Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl
— eltir lokun —
Erleutlar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
uvmmMaMíi
Lausaskuldir bœnda !
Sjá bls. 8.
39. tbl. — Föstudagur 16. febrúar 1962
Gef i tannlæknar tryggt
börnum tannaðgerðir?
Borgarstjóri ritar Tannlæknafélagirm
MORGUNBLAÐINU barst í gær
afrit af bréfi, sem Geir Hallgríms
son borgarstjóri hefur sent Tann-
læknafélagi íslands vegna um-
mæla, er viðhöfð voru um ástand
tannlækninga í barnaskólum
bæjarins á blaðamannafundi
fræðslunefndar félagsins í fyrra-
dag. í tilefni af þessum ummæl-
nm beinir borgarstjóri m. a. þeint.
fyrirspurnum til Tannlæknafé-
lagsins, hvort það geti haft milli-
göngu um ráðningu skólalækna
að bamaskólum Reykjavíkur,
hvort starfandi tannlæknar í
Reykjavík muni fáanlegir til að
skipta með sér störfum á tann-
lækningastofum skólanna, og
loks, ef þeir telja hvoruga þessa
leið færa, hvort það sé þá reiðu-
búið til þeirrar samvinnu við
borgaryfirvöidin, að félagið
tryggi öllum skólabörnum við-
unandi tannmeðferð hjá starf-
Fjölgun
presta
Reykjavlk
Kirkjumálaráðherra hefur eftir
tillögu Kirkjuráðs ákveðið að
iáta undirbúa framkvæmd laga-
ákvæða urn fjölda presta í
Reykjavík. Verður nú hafin at-
hugun á lögboðinni prestafjölg-
un í samræmi við fjölgun bæjar
búa undaníarin táu ár, eða síð-
an prestum var fjölgað síðast í
bænum. Kefur biskup falið safn
aðarráði Reykjavíkur að gera til
lögur um þau skipulagsmál, er
þetta varða.
andi tannlæknum hér í borginni
og þá með hvaða kjörurr.. —
Bréf borgarstjóra er svohljóð-
andi:
„Að gefnu tilefni vil ég hér
með spyrjast fyrir um eftirtalin
atriði hjá félaginu:
1. Hvort félagið geti haft milli-
göngu um ráðningu skólatann-
lækna að barnaskólum Reykja
vikur eða bent á tannlækna,
sem reiðubúnir eru til að taka
að sér slík störf; enn fremur
hve margir gætu komið til
greina og með hvaða kjörum.
2. Ef vandkvæði eru á því, sem
segir í 1. lið, þá hvort félags-
menn Tannlæknafélags ís-
lands, sem starfa í Reykjavík,
mundu fáanlegir til að skipta
með sér störfum á tannlækn-
ingastofum skólanna, þannig
að fullnægjandi þjónusta
fengist og þá með hvaða
kjörum.
3. Loks er spurzt fyrir um það,
ef félagið telur ekki fram-
kvæmanlegar leiðir þær, sem
um er rætt í 1. og 2. lið, hvort
sú samvinna muni hugsanleg
við félagið, að það tryggi að
öll skólabörn fái viðunandi
tannmeðferð hjá starfandi
tannlæknum hér í borg á tann
læknastofum þeirra, og þá
með hvaða kjörum.
Ef félagið telur unnt að leysa
þessi mál þannig, með þ-ví að
fara að vissu marki allar fram-
angreindar leiðir, væri æskilegt
að fá tillögur félagsins um það,
hvernig siíku mætti haga.
Geir Hallgrímsson“
(sign.)
MAM)
Með g jafafrekari
vetrum
Hæli, 15. febrúar
HÉR hefir verið leiðindatíð allt
frá áramótum. Snjór er nú mikill
hér um slóðir enda hafa gengið
byljir alltaf af og tál. Verið var
í gær að hreinsa hér vegi en
nokkrar umferðatruflanir hafa
verið vegna snjóa. Þorri hefir því
verið einkar ítækur og má segja
að þetta ?é með gjafafrekari vetr
um um langt árabil. — Steinþór
Haröar umræður
á S.H.-fundinum
í GÆR var fram haldið auka
fundi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna í Verzlunar-
mannafélagshúsinu.
Jón Ámason setti fund en sið-
an talaði ÓlaÆur Jónsson í Sand-
gerði og deildi á ræðu Jóns
Gumnarssonar, er hann flutti á
fundinuim í fyrradag.
Þá töluðu þeir Ámi Ólafsson
og Pálmi Ingvarsson, sölumenn
Söluimiðstöðvarinnar í Banda-
rikjunum. Þeir gagnrýndu m. a.
stijórn Jóhannesar Einarssonar á
verksmiðju Söluimiðstöðvarinnar
í Naticoke. Töldu þeir að hún
hefði ekki verið rekin nægilega
vel með tilliti til góðrar fjárhags
legrar afkomu og því gefi hún
eldki nægan arð. Þá gagnrýndu
þeir einnig hina miklu fjárfest-
ingu sem þar hefði verið gerð.
Jón Gunnarsson svaraði því til
að fjárfestingin hefði verið nauð
Biðskákirnar
STOKKHÓLMI, 15. febrúar. —
Biðskákir voru tefldar í dag.
Geller vann Teschner og Bilek
vann Cuellar úr 11. umferð, en
jafntefli varð hjá Barsza og
German og Friðrik Ólafssyni og
Portish. — í 12. umferð sigraði
Bisquier German, en jafntefli
varð hjá Bolbochan og Bertok og
Schweber og Pomar, en skák
Yanofsky og Fischers fór aftur
í bið.
synleg enda verfesmiðjan ein-
hver sú bezta sinnar tegundar í
Bandaríkjunum.
Bar mjög á milli í máilflutn-
ingi þessara aðila. Fundi var
fram haldið í gærkvöldi Og stóð
hann fram undir miðnætti. Auk
hinna fyrrgreindu tóku þá til
máls Kristinn Gunnarsson úr
Hafnarfirði, Bjöm Guðmundsson
úr Vestmiannaeyjum og Einar
Sigurðsson, Reykjaviik.
Hællinnfór
gegnum
ristina
í FRETT norðan úr Skaga-
fjarðardölum segir að félags-
líf þar hafi verið með daufara
móti í vetur. Aðalskemmtun-
in var myndarlegt Þorrablót
og svo hefir verið nokkuð um
spilakVöld þar í vetur.
Það sérstæða slys varð á
einu þessara spilakvölda að,
stúlka á hinum nýtízku mjó-
hæla skóm sité ofan á rist
anmarrar stúlku með þeim af-
leiðingum að hællinn á skón-
um gekk í gegnum ristarvöðv
ann og stóð út um ilina. Varð
af þessu mikið sár og varð í
skyndi að flytja hina slösuðu'
stúlku út á Sauðárkrók og
gera þar að þessu svöðusári.
Þurfti ellefu nálspor til að
loka sárinu.
Nú er vetur um Suðurland og höfuðborgin heflr ekkl farið
varhluta af honum. Þessi litli hnokki lætur hríðina þó ekk-
ert á sig fá heldur kjagar út í snjóinn, vel búinn eins og vera ber.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
Slæmt veður á
miðunum
AKRANESI, 15. febr. — Afli
línubátanna í dag varð 2—5 tonn
á bát.
Ekki hefir veður verið gott á
miðunum, því vélskipin Ólafur
Magnússon og Skipaskagi héldu
sjó allan tímann án þess að hafast
að og komu loks heim án þess að
hafa lagt öngul í sjó.
Nú liggja 6 síldarbátar héðan
við Vestmannaeyjar og bíða veiði
veðurs.
Ekki var ofsögum sagt af hin-
um góða afla Höfrungs II. í fyrra
dag. Hann fékk raunverulega
1870 tunnur af síld og losaði allt
um borð í togarann Frey, nema
200 tunnur, sem fóru í bræðslu
Eyjamanna.
Vindhögg
kommúnista í borgarstjórn
ÁFUNDI
gær var til
borgarstjórnar í
umræðu tillaga
frá tveimur borgarfulltrúum
kommúnista um heilbrigðis-
hætti á vinnustöðum. Hefur
mikið gengið á í sambandi
við flutning þessarar tillögu,
tvær umræður í borgar-
stjórn, og skrif í Þjóðviljan-
um dag eftir dag. En þó fór
svo á borgarstjórnarfundin-
um í gær, að allir borgarfull-
trúar lýstu trausti á aðgerð-
ir borgarlæknis og fólu hon-
um að halda áfram sömu
stefnu og fylgt hefur verið í
þessum málum, er þeir sam-
þykktu „varatillögu", sem
| Guðmundur J. Guðmunds-
Fyrrverandi og núveranJi heims-
methafar mætast að Hálogalandi
AFTENPOSTEN skýrir svo
frá að John Evandt fyrrum
heimsmethafi í hástökki án
atrennu innanhúss komi til
Reykjavikur og keppi hér i
atrennulausum stökkum 10. og
11. marz. Hingað kemur hinn
norski afreksmaður í boði lR.
Sigurjón Þórðarson formað
ur ÍR skýrði svo frá að ÍR
ætlaði að minnast 55 ára af-
mælis síns með nokkrum mót-
um og 10. og 11. marz yrði
mót frjálsiþróttamanna. Verð
ur það að Hálogalandi. Há-
punktur þess er keppni milli
núverandi og fyrrveranidi
heimsmethafa í hástökki án
atrennu. Vilhjálmur Einarsson
á metið nú, sett fyrr í vetur,
1.75 m. Gamla metið var
1.74 og átti John Evandt það.
I keppninni tekur einnig þátt
Jón Þ. Ólafsson sem líkilegur
er til afreka og hefur stokkið
1.71 m. sem er nýtt unglinga-
met og að því að bezt er vit-
að hæsta hástökk unglings i
atrennulausu stökki.
Það verða án efa margir
sem vilja fylgjast með þessu
skemmtiiega einvígi, því það
er ekki á hverjum degi sem
hér er barizt um heimsmet —
né að fslendingur sé að verja
heimsmet sitt.
ÍR er 55 ára 11. marz og það
verður því á sjálfan afmælis-
daginn sem síðari dagur móts-
ins er.
son (K) flutti, með áorðnum
breytingum eftir tillögu
Geirs Hallgrímssonar, borg-
arstjóra. Áður hafði meiri-
hlutinn samþykkt ítarlega og
rökstudda frávísunartillögu
frá Auði Auðuns, forseta
borgarstjórnar, við aðaltil-
lögu Guðmundar.
í umræSunum kom í ljós, að
borgarfulltrúar voru sammála
um, að borgarlæknisembættið
hefði áorkað miklu til bóta á
heilbrigðisháttum á vinnustöð-
um. Þetta eftirlit var fyrst tek-
ið upp 1956 og var því þá sirmít
hálfan daginn af einum manni,
en síðan 1 apríl í fyrra hefur
einn maður unnið að því fullan
vinnutíma.
Þá voru borgarfulltrúarnir
einnig sammála um, að verkalýðs
félögin og trúnaðarmenn þeirra
gætu aðstoðað borgarlæknis-
embætitið betur í þessu efni en
gert hefði verið hingað til. Þegar
allt kom til alls greiddu flutn-
ingsmenn hinnar miklu tillögu,
sem tínd hófðu verið upp í gild-
andi ákvæði laga og reglugerða,
atkvæði með eftirfarandi tál-
lögu:
„Borgarstjórn samþykkir að
fela borgarlækni að halda áfram
að auka og bæta eftirlit með heil
brigðisháttum á vinnustöðum og
leita um það aukinnar samvinnu
við Öryggiseftirlitið og fá verka-
lýðsfélögin og trúnaðarmenn á
vinnustöðum í virkara samstarf.”
Má segja að Guðmundi J. Guð-
mundssyni hafi verið nokkur
vorkunn, þótt hann væri lúpu-
legur við lok umræðnanna, eftir
„stórsókn“ þá, sem hann hafði
hafið og fjórar eða fimrn svo til
samhljóða ræður um málið.