Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 20

Morgunblaðið - 09.02.1962, Page 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Pðstudagur 9. febr. 1902 Barbara James: 22 Fögur og feig Sjáðu, pabbi, sjáðu. Sjáðu mig! æpti hann í miklum æsingi. Svo stóð hann á höndum og hneig síðan niður í hrúgu á gólfinu, rétt við fæturna á lögreglumann- inum, sem varð steinhissa. En svo varð rjóða andlitið vandræða- legt, þegar hann sá, að þarna var ókunnugur maður staddur. Rólegur, sonur sæll, þú þarft að æfa þetta miklu betur. Rory gekk til hans og reisti hann við. Þetta er Wood lögreglufulltrúi sagði hann og hélt í höndina á Tim. öll spenna var horfin úr svip hans eins Oig dögg fyrir sólu, og nú brosti hann, eins og hann átti að sér. Þetta er Tim sonur minn, sagði hann. Önnur kynslóðin af skop- leikurunum. Sæll, Tom. Wood heilsaði drengnum með handabandi. Hann var líka farinn að brosa og það breytti svip hans gjör- samlega, og ég vissi samstundis, að hann mundi sj álfur eiga börn. Mér kom það einhvernveginn al- veg á óvart, að hann skyldi geta verið brosandi og vingjarnlegur. Tim varð hálf-vandræðalegur. Lögreglufulltrúi? Hvað er það? sagði hann hikandi. Lögga, sagði Wood. Ég er lögga. Andlitið á Tim breytti svip. Alvörulögga? spurði hann spennt ur. Já, heldur betur í alvöru, sagði Leó þurrlega. Og hverjir eru ræningjarnir. Eruð þið þá öll ræningjar? Það mætti kannske vel segja það, sagði Roy glottandi. Við skulum leika okkur. Nei, væni minn. Farðu til henn ar Vandy, sagði ég. Ænei, mamma. Sjáðu! Og hann steypti sér kollhnís. Geturðu gert þetta sagði hann við Wood. Það gæti ég líklega. Gerðu það þá. Wood stóð upp. Rétt sem snöggvast datt mér í hug, að hann ætlaði að fara að standa á höndum. Nei, ég held ég geri það annars ekki núna, sagði hann. Ekki á sunnudegi, þá mega löggur ekki gera kúnstir. Ég geri það kann- ske seinna, sagði hann alvarlega. Þegar við erum búin, skal ég koma og sýna þér fáeinar kúnst- ir, sem ég lærði þegar ég var í sirkus, sagði Leó. Fínt! Og Tim steypti sér enn einn kollhnís og þaut svo út. Fjörugur snáði, sagði Wood. Hann er óþarflega mikið fyrir að sýna sig, sagði Rory. Eigið þér sjálfur börn? Já, þrjú. Stelpu á hans aldri og strák þriggja ára og svo ann- an strák í vöggu. Það er talsvert, sagði ég. Það má nú segja, en maður vildi nú samt ekki sjá af þeim. Nei, það má maður manni segja, sagði Rory. Það var rétt eins og við ætluð- um að fara að skrafa saman í mesta bróðerni, þegar vingjarn- legi svipurinn hvarf allt í einu af andliti lögreglufulltrúans og hann var aftur orðini ópersónu- legur. Já, hvert vorum við komin? Já, nú man ég það. Hvor ykkar herranna flutti lík ungfrú Hugo úr Axminsterhúsinu? Ég gerði það, svaraði Leó ró- lega. Þú? sagði Rory með miklum ákafa. í gúðs bænum, hvað átti það að þýða? Hversvegna sagð- irðu mér ekki frá því? Kannske þér vilduð segja okk- ur, hr. Gunter, hvernig og hvers vegna þér tókuð upp á þessu ótrúlega tiltæki? Sjálfsagt. Leó gekk að arin- hillunni og hallaði sér upp að henni. Eins og ég sagði, ók ég frá leikhúsinu og til Axminster- hússins. Ég fór inn um aðaldyrn- ar og talaði fáein orð við dyra- i vörðinn, sem fór svo með mér upp í lyftunni. Ég hafði fengið lykilinn hjá Rory. Ég fór inn í íbúðina og sá þar jakkann og hanzkana á stól á setustofunni. Ég fór svo inn í svefnherbergið. Þar lá hún, nákvæmlega eins og frú Day hefur lýst. Og þér tölduð það líka sjálf- sagt, að hún hefði framið sjálfs- morð, eða hvað? Vitanlega. Það lá svo í augum uppi, að mér datt aldrei í hug að efa&t um það. Og geri ekki enn. Og hver urðu svo viðbrögð yðar við þessu? Ég varð fyrst og fremst reiður. Svarið kom hiklaust og ákveðið. Augnabýnnar á Wood lyftust aft- ur. Reiður? En þótti yður ekki fyrir því að öðru leyti? Því þá það? Ég þekkti Crystal sæmilega vel — kannske óþarf- lega vel. Mátti mín vegna ósköp vel missa sig. Hún var mér einskis virði. Ég varð hissa á þessari hörku hans og var næstum farin að vor- kenna Crystal. En hann var sýni- lega ekkert í þann veginn. Hversvegna voruð þér svona reiður? Þetta var svo illyrmislegt til- tæki. Ég gekk út frá því, að hún hefði rifizt við Rory. En það g^tur þú betur upplýst. Hann leit á Rory, en hann svaraði engu. Jæja, ég gekk að minnsta kosti út frá því sem gefnum hlut, að þau hefðu rifizt. Gat mér þess til, að Rory hefði viljað slíta sambandi þeirra, og hún hefði svo hefnt sín á þenna hátt, sem sé með því að eyðileggja framtíð hans með þessu. Eyðileggja? Er það nú ekki nokkuð stórt orð? Það held ég ekki. Rory er orð- inn að einskonar dýrlingi. Vegna sjónvarpsleiksins er hann þekkt- ur á milljónum heimila. Almenn- ingur lítur á hann sem hamingju- saman fjölskylduföður. Þessi kjaftháttur í blöðunum um hann og Crystal, var þegar farinn að gera honum skaða. Og þér getið hugsað yður afleiðingarnar af því, ef Crystal hefði fundizt dauð í íbúðinni hans — alveg burtséð frá því angri, sem það hefði gert konunni hans og börnunum. Svo að þér ákváðuð þá að flytja hana Það var nú ekki svo einfalt. Ég stóð þarna og horfði á hana og var frá mér af hatri og reiði. Röddin var róleg en grimm. Og þá langaði mig til að slá hana út af Iaginu og spilla þessu illkvitn- islega tiltæki hennar. Hún hafði benlínis ögrað mér. Ég leit kring um mig í herberginu og vonaði, að mér gæti dottið eitthvað í hug. Ég opnaði skápa í þeirri von að finna þar kofort — en þá sá ég fatapokann, sem var næstum sex fet á lengd. Og þá fékk ég þessa ofdirfskulegu hugmynd. Hún lá þarna með höfuðið á kodda, sem var á rúmábreiðunni. Enda þótt sárið á höfðinu á henni væri svart og ljótt, hafði ekki blætt mikið úr því — aðeins blóðblett- ir á koddanum og ofurlítið á rúmgaflinum. Sjálf rúmábreiðan var alveg hrein. Þér hafið nú ekki gert þetta sérlega vandlega, hr. Gunter. Það var blóð á gólfábreiðunni og víð- ar. Nú, já, sagði ég. Þér hafið þá komið í íbúðina að okkur fjar- verandi? Já, ég þurfti að tala við hrein- gerningakonuna. Og ég gerði ýmsar athuganir um leið. Og þér vissuð, að hún hafði dáið þar? Það var að minnsta kosti mjög líklegt. Haldið þér áfram sög- unni, hr. Gunter. Ég tók svo teppi úr skápnum og vafði því um hana. Svo kom ég henni í pokann og það var erfitt. Ég setti líka koddann í pokann ásamt jakkanum hennar og hönzkunum. Svo tók ég lykl- ana hennar úr handtöskunni hennar og setti hana síðan í pok- ann líka og lokaði honum svo með rennilásnum. Þurrkaði svo blettina af rúmgaflinum með vasaklútnum mínum. Þeir fóru strax af gljáfægðu trénu. Svo fann ég annan kodda og kodda- ver í skápnum, í staðinn fyrir þann, sem ég hafði tekið. En svo kom aðalvandinn. Ég opnaði dyrnar og fór fram og alla leið niður í miðjan stigann til að sjá hvort nokkur væri á ferli í for- stofunni. Þar stóðu tveir menn rétt við lyftudyrnar. Ég beið þangað til þeir voru búnir að ná í lyftuna og farnir upp. Þá fór ég aftur inn í herbergið og tók fatapokann. Þetta hefur verið talsvert vog- að fyrirtæki hjá yður, sagði Wood. Ég veit ekki. Sumt fólkið þarna í húsinu þekkir mig. Ég kem oft til Rory og svo er leikritahöfund- ur, sem ég þekki á sjöttu hæð. Vitanlega þekkja allir Rory, og er það þá nokkuð undarlegt, þó að ég, sem er umboðsmaður hans, væri með fatapoka. Ég gat vel hafa verið að sækja einhvern leiksviðsútbúnað, sem hann hefði allt í einu þurft á að halda — eitthvað stórt og þungt, kannske einhverja einkennisbúninga. En nú vildi svo til, að ég hitti engan mann á leiðinni. Það er nú ekki svo auðvelt að bera heilt lík. Crystal var nú mjög létt. Jafnvel þó svo væri, trúi ég því varla, að þér hefðuð krafta til þess. Það er misskilningur hjá yður. Ég var einu sinni lyftingadans- ari og það útheimtir mikla krafta, og enn í dag legg ég rækt við líkamshreysti. Það brá fyrir hreykni hjá Leó þear hann sagði þetta. Wood kinkaði kolli án þess að bregða svip. Ég fór svo að bílnum mínum, sem var í götunni bak við húsið. Það er stórt skott á honum, en ég kom nú samt ekki líkinu þar inn, því að ég varð að gæta þess vel að skadda það ekki á neinn hátt. Þessvegna setti ég það í aftursætið og það gat ég ekki nema með því móti að færa öku- sætið fram. Hann sagði frá þessu svo blátt * X- >f GEISLI GEIMFARI X- X- X- /■' i— Starfið inni í Mystikus skapaði villandi yaldatilfinningu hjá Pétri þai til hann varð geðveikur. — Ég var bjáni að leggja meiri trúnað á falsvél en sanna vini mína! Getur þú fyrirgefið mér, Lúsí? — Það er ekkert að fyrirgefa, Berta! áfram, að það hefði mátt halda, að hann hefði raunverulega ver* ið að flytja leiksviðsútbúnað. Hvernig gaztu gert þetta, Leó spurði ég. Ég er ekker.t hræddur við lík, svaraði hann. Ég sat í fangabúð. um nokkurn hluta æsku minnar, og hef séð svo margt hroðalegt, að ég hef löngu misst alla til- finningu fyrir því. Og svo ókuð þér heim til ung- frú Hugo? spurði Wood og var nú tekinn að gerast óþolinmóður. Ekki alveg strax. Ég mundi eftir, að ég hafði skilið eftir skjalatöskuna mína í íbúðinni hans Rory, svo að ég lokaði bíln. um og fór inn um sama inngang* inn aftur. Þar var enginn maður, Ég hljóp upp og inn i íbúðina. Ég gáði vandlega kring um miig. -til þess að vera viss um, að allt væri í lagi, tók svo töskuna og fór niður aftur, en í þetta sinn gegn um aðalinnganginn fordyra- megin. Mér datt í hug, að það spillti ekki til að segja fáein orð við húsvörðinn um leið og ég gengi. ÍHUtvarpiö Föstudagur 9. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. -» 8.09 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik* ~r. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynninga»r). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. -e» Tónl. — 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar — 17.00 Fréttir. ^ Endurtekið tónlistarefni). 17.40 Framburðarkennsla i esperanto g spænsku. 18.00 ,,I>á riðu hetjur um héruð**l Ingimar Jóhannesson segir aftur frá Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19. 0 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. m. j.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XIII: Kristen Flagstad syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri les kvæði eftir Bólu-Hjálmar. 21.10 Tónleikar: Prelúdía, kóral og fúga eftir César Franck (Witold Malcuzynski leikur á píanó). 21.30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrn« usar" eftir J. B. Priestley; XI, (Guðjón Guðjónsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Upptök Islandsglímunn- ar og áhrif hennar (Helgi Hjörv- ar rithöfundur). 22.30 A síðkvöldi: Létt-klassísk tón« list. a) Atriði úr „Töfraflautunni*** eftir Mozart (Wilma Lipp, Irmgard Seefried, Anton Der- mota, Erich Kunz, Ludwig Weber og kór syngja með Fílharmoníusveit Vínarborg- ar; Herbert von Karajan stj.) b) Ungverskir dansar eftir Bra- hms (Konunglega fílharmon- íusveitin í Lundúnum leikur; Rafael Kubelik stj.). 23.20 Dagskrárlok. Laugardagur. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 FréttJ* ir). 15.20 Skáþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16.30 Danskennsla (Hreiðar Astvalds- son). 17.00 Fréttir. — I>etta vil ég heyiraf Þórgunnur Arsælsdóttir velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið** eftir Petru Flagestad Larssen; VIII. (Benedikt Am- kelsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Söngvar í léttum tón. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: a) Óperusöngkonan Eileen Farr ell syngur djasslög með hljóm sveit Luthers Henderson. b) HljómsveF André Kostel- anetz leikur fyrri þátt „Blues- opera“-svitunnar eftir Har- old Arlen. 20.30 Leikrit: „Allah heitir hundrað nöfnum** eftir Gunther Eich, í þýðingu Bríetar Héðinsdóttur. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.