Morgunblaðið - 16.02.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 16. febr. 1962
Innlausn veðdeildarbréfa
tryggð á nafnverði vegna
lausaskulda bænda
Á FUNDI neðri deildar í gaer
urðu töluverðar umræður um
frumvarp ríkisstjórnarinnar til
staðfestingar á bráðabirgðalögum
um breytingu á lausaskuldum
bænda í föst lán og tókst ekki að
Ijúka þeim, áður en venjulegur
fundartími deildarinnar rann út.
Tilgangi frumvarpsins náð.
Birgir Kjaran (S), framsögu
maður meiri hl. fjárhagsnefndar,
gait þess m.a.,
að nefndin í
heild væri sam-
mála um mark-
mið það, sem
frumvarpið
stefndi að, eða
að breyta lausa
skuldum bænda
í föst lán. Meiri
hl. teldi, að með
frumvarpinu og aðgerðum hins
opinbera í framhaldi af þessari
löggjöf verði þeim tilgangi náð,
en minni hl. teldi frv. ófullnægj-
andi Og beindist megingagnrýni
hans að eftirtöldum atriðumi:
1) Seðlabankinn eða aðrar
lánastofnanir séu ekki skyldaðar
með lögum til þess að taka við
hinum nýja flcikki bankavaxta-
bréfa sem greiðslum.
2) Lánin verði ebki veitt gegn
veði í vélum eða tækjum.
3) Ekki sé gert ráð fyrir lán-
um til vinnslustöðva landlbúnað-
arins.
4) Af landbúnaðarlánum verði
reiknaðir hærri vextir en af lán-
um til sjávarútvegsins.
Skoðanir meiri hlutans á þess
um athugasemdum eru þeesar:
1) Engar upplýsingar liggja
fyrir um það, hversu hárri upp-
hæð heildarlán til landbúnaðar-
ins muni nema samkvæmt áður-
greindum umsóknum, sokum
þess að mörgum þeirra fyflgja
mjög takmarkaðar og ófullnægj-
andi upplýsingar, svo að drjúg-
langan tíma getur tekið að vinna
úr þeim og afla fyllri gagna, áð-
ur en hægt verður að telja sam-
an heildarupphæð lánanna. Virð-
igt það eitt út af fyrir sig frá-
leitt að ætla að skylda eihhverj-
ar lánastofnanir til þess sam-
kværot lögrnm að veita algerlega
ótiltekin lán. Þá er það og mikið
álitamál, hvort það sé ekki al-
mennt hæpin leið og sérstaklega
vegna hagsmuna lántakenda að
þvinga lánastofnun til þess að
breyta stuttum lánum einihverr-
ar atvinnugreinar eða ákrveðins
hóps einstaklinga í löng lán, því
að vera kann, að slíkar aðgerðir
rnundu framvegis valda tregðu
lánastofnana til þess að veita við
komandi aðilum stuitt lán, t.d.
víxillán, sem oft geta þó verið
þeim nauðsynleg. — Til viðbotar
þessu má geta þess, að landbún-
aðarráðherra uppilýsti á fundi
wefndarinnar, að allir ríkisbank-
arnir hefðu lofað að taka við
þessum bankavaxtabréfum og að
ríkisstjórnin mundi, þegar heild-
aryfirsýn fengist um málið og í
ljós kæmi, hver upphæð þeirra
yrði, stuðla að því, að bændur
gætu losnað við bréfin til lána-
stofnana, svo að lánabreytingin
kæmi þeim sem fyrst að sem
beztu gagni.
2—3) Varðandi báða þessa liði
gat landbúnaðarráðherra þess, að
ríkisstjórnin hefði í undirbún-
ingi öflun fjár til sjóða Búnaðar-
bankans, sem tilætlunin væri að
gerði þeim fært að lána bæði
gegn veði í nýjum og nýlegum
vélum og sömuleiðis til vinnslu-
fyrirtækja landbúnaðarins gegn
veðhæf um eignum.
4) Um vaxtakjörin er það að
segja, að ef frumvarp þetta nær
fram að ganga, muinu vaxtakjör
landbúnaðarins sízt verða lakari
en vaxtakjör sjávarútvegsins,
því að vextir þessir munu að
verulegu leyti ganga inn í verð-
lagsgrundvöll landbúnaðarins,
því að vextir þessir munu að
verulegu leyti ganga inn í verð-
lagsgrundvöll landbúnaðaraf-
urða og bændur fá þá bætta 1 af
urðaverðinu sjálfu.
Meirihluti fjárhagsnefndar tel-
ur, að frumvarp þetta muni því
geta náð tilgangi sínum um að
breyta þungbærum lausaskuld-
um bænda í föst Xán og þannig
geta orðið þeim til hagsbóta. Það
er því tillaga meiri hlutans, að
frumvarpið verði samþykkt ó-
breytt.
Verri kjör en útvegsmenn.
Skúli Guðmundsson (F) taldi
m.a. að bráðabirgðalögin hefðu
verið svo ófullnægjandi oig regl-
ur um lánin þannig úr garði gerð
ar, að fáist þeim eklki breytt,
kemur fyrirhuguð lánastarfsemi
að litlum eða engum notum fyrir
fjölda bænda, þó að þeir hafi
brýna þörf fyrir lánsfé. Sam-
kvæmt lögunum eigi bændur að
búa við miklu lakari kjör .en
útvegsmenn, sem á s.l. ári fengu
sínum lánum breytit í föst lán.
Lánin skuli aðeins veitt gegn
veði í fasteignum bænda og mann
virkjum, sem á jörðinni eru. Hins
vegar fái útvegsmenn lán gegm
veði í vinnslustöðvum og vélum.
Vextir af lánunum skulu vera
8%, en vextir af skuldaiskilaXán-
um útvegsins 6,5%. Þá taldi
hann að úr því að ríkisstjómin
valdi þá aðferðina, að láta gefa
út sérstök bankavaxtabréf vegna
þessara lánveitinga, ætti Seðla-
bankinn að kaupa bréfin við
nafnverði, eins Og stjórn Stétta-
sambands bænda hefði lagt til.
Með því móti mundi landbúnað-
urinn njóta srvipaðrar fyrirstöðu
af bankams hálfu og sjávarútveg
urinn í sambandi við breytingu
á lausaskuildum í föst lán. Gerði
þingmaðurinn síðan grein fyrir
breytingartillögum, sem minni-
hlutimn lagði til að gerðar yrðu
á frumvarpinu.
Bankarnir tóku á sig
vaxtatapið
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra vék að því í upphafi
ræðu sinnar, að það sjónarmið
befði ráðið, þegar ríkisstjórnin
ákvað að gefa út bráðabirgða-
lög um breytingu á lausaskuld-
um bænda í föst lán, að búið væri
þannig um hnútana, ' að lögin
kæmu að sem mestum notum.
Talið hefði verið eðlilegt að
byggja Xausn málsins á frjálsu
samkomuiagi milXi skuldara og
skuldareiganda Og sníða löggjöf-
ina eftir því, sem hagkvæmt
þótti um stofnlánadeild sjávar-
útvegsins Og breytingu á lausa-
skuldum sjávarútvegsins.
Hér var þó ekki um sömu að-
stöðu að ræða, þar sem sjávar-
útvegurinn nefur viðskipti að-
eins við tvo banka, Landsbank-
ann og Útvcgsbankann. Skuldir
bænda eru við bankana, flesta
sparisjóði, kaupfélögin og fleiri
verzlanir auk fjölda annarra að-
ila. Ákveðið er, að veðdeild Bún-
aðarbankans gefi út nýjan flokk
bankavaxtabréfa og sjái um fram
kvæmd málsins. Bréfin verða til
20 ára með 7%% vöxtum. Sam-
komulag var strax við ríkisbank-
ana um að taka
bréfin á nafn-
verði til greiðslu
á víxlum, sem
þeir höfðu keypt
af bændum. Með
því móti tóku
bankarnir á sig
vaxta tapið af
þessum viðskipt-
um. Samningur við Seðla-
bankann og frekara samkomulag
við viðskiptabankana var talið
eðlilegt, að biði, þar til fyrir
lægi, hversu upphæðin væri há,
sem semja þyrfti um.
Seðlabankinn kaupir
bréfin á nafnverði
Þá vék ráðherrann að því, að
umsóknarfrestur til lánanna
hefði verið til 1. okt. s.l., en lög-
in voru gefin út um miðjan júlí,
svo að menn höfðu tvo og hálfan
mánuð til að undirbúa umsókn-
ir. Ekki hefði gefizt tími til að
vinna úr umsóknum vegna þess
annríkis, sem ávallt er í Bún-
aðarbankanum síðustu mánuði
ársins. En um miðjan janúar s.l.
barst sundurliðuð skýrsla frá
Búnaðarbankanum um þær um-
sóknir, sem borizt höfðu, og væri
allt tekið tiJ greina, gætu lán-
in numið 82 millj. kr. Samkomu-
lag hefur oiðið við Seðlabank-
ann um að kaupa veðdeildarbréf
á nafnverði af sparisjóðum og
kaupfélögum, eins og segir í
bréfi bankans:
„Til þess að greiða fyrir því,
að hægt verði að breyta lausa-
skuldum bænda í löng lán sam-
kvæmt lagafrv. því, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi, er Seðlabank-
inn reiðubúinn að gera eftirfar-
andi.
1. Að taka, sé þess óskað, þau
veðdeildarbréf, sem sparisjóðir
og kaupfélög vegna innlánsdeilda
sinna veita móttöku með nafn-
verði upp í umræddar skuldir,
upp í innlánsbindingu viðkom-
andi aðila á árinu 1962 og eftir-
stöðvar frá árinu 1961.
2. Þá sparisjóði, sem þurfa
að veita viðtöku hærri fjárhæð
af bréfum en svo, að gangi til
greiðslu innlánsbindingarinnar,
sem greind er í lið 1, er Seðla-
bankinn reiðubúinn að aðstoða
með því að kaupa þessi bréf
gegn því, að andvirði þeirra
leggist á bundinn reikning í
Seðlabankanum. Þetta fé ávaxt-
ist þar með sömu vöxtum og
annað bundið fé á hverjum
tíma, sem mun vera 9% nú, en
verður leitt eftir því, sem ástæð
ur leyfa, þó ekki á skemmri
tíma en þremur árum.
3. Seðlabankinn gerir þetta
með þeim skilningi, að Lands-
bankinn, Búnaðarbankinn og
Útvegsbankinn taki með nafn-
verði þau veðdeildarbréf, sem
kaupfélög og önnur verzlunar-
fyrirtæki taka upp í áður-
greindar skuldir umfram það,
sem Seðlabankinn kann að taka
við samkv. lið 1 til lækkunar
skulda félaganna og fyrirtækj-
anna við viðkomandi banka, eða
til lækkunar á skuldum Sam-
bands isl. samvinnufélaga, enn-
fremur, að sömu bankar séu
reiðubúnir að taka veðdeildar-
bréfin upp í greiðslur eldri
skulda við þá, án aðildar frá
Seðlabankanum".
Flestir bændanna fá fyrirgreiðslu
Þá upplýsti ráðlherrann, að
Búnaðarbankinn og Landsbank-
inn hefðu heitið því að taka veð
deildarbréf á nafnverði til lækk-
unar á skuldum kaupfélaganna
og SÍS og einnig annarra verzl-
unarfyrirtækja. Útvegsbanikinn
hefur einnig tekið vel þessari
málaleitan, þótt ekki haifi borizt
Pálína E. Árnadóítir
Minning
Sem móðir hún býr í barnsins
mynd,
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins
lind,
þó lokið sé hennar verki.
E. B.
PÁLÍNA Árnadóttir er dáin. —
Hún andaðist í Bæjarsjúkrahús-
inu í Reykjavík 6. febrúar sl.
eftir skamma legu. Síðustu tíu
árin hafði hún þó eigi gengið
heil til skógar. Hún er jarðsett
í dag frá Fossvogskirkju.
Fædd var hún á Steiná í
Svartárdal 16. sept. 1895. Flutt-
ist með foreldrum sínum, Guð-
urðssyni, að Brandaskarði í
Vindhælishreppi á Skaga. Þar
ólst hún upp til 12 ára aldurs,
en missti þá föður sinn og
bróður sama árið.
Voru nú bágar ástæður hjá
ekkjunni fyrirvinnulausri með
tvær barnungar dætur á fram-
færi á kostarýru koti. María
yngri systirin var þá tekin í
fóstur, en Pálína fylgdi móður
sinni og voru þær mjög sam-
rýmdar alla tíð.
Skildi hún aldrei við móður
sína, en Guðlaug dó fjörgömul
á heimili dóttur sinnar.
Eftir föðurmissinn dvöldust
þær mæðgur á ýmsum stöðum.
Um skeið í Vatnsdal að Kornsá
og Flögu.
Snemma bar á því, að Pálína
var óvenju góðum gáfum gædd.
Átján ára gömul gerðist hún
svo djörf að láta innrita sig í
Kvennaskólann á Blönduósi,
lauk hún þaðan burtfararprófi
árið 1914. Árið 1917 gekk hún
ab eiga eftirlifandi eiginmann,
Kristin Ásgrímsson, járnsmið.
Hann hefur alla tíð reynzt henni
traustur og nærgætinn eigin-
maður, ’ enda gat hann treyst
ráðum hennar, sem ætíð reynd-
ust hollráð.
Fjögur fyrstu búskaparár sín
bjuggu þau, Pálína og Kristinn,
á Stióra-Grindli í Fljótum, en
síðan fluttust þau til Ólafsfjarð-
ar og bjuggu þar í nokkur ár.
Árið 1926 fluttust þau búferlum
til Hríseyjar og bjuggu þar í
20 ár. Um skeið áttu þau
heima á Skagaströnd, en 1960
fluttust þau suður í Kópavog og
hafa átt þar heún„ _ Jan.
Þau hjón eignuðust 7 böm,
sex lifa móður sína, fimm dreng
ir og ein stúlka. Stúlku misstu
þau tveggja ára gamla.
Öll eru börn þeirra hin menni
legustu. Þau eru: Björn, vél-
smiður, búsettur á Akureyri,
kvæntur Halldóru Gunnlaugsdótí
ur, Árni, auglýsingastjóri Morg-
unblaðsins, kvæntur Katrínu
Óladóttur, Magnús, yfirkennari í
Kópavogi, kvæntur Guðrúnu
Sveinsdóttur, Gígja, búsett í
Ólafsfirði, gift Jóni Ásgeirssyni,
vélstjóra, Jón, rafvirki, tál heim-
ilis og stöðvarstjóri við rafstöð-
ina hjá Blönduósi, kvæntur
Ólöfu Friðriksdóttur, Stefán
starfsmaður hjá Flugfélagi ís-
lands, en búsettur í Kópavogi,
kvæntur Önriu Einarsdóttur.
Pálína er mér minnisstæð
kona, vegna ýmissa atvika. Hún
var prýðilega greind, hæg í fasi
og flanaði ekki að nokkrum
hlut. Hún ræddi skynsamlega
og með festu um hugðarefni sín,
en þau voru öðru fremur menn-
ingar og skólamál. Ef hún hefði
átt þess kost, þá hefði hún áreið
anlega helzt kosið kennslu að
lífsstarfi.
Hún var börnum sínum um-
hyggjusöm og ástrík móðir, sem
virtist ávallt eiga nægan tíma
frá erilsömum húsmóðurstörf-
um, til þess að tala við börnin
sín og leiðbeina þeim við nám
og störf. Ég veit að nú munu
börn hennar kunna að meta
hinar hollu fortölur og leiðbein-
ingar, þegar þau fara að ala
upp sín eigin börn.
Gott hefði verið, ef amma
hefði mátt miðla barnabörnun-
um af nægtarbrunni þekkingar
sinnar og reynslu, en hér er
hennar verki lokið og þó býr
hún vonandi að einhverju leyti
í barnsins mynd.
Ég held, að fremur beri að
fagna en syrgja hennar hlut-
skipti. Það var henni áreiðan-
lega fyrir beztu eftir erfiða
sjúkdómsraun. Við kunningjar
hennar og samferðamenn vott-
um eiginmanni, börnum, ætt-
ingjum og venzlafólki öllu inni-
lega hluttekningu.
Ég hefi aðeins einu sinnl
komið á bernskustöðvar Pálínu,
í nágrenni Skagastrandar. Það
var á fögru og friðsælu haust-
kvöldi snemma í september.
Mér var starsýnt vestur yfir
lognkyrran Húnaflóann. Stranda
fjöllin skörtuðu fjólubláum lit-
um og mildar línur þeirra höfðu
friðsæl áhrif í blámóðu fjar-
lægðarinnar, en deyjandi roði
kvöldsólarinnar minnti á ná-
lægð næturinnar.
—— o——
Pálína lét eitt sinn orð r.n
það falla við mig, að sér þættu
fjöll ávallt fegurst í fjarska. —•
Það skyldu þó aldrei hafa ver-
ið Strandafjöll, sem mörkuðu
þessi hughrif frá bernskudög-
um?
Og nú þegar hún hefur skil-
að hér sínu dagsverki með
sæmd, þá finnst mér að hún hafi
til þess unnið að fá að dveljast
um stund, eftir umbreytinguna
miklu, við mild hughrif af
bjarma sinna bláu lífsins fjalla.
E. M. 1».
formlegt svar frá þeim banka,'
en þar er aðeins úm lítilræði að
ræða, sem áreiðanlaga verður
samkomulag um. Eftir þetta sam-
komulag við bankana er engin á-
stæða fyrir sparisjóði, kaupfélög
«ða aðrar verzlanir að skorast
undan því að samþykkja breyt-
ingu á lausaskuldum bænda í
löng lán. Bréfin verða tekin á
nafnverði til lækkunar á skuld-
um og Seðlabankinn mun gera
sparisjóðunwm fært að taka bréf-
in, án þess að þeir verði fyrir
vaxtatapi eða þurfi að festa fé
í óhæfilegan langan tima. Má
því reikna með, að flestir bænd-
ur, sem sótt hafa un. þá fyrir-
greiðslu, sem ætlaC er að veita
með þessum lögum, fái jákvæða
afgreiðslu.
Eðlilegra að fara samningsleiðiuu
Ráðherrann vék að því, að
ekki hefði náðst samfcomwlag um
frumvarpið í nefnd og að mdnni-
hlutinn hefði talið lögin ótfiull-
nægjandi. Þau muni veita lakari
og minni fyrirgreiðslu bændum
tál handa en sjávarútvegurinn
hesfiur fengið. Lögin korni ekki
að gagni, nema Seðlabankinn sé
skyldaður till að taka banka-
vaxtabréfin við nafnverði. Það
er svo að sjá, sagði ráðherrann,
Framhald á bls. 19.