Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORGIJNBLAÐIÐ Föstudagur 2. febr. 1962 «%»■ HÚFA með áföstum trefli er afar skjólgóð — og auk þess hæstmóðins í París í vetur. Húfan, sem sýnid er á með- fylgjandi myndum, eir laust hekluð úr grófu garni, þannig að mjög fljótlegt er að heikla hana. I>egar haldið er á húfunni í hendinni lítur hún út eins og sýnt er á teiknimiyndinni og kann mörgium við fyrstu sýn að þykja heldur lítið til herm- ar koma. Húfan nýtur sín fyrst, þegar búið er að vefja treflinum um hálsinn, þannig að endinn lafi framan á kiáp- unni (þannig hafa þær frönsku það) — eða treflinum sveiflað yfir vinstri öxl. Efni: Ca: 200 g meðalgróft garn, heklumál nr. 4. Mælikvarði: 7 stamgarlykkj- ur — 5 om. á breidd> 3 garðar — 4 cm. á hæð. Skammstafanir: lm. — loft- lykkju, km. keðjulykkjur, stm. — stangarlykkjur umf. — um- ferð, ga —' garður. Sérhver umferð eða garður hefst með 3 loftlykkjum (sem oft eru einnig nefndar upp- fitjunarlykkjur), sem koma út eins og 1 stm í umferðinni. Þessar 3 Im eru þess vegna alltaf nefndar stm, nema í 6—14 umf (báðar meðtaldar), þegar heklað er i hring eins og 2. umferð (54 stm) 5. umferð: xl stm í 1. og 2. lykkju af fyrri um- ferð, 2 stm í næstu lykkju, endurtekið fró x út umferðina (72 stm), í þetta sinn er umf. ekki lokað með 1 km, heldiur haldið áfram að hekla í hring. FRÖNSK VETRARHÚFA Heklið 4 lm og búið til hring úr þeim með 1 km. (stingið nálinni í lykkju fyrri umf., dragið garnið í gegnum hana og 1 sem er á nálinni) 1 umf: heklið 4 stm ('bregðið upp á heklunálina, stingið nið- ur í lykkju úr fyrri umferð Og dragið upp eina lykikju (3 1 á nálinni), dragið fyrst 1 gegnum 2 1, og síðan þær tvær, sem eftir eru) í hverja Im á hringnum (16 stm), ljúk- ið umf. ,með 1 km. 2. umf. x 1 stm i 1. lykkju á fyrri umtf., 2 stm í næstu lykkju, endur tekið frá x og umf. lokið með 1 tom. (24 stm). 3. umf.: eins og 2. uimtf. (36 stm), 4. umtf. Hér sézt, hvernig trefillinn er heklaður í áframhaldi af húfunni (hægri hlið). Hann er mjóstur efst, en sá bluti hans liggur undir höku þeirrar stúlku, sem ber hann, og má því etoki vera Of fyrirferðar- mikilL HER gefur að líta þrjá sumar- hatta frá Canessa tízkuhúsinu í Róm. Þetta eru óvenju frum- Iegir hattar; lengst til vinstri er hattur úr rauðbrúnum flóka og ber nafnið: „rómverskt þak“. natíurinn í miðjunná líkist helzt hárkollu: hann er úr grænum flosræmum, sem teknar eru saman í miðjunni með svörtum flauelsborða. Hatturinn er skreyttur með hvítum og gulum gæsablóm- um. Lengst til vinstri er ann- ar „þakhattur“, skreyttur með handmálaðri blárri svölu. Áframhald miinstursins er þannig:x'beklið 1 stm í 5 næsitu lyfckjur, bregðið upp á heklu- nálina, stingið í næstu lytokju oj dragið garnið í gegn, bregð- ið upp á og dragið garnið í gegnum tvær fyrstu lykkjurn- ar á nálinni, bregðið tvisvar upp á farið til baka undir mdð stm af 5 fyrrhekluðu stm og dragið garnið upp irndir hana, bregðið upp á og dragið garnið gegnum tvær fyrstu lykkjurn- ar á nálinni, bregðið upp á og dragið gegnum tivœr fyrstu lykkjurnar á nálinni, bregðið upp á og dragið garnið gegn- um þær þrjár lykkjur á nál- inni, sem eftir eru, endurtakið það sem eftir er frá x út um- ferðina. Þegar 9 umtf. af munstur- hekli er lokið er byrjað á treflinum, án þess að garnið sé slitið. Snúið með 3 lrn og heklið 1 stm í næstu 19 stm (alltaf farið undir báðar lykkj umar.) Heklið fram og aftur. Við 5. ga er aukið um 1 lykkju í hverri hlið. Þegar 8 ga er lok ið, er heklið gert lausara og þá heklað þannig: 3 lim, 1 stm í 1. stm, x 1 Im, hlaupið yfir 1 lytokju, 1 stm í þar næstu lykkju, endurtatoið frá x út ga. f næstu ga er hetoluð 1 stm í hvert gat á fyrri ga, alltf- af með 1 lm milli hiverrar stm. Gætið að alltaf sé sami stm fjöldi í hverjum ga. Þegar trefillinn er orðinn 80 cm langur er garnið slitið, gengið frá öllum þráðum og kögur sett á enda trefilsinis. Gefionaráklæðln treylasf siteltl I lifum 08 munztruis. t)v> ræður tízkao hverjo Þorleifur Jóhannsson frá Stykkishólmi, minning sino) BM breytist D4 eRb, vöruvöndlm verfc miöjunnai og gæði islenzku ullarmnar ffll* tetta ftefto hfálpað tit ait gera Getj •marálilæöiö vinsælasta húsgagnaáklæöiö * landintt ráklæði MOWARIÖ ALLIR Hólmarar, sem orðnir eru miðaldra muna vel hin ágætu hjón, Önnu Sigurðardótt- ur og Jóhann Erlendsson, er lengst búskapar síns áttu heima í Stykkishólmi, en höfðu áður búið í Dal í Mifclaholtshreppi og í Ólafsvík. Bæði voru þau Snæfellingar í ættir fram, kom- in af greindu og traustu bænda- fólki sunnan fjalls. Börn þeirra urðu sjö, sem upp komust, ein dóttir og sex synir. Var það gjörvulegur systkinahópur, dug- legur og kappsfullur til allra starfa, vel látinn og vinaríkur, og öll voru systkinin sérlega sönghneigð. Þrír bræðranna eru nú hnignir í valinn, Oddgeir, Sigurður og Þorleifur, en sá síð astnefndi andaðist 22. jan. sl. í sjúkrahúsi Hvítabandsins, og verður útför hans gerð í dag frá Fossvogskirkju. Þorleifur var fæddur á Dal 1. júní 1897 og var með for- eldrum sínum, þangað til hann var 15 ára gamall, að hann fluttist til Isafjarðar, en þar nam hann skósmíði hjá Ólafi Stefánssyni mági sínum. Á ísa- firði dvaldist Þorleifur í 12 ár, en fór árið 1923 til Dýrafjarð- ar. Hann hafði 9. marz það ár kvænzt Sesselju Jónsdóttur. Með þeim höfðu tekizt kynni á ísa- firði, en Sesselja var þangað vestur komin austan af Seyðis- firði og er austfirzk í báðar ætt- ir. Til Stykkishólms fluttust Sesselja og Þorleifur 1927. Þar reistu þau sér snoturt hús og var jafnan ánægjulegt að koma á hið vinalega og vistlega heim- ili þeirra, því að bæði voru þau hjón gestrisin og hlý í viðmóti og Sesselja hin mesta myndar- kona í sjón og raun. Meðan Þorleifur var í Stykkishólmi stundaði hann einkum iðn sína, en einnig önnur störf, sem til féllu. Hann var einn af stofn- endum Iðnaðarmannafél. Stykk- ishólms og alla tíð í kirkjukór þorpsins eftir að hann settist þar að. Árið 1946 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Lengst af vann Þorleifur við skósmíði, eftir að hann kom suður, en síðustu fimm árin var hann húsvörður á Reykjavíkurflugvelli. — Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en elzta þeirra, Jóhann, mesta efnispilt, misstu þau 18 ára gamlan 1942. Hin börnin eru: Ragnar, húsasmiður, Ingi- björg, gift Guðjóni Guðmunds- syni bifvélavirkja, og Oddgeir rafvirki, kvæntur Halldóru Sveinsdóttur. Þorleifur Jóhannsson var eng- inn málskrafsmaður og óhlut- deilinn var hann um annarra hag. Hann var manna samvizku- samastur að hverju starfi, sem hann gekk, enda bar hann f brjósti ríka ábyrgðarkennd. Vinum sínum var hann tröll- tryggur og aldrei seinn að taka upp hanzkann fyrir þá, ef að þeim var veizt. Þorleifur gat verið manna kátastur og skemmt inn í kunningjahópi, þótt hann virtist við fyrstu kynni fálát- ur. Hann var sérlega heimilis- rækinn og bar alla tíð mjög fyr ir brjósti hag barna sinna. Um leið og ég kveð Þorleif og þakka honum margar sam- Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.