Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. febr. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Þeir mæla HJÁ embætti borgarlæknís- ins í Reykjavík fer fram margskonar eftirlit með heil- brigðisháttum í bænum. — Starfa við þetta eftirlit sex menn: Árni Waag lýtur eft- ir kjötverzlunum, mjólkur- búðum og brauðgerðarhúsum; Eggert Ásgeirsson fylgist með kjötvinnslu og matvæla- framleiðslu; Hróbjartur Lút- hersson sér um fiskverzlanir og svonefndar sjoppur, Sig- ríður Erlendsdóttir hefur eft- irlit með snyrtistofum, veit- ingastofum og kaffihúsum og Xheódór Magnússon sér um eftirlit með leiguhúsnæði. Síðast en ekki sízt er Sör- en Sörensen, sem fylgist með heilbrigðisháttum og hrein- læti í verksmiðjum og á vinnustöðum. — Blaðamaður Mbl. hitti Sören að máli á dögunum og ræddi við hann um starfið og gang mála, þegar til hans kasta kæmi. — ÉG FER á staðina eftir þörfum, sagði Sören, — og Sören Sörensen. Hann er eftirlitsmaður borgarinnar með heilbrigðisháttum á vinnustöðum. athuga þar umgengni, hrein- læti og hreinlætisaðstöðu. Ef ekki er t.d. kaffistofa þar eða viðunandi aðstaða til þess að þvo sér,' þá reyni ég að fá slíkt lagfært. Ég hef síðan nánar gætur á, að bætt sé úr því, sem ég hef gert athugasemdir við. — En ef forráðamenn vinnustaða skella skolleyr- um við fyrirmælum þínum? — í>á gef ég viðkomandi stuttan frest til þess að bæta úr því, sem aflaga fer. Ef ekki er skipast við, innan frestsins, þá legg ég málið fyrir borgarlækni og hann tekur ákvörðun um, hvort ástæða sé til þess að leggja málið fyrir heilbrigðisnefnd borgarinnar. Nefndin getur síðan samþykkt að loka vinnustaðnum með atbeina lögreglustjóra. — Hvernig fáið þið upp- lýsingar um vafasama heil- brigðishætti? Við athugum vitaskuld alla staði reglulega og suma staði oft, ef ástæða er til. Svo fáum við stundum kær- ur og þá er brugðið skjótt við. Það eru kvartanir um allt milli himins og jarðar, slæma umgengni, slæma af- greiðslu, hávaða, vont loft á vinnustað og þar fram eftir götunum. Ef kvartað er undan háv- Með þessum mæli er hægt að mæla hávaðan. Ljósm.: Sv. Þ hávaöa og eiturgufur aða frá vinnustað, þá höfum við þar til gerð tæki til þess að mæla hávaðann og ákveða, hvort ástæða sé til þess að knýja vinnuveitandann til þess að gera ráðstafanir þar að lútandi. Á sumum vinnu- stöðvum eru einnig oft notuð ýmis efni, sem spilla and- rúmsloftinu, þar eða annars- staðar. Við höfum tæki til þess að mæla slíkar gufur. ÞEGAR Sören var spurður, hvernig vinnuveitendur brygð ust við komu hans, sagði hann, að skilningur þeirra og starfsmanna væri undantekn- ingarlítið góður. Þeir skilja nauðsyn slíks eftirlits, vita að það er báðum aðilum til góðs. — Hafa kvartanir, sem ykk ur berast, við rök að styðj- ast? — Langoftast er ástæða fyrir slíkum kvörtunum, og við tökum slíkum ábending- um með þökkum. Það auð- veldar okkur eftirlitið og leiðir aðeins til góðs að fólk sé vakandi fyrir þessum hlutum. Það kemur fyrir, að sumum finnst þetta óþarfa rex í mér, þegar ég kem og vil fá að kanna málið, en það heyrir til undantekninga. Ég man eftir nokkrum dæm- um þess, að menn hafa verið óhressir og brugðizt fremur ílla við komu minni, en það hefur allt saman farið vel að lokum. Á ýmsum vinnustöðvum höfum við nána og góða samvinnu við trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna og það samstarf hefur auðveldað mér starfið, sagði Sören að að lokum. — Og hvernig finnst þér heilbrigðishættir hér á blað- inu? spurði blaðamaðurinn, * um leið og Sören gekk á braut. — Þeir eru ágætir, sagði hann, um leið og hann sneri sér við í dyrunum, — en í þínum sporum myndi ég ekki slá úr pípunni á gólfið. J. R. piwBÍ HEIIHILI EVRIil 8ÆIMGLRKONIJR verði stofnað í Kópavogi ! Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í Kópavogi 19. jan. sl. bar Sveinn S. Einarsson bæjarifulltrúi (Sjálf- stæðisflioikksinis) fram tillögu um að bærinn greiddi fyrir stofnun heimilis fyrir sængurkonur, og að skipuð yrði yfirsetuikona fyrir bæjarfélagið, svo sem skylt er að lögum, en kommúnistar hafa árum saman þrjóskazt við að gera. Flutninigsmaður lagði áberzlu á að þessi tillaga fengi afgreiðsiu það fljótt, að hægt væri að tafca imn á fjárhagsáætlun fyrir 1962 útgjöld, sem af benni kynnu að leiða. Talsverðar umræðiur urðu um þetta mál á bæjarstjórmar- fundimum, og var tillögunni ein- róma vísað til bæjarráðs. Þstta mál var til umræðu á fjölmenn- um aðalfundi Sjálfstæðiskvenna- félagsins Eddu í Kópavogi s.l. þriðjudag, og var þar gerð svo- felld ályktun: „Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna félagsins Eddu, Kópavogi, hald- inn í Sjálfstæðishúsinu, Borgar- holtsbraut 6, þriðjudaginn 30. jamúar 1962, harmar að rekstur heimilis fyrir sængurkonur í Kópavogi skudi hafa fallið niður, þar eð það bætti úr mjög brýnni þörf og hafði áunnið sér miklar vinsældir meðal húsmæðra í Kópavogi. Sborar fundurinn á bæjarstjórm Kópavogs og bæjarstjóra að greiða fyrir því, að þessi starf- semi vterði tekin upp atftur hið allra fyrsta, og ennfremur að skipuð verði ljósmlóðir fyrir Kópavog svo sem skylt er að lög- um. Fundurinn skorar á allar konur í Kópavogi, hvar í flokki sem þær standa, að styðja þetta mál af alefli.“ Mótmæla staðhæf- ingu Zorins New York 1. febrúar. SENDINEFND Kongóstjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum neitaði því harðlega í dag, að Sovét- stjórnin hefði samráð við hana um að kalla Öryggisráðið saman til fundar Kongómálsins. Fastafulltrúi Rússa hjá SÞ, Valerian Zorin, hélt því fram á fundi Öryggisráðsins á þriðju- daginn, að sovézka sendinefndin hefði beðið kongósku nefndina að koma ráðagerðinni á fram- færi við Kongóstjórn og leita álits hennar. Þá skömmu áður höfðu borizt mótmæli Adoula, forsætisráðherra miðstjórnarinn- ar í Kongó, sem taldi umræður í Öryggisráðinu sízt mundu bæta fyrir þróun mála í Kongó eins og nú væri háttað. Karlakór Reykja- víkur í útvarpi erlendis UND ANFARIÐ hafa borizt fréttir af útvarpi á söng Karla- kórs Reykjavíkur í Ameríku og Englandi. Snemma í janúar var útvarpað söng kórsins á vegum BBC í London og endurvarpað til Kanada. A aðfangadag voru leikin tvö jólalög um vestur- hluta Kanada og aftur á jóla- dagskvöld, tvisvar sinnum, sam- kvæmt óskum hlustenda. Þá hafa kórnum einnig bor- izt þær fréttir frá hljómplötu- útgáfufyrirtækinu Monitor í New York, að platan, sem það gaf út með söng kórsins, hafi selzt mjög vel og verið leikin víða í útvarpsstöðvum í Banda- ríkjunum. Karlakór Reykjavíkur hefur nú í undirbúningi útgáfu á ann- arri hljómplötu á vegum sama fyrirtækis með þjóðlögum frá N orðurlöndum. STAKSTEIMAR Horfðu reíður um oad Steindór Steindórsson, mennta skólakennari á Akureyri, ritar ekki alls fyrir löngu grein í tíma ritið „Heima er bezt“ undir fyrir sögninni: „Horfðu reiður um öxl“ Ræðir hann þar fyrst og fremst vandamál æskunnar og þá spurn ingu, hvort reið in sé æskilegasta leiðin til þess að bæta úr því, sem miður fer í heim Inum, og skír- skotar þá eink- um til reiði æsk unnar, sem rík- ið skal erfa, og „fær það hiut- verk að gera Steindór St. þjóðfélagið full- komnara og betra en feðrunt þeirra og mæðrum tókst“. Greinarhöfundur ræðir um 19. öldina og þá bjartsýni og fram- sækni, sem hún skóp börnum sín um. Síðan kemst hann að orði á þessa leið: „En tvær heimsstyrjaldir hafa geisað á þessari öld. 1 sultarloga þeirra hafa brunnið mörg þau dýrustu verðmæti, sem 19. öldin gaf dóttur sinni í arf • t stað von ar og bjartsýni hafa skapazt ótti og bölsýni. Og æskan þjáist af þessum ófögnuði, og gefur vissu lega þeim eldri sökina. Hin ytri kjör, sem æskan býr við, eru svo góð að hana vantar sárafátt á efnislega visu. En þegar svo er komið verða gæðin sjálf lítils virði í augum þeirra, sem þeirra njóta. Þeir koma ekki auga á neitt mark, sem keppa beri að, og þegar svo er fyllist lífið tóm- leika, en til þess að fylla tómið grípur æskumaðurinn til ýmissa ráða, oft miður heppilegra. Og upp úr öllu saman sprettur svo reiðin. Reiði, sem raunar veit ekki af hverju hún er sprottin og enn síður, hvað hún vill fá. Við brigðin verða einungis vonzka og upphrópanir. Við bætist einn ig, að upp hefur risið flokkur manna, sem hefur að markmiði að fella núverandi þjóðskipulag í rústir.“ Skortir æskuna hugsjónir? Steindór Steindórsson lýkur hinni athyglisverðu grein sinni með þessum orðum: „Ekki má skilja orð mín svo, að sök eldri kynslóðarinnar sé enginn. Markmið hennar var í upphafi að skapa niðjum sinum betri efnaleg kjör en hún átii sjálf við að búa. Þess vegna fór henni líkt og foreldrum, sem ala höm sín upp í eftirlæti. Þau fá börnunum í hendur gnótt girni Iegra hluta, en gleyma að gefa þeim hlutdeild í baráttunni, sem það kostar að afla þeirra. Og í kapphlaupinu um efnalega vel- gengni hafa mörg hinna andlegu verðmæta, sem gefa lífinu lit, tapazt. Og skyldi ekki eitt mesta vandamálið í lífi æskunnar \era það, að hana skortir viðfangsefni, hugsjónir, sem benda eitthvað út fyrir hið daglega líf, og skyldi ekki sök eldri kynslóðarinnar vera einkum sú, að hafa gleymt 'að gefa æskunnt þetta vega- nesti?“ Kjarabætur án verkfalla Tíminn fullyrðir í gær í forystu grein sinni, að kommúnistar í Dagsbrún og stjórn Alþýðusam- bunds íslands vilji nú fyrst og fremst stefna að kjarabótum verkalýðsins án verkfalla. Það væri vissulega ánægjulegt ef svo væri. Hingað tii hafa kommúnist- ar haft meiri áhuga fyrir pólitísk- um verkföllum en raunveruleg um kjarabótum launþegum til handa. Steindór St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.