Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 16
16
MOKCriVTtT/AÐlÐ
Fðstudagur 16. febr. 1962
Barbara James: 28
Fögur
o m
og feig
Ennþá er ég hingað komin ti'l
að biðja þig um hjálp.
Það kann nú að vera, að það
sé ekki skynsamlegt héðan af.
Hefði ég verið við þegar þú
hringdir, hefði ég líklega ráðið
þér frá því að koma.
Fyrirgefðu. Mér varð dálítið
hverft við.
Nei líklega gerir það nú ekk-
eri til. Fáðu þér sæti.
Ég lét fallast í einn grsena
hægindastólinn. Hrukkurnar í
andlitinu á Leó voru dýpri en
venjulega — hann var þreytu-
legur — næstum ellilegur í
fyrsta sinn sýndist mér hann
vera mannlegur og skeikull eins
og við hin, en hingað til hafði
ég alltaf litið á hann sem ofur-
menni, sem gæti framkvæmt ó-
framkvæmanlega hluti. Kannske
hefur hann litið sig sömu aug-
um. Það hlaut að hafa verið
mikið áfall fyrir hann þegar
þetta ofdirfzkufulla tiltæki hans
að flytja Crystal hafði reynzt
þýðingarlaust og auk þess hættu-
legt.
Þú hlýtur að fara að verða
þreyttur á okkur, Leó. Við ger-
um þér ekki annað en erfiðleika
og vandræði.
Ég er nú svo vanur vandræð-
unum og ég á að sjá um Rory,
og þú veizt hvaða álit ég hef á
honum. Og hvað þig snertir —
hér horfði hann áhyggjufullum
augunum í mín augu -<*-ja....
eigum við að segja, að ég sé
hreykinn af því, að þú skulir
leita hjálpar hjá mér.
Það er enn eitt, sem ég verð
að biðja þig að gera fyrir mig,
en svo lofa ég líka að ónáða þig
ekki oftar.
Og það er....?
Ég er hérna með leikskrána
frá „Gullársöngnum“. Ég þarf
að komast í samband við
Ambrose Palmer, sem þar var
leiksviðsstjóri.
Það er vitfirring, sagði hann
hvasst.
Nei, ég er búin að heyra um
tiltekna manneskju, sem til mála
getur komið að hafi stolið þess-
ari skammbyssu. Og hann gæti
betur vitað um það en aðrir.
Hverju ertu að grennslast eft-
ir?
Hver skaut Crystal. Hver sem
hefur haft skammbyssuna með
höndum, hefur gert það.
Hún hafði hana sjálf með hönd
um og hún skaut sig sjálf. Hann
leit á leikskrána. Margt af þessu
fólki hlýtur að hafa þekkt Cryst-
al, og hún hlýtur að hafa fengið
byssuna hjá einhverju af þessu
fólkL
Ég verð að komast að sann-
leikanum um þetta, Leó, ekki til
að segja hann lögreglunni, held-
ur aðeins sjálfra okkar vegna.
Skilurðu það ekki, að ef ég fæ
aldrei að vita hann, höfum við
Rory hvort annað grunað til ævi
loka. Og samkomulagið er nógu
erfitt eins og er, án þess. Og
það getur ekki lagazt nema við
fáum að vita allan sannleikann.
Ég er hræddur um, að þessi
Palrner kæri sig ekki um að vera
spurður. Ef út í það er farið, þá
er það hans vanrækslu að kenna
að þjófurinn gat náð í byssuna.
Því get ég ekki að gert. Hann
kann að geta hjálpað mér til að
finna þessa stúlku, Tinu Hall,
sem var aðstoðarmaður hans við
leiksviðið. Ég hélt, að þú þekktir
hann, Leó, og gætir komið mér í
samband við hann. En ef þú get-
ur það ekki, finn ég hann ein-
hvernveginn sjálf.
Ég horfði fast í augu hans.
Þú ert alveg ákveðin, er ekki
svo? Hann greip símann. Joan,
náðu fyrir mig í mann, sem heit-
ir Ambrose Palmer. Þú þekkir
hann? Reyndu skrifstofuna hjá
Hylton. Ég held hann hafi verið
að vinna fyrir þá, ekki alls fyrir
löngu. Ef þú nærð í hann þá
lofðu mér að tala við hann Og..
Joan..veiztu hvort nokkur, sem
heitir Tina Hall er á bókum hjá
okkur?
Hann lagði frá sér símann.
Þakka þér fyrir, Leó.
Ég er ekkert hrifinn af þessu.
Gamla gamansemin var alveg
horfin úr málrómnum og augun-
um.
Heldurðu raunverulega, að
þetta hafi verið sjálfsmorð þrátt
fyrir allt?
Vitanlega. Og það, sem meira
er, ég held, að vinur okkar,
Wood lögreglufulltrúi sé sann-
færður um það og það geti verið
von um, að hann þegi alveg yfir
því, að hún fannst fyrst í íbúð-
inni ykkar.
Er það nú ekki óskhyggja hjá
þér?
Ég fæst lítið við óskhyggju.
Ég vildi óska, að þú hefðir
á réttu að standa. En ég vil
bara vita vissu mína og það er
mér lífsnauðsyn.
Þekkingin getur verið hættu-
leg.
Leó, þetta er allt mér að kenna.
Ef ég hefði strax kallað á lög-
regluna, þegar ég fann hana,
hefðir þú aldrei orðið við þetta
riðinn á nokkurn hátt.
Þú skalt engar áhyggjur hafa
af mér, Rosaleen.
Hann hafði fjarlægzt mig.
Þessi ólýsanlega tilfinning, sem
var eitthvað annað og meira en
samúð — sem hafði verið milli
okkar síðustu dagana, var eins
og horfin, eða kannske hafði hún
aldrei neitt verið. Mér fannst ég
eitthvað einkennilega einmana og
yfirgefin Hann bauð mér vindl-
ing úr þunga silfurkassanum á
borðinu.
Nei þakka þér fyrir, ég reyki
ekki.
Nei, vitanlega gerirðu það ekki.
Ég var alveg búinn að gleyma
því. En hvað sem nú öllu öðru
líður, þá er tími til kominn, að
Rory fari að losna við „Sólbruna
og sælu“ Við höfum aðra stjörnu
reiðubúna til að taka við af hon-
um. Rory þyrfti að eiga frí í svo
sem tvo mánuði áður en nýja
myndin byrjar Að undantekinni
náttúrlega sjónvarpslýsirigimni í
nóvember.
Þú talar eins og ekkert hefði
komið fyrir og allt væri í stak-
asta lagi.
Það hefur heldur ekki komið
neitt fyrir, sem máli þyrfti að
skipta. Svo hélt hann áfram að
tala ópersónulega um starf Ror-
ys, þangað til ofurlítil suða heyrð
ist og hann tók upp símann.
Já, ég skil. Og stúlkan? Þakka
þér fyrir, Joan.
Hann sneri sér að mér. Am-
brose Palmer er á leikför um
Ástralíu. Tina Hall hefur aldrei
verið í bókum okkar. Röddin var
kæruleysisleg, en ég fann nú
samt, að þetta gladdi hann.
Jæja, það er þá vist ekkert við
því að gera. Þakka þér fyrir, að
þú vildir gá að þessu fyrir mig.
Jæja, ég get nú ekki annað
sagt en að ég er feginn.
En hvað um mennina, sem
ráku þessa sýningu, — Lockridge
og Walton? Þekkirðu nokkuð til
þeirra
Nú brosti hann i fyrsta sinn.
Jú, ekki laust við það. Lockridge
var pabbadrengur með leikhús-
dellu, og Walton var bjáni, sem
átti dálitla peninga. Þeir settu
upp nokkrar leiksýningar, sem
náðu hámarki sínu í „Guilár-
söngnum". En svo var því líka
lokið. Þeir urðu gjaldþrota og
eru horfnir úr leikhúsaheiminum
fyrir ævalöngu.
Það virðist þá allt leggjast á
móti mér.
Ég er hræddur um það. Hættu
við þetta, Rosaleen. Þú ert eng-
inn spæjari að gagni.
Nei, það sýnist ekki vera.
Jæja, ég má ekki tefja þig leng-
ur, Leó. Þakka þér enn, sagði ég
kurteislega og ópersónulega og
stóð upp. Hann gekk til mín og
andlitið mýktist svo snögglega,
að mér varð hverft við — það
var eins og hann hefði algjörlega
skipt skapi. Hann stóð nú alveg
hjá mér og horfði niður á mig.
Ég veit ekki hvernig á því stóð,
en ég gat mig ekki hreyft. Hann
greip báðum höndum um höfuð-
ið á mér og kyssti mig á munn-
inn. Og enn var ég máttlaus og
gat mig ekki hreyft. Ennþá varð
ég vör þessarar óbeitar, sem þó
var töfrandi um leið. Það var
hann, sem losaði sig frá mér að
fyrra bragði.
Ég skal aldrei gera þetta oft-
ar, Rosaleen. Þetta hefur verið
undarlegur og eftirminnilegur
millileikur — en nú er honum
lokið.
I augum hans skein þessi ein-
kennilega sorg og uppgjöf, sem
stundum má sjá í apaaugum. Og
undarleg meðaumkun með hon-
um gagntók hjarta mitt.
Leó! hvíslaði ég.
Nei.... Hann þaggaði niður í
mér. Hristi höfuðið og sneri sér
undan. Ég ætla að hringja á te
og bjóða Joan að drekka með
okkur sagði hann og sneri snöggt
yfir í ópersónulega tóninn aftur.
Ég er hrædd um, að ég megi
ekki tefja. Ég er sammæld í te,
sagði ég hikandi.
Ertu viss’
Já.
XIV.
Ég var sammæld Tony og Lísu
í te. Það var eitt atriði í fyrir-
ætluninni minni. Ég hafði hringt
til Lísu áður en ég fór að heim-
an um morguninn. Ég ók að húsi
í hliðargötu í Suður-Kensington,
þar sem þau leigðu eitt herbergi.
En það var enginn leikur að
hrista af sér hinn dularfulla per-
sónuleik Leós. Mér hefði verið
hægast að gefa alveg upp þessa
leit að sannleikanum, og það
vissi ég, að Leó vildi og ætlaðist
til að ég gerði. Enn hafði mér
ekki miðað neitt í áttina og það
virtist helzt sem ég hefði tekizt
á hendur óframkvæmanlegt verk.
En áfram varð ég að halda, hvað
sem tautaði.
Lísa tók á móti mér, íklædd
hvítri peysu og bláu fellingapilsi.
Hún var mjög vingjarnleg. Fram
koma Tonys var hlédrægari. Og
svo var ég kynnt Jinks, fallegum,
ullhærðum hundi, sem bauð mig
velkomna með því að sleikja mig.
Stóra herbergið þeirra með háu
gluggunum var dálítið sérkenni-
legt, en í því var það minnsta
sem hægt var að komast af með,
af ósamstæðum og lélegum hús-
— Hvenær fer hann að ganga, sjálfur?
Xr X- >f
GEISLI GEIMFARI
Xr X- X-
'— Lára, áður en það er orðið ol
seint.... Ég þarf að aðvara þig....
— West læknir, vilduð þér gjöra
svo vel og yfirgefa okkur? Maðurinn
minn og ég óskum að vera ein.
— En frú Preston, ég....
— Ég bað yður að fara, West
lasknir. Ég vildi helzt ekki þurfa að
biðja aftur!
gögnum, sem hefði þurft umbóta
við. Við Rory höfðum búið I
mörgum svona herbergjum, þeg-
ar við vorum ung og fátæk.
Lísa opnaði skáp, sem í var
vatnsskál og úr henni hellti hún
í ketilinn. Hún setti hann á gas-
vél, sem hún kveikti á með sjálf-
kveikjara, sem verkaði ekki fyrr
en í fjórðu atrennu. Og svo var
borið á borð allskonar góðgæti,
sem bar vott um norðlenzka gest-
risni Lísu, þar sem ekki var ver-
ið að hugsa um að megra sig.
Ég er hrædd um, að þú gætir
aldrei kallað þetta fína íbúð,
sagði Tony. En svo er fyrir að
þakka héðanför hinnar glæsilegu
Crystal að við getum gert okkur
vonir um eitthvað betra bráð-
lega.
, Tony: sagði Lísa í mótmæla-
skyni.
Þú þarft ekki að vera að af-
saka það neitt við. mig, sagði ég.
Þetta er viðhafnarhótel miðað
við sum herbergin, sem við Rory
bjuggum í.
Já, en Rory vann sig upp úr
því af eigin ramleik, en við eig-
um arfsvon konunnar minnar að
þakka, ef við gatum losnað héð-
gflUtvarpiö
Fösudagur 16. febrúar.
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi — 8:15 TónleiJk
ar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leikar — 9:10 Veðurfregnir
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku. (l
13:' „Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — 16:00 Veðurfr.
— Tónleikar — 17:00 Fréttir
Endurtekið tónlistarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 „Þá riðu hetjur um héruð": Ingi
mar Jóhannesson segir frá Kára
Sólmundarsyni.
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt
ir — Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjr.mi Einarss<m
cand. mag.).
20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar; XIV.: Richard
Tauber syngur.
21:00 Ljóðaþáttur: Andrés Björnsson
les kvæði eftir Grím Thomsen.
21:10 Píanótónleikar: ’.Vilhelm Back«
haus leikur tvær sónötur eftir
Beethoven, — nr. 22 í F-dúr op.
54 og nr. 24 1 Fis-dúr op. 78.
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnua
ar'* eftir J. B. Priestley; XIII*
(Guðjón Guðjónsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Um fiskinn (Stefán JónssoH
f réttamaður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt klassisk tónlist,
a) Atriði úr óperunni „Rakarinn
í Sevilla" eftir Rossini (Mar
ia Callas, Luigi Alvas, Tito
Gobbi o.fl. syngja með Phil-«
harmoniuhljómsveitinni.
Stjómandi: Aleco Galliera).
b) „Rósamunda", leikhústónliat
eftir Schubert (Konunglega
fílharmoníuhljómsveitin 1 Lund
únum leikur; Sir Malcolm
Sargent stjórnar).
23:20 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. febrúar.
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik
ar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón«
leikar — 9:10 Veðurfregnir
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin — (15:00 Fréttir)
15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns-
son).
16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
(Hallur Símonarson).
16:30 Danskennsla( Heiðar Ástvalds-
son).
17:00 Fréttir. — I>etta viJ ég heyras
Bjöm Sigtryggsson verkamaður
velur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga bamanna: „Nýja
heimilið" eftir Petru Flagestad
Larssen; X. (Benedikt Amkels-
son).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl
inga (Jón Pálsson).
18:55 Söngvar í léttum tón.
19:10 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Fiðlusnillingurinn Fritz Kreisler
leikur eigin tónsmíðar og sónötu
í G-dúr op. 30 nr. 3 eftir Beet
hoven. Við píanóið: Sergej Rakh-
maninoff. — Bjöm Ólafseon kon
sertmeistari minnist Kreislers 1
inngangsorðum.
20:30 Leikrit: ,,I>rátt fyrir myrkrið'*
eftir Clifford Odets, 1 þýðingu
Ólafs Jónssonar. — Leikstjóri:
Flosi Ólafsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Góudans útvarpsins: M.a. leilka
hljómsveit Hauks Morthens og
Flamingo-kvintettinn. Söngvar-
ar: Haukur Morthens og ÞóT
Nielsen. v
02 AO Dajsskrárlolc.