Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 6
Mortcrnvnr-]thð ^ Fostudagur 16. febr. 1962 Frá borgarstjórn Tryggja veröur viðunandi aöbúnað á fiugvellinum — því hefði verið óverj andi að hafna um- sókn Loftleiða TALSVERÐAR umræður urðu á fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur í gær um l»á samþykkt borg- arráðs hinn 9. febrúar sl. að heimila fyrir sitt leyti byggingu afgreiðsluhúss við Flugturninn á Reykjavíkurflugvelli með beim fyrirvörum, sem borgarráð setti. Flutti einn bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, Alfreð Gísla- son, tillögu um, að aðeins yrði heimiluð bygging bráðabirgða- húss, en sú tillaga hlaut ekki einu sinni fylgi flokks- bræðra hans, og lýsti borgar- stjóm í lok umræðunnar sam- þykki við samþykkt borgarráðs með 14 atkvæðum gegn 1 atkv. Alfreðs að viðhöfðu nafnakalli. — Hafði borgarráð gert sam- þykkt sína samkvæmt umsögn samvinnunefndar um skipulags- mál m.a. með þeim fyrirvara, að nánari staðsetning bygging- arinnar yrði ákveðin í samráði við skipulagsyfirvöld og gerð hennar hagað þannig, að auð- velt verði að nýta hana á ann- an hátt, ef svo færi, að Reykja- víkurflugvöllur verði lagður nið ur. — Alfreð Gíslason hóf umræð- urnar um þetta mál á borgar- stjórnarfundinum í gær, og sagði hann í ræðu sinni, að víta vertværiaf borgarráði a ð veita samþykki sitt til bygging- a r afgreiðslu- húss á Reykja- víkurflugvelli. B e n t i hann á þ v í t i 1 stuðn- ings, að óákveð- ið væri til hvers það svæði, sem flugvöllurinn nú stendur á, yrði notað í framtíðinni, því að það væri sjálfsagt vilji meirihluta borgarbúa, að hann yrði þar ekki til langframa. Auk þess taldi A. G., að með byggingu afgreiðsluhússins væri verið að brjóta þýðingarmikla grundvall- arreglu í skipulagsmálum hverr- ar borgar, eins og hann komst að orði. Viðurkenndi hann þó, að nauðsyn bæri til að koma til móts við þarfir Loftleiða fyr- ir afgreiðsluhús á flugvellinum, en taldi, að það bæri að gera með því að . heimila byggingu bráðabirgðahúss. Flutti A. G. síðan tillögu um. að slík bygg- ing yrði heimiluð, enda yrði hún flutt eða rifin á kostnað eigenda, hvenær sem þess yrði krafizt. ir Staðsetning ákveðin í sam- ráði við skipulagsyfirvöld Geir Hallgrímsson borgarstjóri varð fyrir svörum við gagnrýni A. G. Benti hann á, að borgar- ráð hefði með samhljóða at- k v æ ð u m gert ákvörðun sína á grundvelli um- sagnar sam- vinnunefndar u m skipulags- mál. —• Einnig hefði verið haft samráð við n e f n d þá, e r vinnur á vegum borgarinnar a ð tillögum um framtíð Reykjavík- urflugvallar og kannað hefði verið hvað liði störfum nefhd- ar, sem vinnur á vegum ríkis- stjórnarinnar að þessu máli. — Ennfremur væri lögð á það rík áherzla í samþykkt borgarráðs, að nánari staðsetning hússins verði ákveðin í samráði við skipulagsyfirvöld og að byggingu þess verði þannig hag- að, að nýta mætti það á annan hátt, þótt flugvöllur fyrir Reykjavík yrði í framtíðinni á öðrum stað en hann er nú. Auk þess bénti börgarstjóri á, að nauðsyn bæri til, að í borginni væri flugafgreiðslustöð, þótt flugvöllur Reykvíkinga flyttist Iengra í burtu. Þá kvað borg- arstjóri engum geta bland- azt hugur um, að Reykja- vík væri nauðsyn á öruggum samgöngum í lofti, ekki síður en á landi og sjó, en til þess, að svo mætti verða yrði auðvitað að gera þeim. er þessar sam- göngur annast, kleift að skapa sér viðunandi aðstöðu til að inna af hendi þjónustu sína. Að lok- um benti borgarstjóri á, að ekki væri talið, að staðsetning einnar byggingar á svo stóru svæði gæti á nokkum hátt bund ið hendur skipulagsyfirvalda, þegar að því kæmi að skipu- leggja þetta svæði, enda væri ætlunin að byggja þetta af- greiðsluhús við flugturninn, sem byggður hefði verið með sömu skilyrðum og nú eru sett af- greiðsluhúsinu. og hefði hann fyrir 5 árum verið staðsettur við aðalumferðaræð, sem ráð- gerð er á svæðinu milli Hring- brautar og Reykjanesbrautar vestan og sunnan við Öskjuhlíð. ir Óverjandi að neitz umsókninni Guðmundur Vigfússon (K) benti á, að aðbúnaður farþega, sem farið hefðu um Reykjavík- urflugvöll, hefði fram að þessu v e r i ð til stór- skammar, e k k i aðeins flugfélög u n u m , beldur einnig landi og þjóð. — Nefndi hann til dæmis um aðbúnaðinn, að afgreiðsluhús Loftleiða, s e m brann nú á dög unum, hafði ver ið byggt úr kassa utan af einni flugvél félagsins. Ljóst væri, að Reykjavíkurflugvöllur yrði á sínum núverandi stað a. m. k. 15—20 ár til viðbótar. Með til- liti til þessara staðreynda og einnig vegna þess. að gera mætti ráð fyrir. að umferðaræð mundi í framtíðinni liggja um þann stað, sem byggingin er ráðgerð, taldi G. V., að hið fyr- irhugaða afgreiðsluhús gæti nokkurn veginn fallið inn í væntanlegt skipulag. Og þó að það yrði lagt niður sem af- greiðsluhús mundi það geta komið að fullum notum. Það hefði því verið óverjandi að neita þessari umsókn. sagði G. V. — ★ í samræmi við skipulags- reglur Gísli Halldórssont (S) vék að þeirri fullyrðingu AG, að með samþykkt borgarráðs væri brot- in „ein þýðingarmesta grundvall arregla skipulagsmála". Benti 'hann á í bví sam bandi. að skipu- lagsfræðingar teldu það ekkert skilynði fyrir góðu skipulagi. að þau svæði, sem tekin væru til skipulagning- ar, væru auð. Nefndi hann til dæmis. að eftir styrjöldina hefðu Englendingár ákveðið að reisa 10 nýjar útborg- ir fyrir Lundon. Þá hefðu skipu- lagsyfirvöld þeirra ekki talið nauðsynlegt. að þeim yrðu feng- in auð svæði til skipulagningar, heldur hefðu þau þvert á móti talið gott, að á bessum svæðum væri begar nokkur grundvöllur fvrir byggð. Regla sú. sem AG hefði nefnt væri því „grundvall- arregla“ f augum leikmanna einna, en ákvörðun borgarráðs í raun Og veru í fullu samræmi við grundvallai-reglur skipulagsmála. ir Bráðabirgðahúsmæði í stað bráðabirgðahúsnæðis? B.iörgvin Frederiksen (S) kvaðst telia bað einkennilega háttsemi hjá AG að bera fram tillögu um að einungis yrði heim iluð bygging bráðabirgðaaf- greiðsluhúss. begar annað bráða- birgðahúsnæði hefði eyðilagzt. Kvað hann það skoðun sína, að börgaryfirvöldin ættu fremur að auðvelda rekst- ur flugfélaganna en vera beim fjötur um fót, og sjálfur gæti hann líklega fall izt á að flugfélög unum yrði heim ilað að reisa skrifstofuhúsnæði á flugvellinum. en Guðmundur Vigfússon hafði talið í ræðu sinni 7 ÍÞAÐ vakti undrun á borgar- (stjórnarfundinum í gær, þeg- (ar samþykkt borgarráðs um (að heimila byggingu af- [ greiðsluhúss á Reykjavíkur [flugvelli var þar til umræðu,' íað borgarfulltrúi kommúnista,1 i Alfreð Gíslason, hélt því fram, |að „annarleg sjónarmið“, eins, (og havm komst að orði, réðu ' afstöðu þeirra, sem sam- [ þykkir voru samþykkt borg arráðs, og var ekki annað á' [ honum að skilja en hann setti' . þessa „annarlegu“ afstöðu í [ samband við, að í hlut ættu „fjársterkir aðilar", eins og j hann orðaði það einnig. Vöktu þessi ummæli einkum athygli [ fyrir þá sök, að þeim var íbersýnilega beint gegn tveim . borgarfulltrúum kommúnista iekki síður en öðrum borgar- (fulltrúum, sem greiddu at (kvæði með samþykkit borgar | ráðs. Vegna þessara ummæla *etti' ■ vissulega ekki að vera til of ímikils mælzt, þótt Alfreð (Gíslason væri beðinn um svör (við þessum spurningum: Hver (voru hiu „annarlegu sjónar- |mið“ flokksbræðra hans I borgarstjóm, Guðmunids Vig- ? fússonar og Guðmunds J [ Guðmundssonar? Og á hvern (hátt gat það haft áhrif á af [stöðu þeirra, að í hlut eigai „fjársterkir aðilar“? 1 að það kæmi að sínu áliti alla ek'ki til mála. ir Nýr flugvöllur mundl kosta 2—400 millj. kr. Guðmundur H. Guðmundsson (S) kvað einkum 2 ástæöur hafa valdið því, að Reykjavíkurflug- völlur er eim staðsettur. þar sem Frcimh. á bls. 19. • Skvaldur í talstöðvunum Ungur sjómaður hringdi til Velvakanda til að gera athuga semd við ummæli hans í dálk- unum í fyrradag, þar sem sagt var að allt skvaldur á báta- bylgjunum hefði þagnað og hún látin eftir Elliðamönnum og þeim sem unnu að björgun þeirra. Kvaðst hann einmitt hafa verið staddur út af Ólafs- vík, þegar þetta gerðist og hlustað á og látið sér gremjast tillitsleysi ýmissa skipa, sem voru að kalla í öðrum erindum á meðan. Velvakandi hlustaði ekki sjálfur, en maður sem hlustaði á tæki sitt hér í Reykjavík, í meiri fjarlægð heldur en sjó- maðurinn, heyrði lítið óþarfa mas í talstöðvunum. • Gamanbréf frá Vesturheimi f vestur-íslenzka blaðinu Lögberg-Heimskringla birtist fyrir skömmu gamanbréf um íslenzkt mál vestra. Er það skrifað sem aðsent aðfinnslu- bréf á „vestur-íslenzku", hinu hátíðlega máli Snorra í blað- inu, og hefur yfirskriftina: „Bréf frá Pete“. Kæra Lögberg-Heims- kringla. Það er nú eiginlega Tom að þakka — eða kenna að ég skrifa þér. Ég hafði deit við hann, oná Leland á föstudags- kvöldið í seinustu viku. Þegar ég kom inn, sat hann einn útí hórni, kallaði „hæ“, stakk upp tveimur fingrum og sagði „tú“ við veitermn. „Tæja — hvað er nýtt?“ sagði hann um leið og ég settist. „Blessaður talaðekki um nýtt. Það er ekkert nema Krúsjeff og Kennedy, atom bommur og statelætur. En ég hef verið að hugsa um gamalt Og gott ein$og allt gamalt — partlý íllt, — ís- lenzkuna.“ Ég varð dáltið hissa, því Tom er einn af okkar stærstu íslenzkuvinum, þó hann sé fæddur hér fyrir vestan, útá landi og alinn upp í Winnipeg. „Hvað er rángt við við íslenzk- una?“ — Hann settuup dignitý- svip á meðan hann seildist í rassvasanum og dró upp Lögberg-Heimskringlu. „íslenzkan,“ sagðann „er lifandi mál, sem adabtar sig að hvaða klæmati sem hún lifir í.“ „Því í skrattanum skrifa allir hana eins og hún væri fossilæsuð?“ „Sjá(Blu“, og so bentann á blaðsíðu eitt „ . . . þetta er fagur vitn- isburður , . . því ekkj að segja það sem maður mein- ar . . . þetta er gott ríport?44 „Eða þetta . . . til vand- ræða horfir nú. Er þetta ekki affegted þegar maður vill segja . . , nú eru þeir í tiröbbul?“ So fiettann blöðonum og hélt áfram „ . . . fluttumst við nú að áliðnu sumri. Hver talar sona þegarann segist hafa flutt í endann á sumi-inu?“ „Og þetta tekur keikina hérná seinustu síðu . . , bæði hafa góða þekkingu á slysahjálp. Segir maður íkannskékki ., . bæðeru góð í försteid “ „Heyrðu vinur — nú skal ég gera bargein við þig. Ég kaupi tvo extra efðú skrifar Lögberg-Heims- kringlu mína meiningu fyrir mig. — Skál! Jæja — ég fékk mína tvo extra og nú er ég bú- inn að uppfylla mína kon- tragt. Bæ-bæ, þinn PeU>.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.