Mesta fjölgunin í skipaflotanum varð í norður Noregi og Möre og Romsdal héruðunum, en veruleg fækkun varð við Bkagerakströnd ina. Þetta sýnir nauðsynina á því, að Signal innihaldi hvort tveggja í senn ríkulegt magn hremsunar-og rotvamarefna í hverju rauðu striki Ferskur og hreinn andardráttur er hverjum manni nauðsynlegur. Það er þess vegna, að Signal tannkremið inniheldur hreinsandi munnskol- unarefni —sem gerir munn yðar hreinan. Munnskolunarefnið er í hinum rauðu rákum Signals — rákum, sem innihalda Hexachloro- phene hreinsunarefni. Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, þaÖ heldur einnig r.Mtini yöar hreinum. Signal heldur munni yóar hreinum x-sig e/ic-w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.