Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl. — eftir lokun — Erletular fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Sjávarútvegur sjá bls. 15. 27. tbl. — Föstudagur 2. febrúar 1962 Eftirminnilegur bæ|arstjórnarfundur 300 manns sóttu fund á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI 1. febrúar. — Miðvikudaginn 31. janúar var baldinn fundur í bæjarstjórn Sauðárkróks og þar tekin fyrir kæra útaf reikningum bæjar- sjóðs. Svo sem kunnugt er af blaðaskrifum kærðu þeir Erlend- ur Hansen og Skaft' Magnússon (Fulltrúar Alþyðuflokks og kommúnista) reikningana til félagsmálaráðuneytisins • des- ember sl. Á fundinum var kæran tekin til meðferðar, en félags- 1 Met i árekstra- fjölda 220 árekstrax og og 23 slys í janúai' ALI.S hafa 220 árekstrar ver- ið færðir í bækur rannsókn-f arlögreglunmar í Reykjavík íJ Janúar og er hér um að ræða algjört árekstrarmet í þeim mánuði Flestir hafa árekstrar í janúar verið 170 áður. Mik- il hálka, snjókoma og slæm 'veðurtíð er ástæðan til þessa' mikla árekstrarfjölda. í mán uðinum urðu slys í umferðinni' 23 talsins, þar af eitt banaslys, er kona varð fyrir bíl á Hring braut þann. 11. og lézt nokkr- um dögum síðar. — Þess ber að gæta að fleira fólk hefur e. t. v. meiðst í árekstrum en tölur þessar gefa til kynna,. því oft er að fólk leitar beint til slysavarðstofunnar og kem ur ekki til rannsóknarlögregl- unnar. málaráðuneytið hafði óskað eftir umsögn bæjarstjórnar. Venjulegir fundarstaðir bæjar- stjórnar er í bæjarþingsalnum, en þar sem hér var um að ræða mjög óvenjulegit mál, ákvað meirihluti bæjarstjórnar að halda fundinn að þessu sinni í félags- heimilinu Bifröst, enda kom í ijós að þess var full þörf, þar sem um 300 bæjarbúar sóttu fundinn. Bæjarstjórinn, Rögnvaldur Finnbogason, tók fyrstur til máls og flutti glögga og yfirgripsmikla ræðu. Kæran er í lO'liðum og las bæjarstjóri hvern lið fyrir sig og svaraði síðan mjög ítarlega. Að rœðu hans lokinni tóku allir bæjarfulltrúar til máls. í>að vakti sérstaka athygli fundarmanna að kærendurnir voru ófáanlegir til að ræða kæru atriði og annar þeirra, Erlendur Hansen, lýsti því beinlínis yfir að hann mundi engum fyrirspum Framhald á bls. 23. Algjör samstaða fram- sóknar og kommúnista — við kosningar í borgarstjórn Á F U N DI borgarstjórnar Reykjavíkur, sem haldinn var í gær, fór fram kosning nokkurra starfsmanna borg- arstjórnar, borgarráðs og ým issa stjórna og nefnda, en kjörtímabil þessara aðila rann út nú í lok janúar, þeg- ar lauk hinu reglulega kjör- tímabili borgarstjórnar. Við kosningarnar kom í ljós, að enn sem fyrr ríkir full samstaða með borgarfull trúum kommúnista og fram- sóknar. Var borgarfulltrúi framsóknar, Þórður Björns- son, t.d. kjörinn í hafnar- stjórn með stuðningi komm- únista, en að launum ljáði hann atkvæði sitt til að koma einum borgarfulltrúa kommúnista, Alfreð Gísla- Hékk aftan í bíl og slasaðist Laust eftir hádegi í gær slasaðist drengur á reiðhjóli á Skúlagötu er hann var að hanga aftan í vörubíl. Hélt drengurinn í fremra horn á vörupallinum vinstra megin, en skyndilega rann hjólið til í snjónum og inn undir bílinn Drengurinn kastað- ist upp á gangstétt og telur að auki að afturhjól bílsins hafi far- ið yfir fætur sína. Hjólið fór yfir reiðhjólið og eyðilagði það. syni, í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur- borgar. Forseti borgarstjórnar til loka kjörtímabilsins var kjörin frii Auður Aiðuns, en fyrri vara- forseti Guðmundur H. Guðmunds son og annar varaforseti Gísli Halldórsson; allt borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna. Skrifarar borg arstjórnar voru kjörnir Einar Thoroddsen (S) og Alfreð Gísla- son (K). í borgarráð voru kjörin Auð- ur Auðuns. (S), Geir Hallgríms- son (S), Björgvin Frederiksen (S), Magnús Ástmarsson (A) og Guðmundur Vigfússon (K). Vara menn í borgarráði voru kjörmr Guðmundur H. Guðmundsson (S) Gísli Halldórsson (S), Einar Thoroddsen (S), Magnús Jóhann esson (S) og Guðmundur J. Guð- mundsson ÍK). Auk þessa voru m. a. kjöm- ir endurskoðendur borgarreikn- inga, fulltrúar í byggingarnefnd, heilbrigðisnefnd, hafnarstjórn, framfærslunefnd, veitingaleyfis- nefnd og útgerðarráð, tveir menn í stjórn Samvinnusparisjóðsins, einn maður í stjórn Fiskimanna- sjóðs Kjalarne.sþings, og endur- skoðendur íþróttavallarins, Styrktarsjóðs sjómanna- og verka mannafélaganna í Reykjavík, Músíksjóði Guðjóns Sigurðssonar, Samvinnusparisjóðsins Og Spari- sjóðsins Pundsins. Voru yfirleitt kjörnir sömu menn og áður höfðu gegnt þessum störfum. JMi0r§íiraM&!M& Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda í eftir- talið hverfi: GRENIMEL. Hafið samband við af- greiðsluna, sími 2-24-80. 1 Villtur í sólarhring á Axarfjarðarheiöi Tryggvi Helgason fann manninn og kom leitarmonnum á sporið Akureyri í gærkvöldi. RÉTT EFTIR kl. eitt í dag var Tryggvi Helgason beðinn að fara austur á Axarfjarðar- heiði og svipast um eftir manni sem Hafði lagt af stað í gær austur yfir heiðina, en hafði ekki komið fram á til- settum tíma. Maður þessi heitir Árni Gunnlaugsson frá Skógum í Reykjahverfi. Kl. 13,15 fór Tryggvi héðan og flaug austur yfir Axarfjarð- arheiði. Lágskýjað var og all- mikið hvassviðri og er að heiðinni kom var rennings- kóf og skyggni mjög lélegt. Þar sem Tryggvi taldi að maðurinn hefði að mestu fylgt bílveginum ætlaði hann sér að fljúga sem næst þeirri stefnu, en er skammt inn á heiðina kom, varð hann að víkja allmikið til suðurs vegna veðursins. Leitaði hann þar nokkrar dalskorur en Mj'n nr—'v* »>rwi' varð einskis var. Nokkru síð- ar birti til norðursins og flaug Tryggvi þá aftHr í átt að veg- inum og eftir skamma leit varð hann var við nr.ann all- langt norðan vegarins, nokkru austan við sæluhúsið á heið- inni. HIRTI EKKI CM FLUGVÉIJNA Stefna mannsins var ekki eftir veginum, heldur allmik- m.HW »T'» ið til norðurs eða norðausturs og því úrleiðis. í skyndi úibjó Tryggvi orðsendingu, setti í þar til gerða svarta poka, flaug síðan í nokkurra metra hæð yfir manninn og varpaði pokunum niður. Ekkert hirti maðurinn um pokana og ekki virtist hann heldur líta upp þó flugvélin flygi i nokkurra metra hæð yfir höfði hans. Sumir pokarnir þvældust jafn Framh. á bls. 23 FRÉTTAMAÐUR Mbl. flaug yfir öskju í gær í flugvél Tryggva Helgasonar frá Akur- eyri og tók þá mynd þessa. Er hún af aðalgígnum NA af Öskjuvatni og sýnir að lítils háttar rýkur úr honum eins' og raunar úr hrauninu kring- um gígana. Öskjuvatn var að langmestu leyti lagt, en á því sjást tvær vakir nær því vest- iast og einnig var að sjá ís- laust á kafla með suðurland- inu. Vítið var íslaust. — í gær voru 7 vindstig af NA við ’öskju og 10 stiga frost. Snjór huldi að mestu allt nýja hraunið en þó var það að sjá dökkleitara það sem sýnilega , hafði runnið seinast. ' (Ljósm. Mbl.: vig) Símtöl við útlönd þrefaldast Fjöldi símtala til útlanda hef- ur a.m.k. þrefaldast eftir að nýi sæsíminn var tekinn í notkun, ef miðað er við meðaltalið á s.l. ári, sagði Ólafur Kvaran Tit- símastjóri í samtali við Mbl. í gær. Afgreidd eru nú um 90 samtöl á dag, rmast til Englands og Dan- merkur, og er búizt við að setja verði upp eitt símaborð til við- bótar þeim tveimur, sem fyrir eru, þar eð notkum á nýja sím- anum er meiri en ráð hafði ver- ið fyrir gert. Afgreiðsla simtala hetfur geng- ið með ágætum, og sama er að segja um skeyti ritsímans, sem ganga nú mun hraðar en áður vair. Féll af hestbaki og handleggsbrotn- aði BÚÐARDAL 1. febr. — Um há- degisbilið í gær varð það slys að Fjósum í Laxárdal að 13 ára piltur, Magnús sonur Jóns Sigur- jónssonar bónda þar, féll af hest baki og handleggsbrotnaði. Slys- ið varð með þeim hætti að hestur, sem Magnús var á hrasaði og féll, og kastaðist hann af baki með þeim afleiðingum, sem áður greinir. — Héraðslæknir gerði þegar í stað að brotinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.